Morgunblaðið - 29.07.1964, Síða 5
Miðvikudagur 29. júlí 1964
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÞEIR STANDA í AUSTRI
Svona er nú yngista kynslóðin hjálpsöm! Um daginn sprakk krani úti í g-arði við Garðastræti, og
um leið komu jtessir ágætu strákar á vettvang og hófu þegar i stað lijálparstarf.
Þetta voru þeir Ólafur, Alfreð og Haraldur, og Sveinn Þormóðsson smellti af þeim mynd, þar sem
þeir voru að' reyna að ausa garðinn upp í dós. Og þeir voru glaðir og ánægðir við verkið.
Máski fást þeir seinna við að ausa bátta eða skip? Hver veit?
80 ára varð á sunnudag Gísli
Hermann Guðmundsson fyrrver-
andi bifreiðastjóri Álftamýri 14.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Óskari J. f>or-
lákssyni í Dómkirkjunni ungfrú
Jóhanna Sigursveinsdóttir og
Ólafur Þ. Jónsson söngvari. Heim
ili þeirra er Hamburg Bergstedt
Lottbeckerweg 185. (Ljósm.
Studio Gests Lauifásvegi 16).
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Garðari Svav-
arsyni í Laugarneskirkju ungfrú
Arndís Sigurbjörnsdóttir og
Hallgrímur Marinósson húsgagna
smiður. Heimili þeirra er að
Dragavogi 6 (Ljósm. Studio
5e:ts L'”,fásvf."* 181
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Sigurjóni Þ.
Árnasyni ungfrú Laufey H.
Bjarnason og Rúnar Sigmarsson
stud. polyt. Heimili þeirra er að
Snorrabraut 65 (Ljósm. Studio
Gests Laufásvegi 18).
Föstudaginn 26. júní voru gef-
in saman í hjónaband í Rockville
Maryland, U.S.A. ungfrú Jóhanna
Stefánsdóttir B.A. og Raberto
Ibarguen B.A. Heimili þeirra
verður að 121614 Venice Boule-
vard, Venice, California.
iunnn
að hann hefði verið að fijúga yfir
Lauigardalsvóllinn þarna um
fcvöldið, þegar íslendingar léku
landsleikinn við Skota og töpuðu.
Þarna fyrrr utan völlinn hitti
storkurinn mann, svakagæjaleg-
an, hjólbeinóttan, allan í herðun-
um og í knattspyrnubúningi
Knattspyrnuféiags Melrakka-
sléttu.
Maðurinn sagðist vita upp á
hár, hvers vegna íslendingar töp
uðu landsleiknum. Nú, spurði
storkurinn og glennti upp skjána.
Já, sjáðu til íslendingar áttu
boltann! Alltaf þegar Skotar
tapa, eiga þeir boltann. Þá tíma
þeir ekki að sparka í hann.
Nú hefur landsliðsnefndin af
kurteisi lagt til íslenzkan bolta,
og því fór sem fór.
Máski er þetta alveg rétt hjá
manninum, sagði storkurinn og
flaug upp á hvolfþakið á
„KULUSUKK* og reyndi að
fóta sig á hálu þakinu og renna
ekki útaf kúlunni
Við skerpum
sagarblöðin
BIXSTÁL, sími 21500
Grjótagötu 14.
Lokað
frá 1 ágúst til 17. ágúst,
vegna sumarleyfa.
Skóvinnustofan,
Njálsgötu 25.
Jens Sveinsson.
ATHUGIÐ
í Morgunblaðinu en öðrum
eir langtum oyrara að auglýsa
að' borið saman við utbreiðslu
blöðum.
Maður vanur
verzlunarstörfum óskar eft
ir vellaunuðu starfi. Tiltooð
merkt: „Reglusemi—9885“,
sendist Mbl.
Útlendur stúdent
óskar eftir vinnu til
skamms tíma. Allt kemur
til greina. — Tilboð send-
ist Mbl. sem fyrst, merkt:
„9838“.
Herbergi
Herbergi óskast, helzt
strax. — Tilboð seodist
blaðinu fyrir sunnudag n.k.
merkt: „9836“.
Efnalaug
í fullum gangi til sölu. Gott fyrirtæki sem fæst með
hagkvæmum kjörum ef samið er strax.
Tilboð, merlít' ,,Efnalaug“ sendist afgr. Mbl. fyrir
31. júlí nk.
ORÐSENDING
til þjófsins, sem sást til brjótast inn í íbúð
mína síðastliðna sunnudagsnótt kl. 1,40, og
stal eftirfarandi munum:
1 stk. GASK\ EIKARI „OXFORD“.
1 — PAItKER PENNI svartur með gullhettu.
1 — VEKJARAKLUKKA, ferhyrnt, gyllt, ferða-
klukka frá JUNGHANS. (Því miður var
vekjaraverkið bilað).
1 — RAl MAGNS-RAKVÉL, REMINGTON
LECTRONIC án/rafmagnsleiðslu.
1 — LJÓSMYNDA-FLASS, METZ MECABLITZ
» 115, í gráum lit með/rafmagnsleiðslu.
y 1 — SÓl.GLERAUGU með/brúnu Polaroidgleri.
1 — SOLGLERAUGU með/bláu Polariodgleri.
1 — SÓLGLERAUGU með/brúnu Plastgleri.
EINNIG RÉTT UM KR. 3000,00 í PENINGUM.
NÚ BÝÐ ÉG ÞÉR EINNIG EFTIRFARANDI
MUNI, SEM ÞÚ GETUR ILLA ÁN VERIÐ:
1 HULSTUR UTAN UM VEKJARAKLUKKUNA,
LR EKTA SVÍNSLEÐRI.
1 HLEÐSLUTÆKI FYRIR RAFHLÖÐU RAK-
VÉÍ ARINNAR, (annars er hún ónothæf
innan viku).
2 GLERAUGNAHÚS ÚR SVÍNSLEÐRI, ( það verð-
ur að gæta hins dýra Polaroidglers vel).
EINNIG GETUR ÞÚ FENGIÐ NOTKUNARREGLUR
MEÐ ÖLLUM RAFMAGNSTÆKJUNUM, SVO OG
ÁBYRGÐARSKÍRTEINI, ÞAR SEM ALLIR HLUT-
IRNIR VORU NÝIR.
TIL VARA bvð ég þér úrvals danska máltíð
með öli og sitafs, ef þú vildir skila hlutunum
samvizku þinnar vegna.
Með beztu vinsemd.
JOHN H. JÖRGENSEN
Túngötu 8, Rvík, sími 21775.
Kartóflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
Þingholt, Grundarstíg
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu