Morgunblaðið - 23.07.1964, Page 3
MORCUNBLAÐIÐ
3
Fimmtudagur 23. júli 1964
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimr
I
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui
g
JÓN SIGURBJÖRNSSON,
H leikari, fór sem kunnugt er
= til Svíþjóðar um síðastliðin
= áramót, þar sem hann var ráð
= inn til að syngja við Stokk-
H hólmsóperuna um eins og
= hálfs árs skeið. Fékk hann
E prýðilega dóma fyrir söng
= sixm í norskum blöðum. Jón
M hefur verið hér heima í nokkr
g ar vikur í sumarleyfi, en er nú
B á förum aftur til Stokkhólms.
IKona Jóns, Þóra Friðriksdótt-
ir, leikkona, og ung dóttir
j§ þeirra hjóna munu fara utan
p skömmu siðar. Morgunblaðið
g átti samtal við Jón í gær og
H spurði hann um Svíþjóðar-
E dvölina.
— Ég kann alveg prýðilega
B við mi|g í Stokkhólmi, sagði
= Jón. Ég hafði aldrei komið
{§ þangað fyrr en í haust. Mér
g leið afskaplega vel í vetur.
= nema auðvitað það að Þóra
= var að leika á íslandi og gat
= ekki komið út fyrr en seint.
g Hún var hjá mér í tvo mán-
= uði, en varð svo að fara aftur
= heim til að æfa Ærsladraug-
= inn.
— Hvernig bar þag til, að
M þú réðist til Stokkhóimsóper-
S unnar?
Þóra og Jón ásamt Láru dóttur sinni, 7 ára.
Líkar vel við Stokkhólmsóperuna
Samtal við Jón Sigurbjörnsson
— Ég söng í H Trovatore
hér 1 Þjóðleikhúsinu í fyrra-
vor. Bæði leikstjórinn, Lars
Runsten ,og prímadonnan
voru sænsk. Runsten var þá
starfandi leikstjóri við Stokk-
hólmsóperuna og hann kom
því til leiðar, að ég fór til
Stokkhólms í haust,þar sem
ég var prófaður og síðan gerð-
ur við mig fastur samningur
frá síðustu áramótum og til
1. júlí, 1965.
— Hvaða hlutverk hefur þú
sungið í vetur?
— Ég hóf starfið 20. janú-
ar og söng leigumorðingjann,
Sparafugile í Rigoletto. Söng
é|g hann af og til í vetur ásamt
hlutverkum í tveimur öðrum
Verdi óperum, Aida og Grímu
ballinu. í Aida hafði ég hlut-
verk æðsta prestsins, Ramfis.
Síðast söng ég í • Rakaranum
í Sevilla, hlutverk Don Basili-
os, hið sama og ég hafði í
Þjóðleikhúsinu hér um árið.
Það er sérstaklega skemmti-
legt 'hlutverk bæði í söng og
leik.
— Söngstu yfirleitt á
ítölsku eða sænsku?
— Allar óperurnar eftir ára
mót voru sungnar á sænsku
nema Rigoletto. Ég varð dá-
lítið hvumsa við, því að ég =
hafði aldrei svo mikið sem ||
talað sænsku fyrr en ég kom ||
út. Ég hafði alltaf notast við ||
þessa alræmdu skandinavisku. =
Manni vefst svolítið tunga um g
tönn í byrjun og það kemur g
fram á röddinni. Framburður =
er svo gífurlegt atriði í söng. =
Ég veit að þetta háði mér, að M
minnsta kosti framan af. Hins M
vegar lætur sænska afar vel í 5
eyrum í söng eins og reyndar s
íslenzka líka.
— Hvernig líkar __ þér við 1
samstarfsfólkið hjá Óperunni? 2
— Mjög vel. Fólkið er ljúft =
og gott.
— Hefur þú hug á ag vera ^
áfram •' Svíþjóð?
— Það er erfitt að segja um g
það og margs að gæta. í vetur =
hafði ég nóg að gera og fékk £
góð hlutverk, svo að ég hef M
engan hug á að hætta, þar sem §
ég kann auk þess svo vel við =
mig í Stokkhólmi. Hins vegar s
er þetta óþægilegt fyrir okkur, =
þegar Þóra er ag leika hér §
heima. Það er engan veginn §
gott að við skulum þurfa að s
fylgja söng- og leiklistarbraut 1
sitt í hvoru landinu.
