Morgunblaðið - 08.07.1964, Qupperneq 15
MiöviKudagur 8. júlí 1964
MORGUNBLAÐID
15
— / h'iltúr
Framhald af bls. 10.
Gontar stríddi honum og
sagði að hann væri lítill hesta
maður en Jakob sagðist skyldu
sýna honum það, hann hefði
verið riddaraliðsforingi í lok
síðari heimsstyrjaldar og set-
i® sína klára með sæmd á víg-
stöðvunum, bæði í Póllandi og
Þýzkalandi. Þeir gerðu að
gamni sínu um þetta og köst-
uðu bröndurum á milli sín,
grófum og hrikalegum, og þá
komumst við loksins að merki
legri niðurstöðu: Jakob Vladi-
min túlkur hefur lært ís-
lenzku af Þjóðviljanum. Að
hugsa sér, húmor Magnúsar
Kjartanssonar er orðinn út-
flutningsvara. Um þetta hugs-
uðum við stundarkom, meðan
þeir vom að gantast þarna í
aftursætinu, en Jakob fékk
ekki stundlegan frið. Við
spurðum ungfrúna:
„Þykir yður ekki leiðiníegt
að hafa alltaf á eftir yður lög-
regluþjóna og blaðamenn?“
Hún svaraði ofur rólega:
„Nei, bað hefur engin áhrif
é mig. Ég reyni bara að fela
mig bak við eldri fjölskyldu-
meðlimina".
Þetta var nóg til að' þagga
niður í Gontar. Hann baðaði
út höndunum og sagði við
mágkonu sína: „Nei, þetta get
urðu ekki sagt, nú ertu búin
að setja alla ábyrgðirta á mig“.
Hún einungis kinkaði kolli
til samþykkis. Og nú var
henni farið að líða betur í bíln
um. Surtur var orðinn fjar-
lægt og heldur óskemmtilegt
viðlag við íslandsreisuna,
brátt mundi hann vonandi
gleymast algerlega, og allt
hans hafurtask.
Við vorum að nálgast
Gljúfrastein og það var kom-
inn tilhlökkunarsvipur í and-
lit Elenu. Hún sá fyrir sér
hesta með fagurbúnum reið-
tygjum — og hún mundi
þeysa eftir sléttum gmndum,
vera frjáls. Þannig var svip-
urinn sem var kominn í and-
lit hennar. „Ég hlakka til að
fara á hestbak“, sagði hún,
og fór að taka betur eftir
landslaginu, fjöllin urðu
hlýrri, grasið grænna og vina-
legra. En aumingja Gontair
sagði einungis: „Ég get víst
ekki farið á hestbak, líklega
er enginn hestur til á íslandi
svo stór að hann beri mig“.
Það var stutt eftir í hlað og
mi var hver síðastur að spyrja
Elenu Krúsjeffsdóttuir nokk-
urra spurninga í viðbót. Við
vorum því fljótir að skjóta
spurningu inn í glensið og
gamanið. Við spurðum, hvaða
mynd Elena myndi fara með
af landinu.
„Eins og ég sagði", svaraði
hún, „átti ég sæmilega mynd
af því, áður en ég kom, en
nú er hún skýrari“.
„Hvenær var ákveðið að
þér fæmð til Islands?"
„Það var ákveðið áður en
við fómm í Norðurlandaferð-
Ina. Þá var mikið talað um
ísland, ferðin vegin og metin
fram og aftur og svo gáfu
pabbi og mamma okkur leyfi
og sögðu að við mættum fara
til íslands. Þau hafa áreiðan-
lega bæði áhuga á að skreppa
til íslands, skoða landið og
kynnast fólkinu og við verð-
um að hafa okkur allar við,
þegar við fömm að segja þeim
frá ferðalagi-nu. Auðvitað segj
um við Iþekn allt sem gerzt
hefur".
„En hvað um laxinn?"
