Morgunblaðið - 29.07.1964, Síða 17
Miðvikudagur 29. júlí 1964
MORGU N BLAÐIÐ
17
Pálína Pétursdóttir
Minning
UM Grund í Skorradal hefur frá
öndverðu leikið seiðandi bjarmi.
Bærinn stendur í aðlíðandi halla
xnóti suðri og sól. Kjarrið í hlíð-
inni og hjöllum ofan við bæinn
tekur að ilma snemma vors og
berst þá ljúfleg angan heim til
bæjar. Skógarþrestirnir lífga um
hverfið með kviku vængjablaki
og fjörlegum söngvum sínum. —
Við túnfótinn liggur Skorradals-
vatn, slétt eins og fágaður spegill,
en Heiðarhornið gnæfir hnarreist
og sviptigið í suðri. — Eigi er
það þó þessi laðandi náttúru-
fegurð staðarins, sem gert hefur
garðinn frægan, heldur mann-
dómur og menning þeirra bú-
enda, sem þar hafa staðið að
verki.
Fyrir um það bil þrjú hundr-
uð árum lét Brynjólfur biskup
Sveinsson fyrstur manna reisa
bólstað á Grund. — Er það í
frásögur færandi, að síðan hefur
sami ættbálkur búið þar mann
fram af manni.
Til er fagurlega teiknuð mynd,
gerð af Guðlaugu Pétursdóttur,
af stórum og reisulegum bursta-
bæ með mörgum stafnþiljum. —
Mynd þessi nefnist: Gamli bær-
inn á Grund. — í bæ þessum stóð
vagga Pálínu Pétursdóttur. Hún
fæddist að Grund í Skorradal
21. sept. 1876. — Hún lézt að
xnorgni þess 23. júlí sl. á heimili
sonar síns og tengdadóttur á
Öldugötu 25.
Foreldrar Pálínu voru Pétur
porsteinsson hreppstjóri frá
Vatnsenda í Skorradal og kona
hans Kristín Vigfúsdóttir.
Foreldrar Kristínar, móður
Pálínu, fluttust búferlum frá
Fellsmúla í Landsveit árið 1836,
er Kristín var aðeins árs gömul.
En þetta orsakaðist af því, að
Grund var þá í eign ættar Vig-
dísar, móður Kristínar. — Um
þessi búferli foreldra Kristínar
hefur dómbær maður látið svo
ummælt: „Fáa mun hafa órað
fyrir því, er hjón þessi fluttu í
Borgarfjörð með barnahópinn
stóra, hve mikil framtíðarheill og
hamingja byggðarlaginu hlotn-
aðist með þessum ungu hjón-
um.“
Af tíu börnum þeirra Péturs
©g Kristínar, er til aldurs kom-
ust, var Pálína næst yngst. Guð-
laug Pétursdóttir, ekkja Frið/iks
Bjarnasonar, tónskáldsins vin-
sæla, var yngst þeirra Grundar-
systkina, og er hún ein þeirra á
lífi.
Æskuheimili Pálínu var róm-
að mjög og í miklum metum
haft af öllum er til þekktu. —
Protlaust starf, ráðdeild og at-
©rka gerði hjónunum kleift að
•la önn fyrir barnahópnum
etóra, veita gestum af rausn og
eigi hvað sízt að styðja og styrkja
snauða menn og örvasa.
Á þeim árum, er Pálína var
að alast upp, þótti það tíðindum
aæta, ef sveitastúlka naut mennt-
unar nema lítils háttar undir
fermingu. En Pálína mun eigi
hafa verið gömul, er í ljós kom,
að hún var gædd óvenjulegum
námshæfileikum og skörpum
gáfum.
Ung að árum settist hún í
kennaradeild í Flensborg í Hafn-
arfirði. Auk þess stundaði hún
nám hjá Sigríði Bjarnason í
Jtvík o. fl.
Þetta skref var ómetanlegt fyr-
fr æsku Borgarfjarðar. Að námi
loknu gerðist hún farkennari þar
um slóðir. — Kennsla hennar
©rkaði á okkur krakkana, sem
vorum svo gæfusöm að njóta
handleiðslu hennar, líkt og dögg
®g morgunsól á gróanda vorsins.
Þegar minnzt er þessara daga,
kemur kynleg æskubirta upp í
huga okkar. Og nú við leiðarlok-
in þakklætiskennd, sem snertir
tilfinningarnar svo djúpt, að það
▼arnar okkur máls.
