Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagtir 23. júlí 1964 Þjóðhátíðin í Eyjum hefst 7. ágúst * Flugfélag Islands tekur upp sérstök þ j óðhátíðarf arg j öld HIN árlega þjóðhátíð í Vest- <* niannaeyjum hefst að þessu sinni föstudaginn 7. ágúst í Herjólfs- dal. Vel verður vandað til dagskrár þjóðhátíðarinnar að venju, Guð- laugur Gíslason, alþingis.maður, setur hátíðina kl. 14:00 á föstu- dag, en síðan fer fram guðsþjón- usta. Séra Þorsteinn L. Jónsson prédikar .Þá leikur Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Odd geirs Kristjánssonar, kvennakór syngur, fram fer keppni í frjáls- uí» íþróttum og tvöfaldur kvart- ett skemmtir. f>á fara fram kapp leikir í knattspyrnu og hand- botta kvenna og sýnt verður bjargsig. Á sama tíma og kapp- leikirnir fara fram, verður á öðr um stað í Herjólfsdal skemmtun fyrir börnin, sérstakur barr 'mi "*og barnadansleikur. „Frjálst er í fjallasal** K.1. 20:30 hefst kvöldvaka, „Frjálst er í fjallasal“. Á kvöld- vökunni verður margt til skemmtunar, m.a. leikur Lúðra- sveit Vestmannaeyja, skemmti- þc'ttur eftir Ása í Bæ, tvöfaldur kvartett úr samkór Vestmanna- eyja skemmtir, gamanþáttur eft- ir Loft Magnússon o,g leikararnir Rúrik og Róbert hafa uppi gaman mál. Þá verður fluttur stuttur ieikþáttur eftir Arnar Einarsson og nokkrir þjóðkunnir menn á- varpa þjóðhátíðargesti fyrir til- stilli Jóns Gunnlaugssonar. Dans hefst á báðum pöllunum kl. 23:00 og leikur Gosa-kvartett- inn nýju lögin, en fyrir gömlu tíönsunum leikur Rondo-tríó. Há punktur kvöldsins, verður brenn an á Fjósakletti og flugeldasýn- ing ,sem hefst á miðnaetti. Veitingar verða seldar alla nóttina. Á öðrum degi hátíðarinnar, laugardaginn 8. ágúst, hefst dag- skráin í Herjólfsdal kl. 16:00, með leið lúðrasveitarinnar, en síðar flytur Dr. Richard Beck ræðu. Síðan hefjast skemmtiatriðin hvert af öðru og verður breytt dtagskrá frá því daginn áður. Sama máli gegnir einnig um kvöldvökuna, sem hefst kl. 22:30. Dansinn hefst eins og fyrra kvöld íð kl. 23:00 og þá hefst einnig varðeldur skáta. Þjóðhátiðin í Vestmannaeyjum 90 ára Nú eru liðin níutíu ár frá þjóð- hátíðarárinu 1874, og flest ár síð- sn hafa Vestmannaeyingar hald- ið sína þjóðhátíð ,sem fyrir löngu er orðin fastur liður í lífi fólks- ins í Eyjum. Sá maður sem margir þjóðhá- tíðargestir munu minnast, og sem verið hefir kynnir á hátíðinni í næstum því mannsaldur, er Ste- íán Árnason, lögregluþjónn. Ste- fán verður enn kynnir á þjóðhá- tíðinni nú í sumar og er það fertugasta og þriðja þjóðhátíðin, sem hann gegnir þvi virðingar- starfi. íþróttafélögin í Vestmannaeyj- um, Þór og Týr, hafa í mörg und anfarin ár séð um allan undirbún ing þjóðhátíðanna, sem er að sjálfsögðu geysimikig starf. f ár er það Þór, sem sér um þjóðhá- tiðina. í tilefni þjóðhátíðarinnar, hefir Flugfélag fslands ákveðið að taka upp sérstök ódýr þjóðhátíðarfar- gjöld frá Reykjavík og kosta þau kr. 705.— báðar leiðir. Skilyrði f.vrir þjóðhátíðarfargjaldinu er, að fólk kaupi um leið aðgöngu- miða að þjóðhátíðarsvæðinu, en þeir eru seldir í afgreiðslu Fiug- félags íslands. Dagana fyrir þjóðhátíðina og meðan hún stendur, munu flug- vélar Flugfélagsins fljúga til og frá Eyjum eftir þörfum, þannig NYKOMIÐ VILLEROY & BOCH BADSETT v. Villeroy & Boch er ein elzta og stærsta verksmiðja á sínu sviði í Þýzkalandi, með 200 ára reynslu að baki. -j< Vörum frá þeim er óhœtt að treysta Handlaugar í ýmsum stærðum, gerðum og litum, með fæti eða án. Klosett Kaldv/ei baðkör í ýmsum litum og setur í sömu litum. í litum. Gólfmósaik (V. & B.) í úrvali. -X Kynnið yður vöru og verð sem fyrst H. BENEDIKTSSON hf. Suðurlandsbraut 4. — Reykjavík. — Sími 38300. að enginn þurfi að bíða, en fólki er ráðlagt að panta sæti tíman- lega, vegna mikillar aðsóknar. Um þjóðhátíðina í fyrra flugu fiugvélar félagsins á klukkustund ar fresti til Eyja, meðan aðalflutn ingarnir stóðu yfir og á svipaðan hátt mun fluginu þangað verða hagað í ár. L. R. á Akureyri Akureyri, 21. júlí: — LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefir nú sýnt sjónleikinn „Sunnudag- þrisvar við ágætar