Jakob skaut inn í að Elena
mundi taka hann með sór og
hann yrði étinn við matarborð
Krúsjeffs á föstudaginn kem-
ur. „Og þá verður mikil
veizla", bætti Jakob við. En
við hugsuðum: Svo þetta átti
fyrir Elliðaárlaxinum að
hggja.
„Hafið þér verið aldar
strangt upp?“ spurðum við.
„Af hverju spyrjið þér að
því?“
„Vegna þess að hún sagðist
hafa þurft að spyrja foreldra
sína að því, hvort hún mætti
fara til íslands“.
En Elenu þótti sjálfsagður
hlutur að spyrja foreldra sína.
Hún er sem sagt mjög vel upp
alin og fjölskylduböndin sýni
lega sterk."
Og svo bætti hún við:
„Én það er ekki svo auð-
velt að komast til íslands".
„Hafið þér áhuga á stjóm-
málum?“
„Hjá okkur hafa allir áhuga
á stjóirnmálum. Það er ekki
hægt að komast hjá því að
lesa blöðin, og þau em full
af pólitík. Auðvitað verð ég
að fylgjast með stjórnmálum
og hafa áhuga á þeim eins og
allir aðriir í landi okkar“.
„En hvernig líka yður
stjórnmálin á íslandi?"
Hún vildi fátt um þau segja,
og við vorum spurðir hvað við
meintum með þessari spurn-
ingu. „Mundi ekki áhugi ykk-
ar á pólitík svo sterkur, að
þið munduð heldur kjósa að
Island væri kommúnistískt
land?“
„Það kemur okkur ekkert
við“, svaraði imgfrú Elena,
„hvaða pólitík er hér tíðkuð.
Fólkið sjálft velur hvers kon
ar fyrirkomulag það vill hafa.
Ég er gestur og mér dettur
ekki í hug að fara að segja
að mór líki illa það sem fólkið
hefur valið“.
Síðan fór hún að segja okk
ur frá blómunum, sem hún
ætti heima, yndislega falleg-
um og alla vega litum blóm-
um, og hún hlakkaði mikið til
að koma heim og hirða um
þau. Einhvern veginn höfðum
við allan tímann á tilfinning-
unni, að ungfrúin væri með
heimþrá, þó hún reyndi að
bæla hana niður. Það brá fyr
ir söknuði í andliti hennar,
en svo birti upp aftur og við
fórum að huga að því hvað
hún hefði séð. Á hlaðinu á
Gljúfrasteini stóðu fallegir
hestar og biðu knapa sinna.
Gestumun var heilsað með
hlýju brosi. Þeir fóru inn og
skiptu um föt-og stuttu síðar
kom Elena aftur út í hvítri
reiðblússu. Nú brösti hún, og
þegar frú Auður spurði hvort
hún vildi ekki fá hanzka, svair
aði hún á góðiri ensku þessum
lakonísku orðum: „Ég ríð
aldrei út með hanzka"
Svo var farið á bak og riðið
út í íslenzku sólina og sum-
arið.
Samninganefndir ná sam-
komulagi á Vestfjörðum
ísafirði 7. júlí.
Á laugardagskvöld lauk við-
ræðum á ísafirði milli samninga-
nefnda A.S.V. og Vinnuveitenda-
félags Vestfjarða um kaup og
kjör verkafólks á Vestfjörðum.
Samkomulag náðist um nýjan
ramning með þeim fyrirvara að
ramkomulagi ð verði samiþykkt
*f viðkomandi verkalýðsfélögum
og atvinnurekendum. Gert er
ráð fyrir að samningurinn gildi
frá 5. júlí ál eins árs og er þá
uppsegj anlegur með mánaðar-
fyrirvara. Hitm nýi samningur
•r gerður samkvæmt samkomu
lagi því, sem gert var milli
ríikisstjórnarinnar og A.S.. og
samtaka atvinnurekenda um
stöðvun verðbólgu og kjarabæt
ur handa verkafólki. Samning-
urinn felur í sér. öllu sömu á-
kvæði varðandi kaupgjald,
vinnutíma og önnur kjara-
ákvæði, sera gilda í Beykja-
vík samkvæmt nýgerðum samn-
ingi Dagsbrúnar og Vinnuveit-
endasambands.