Þótt þolinmæði hennar og frá-
bær lagni við að uppfræða þessa
íávísu smælingja væri aðdáun-
arverð, var hitt þó ennþá áhrifa
ríkara: Algerð siðfágun þessarar
hispurslausu ungu stúlku og
skilningsríkur kærleikur, sem
vermdi okkur inn að hjartarót-
um.
Mælt er, að vart sé til gleði,
seni eigi fylgi skuggi. Svo var
það og með dvöl Pálínu á æsku-
heimili mínu. — Enn í dag man
ég vel, hversu hnugginn ég var
í hvert sinn, er eigi varð um-
flúið, að hún hyrfi á braut.
Foreldrar Pálínu brugðu búi
vorið 1899 og seldu yngsta syni
sínum, Bjarna Péturssyni, bú og
jörð í hendur. — Þrátt fyrir
breytingu þessa dvaldist Pálína
áfram á Grund, þegar hún var
ekki við kennslu. — En þar áttu
foreldrar hennar skjól til ævi-
loka. Pétur, faðir hennar, lézt
árið 1907, en móðir hennar 1923.
Mjög fjölfarin þjóðbraut lá við
Grundartún. Var þar jafnan
gestakoma svo mikil, að vart
mun hún á sama tíma hafa verið
slík annars staðar á landi hér.
Bjarni Pétursson og kona hans,
Kortrún Steinadóttir, gerðu skála
um þjóðbraut þvera. Þar svign-
uðu jafnan borð undir krásum
og broshýrt viðmót bauð gesti
velkomna og var þar aldrei farið
í manngreinarálit. — Innlendum
sem erlendum urðu þessar mót-
tökur gesta minnilegar. Varð
heimilið víðfrægt fyrir höfðings-
brag og fágun ytra sem innra.
Hlutdeild mikla í þessum þætti
átti Pálína. Háttvísi hennar og
kunnátta í að ganga um beina
var heimilinu alveg ómetanleg
eins og högum var háttað. •
Pálína lá aldrei á liði sínu um
dagana. Stúlkur höfðu margvís-
legum störfum að gegna á um-
svifamiklum gestaheimilúm á
þessum árum.
Pálína var jafnan við því bú-
in að vera skyndilega kvödd inn
frá útiverkum til að sinna gest-
um. Leið þá eigi á löngu, unz
hún stóð prúðbúin og prúð í fasi
inni í gestastofu og framreiddi
vistir með tiginmannlegu yfir-
bragði og kurteisi og nærgætni,
sem henni var í blóð borin og
aldrei brást.
— ★ —
Árið 1906, þegar landssíminn
var lagður frá Rvík til Akureyr-
ar, féll það aðallega í hlut
norskra manna að vinna verkið.
— Minnisstæður er mér dagur sá,
er hóp þessara manna bar að
garði á æskuheimili mínu. Fékk
ég sem strákur að vísa þeim á
tjaldstæði, þar sem þeir dvöld-
ust síðan vikum saman. — Einn
maður í vinnuflokki þessum bar
langt af öðrum undir eins við
fyrstu sýn: Ljós yfirlitum, mik-
ill á velli, allur hinn vörpuleg-
asti, frjálsmannlegur í fram-
göngu og svipurinn hreinn. —
Þetta var Háns Devik síma-
verkfi-æðingur. En hann stjórn-
aði símalagningunni. — Að loknu
þessu mannvirki dvaldist Devik
hérlendis og hafði yfirumsjón
með símalínunum í Borgarfirði.
Var það mikið trúnaðarstarf og
vandasamt í þá daga. Símaþræð-
irnir kubbuðust oft sundur, ef
frost eða ísing mæddi á vírun-
um, sem voru úr kopar.
Þau Pálína og Devik felldu
hugi saman og gengu í hjóna-
band árið 1909. — Þau eignuð-
ust einn son: Ólaf Hansson nú
menntaskólakennara, og er hann
löngu þjóðkunnur sem fræðasjór,
kennari og rithöfundur. — Sam-
vistir þeirra Pálínu og Deviks
urðu eigi langar. Hann hvarf
aftur til Noregs, og þar lézt hann
árið 1920, fæddur 1867. — Eftir
skamma dvöl í Rvík varð Grund
enn á ný heimili Pálínu. — Þar
ólst Ólafur sonur þeirra hjóna
upp. — Naut hann einlægrar
móðurástar og var eftirlætisgoð
allra á heimilinu.