— Hvag hefur þú haft fyrir 1
stafni hér heima í fríinu? =
— Það er nú fremur lítið. M
Þó hef ég sungið nokkrum M
sinnum, aðallega úti um land. M
Ég söng með félögum mín- M
um frá því í fyrra, Farand- M
söngvurunum, í Borgarnesi =
síðastliðinn fimmtudag. Fólk- =
ið tók okkur svo dásamlega =
að nærri lá að maður kæmist M
við. í kvöld ætlum við að ji
halda hljómleika að Flúðum. M
Auk mín eru Farandsöngvar- M
arnir Svala Nielsen, Sigur- M
veig Hjaltested og Erlingur 2
Vigfússon. Ragnar Björnsson 2
leikur undir á píanóið. Við =
ferðuðumst um allt land í =
fyrra við frábærar móttökur S
en enga aðsókn, að minnsta M
kosti víðast hvar.
— Hvenær farið þið utan? 1
— Ég fer á sunnudag, en M
Þóra er ennþá að leika í M
Ærsladraugnum, svo að þær M
mæðgurnar komast ekki fyrr s
en síðar. Erfitt er ag fá hús- §
næði í Stokkhólmi, en ég get =
unnið að því með aðstoð Óper =
unnar að útvega okkur íbúð M
áður en þær koma.
.........................................................................................................................................................................................................................................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiF
Amerlkur'ikin
Framhald af bls. li
dag fimm manna far, töluvert
búið vopnum, nærri Sugar Loaf
Key, nokkru norðan við Key
West. í bátnum voru fjórir kúb-
anskir útlagar o.g einn banda-
rískur ljósmyndari. Af vopnura
voru m.a. í bátnum tyilft riffla,
heimagerðar sprengjur, hand-
eprengjur og lítil fallbyssa og
mikið af skotfærum. Þetta er í
annað sinn á þrem dögum, sem
Bandaríkjamenn hafa hendur á
vopnuðum bátum á leið til Kúbu
Hinn fyrri hafði meðferðis fjór-
ar sprengjur. Var sá tekinn nærri
Palm Beach á sunnudag.
Bkki var búið að bera fram
kærur þegar síðast fréttist. Það
er lögbrot í Bandaríkjunum sé
þaðan lagt upp tii árásar á erlent
ríki og varðar brotið 5.000 dala
sekt eða fimm ára fangelsi.
Oswaldo Dortioos, forseti Kúbu
tilkynnti í dag að hann hefði tek-
ið að sér embætti fjármálaráð-
herra. í tilkynningu stjómarinn-
ar sagði að Regino Boti, fyrr-
verandi fjármálaráðherra heifði
verið „leystur frá“ störfum og
mýndi falið anrxað embætti. Eng-
«r útskýringar voru gefnar fyrir
embættistöku Dorticos. Þetta er
í annað sinn, sem snögg umskipti
verða í embættum fjármála-
tnanna á Kúbu í þessum mánuði.
Hið fyrra sinnið var utanríkis-
verzlunarmálaráðherrann, Aiber-
to Mora, „leystux frá” störfum en
við tók Marcei Fernández, sem
var bankastjóri kubanska Þjóð-
bankans. Embættistaka Fernán-
dez var ekki útskýrð nánar.
Óvenju fáir nýir bílar bíða nú þess að verða skráðir og teknir í notkun. _____Ljósm. Sv. Þ.
Bílainnflutningur
minni en í fyrra
INNFLUTNINGUR bíla mun
I það, sem af er þessu ári, vera
1 nokkru minni en var í fyrra.
! Blaðið getur þó ekki fært ná-
' kvæmar tölur því til söhnunar.
i Bifreiðaaukning í fyrra var 3731
j bifreið, en nokkur hundruð bíl-
ar munu á því ári hafa fallið
úr notkun vegna elli, eyðilegg-
ingar og ónytja. Varlega mun
áætlað að innfluttir bílar hafi
í fyrra verið rúm 4 þúsund.
I Eftir því sem næst verður kom
• izt með athugun hjá skipafélög-
unum hafa verið fluttir til lands
ins fram til þessa dags 1879 bílar
frá áramótum. Fyrstu 6 mánuði
ársins voru skrásettir 1652 nýir
bílar hjá bifreiðaeftirlitinu hér
í Reykjavík, en nokkrir munu
hafa verið slcráðir utan Reykja-
víkur, en þeir eru mjög fáir.
Yfirleitt er bílainnflutningur
mestur fyrri hluta ársins eða á
vorin og framan af sumri. Ekki
er gert ráð fyrir að bílainnflutn-
ingur verði, síðari hluta ársins,
eins mikill og fram til þessa. Því
mun bílainnflutningur nú að
öllum líkindum verða nokkru
minni en í fyrra.
