Morgunblaðið - 29.07.1964, Page 14
u
M0RGUN9ÍAÐIÐ
Wi?!viVuc?aeur 29. júii 19<M
Jón Gíslason útgerðarm. -
ARLA morguns, 23. júlí s. 1. féll
í vaiinn einn af beztu sonum
Hafnarfjarðar og þjóðkunnur
maður fyrir störf sín í þágu
sjávarútvegs og fiskiðnaðar,
Jón Gíslason, útgerðarmaður í
Hafnarfirði. Við fráfail hans er
mi’kii'l mannskaði og kveðja aett-
ingjar hans og vinir góðan
dreng með sárum söknuðú
Þar sem ættir hans eru raktar
í annarri grein, mun það eigi
gert hér, en Jón kvæntist eftir-
iifandi konu sinni Önnu Jóns-
dóttur frá Deíld, 7. nóv. 1925.
Eignuðust þau tvö mannvænleg
börn, Jón, sem hefur um ára-
bil annazt framkvæmdastjóm
fyrirtækja föður síns ásamt
honum, og Haligerði, húafreyju,
gut Emi Ingólfssyni prent-
smiðj ueiganda.
Jón Gáslason útgerðarmaður
var einn af mönnum síns táma.
Hann tilheyrði þeirri kynslóð
Islendinga, sem átti þess tak-
markaðan kost að sækja fram til
menntunar. Fátækt og um-
komuleysi blasti ails staðar við
á unglingsárum hans. Einasta
athvarfið sem var að fá, var
löng og mikil erfiðisvinna.
Möguleikar hinna framsæknu
voru takmarkaðir og trúin á
þrek einstaklingsins til stórra
afreka á atíhafnasviðinu lítil.
En Jón var einn þeirra
manna, sem sóttu á brattann og
lét ekki bugast, þótt í móti
biési. Sem ungiingur vann
hann öll algeng störf, sérstak-
lega við fiskverkun og síðar
verkstjóm. En snemma hneigð-
ist hugurinn að því seon verða
vildi, að eignast sitt eigið fyrir-
tæki, skapa atvinnu fyrir sam-
borgarana og ryðja nýjar braut-
ir í atvinnumáium.
í>að var ekki glæsiiegt um að
litast, hvorki í Hafnarfirði né
annars staðar á kreppuárunum
um og eftir 1930. Jarðvegurinn
fyrir einkarekstur í sjávartú-
vegí og fiskiðnaði var grýttur.
Þrátt fyrir það stofnaði Jón til
fiskvinnslu uppi á „hrauni",
eins og sá staður var nefndur,
þar sem hraðfrystihús hans,
Frost h. f., er staðsett. Einnig
tók hann að fást við útgerð og
síldarsöltun.
Árangurinn af lífsstarfi Jóns
Gíslasonar varð mikill. Úr litl-
um efnum, en af miklum dugn-
aði, í gegnum válynda boða, og
oft á t:ðum andspyrnu, sigldi
hann skipi sínu heilu í höfn,
og reisti af grunni það sem nú
er stærsta einkarekstursfyrir-
taeki í Hafnarfirði, og með hin-
um stærri á landinu. Byggði
hann glæsilega fiskvinnslustöð,
þar sem framleiddar eru flestar
tegundir sjávarafurða, en hrað-
frystihúsið Frost h.f., er hið
fyrsta, sem stofnað var í Hafn-
arfirði.
Fríðux fiskiskipastóll sigldi
imdir merkjum hans. Jón kom
víða við og átti sæti í stjórnum
ýmissa fyrirtækja, sem snerta
rekstur og viðgang sjávarút-
vegsins. Var hann m.a. í stjórn
Sölusambands íslenzkra fisk-
framleiðenda og Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna. Lagði hann
sérhverju framfaramáli sjávar-
útvegs og fiskiðnaðar iið og
stóð ótrauður við hlið samstarfs
manna sinna og féiaga. Var þar
vinur fyrir, þar sem Jón Gísla-
son fór. Hugur hans var allur
við hið mikla viðfangsefni að
efia og stykja þau fyrirtæki,
sem hann átti og stjórnaði.
