Morgunblaðið - 23.07.1964, Side 13

Morgunblaðið - 23.07.1964, Side 13
> Fimmtudagur 23. júlí 1964 MORGUNBLAÐID 13 taðreyndir í stað rógs Eftir Sigurðsson, útgerðarmann AÐALÞÆTTIRNIR I verkun sjávarafurða eru frysting á síld og fiski, söltun og herzla á fiski, bræðsla og söltun á síld. Að lang- mestu leyti eru það sömu aðil- ernir, sem fást við framleiðslu allra þessara greina, þar sem verkun sjávarafurða er mjög samtvinnuð hér á landi. Útgerð' fiskiskipa er einnig mjög nátengd verkuninni, og hefur verið gizk- að á, að 80% útgerðarmanna verkuðu afla sinn sjálfir að meira eða minna leyti. Það er talið, að fyrir sjávarafurðir fáist 90—95 aurar af hverri krónu, sem lands- menn nota til kaupa á erlendum þörfum sínum. Maður skyldi því ætla, að einhver ynni óþarfara verk á þessu landi en þeir aðil- ar, sem hafa forystu um fram- leiðslu sjávarafurða. Svo er þó ekki að sjá. Ádeilum rignir jafnt og þétt yfir þessa aðila í 'leiður- um blaðanna með fáum undan- tekningum, sem síðan er kyrjað í útvarpinu yfir landslýðnum á hverjum morgni á vinnustöðum og heimilum. Enginn kippir sér upp við, þótt hann verði fyrir érásum gulu pressunnar og komm únista, það eru frekar meðmæli með heiðarlegum mönnum, en það er alvarlegra, þegar borgara- blöðin fylla þennan flokk. Þróun útflutningsframleiðslunnar Skefjalaus samkeppni inn- byrðis hjá einhverri þjóð getur vart annað en rýrt þjóðartekj- urnar. Þetta segir einkum til sín, þegar meira framboð er en eftir- spurn og hver býður niður fyrir öðrum til þess að ná í söluna. Fyrst er hugsun hvers og eins að selja með ágóða, síðan að selja án taps og loks með sem minnstu tapi. En selja verður hann. Glöggt dæmi um þetta höfum við frá heimskreppunni um 1930, þegar saltfiskverðið hrundi gjörsam- lega. Það er svo annað mál, að röng gengisskráning og efnahags- pólitík svelti íslenzku þjóðina svo í heilan áratug á eftir, að á mönnum sá í mörgum landshlut-- um. Upp úr því skefjalausa kapp- hlaupi um framboð á saltfiski, sem þá var fullkomlega frjálst og kostaði gjaldþrot margra stórra útflutningsaðila, fiskverkenda og útgerðarmanna, spratt Sölusam- band íslenzkra fiskframleið- enda (SÍF). Starfar það enn að 6Ölu á svo til allri saltfiskfram- leiðslu landsmanna. Sala salt- fisks er þó ekki nærri eins flókin og t.d. sala á frosnum fiski, sem krefst miklu margbrotnari verk- unar og eins miklu meiri upp- byggingar markaða erlendis. Meira að segja Samband ís- lenzkra samvinnufélaga starfar innan SÍF, og hefur Sambandið þó viljað vera sem sjálfstæðast í flestum greinum. Bendir allt til, að framleiðendum saltfisks hafi gefizt vel að starfa í SÍF á um- liðnum áratugum. Nokkuð sömn sögu má segja um saltsíldina og saltfiskinn. Þar var hin frjálsa samkeppni í út- flutningnum búin að koma öllu í kaldakol einmitt um sama leyti ©g hinn frjálsi saltfiskmarkaður hrundi. Var þá gripið til þess að koma á síldareinkasölu ríkisins, sem endaði þó með enn meiri skelfingu, svo að enn þann dag í dag er það haft á orði, að fram- leiðandinn hafi fengið einar 2 krónur fyrir síldina í tunnunni. En svo mikið er víst, að síldar- einkasalan varð gjaldþrota eins og margir síldarútflytjendur, fyrirrennarar hennar, höfðu orðið. Upp úr því var svo stofnuð Bíldarútvegsnefnd, og þótt þetta sé ríkisstofnun, þá er það vart nema að nafninu til, því að sjón- fcrmiða framleiðenda gætir þar