— ★ —
Eigi er unnt á þessum vett-
vangi að gera þeim þætti í ævi-
starfi Pálínu skil, sem hiklaust
má þó telja einn hinn merkasta.
Lítt efnum búin ræðst hún í að
kosta son sinn í menntaskóla. En
þessum áfanga Ólafs Hansson-
ar lauk, eins og kunnUgt er, með
prófi við erlendan háskóla. —
Þeir eru orðnir margir bæði í
Menntaskóla Reykjavíkur og Há-
skóla íslands, sem notið hafa
handleiðslu hans og fræðslu.
Mörg hin síðustu ár ævinnar
dvaldist Pálína á heimili Ólafs
sonar síns og tengdadóttur sinn-
ar, Valdísar Helgadóttur. — Naut
hún þar nærgætni og vermandi
umhyggju. — Gunnar, sonur
þeirra hjóna, var henni einnig
mikill gleðigjafi og eftirlæti
hennar. Þegar hann nú hin síð-
ari ár tók að heimsækja ömmu
sína með hugljúfa konu sér við
hönd og þrjá yndislega glókolla,
jókst enn um allan helming ljósið
í bænum hennar og ylurinn í
umhverfinu.
í vor, þegar ég heimsótti Pá-
línu, virtist mér minni hennar á
allt hið liðna vera með öllu
ófölskvað og ^reisn hennar ennþá
aðdáunarverð. — Ennþá geislaði
glóð góðvildar úr augum henn-
ar, ennþá var íslenzkan hennar
björt og tær.
Þegar inn var komið til þess-
arar fjölskyldu, hætti hjól tím-
ans að snúast.
— ★ —
Pálína Pétursdóttir var ein-
hver allra heilsteyptasti persónu-
leiki, sem ég hef kynnzt á langri
ævi. — Hún var gerð af þeim
góðmálmi, sem a-ldrei féll á. —•
Hún miðlaði öðrum ríkulega af
auðæfum hjarta síns. Með
breytni sinni, háttvísi, sem
aldrei brást, og bjartsýni gaf hún
samferðamönnunum fagurt for-
dæmi og benti þeim jafnan í ljóss
ins átt. — Því murt minning
þessarar fórnfúsu, göfuglyndu
konu geymd í hugum vina henn-
ar og vandamanna sem helgur
dómur.
Þórður Kristleifsson.
Þorsteinn Þorvaldsson
Minning
f 28. r.júst 1880 d. 18. júlí 1964
EG vil hér með örfáum línum
minnast Þorsteins, ekki fyrir það,
að það verði neinn héraðsbrest-
ur eða straumihvörf í þjóðlífinu
þó aldraður maður lúti lögmáli
dauðans, heldur sökum þess að
hér er að velli hníginn sérstæður
maður, af þeirri gerð, að flestum
hlýtur að vera hann minnisstæð-
ur, sem honum hafa kynnzt. Þor-
steinn var fæddur og uppalinn
á Árskógsströnd við Eyjafjörð, á
hörðum árum, þegar um það var
að gera að berjast fyrir lífinu og
vinna sig áfram með þrautseigju
og dugnaði, bæði á sjó og landi
Þessar aðstæður hafa skapað
kjarkmikla og hrausta menn,
trausta og æðrulausa, hvað sem
hefur að höndum borið á lífsins
leið.
Þorsteinn var gott dærni slíkra
manna. Hann stundaði sjó á opn
um bátum og margan góðan feng
af fiski, fugli og sel, hefur hann
hreppt um Eyjafjörð og Gríms-
eyjarsund og aðrar veiðislóðir
norðanlands. Hann hefur kynnzt
bæði blíðri og gjöfulli náttúru
tii lands og sjávar, en einnig úfn
um sjó og hörðum veðrum, og
oft mun lífsbaráttan hafa verið
hörð að sjá stóru heimili farborða
en hann bjó á lítilli jörð, Hellu-
gerði á Árskógstjörn þar til ár-
ið 1927, að hann flytur suður
í Grímsnes í Árnessýslu, ásamt
konu og átta börnum. Nú hefst
nýr þáttur í lífi og búskap þeirra
hjóna, barátta við sjúkdóm og
þrönig kjör, en allir erfiðleikar
eru þó yfirunnir með þrautseigju
og dugnaði. Lengst af bjuggu þau
á Gíslastöðum, Mtilii heyskapar-
jörð og mjög erfiðri með allar
samgöngur, en þar var góð fjár-
beit og veiði í Hvítá svo enn
nutu sín kostir góðs bónda og
veiðimanns. Árið 1941 flytja þau
svo til Reykjaví'kur og síðan hef-
ur heimilið verið á Rauðarárstíg
30. Skömmu eftir að til Reykja-
ví'kur kom, hó'f Þorsteinn vinnu
í Steypustöðinni h.f. ög þar vann
hann óslitið og jafnan fullan
vinnudag þar til 12. apríl síðast-
liðinn að hann veiktist skyndi-
lega. Lá þá leiðin á sjúkra'hús,
þar sem hann lá meðvitundar-
lítill þar til hann andaðist 19.