Ætíð var lundin iétt og gleði-
broe, hvernig sem gekk. Sjaldan
brá Jón skapi, var jafnan við-
mótsþýður ag vingjamlegur
við sérhvern er á vegi hans
varð. Annáluð var hjálpfýsi
Jóns og minnist sá er þetta rit-
ar hvílíka gleði það veitti Jóni,
er hann gat skapað unglingum
í Hafnarfirði tækifæri til að
vinna við heilbrigð og þrosk-
andí störf.
Jón var góður húsbóndi og
mun hans sárt saknað af öllum
þeim fjölda, sem hjá honum
hafa starfað.
Hafnarfjörður hefur misst
einn af sínum beztu sonum, sam
starfsfólkið góðan dreng og ást-
vinir elskulegan og umlhygigju-
saman eiginmann og föður. —
Minning
Hugljúfar minningar okkar,
sem þekktum Jón Gíslason sem
börn, og lifðum með honum og
fjölskyidu hans í hæglátri götu
í vesturbænum, munu ætíð
geymast. Hið fagra og saima í
lífi sérhvers manns, varðar
minninguna og gefur þeim, sem
eftir lifa, trú á bjarta framtíð
og nýja endurfundi.
Far þú vel á hinum nýju sióð
um .Sigl þú knerri þínum heil-
um í höfn, svo sem þú gerðir í
þessu lífi. Megi guð styrkja eig-
inkonu þina og ástvini.
Guðmundur H. Garðarsson.
MENN setti hljóða er það frétt-
ist 23. þ.m., að Jón Gíslason, út-
gerðarmaður, væri látinn. Að
vísu var vitað að hann lægi
þungt haldinn vegna alvarlegs
sjúkdóms, hann sjálfur farinn að
reskjast og oft átt við miklar
áhyggjur og erfiðleika að stríða
í stórbrotnum og áhættusömum
atvinnurekstri; en hann var svo
iífsglaður og dugmikill, að mað-
ur trúði ekki öðru en að hann
myndi bera sigur af hóimi í bar-
áttunni við manninn með ljáinn
og ná aftur starísorku sinni, sem
var svo þýðingarmikil fyrir Hafn
arfjarðarbæ og landið í heild.
Hann var sannur Hafnfirðing-
ur, borinn hér og barnfæddur.
Vöxtur og viðgangur Hafnar-
fjarðarbæjar var honum metnað-
armál, enda er það dýrmætasta
eign hvers bæjarfélags að eiga
dugmikla athafnamenn og þótt
þeir séu oft og tíðum ekki metn-
ir sem skyldi meðan þeir eru
starfandi meðal vor, þá sjá menn
hve tilfinnanlegur missirinn er,
er þeir falla frá og ekki kvað
sízt þegar fátækt bæjaríélag á
hlut að máli.
Jón var fæddur 17. sept. 1897.
Foreldrar hans voru Gísli Jóns-
son hafnsögumaður og vitavörð-
ur hér um margra ára skeið og
eiginkona hans, Hallgerður
Torfadóttir, mestu sæmdarhjón í
hvívetna, sem allir Hafnfirðing-
ar báru hlýjan hug til. Hann
var elztur þriggja systkina, sem
öll voru mestu myndarbörn og
samhent í að vinna heimilinu það
gagn er þau orkuðu. Allt það,
sem Jón vann sér inn á unglings-
árunum, en hann var snemma
mjög atorkusamur, rann til heim-
ilisþarfa. Umhyggja hans fyrir
velgengni foreldra hans og syst-
kina, breiddist svo til systkina-
barna hans, sem hann lét sér
mjög annt um, því Jón var með
afbrigðum frændrækinn.