mjög, og má segja, að þeir séu þar svo til einráðir. Hitt er annað mál, að sjálfsagt hefði átt sér stað miklu meiri framför bæði í síldarverkun og uppbyggingu markaða, ef ríkið hefði ekki verið hér í að krukka og lagt þar á sína dauðu hönd. Fábreytni í síldar- iðnaði hér á landi er með af- brigðum og allt annað en gerist hjá frændþjóðum okkar. En þetta sölufyrirkomulag hefur þó hald- izt árekstralaust, og framleiðend- ur hafa ekki að neinu ráði heimt- að það afnumið. í þessu fyrir- komulagi gætir þó þeirra megin- eiginleika sölusamtakanna, að það er einn aðili, sem býður vör- una á erlendum markaði, og það þarf ekki að óttast undirboð. Samlag skreiðarframleiðenda var stofnað 1952. Það náði aldrei fullkomlega yfir alla framleið- endur skreiðar, og mun nú um helmingur þeirra, er skreið fram- leiða, vera í því. Það er þó ekki af því, að samlagið nái ekki jafn- góðu verði og þeir, er fyrir utan standa, heldur hitt, að afskipun- um þarf að skipta jafnt milli fé- lagsmanna og geta þær dregizt yfir meginhluta ársins. Verður þar að taka tillit til markaðanna og þarfa viðskiptavinanna, þegar um jafnmikið magn sem hjá SSF er að ræða. Þessu geta þeir, sem eru með minna magn, stundum komizt hjá og losnað við fram- leiðslu sína í einu lagi, en þó er að sjálfsögðu tröppugangur á því. En þetta hálffrjálsa fyrirkomu- lag hefur valdið truflunum á mörkuðunum, bæði of miklu framboði í einu, sem hefur stofn- að þeim í hættu (Ítalíu) og vald- ið jafnvel tjóni til frambúðar og svo orsakað verðlækkanir. Mun þetta þó einkum segja til sín, þeg ar um mikla framleiðslu er að ræða, eins og getur orðið í ár. Ráðuneyti utanríkisviðskipta hef ur reynt að hafa hér nokkurn hemil á með því að ákveða lág- marksverð, og hefur það áreiðan- lega gert verulegt gagn til að koma í veg fyrir skefjalaus undir boð. Sala á fiski- og síldarmjöli svo og lýsi hefur verið frjáls. Allt verð á útflutningsvörum er að vísu háð samþykki fyrrnefnds ráðuneytis, sem styðst þá oft við ábendingar framleiðenda og út- flytjenda. Þessi sala er mikið í höndum innlendra og erlendra umboðssala. Verð á þessum afurðum er breytilegt og mjög háð framboði og eftirspurn á hverjum tíma. Það ber mikið á því, að stórir kaupendur erlendis geti haft á- hrif á markaðinn, stundum kaupa þeir allt, sem býðst og það fyrir- fram, eins og nú í von um hækk- un seinna, stundum halda þeir að sér höndum í marga mánuði í von um að fá verðlækkun, þegar framleiðendur eru orðnir nógu að þrengdir. Þetta fyrirkomulag hef ur nokkra ókosti, menn eru ofur- seldir erlendum stórfyrirtækjum og umbóðssölum, sem hugsa fyrst og fremst um að selja. Það hefur oft verið rætt um að koma á sam- lagi um' söln á síldar- og fiski- hjöli, en alltaf strandað á þeim, sem hafa talið sig hafa góða að- stöðu til að selja og þá helzt fyrir milligöngu erlendra umboðssala, fáir eða engir framleiðendur munu selja milliliðalaust til blöndunarverksmið j anna. Framleiðsla á síldar- og fiski- mjöli og lýsi er að verða mjög snar þáttur í nýtingu sjávaraf- urða og fer hratt vaxandi. Það er ekki ósennilegt, að væru þessir framleiðendur sameinaðir í út- flutningssamtökum, gætu þeir náð meiri árangri í sölu afurða sinna, hvað snertir verð og jafn- vel gæði. Það er ekki óhugsandi, að þeir gætu fylgt vöru sinni lengra eftir á leið hennar til neyt endanna og þar með fengið hærra verð með því að