Samningur þessi nær til allra
verkalýðsfélaga á Vestfjörðum,
sambandssvæði Alþýðusambands
Vestfjarða er Vestfjarðakjör-
dæmi.
Þarna er heilu húsi raðað saman úr aluminiumbútum, eins og spilaborg.
— Byggingar risa
Framhald af bls. 3
skjóta eldflaugunum í þetta
sinn, úr því að þar þarf að
reisa allt frá grunni. — Jú, við
erum að rannsaka Van Allan
beltið, og til þess þurfum við
að skjóta einhvers staðar sem
næst 72. breiddarbaugnum
eða sunnan við hann. Það er
óþægilegt að vera með þetta
á skipsfjöl, svo þá er um að
ræða Kanada eða ísland, og
hér fundum við þennan hent
uga stað úti við hafið. Það
tekur ekki langan tíma að
reisa húsin,aðeins tvo daga,
því allt efni er tilsniðið. Við
byrjuðum á þessu húsi i gær
og húsin verða til í kvöld.
Þetta er alveg nýtt fyrir okk
ur og við skemmtum okkur
eins og smástrákar við að
koma þessu saman. Vísinda-
tækin eru ekki komin enn,
því þau eru mjög viðkvæm
og þurfa hús að vera tilbúin
yfir þau. Þegar búið verður
að koma þeim fyrir, köllum
við á blaðamenn, þá getum
við útskýrt þetta allt. Eld-
flaugarnar sjálfar og önnur
viðkvæm tæki koma með
tveimur flugvélum, sem við
höfum og sem geta lent á
stuttum brautum. Þær geta
þó ekki lent hér, en til að
stytta flutninginn eftir veg-
unum með viðkvæm tæki,
lenda þær á Skógasandi og
þaðan flytur Almenna bygg-
ingafélagið þau fyrir okkur.
Það má nú segja, að húsin
þjóta upp. Á staðnum, þar
sem skjóta má eldflaugunum,
er bogaþakið á geymsluhús-
inu sett saman á jörðinni, síð
an lyft með 8 tjökkum á tveim
ur stöðúm, og loks er tjökkun
um komið fyrir á milli bog-
anna og miðjan á þakinu tjökk
uð upp. Þarna stjórnar verki
de Villepin frá Sud Aviation.
Menn vinna af. kappi, svo
varla er hægt að yrða á þá.
S vertingj arnir tveir kalla
svör sín niður af þakinu, að
þeim sé ekkert kalt hér á ís-
landi. Þeir starfi í Paris og
þeir séu frá Martinique og að
þeir séu orðnir afvanir hita-
beltisloftslagi. Á þessum stað
verður eldflaugunum skotið.
Þarna er líka lítið gluggalaust
búr úr þykkum málmi. Það
verður haft í 40 m fjarlægð
frá eldflauginni og þar leita
nokkrir menn skjóls, þegar
skotið verður. — Það verður
ekkert nýtt fyrir okkur, segir
de Villepin, nýlega skutum
við upp tveimur eldflaugum
af þessari sömu gerð í Sahara
fyrir Bandaríska vísinda-
menn. En það er nýtt að
standa í húsbyggingum.
Höfðabrekkubærinn fluttur
úr rokinu.
Á leiðinni inn í Vík aftur lít
um við inn hjá Ragnari bónda
á Höfðabrekku. Eldflaugunum
verður skotið upp í-hans landi,
en nýlega mun þó hafa komið
í ljós að austari skálarnir eru
í landi Hjörleifshöfða og hef-
ur Kjartan Leifur Magnússon,
sem þar ræður landi, farið
fram á greiðslu fyrir afnot af
landinu. Við höfðum heyrt að
gleymzt hefði að spyrja Ragn-
ar um leyfi til að skjóta eld-
flaugum í landi hans. Hann
sagði það rétt vera að búið
hefði verið að koma og mæla
staðinn og segja frá því i
Ragnar og Guðrún í Höfffabrekku við nýja húsið sitt, sem er
í byggingu.
blöðunum að þarna ætti að
skjóta upp eldflaugum, áður
en við hann var talað. En þá
lét hann spyrjast fyrir um
þetta, og áttuðu menn sig þá
og sömdu við hann í snatri.
Hann fór fram á 10 þús. kr.
fyrir afnot af landinu í 3 mán-
uði, og fékk það.
— Það er bara eins gott að
ekki blási meðan þeir eru að
byggja þessi hús svona, sagði
Ragnar og hann þekkir það.
.— Hér koma slík ofsaveður.
f fyrra fauk hjá mér hlaðan,
hesthúsið og fjósið. Járnið
barst langar leiðir og vatzt
upp og steinsteyptir veggir
hrundu. Það var við gamla
bæinn uppi í brekkunni. Hann
var á sínum tíma staðsettur
þar vegna hættu af Kötluflóð-
um. Eftir að fauk fluttum við
bæinn niður fyrir brekkuna.
Nú er Ragnar að byggja
stórt og myndarlegt, nýtt stein
hús við þjóðveginn undir fjall
inu. Húsið er enn hálfbyggt,
en þegar rafstöðin í gamla
bænum bilaði, flutti fólkið
inn í það. Og þar drekkum við
kaffi hjá húsfreyju, Guðrúnu
Gísladóttur. — Það var svo
erfitt að búa þarna uppfrá
og svo var alltaf rok, segir
hún. Hér er bara skjól, aðeins
smágustur af hálsinum.
— Þið eruð ekkert hrædd
við að flóð frá Kötlugosi nái
hingað?
— Eg held að aðstaðan hafi
breytzt mjög segir Ragnar.
Flóðið hefur nú greiðari að-
gang fram í sjó. Hólarnir, sem
voru helzta viðstaðan, eru
horfnir. Annars hefur verið
talað um að setja varnargarð
hér rétt fyri austan, til að
koma í veg fyrir að það geti
komið liér með hlíðinni til
Víkur.
— Ætlarðu að byggja gripa
hús líka hér niðurfrá?
— Við höfum hér rétt hjá
helli fyrir 400 f jár og þar get-
ur verið heygeymsla að auki.
Það þarf bara að laga hann
svolítið til. Við ætlum okkur
nú að vera trlbúin með íbúð-
arhúsið fyrir veturinn. Það
fást bara ekki hurðir, stendur
líka bæði á smiðum og múrur
um. — Bara verst að fá ekki
rafmagnið. Eg var orðinn van-
ur að raka mig með rafmagns
vél, og nenni ekki að raka
mig síðan ég missti það, segir
Ragnar og strýkur sér um
vangana. Hann hafði verið að
rýja fé sitt alla nóttina og við
vakið hann upp.
— Látum vera þó þú getir
ekki rakað þig, sagði hús-
freyja. Mér þykir verra með
þvottinn. Þetta eru nú bara 4
bæir eða 5 ábúendur hér f
Mýrdalnum, sem ekki hafa
fengið rafmagn til sín. Og við
vonum enn að við, þessi 36
manns sem þar búum, verð-
um ekki skilin ein eftir raf-
magnslaus, sagði hún. Maður
verður að lifa í voninni.
Frakkarnir eru að koma í
mat á hótelinu, þegar við
stönzum þar og með þeim
túlkurinn þeirra, íslenzkur
piltur, sem er að læra dýra-
lífeðlisfræði í París, Sigurður
Helgasön að nafni.
— Hann talar frönsku eins
og innfæddur Frakki, kallar
Lefevre til okkar. Og svo er
þetta sjarmerandi strákur. Ég
hugsa að hann sé eins hættu-
legur stúlkunum hérna, og
við. — E. Pá.