7. nóv. 1925 kváentist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, æsku
vinkonu sinni og leiksystur,
Önnu Jónsdóttúr. Af ræktarsemi
við bernskuheimili sitt, gat hann
ekki hugsað sér að eiga sitt heim-
ili annars staðar en í námunda
við það. Hann bjó sér því heim-
ili á lóð foreldra sinna og þar
fæddust tvö börn þeirra hjóna,
óskabörnin, sem bæði hafa stofn-
að sín eigin heimili. Hefur son-
urinn aðstoðað föður sinn hin
síðari árin við atvinnurekstur-
inn.
Heimili þeirra hjóna var lát-
laust og mjög vistlegt. Þangað
var gott að koma, því bæði hjón-
in voru samhent í því að veita
gestum sínum af höfðingsskap og
sýna þeim sanna íslenzka gest-
risni, hlýju og glaðværð, svo
öllum, sem þar voru innan veggja
gat ekki annað en liðið vel.
Eins og áður er drepið á, bar
snemma á óvenjulegri athafna-
þrá hjá Jóni heitnum og beindist
hugur hans fljótlega að útgerð
sem vonlegt var eins og hann
var í sveit settur. Rak hann
fyrstu árin útgerð og síðar frysti-
hús í félagi með öðrum, en síð-
ari árin á eigin spýtur. Jók hann
jafnt og þétt starfsvið sitt, en þó
þannig, að allt var bundið við
fiskveiðar og fiskvinnslu. Er
hann lézt var hann orðinn stærsti
atvinnurekandinn í Hafnarfirði
— og þó víðar væri leitað. Bjart-
sýni hans og áræði í starfi, dugn-
aður hans og ósérhlífni við að
yfirbuga alla erfiðleika gerði
hann, efnalausan unglinginn, a3
þessum mikla athafnamanni. Það
er Ijóst að oft hefur hann orðið
að leggja hart að sér til þess að
ná slíkum áfanga, en starfsgleð-
in var svo snar þáttur í lífi hans,
að mér er nær að halda, að hon-
um hafi verið nautn í því að
fullnægja henni með því að
vinna bug á erfiðleikum, sem oft
voru það miklir, að hverjum með
almanni hefði virzt ofurefli og
lagt árar í bát. Auk síns mikla
atvinnurekstur hér í bænum,
rak hann í mörg ár, oftast í fé-
lagi með öðrum, síldarverkunar-
stöðvar fyrir norðan; í mörg ár
á Dalvik og nú síðustu árin á
Raufarhöfn. Jón var fljótur að
færa sér í nyt nýjustu tækni-
framfarir við fiskveiðar og fisk-
vinnslu. Fór hann ósjaldan utan
til að sjá með eigin augum hvað
bezt hentaði og þótt hann stund-
um yrði fyrir vonbrigðum, þá
lét hann það ekki tefja sig í leit
eftir því er bezt hentaði í það
og það skiptið.
Reynsla hans og þekking á öllu
er útgerð varðaði og fiskvinnslu
gjörði það að verkum að á Jón
hlóðust ýms trúnaðarstörf innan
stéttar hans og bæjarfulltrúa-
starfi gegndi hann hér í bæ næst
síðasta kjörtímabil.
Þrátt fyrir öll þessi margvís-
legu störf, sem ég hefi drepið á,
gaf Jón heitinn sér alltaf tíma
til að hjálpa öðrum í erfiðleikum
þeirra. Hann var afar greiðvik-
inn og reyndi eftir beztu getu
að leysa vandræði þeirra er til
hans leituðu. Oftlega varð hann
fyrri til að bjóða hjálpina og það
af svo hlýjum hug og rausnar-
legum en þó eins og um sjálf-
sagðan hlut væri að ræða. Það
var því ljúft að þiggja greiða af
hans hendi.