losna við ein- hverja milliliði, t.d. með því: 1) að setja upp blöndunarverksmiðj- ur heima eða erlendis, 2) að fram leiða mjöl til manneldis, 3) að framleiða sérstaklega bætaefna- ríkt lýsi í neytendaumbúðum og margt fleira, sem einstökum fyrir tækjum væri ofvaxið en þeim væri fært sameiginlega með að- stoð vísindamanna. Það er hörmu legt til þess að vita, hversu lítið er gert til þess að framleiða úr síldinni verðmætari vöru og þá einkum til manneldis á sama tíma og hálfur heimurinn sveltir. Þá er komið að frosna fiskin- um og starfsemi frystihúsanna. Það er ekki óeðlilegt, þótt þess- um þætti sjávarútvegsins verði helgað mest rúm í þessari grein, þar sem hér er um langmesta út- flutningsverðmætið að ræða og þessi grein framleiðslunnar hef- ur lengi verið eitt helzta bitbein blaðanna og þar flest fundið til foráttu. Þó er þróun íslénzkra at- Vinnuvega hvergi lengra komin en einmitt í frosna fiskinum, og ber hann þar langt af í öllum greinum: 1) framleiðslu í neyt- endaumbúðum, 2) helmingur framleiðslunnar er seldur á vand- látustu mörkuðum heimsins og t.d. í samkeppni við bandaríska framleiðslu, 3) hátt markaðsverð, 4) sölufyrirkomulag, sem á engan sinn líka á íslenzkri útflutnings- vöru, 5) tæknilegri uppbyggingu, m.a. mjög mikilli vélanotkun, 6) og síðast en ekki sízt góðu skipu- lagi á félagsmálum, sem hefur gert heildarsamtök frystihúsanna fær um að gæta hagsmuna frysti- húsanna út á við sem heima fyr- ir, eftir því sem aðstæður hafa leyft hverju sinni, Að vísu hefur þar verið við ramman reip að draga og ekki sízt vegna þess, að mikið af blöðunum hefur í lengri tíð reynt að magna al- menningsálitið gegn þessari mikil vægu grein þjóðarbúskaparins. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var stofnuð 1942, fyrst af 8 frysti húsum, síðan bættust fleiri við og loks komu þau öll, sem ekki voru í eigu kaupfélaga, þau fóru til Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. Áður .annaðist Fiskimála- nefnd söluna, en hún var ríkis- stofnun. Það var töluvert átak að brjótast úr viðjum nefndarinnar, en margt hjálpaðist þar að: 1) það voru ungir og framsæknir menn, sem þá voru að byggja upp frystiiðnaðinn í landinu, 2) ekki var lögð mikil áherzla á að halda húsunum hjá nefndinni, 3) og síðast en ekki sízt var hláka í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðar- innar eftir nærri áratugs fimbul- vetra kreppu og viðskiptáfjötra. Svo sterk hafa þessi samtök verið og gætt vel hagsmuna fé- lagsmanna sinna, að þennan nærri aldarfjórðung hafa ekki verið nema 1—2 frystihús tíma og tíma og stundum ekkert, sem hafa óskað eftir að selja fram- leiðslu sína á eigin spýtur, fyrir utan kaupfélagshúsin. Sölumiðstöðin og Sambandið Samvinnumenn hafa skipulagt vel verzlun sina og rriargháttaðan atvinnurekstur. Þeim hefur líka orðið þar mikið ágengt í sam- keppninni. f stórum dráttum má segja, að þeim hafi tekizt með kaupfélögunum að leggja undir sig langmestan hluta af verzlun- inni utan þéttbýlisins hér á Suð- vesturlandi,' og þar eiga þeir þó mikil og sterk ítök bæði í verzl- uninni og atvinnulífinu. Sums staðar úti á landi og það ekki ó- víða eru yfirráð þeirra yfir verzl- uninni og meiriháttar atvinnu- rekstri 100%. Atvinnurekstur þeirra samvinnumanna hefur með hverju árinu orðið yfirgrips- meiri, og það er fátt, sem þeir hafa talið sér óviðkomandi. Meira