— Viet-Nam
Framhald af bls 1
sagði að þetta hefði verig óskap-
legt á að horfa. „Ég ætlaði ekki
að trúa mínum eigin augum,“
sagði hann. „Fyrst sást ekkert
annað en grænn igróðurinn og
vatnið og herflokkar stjórnar-
innar, sem brutust hægt í gegn-
um þetta. Allt í einu þustu um
400 svartklæddir hermenn þama
út úr þykkninu og lögðu til at-
iögu. Þetta skeði allt í einni svip
an.“
Orrustan stóð í stundarfjór?
ung eða þar um bil og mannfa
stjórnarinnar var mjög mikið.
STAKSTEINAR
Undirstaða framfara
Menntun er bezta fjárfestingin,
sagSi Benjamin Franklin, visind-
in efla alla dáð, kvað Jónas, og
gamall orðskviður segir, að
meira vinni vit en strit. Allt
þetta er rétt að hafa í huga, þeg-
ar fjallað er um menntun og
skóla á íslandi.
Einn höfuðþáttur hagsældar
og velmegunar er taekniþekking.
Hlutur hennar í efnahagslífinu
vex með aukinni þróun. Of lengi
hefur sú staðreynd verið snið-
gengin í íslenzku þjóðfélagi, að
bókvitið verður vissulega látið i
askana. Að framtíð þjóðarinnar
stendur og fellur með menntun
þegnanna og tækniþekkingu. Það
ber því að fagna stofnun hins ís-
lenzka tækniskóla, sem í fram-
tíðinni á eftir að sjá atvinnuveg-
unum fyrir dugmiklum starfs-
kröftum.
Það má þó ekki einblína á slíka
tæknimenntun, sem skólum er
ætlað að veita. Aukin almenn
menntun og ekki sízt æðri mennt
un er ekki síður undirstaða fram-
fara og menningar.
Hinn íslenzki tækniskóli
Dagblaðið Vísir ritar í fyrra-
dag forustugrein um hinn ný-
stofnaða íslenzka tækniskóla. —
Greinin er á þessa Ieið:
„Stofnun hins íslenzka Tækni-
skóla er mikill og merkur áfangi
í íslenzkum menntamálum. Mátti
vissulega ekki lengur dragast úr
hömlu að koma þessari mennta-
stofnun á laggirnar. Sá timi kem-
ur senn, að erfiðisvinnan verður
útlæg ger úr þjóðfélaginu. Tækn-
in tekur við og leysir svitann og
stritið af hólmi. Þessi þróun er
þegar mjög langt komin I nálæg-
um iðnaðarríkjum. Hér hlýtur
hún að verða hraðari og hraðari
með hverju árinu sem líður. En
undirstöðuna, stóran hóp tækni-
menntaðra manna á öllum svið-
um atvinnulífsins hefir enn skort.
Eftir er að brúa bilið milli verk-
fræðingsins og erfiðisvinnumanns
ins. f því efni er stofnun Tækni-
skólans höfuðáfangi. En ekki er
síður nauðsynlegt að breyta öðru
framhaldsnámi í samræmi við
kröfur tækniþjóðfélagsins.
Menntaskólanámið má ekki leng-
ur vera einungis undirbúningur
undir embættisbrautina. Þar þarf
að Ieggja aukna áherzlu á tækni-
mennt og samhæfa það framhalds
námi í tækniskólum. Að þeim
breytingum verður að vínda bráð
an bug. ísland á fátt auðlinda.
Ein hin mikilvægasta er þekking
og kunnátta þegnanna“.
Nýtt met
Smádálkahöfundi kommúnista-
málgagnsins, sem gengur undir
nafninu Austri, virðist ekkert
heilagt, nema þegar til tíðinda
dregur úr þeirri átt, sem hann
kennir sig við.
Hann hefur undanfarið staðið
í orðaskiptum við sjálfan sig um
það, hversu góður „húmoristi"
hann sé. f pistlum hans í gær get-
ur að líta ágætt dæmi um þann
„húmor“, sem hann hefur til-
einkað sér og beri af öðru af því
tagi, að eigin sögn.
Austri hefur með pistli sínum
í gær unnið eftirminnilegan sig-
ur. Hann hefur sett nýtt met í
„húmor". Altarisgöngu kristinna
manna líkir hann við mannát
svertingja og segir:
„Mörgum veitist erfitt að skilja,
hvernig þjóðkirkjan getur fengið
það af sér á miðri 20. öld að bjóða
mönnum upp á að drekka „blóð
Krists“ og snæða „líkama“ hans,
enda þótt mannætuþjóðir hafi
fyrir löngu haft þann hátt á að
éta höfðingja sína og guði. En
séu í rauninni til menn, sem
sækja andlegan styrk í jafn myrk
ar helgiathafnir og eftirlíkingu
á kannibalisma, hlýtur sú sér-
stæða og ógeðfellda guðsdýrkun
að eiga að fara fram í launhelg-
um og kyrrþey“.