Fyrsta daginn sem ég tók til
starfa hér í Hafnarfirði, bar
fundum okkar Jóns saman,
Varð af því kunningsskapur og
síðar einlæg vinátta, sem aldrei
síó fölskva á. En það voru ekki
einungis við hjónin, sem nutum
þessarar vináttu hans, heldur
líka börnin okkar og fjölskyld-<
ur þeirra. Fyrir hana erum við
innilega þakklát.
Maður á svo bágt með að
sætta sig við það, að þessi at-
hafnamaður og góði drengur og
vinur er horfinn sjónum vorum
og vandfyllt skarð rofið 5 fylk-
ingu atvinnurekanda í Hafnar«
firði. Um leið og við færum konu
hans og börnum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur, þá erum við
þess fullviss að Jóni hlýtur að
líða vel í sínum nýju heimkynn-
um, því svo margir senda hon-
um hlýjar þakkarkveðjur fyrir
starf hans hér, greiðvikni og
vináttu og blessa minningu hana.
Bjajrai Siuebjernsson.
Eiginmaður minn
JON GUÐMUNDSSON
endurskoðandi, Nýjabæ, Seltjarnarnesi,
lézt í Landsipitalanum 27. þessa mánaðar.
Bryndís Guðmundsdóttir,
Fóstri minn,
KLEMENS JÓNSSON
frá Máfahlíð
lézt á sjúkrahúsi Akraness 26. júlí sl. — Jarðsett verð-
ur að Lundi, Lundareykjadal, laugardaginn 1. ágúst
kl. 2 e.h.
SteinóJfur Jóhannesson.
— 1 1 ......... ..■■n—i ———
Eiginmaður mirn og faðir okkar
páll s. steingrímsson
frá Njálsstöðum,
verður jarðsungiun frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30.
þ. m. kl. 1,30. — Blóm vinsamlegast afbeðin.
Ingibjörg Sigurðardóttir og böm.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HANNES B. ÁRNASON
Skaftahlíð 7,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
31. þ.m., kl 10,30 árdegis.
Hlíf Bjarnadóttir. Rúnar Hannesson,
Bjarai Hannesson, Stefán Hannesson,
Ellen Helgadóttir, Eiríkur Hannesson,
Erna Illíf Eiríksdóttir,
Við þökkum irmilega öllum ættingjum og vinum nær
og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR
Sigmundur Pálmason, börn og tengdabörn.
Þökkum hiaitaníega öllum ættingjum og vinum, nær
og fjær, fyiir auðsýnda samúð við andlát og útför
föður okkar og brcður,
SIGURBJÖRNS JÓHANNS GUÐJÓNSSONAR
Fyrir hönd aðr.tandenda.
Sigríður Halldóra Guðjónsdóttir.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarða töc
MAGNEU V. ÞORLÁKSDÖTTUR
Guðlaug Magnúsdóttir, Karl O. Óskarsson,
Sigríður Þ. Magnúsdóttir, Ólafur K. Guðnaundsson,
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við
andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Rauðnefsstöðum.
Sérstakiega þökkum við hjúkrunar- og starfsfólki
sjúkrahúss Selioss fyrir frábæra hjúkrun í hennar erfiðu
veikindum.
Vandamenn.
Öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og margvís-
lega hjálp við sviplegt fráfall eiginmanns míns og
föður okkar
GUðMUNDAR JÓNSSONAR
Hóbnl, A-Landeyjum,
sendum við okkar innilegasta þakklætL
Megi Guð launa ykkur öllum.
Gróa Kristjánsdóttir og böra.
Börnum mínum, barnabörnum, tengdabörnum, frænd-
fólki og vinum er minntust mín á sjötíu ára afmæli
minu 14. júlí siðarfliðinn, með gjöfum, skeytum og blóm-
um og gerðu mér daginn ógleymanlegan þakka ég inni-
lega, en get ekkj túlkað það sem skyldi en segi til ykkar.
Þögnin geymir þúsund orð þakklætis og bæna.
Guð blessi ykkur.
Júlíanna R. Magnúsdóttir.