að segja atvinnurekstur eins og útgerð fiskiskipa, er nú sums staðar að þróast yfir á hend ur kaupfélaganna, en hann hefur þó hingað til verið í höndum ein- staklinga og mjög dreifður eins og búskapur bændanna. Er þessi þróun einkum augljós á Austur- landi, þar sem yfirráð samvinnu- manna yfir verzlun og atvinnu- lífi eru komin langlengst. Það hefur verið deilt á SH fyrir að hafa reynt að skapa sér sem bezta samkeppnisaðstöðu á líkan nátt og samvinnumenn með því að hafa sem mest af þeirri Einar Sigurðsson þjónustu, sem þeir þurfa á að halda, í sínum eigin höndum. Það má vel vera, að Eimskip og Kassagerðin, sem verða fyrir barðinu á þessu skipulagi, segi sem svo, að það sé ekkert betra að hafa Sölumiðstöðina sterka en Sambandið. Og þetta getur vel verið rétt út frá þeirra sjónar- miði. En frystihúsin myndu ekki standa samtakalaus til lengdar ein og óstudd í samkeppninni. Er dæmið frá verzluninni ljósast í þeim efnum. Verzlanir kaup- manna gáfust upp og kaupfélag var alltaf kaupandinn. Það eru heldur ekki fá frystihúsin í einka rekstri, sem hafa gefizt upp á síð-. ustu árum og lent yfir til Sam- bandsins þrátt fyrir tilveru SH, af því að SH var ekki megnugt að veita þeim fjárhagslega að- stoð. En það er annað, sem þeir verða að gera sér grein fyrir, sem þykir nærri sér höggvið með starfsemi SH, og það er það, að með yfirráðum samvinnumanna yfir verzluninni og atvinnutækj- unum fylgja oftast sterk stjórn- málaleg áhrif í kjölfarið. Austur- land er hnotskurn af landinu í þessum efnum. Hver svo sem þróunin verður í framtíðinni, er mjög hætt við þvi, að það myndi flýta fyrir en ekki seinka, að röðin kæmi að þeim, sem nú deila hvað mest á Sölumiðstöðina og skipulag henn ar, ef hún yrði lögð að velli. Þessi spádómur gæti ekki aðeins átt við um einstaklinga og fyrir- tæki, sem nú hafa horn í síðu SH, heldur vérið líka athyglisverður fyrir stjórnmálaflokka- þá, sem nú keppa við samvinnumenn. Jöklar og Eimskip Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stofnaði kæliskipafélag af mikl- um vanefnum fyrir 18 árum. Vatnajökull, sem hefur nú kvatt landið væntanlega í síðasta sinn, var fyrsta skipið. Þótt kæliskipa- stóll landsmanna væri ekki stór þá, sást þessi litla fleyta vart í þeim flota. Þetta var innan við 1000 lesta skip. Það var ekki auð- hlaupið að því að fá skip þá, en nokkru áður stóð þó SH til boða 2000 lesta kæliskip frá Ameríku fyrir hagstætt verð, og nýsköp- unarstjórnin ætlaði að greiða fyr- ir, að hægt væri að eignast það, en Eimskipafélag íslands h.f. kom í veg fyrir, að úr þessu yrði. Það var fyrsta viðleitni þess til að koma í veg fyrir, að frystihúsin gætu orðið sjálfstæð og haft á- hrif á flutningsgjöldin á frosn- um fiski. Þetta var óbætanlegt tjón ekki aðeins fyrir frystihúsin heldur og landið í heild, því að mikið fé fór út úr landinu fyrir leiguskip næstu árin, og hefur raunar gert allt fram á þeiinan dag þrátt fyrir gaspur um, að bú- ið sé að „yfirbyggja“ kæliskipa- markaðinn. Árið 1963 voru flutt- ar með erlendum leiguskipum 9.000 lestir af frosnum fiski eða 11%, þrátt fyrir það að skip Jökla hafa alltaf verið fullnýtt og flutt ar voru með skipum Eimskipafé- lags íslands 20,000 lestir, eða 24% af útflutningi SH, og þó stóð Eim skip að sjálfsögðu einnig þessi 9,000 lesta flutningur til boða. Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.