þ.m., tæplega 84 ára gamall.
Hér er löng lífssaiga sögð í fá-
um orðum, enda var Þorsteini
aldrei mikil mælgi að skapi, hann
lifði eftir þeirri reglu að betra
væri að vera en sýnast.
Hann naut þeirrar lílfslham-
ingju að vera heilsuhraustur
alla ævi og viðlhalda svo vel sin
um æskuþrótti, að ungum mönn
um þótti erfitt að vinna til jaíns
við hann. En þegar til tilbreytinga
og síkemmtana kom frá dagsins
önn, var hann jafnan allra manna
glaðastur og skemmti sér af lífi
og sál sem ungur væri.
Mjög var hann viti borinn, hag-
mæltur og söngmaður góður.
Sjálfur mun Þorsteinn á efri ár-
um hafa talið sig vera gæfu-
mann í lífinu. Hann gekk unigur
að eiga frændkonu sína, Önnu
Þorvaldsdóttur, gáfaða og mikil-
,hæfa konu, sem var honum að
öllu leyti hinn bezti lífsförunaut-
ur bæði í blíðu og stríðu, en hún
andaðist fyrir 15 árum. Bftir það
hafði hann ráðskonur sem önnuð
ust heimilishaldið, en nú síðustu
ár var hann einn í íbúð sinni, en
hafði fæði og aðhlynningu hjá
fólki í sama húsi og hann bjó í.
Naut hann þar svo góðrár um-
önnunar að öllu leyti sem bezt
varð á kosið og vart verður að
fullu metið. Gat hann þannig til
hins síðasta verið sjálfstæður og
haft sitt eigið heimili, þar sem
hann að loknum vinnudegi undi
og naut útvarps og sjónvarps, eða
las góðar bækur. Afkomendur
Þorsteins eru margir, hann var
mjög barngóður og átti margar
ánægjustundir, er hann lék við
barnabörn sín og hampaði þeim
og hann gladdist innilega er
fyrstu barna-barna-börnin litu
dagsins Jjós.
Að leiðarlokum hefði Þorsteinn
efalaust, getað tekið undir orð
Davíðs Stefánssonar er hann
kvað:
„En bezt man hugur heima-
löndin sín,
sem hilti upp úr sorg og
göturyki.“ Ó.Ö.
Smiður
Vil ráða nú þegar trésmið í 2—4 vikur.
Upplýsingar gefur Jónas Einarsson.
KAUPFÉLAG HRÚTFIRÐINGA, Borðeyri.
Umsjónarmartnsstarf
Starf umsjónarmanns barna- og unglingaskóla Ytri-
Nja.ðvíkur, er laust til umsóknar. Umsóknir um
starfið skulu sendar skrifstofu Njarðvikurhrepps,
Þórustíg 3, Ytri-Njarðvík, fyrir 10. ágúst n.k.
(Sími 1202).
Hjúkrunarkonur vantar
Yfirhjúkruusrkonu og aðstoðarhjúkrunarkonu
vantar á Sjúkrahúsið á Patreksfirði. Laun sam-
kvæmt hinu aimenna launakerfi opinberra starfs-
manna. Upfdvsingar um starfið verða veittar hjá
sjúkrahúslfckr.mum og sýsluskrifstofunni á Pat-
reksfirði. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir
1. september n.k.
Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu.
IMýtízku saumastofa
Stórt og traust fyrirtæki óskar eftir manni eða
konu til þess að taka að sér stjórn og rekstur stórrar
saumastofu, sem útbúin er öllum nýtízku vélum.
Til greina kemur jafnt vinna allan daginn eða hluta
úr degi. Þeir sem vildu athuga þetta leggi nafn og
símanúmer í lokuðu umslagi á afgr. Mbl. merkt:
„Saumaskapur — 1862“ fyrir hádegi á laugardag.