viðtökur á- ur í New York“ á Akureyri horfenda, sem hafa skemmt sér hið bezta. Leikendur eru sex, en leikstjóri Helgi Skúlason, for- maður L. R. Næst verður leikurinn sýndur í Skjólbrekku í Mývatnssveit, þá í Húsavík og Skúlaskeiði og sið- an víðar á Norðausturlandi og Austfjörðum allt til Hornafjarð- ar. Leikförinni lýkur 3. ágúst. — Sverrir. Dr. Steingrímur J. ÞorsteinssoB, Sótti róðsteinu háskólokennora í Norðurlandabókmenntam DR. STEINGRÍMUR J. Þor- steinsson, prófetssor, er nýkom- inn til landsins etftir að hafa tek ið þátt í fimmtu alþj óðaráð- stefnu háskólakennara í Norður landabókmenntum, sem að þessu sinni var haldin við Lund- únalháskóla, og stóð taepa viku fyrrihluta júlimánaðar. Þátttakendur á ráðstefnunni voru um 70 talsins frá 25 há- skólum í 14 löndum, þar sem Norðurlandafræði etru kennd. Voru 15 fyrirlestrar haldnir um bókmenntaáhrif, og að þeim lokn um voru umræður auk sér- stakra umræðufunda. Dr. Stein- grímur fiutti þar fyrirlestur um þjóðsagnaleikrit Jóhanns Sigur- jónssonar, Fjalla-Ey vind og Galdra-Loft. Forseti ráðstefnunnar var Hume Smith, kunnur prófessor við London University College, og ritari Peter G. Foote, sean ís- lendingum er að góðu kunnur og er staddur hérlendis um þes« ar mundir. Dr. Steingrímur sagði í stuttu samtali við blaðið í gær, að ráð- stefnan hefði verið afar voi skipulögð og ein alira bezta ráð stefna, sem hann hefði sótt. Slikar ráðstefnur eru haldnar á tveggja ára fresti og fjalla ein vörðungu um Norðurlandabók- menntir frá aíðari ölduna. Þegar er hafinn undirbúningur tveggja næstu ráðstefna, er haldnar verða í Svíþjóð og Tékkóslóvakíu. Ráðstefnan i Svíþjóð fjallar um tengsl bók- mennta, tónlistar og málaralist- ar. Að lokum sagði dr. Stein- grímur, að fulltrúar á ráðstefn- unni hefðu eirikum spurt sig um handritamálið og væntanleg störf Handritastofnunar íslanda og um hagi dr. Sigurðar Nor- dals. íslendingur hlýtur ágæt- iseinkunn i lyfjafræði í Kaupmannahöfn I NÝÚTKOMNU hefti af danska lyfjafræðitímaritinu „Farmaceu- tisk Tidende“ er frá því skýrt, að íslendingur, Guðmundur Brynj- ar Steinsson, hafi hlotið 1. ágætis einkunn við burtfararpróf frá lyfjafræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn nú um síðustu mán- aðamót. Var hann einn af aðeins þremur, sem svo frábærlega stóðu sig, en alls luku 89 stúdent ar prófi frá skólanum að þessu sinni. Þess er sérstaklega getið I fréttinni, að Guðmundur sé fyrsti íslendingurinn, sem hlýtur ágætis einkunn við lyfjafræðiháskólann. Þar stunda nú nám allmargir ís- lenzkir stúdentar. í fréttinni er einnig tekið fram, að Guðmundur hafi hlotið verð- laun úr sjóði Niels Schack Aag- aards lyfsala, og verið sæmdur minnispeningi H. C. Örsteds fyrir námsafrek sitt. DýrmætSr dagar til heyskapar Lagarfelli, 19. júlí. í DAG mun hafa verið jafn- heitasti dagur sumarsins. Hitinn mun hafa farið í 25 stig. Þetta er fjórði landáttardagurinn í röð hér á Fljótsdalshéraði, hæg suð- vestan gola, sólskin lengst af, að- eins þánir sums staðar á himni, en mikið mistur. Dýrmætir dag- ar til heyskapar, enda mikið hey þurrkað. Og allur gróður vex með hraða, því að jörð var nægi- lega rök fyrir. Kartöflugrösin hafa tekið við- bragð og margfaldazt sums stað- ar, enda skammt komin áður. Ég var að skoða kornakur, sem þrír bændur eiga í félagi í landi Ekkjufellssels. Þar er Floyabygg. Það er vel skriðið, vöxtur góð- ur. Floyabygg á þessu stigi 19. júlí er nokkuð öruggt til þrosk- unar í september, ef tíð verður meðalhagstæð eða betur. Ea það er síðsumarið, ágúst-septem- ber, sem mestu ræður um kora- þroskann. Nýbúið er að smala og rýja féð frá Skriðuklaustri inn í Rana, Margir eiga enn eftir að rýja fé hér um slóðir, en úr þessu ætti það ekki að dragast að ráði. Annars er það mín reynsla að heppilegasti tími að rýja lamb- ær, sé um miðjan júlí. Sauðfé höfum við meðal annars til að framleiða ull. Þessir dásamlegu dagar nú minna á sumarið 1953 hér á Fljótsdalshéraði — en þá var bezti júlímánuður, sem ég hefi lifað. — Og nú á FljótsdaU- hérað inni góða sumartíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.