Morgunblaðið - 09.08.1964, Síða 3
MODtUNBLAÐIÐ
3
Sunnudagur 9- Sgöst 1964
Mótsgestir við guðsþjónustuna.
Bindindismannamdt í
Húsafellsskúgi
Sr. Eiríkur J. Eiriksson
„Með eigin kröftum"
ÞEGAR fréttamaður Mbl. kom
í Húsafellsskóg kl. 4 á laugar
daginn 1. ágúst var all margt
fólk komið á staðinn. Veður
var hið blíðasta, glampandi
sólskin og hiti. Áætlunarvagn
ar tóku að streyma að og á
skömmum tíma reis upp mik
il tjaldborg beggja megin ár-
innar með stórt samkomutjald
Séra Björn Jónsson í Kefla-
vík messar.
sem miðdepil. Kom fljótlega
í Ijós skortur á skipulagningu
tjaldstæðanna.
MÓTI« SETT
Klukkan 9.30 að kvöldi var
mótið sett af Hreiðari Jóns-
syni klæðskera í Reykjavík.
Rauð hann gesti velkomna og
minnti á reglur þær sem
mótsgestum bæri að fara eftir.
Þá talaði Hjörtur Þórarins-
son skólastjóri frá Kleppjárns
reykjum og lýsti yfir ánægju
Æskulýðsnefndar Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu með þetta
mót. Hann sagði m.a., að áður
fyrr þá hefði enginn mátt fara
hér um nema reyna krafta
sína á aflraunasteinunum við
Húsafeil. Nú, á öld véla og
tækni væri slíks ekki krafizt.
En nú ættu þeir, er hér dveldu
á mótinu, að reyna sig á öðru
og sýna styrk sinn í hegðun
og framkomu.
^ANSLEIKURINN
Þá er kalviði hafði verið
safnað góða stund, kvað við
bumbusláttur og strengja-
strokur, sem hrosshófar á
hörpustrengi settir væru. —
Fylgdu því org mikil og
skömmu síðar feiknlegur gnýr
kynlegustu hljóða. Reyndust
hljóðin hafa upptök sín í sam
komutjaldinu en þar voru fyr
ir fjöldi ungmenna, gengu upp
og niður sem fársjúk væru.
Fljótlega varð ijóst hver
uppspretta alls þessa var. Á
palli einum stóðu, að því er
sagt var, piltar cg léku sem
herfilegast. Fór það ekki milli
mála að þar voru Hljómar frá
Keflavik mættir. Eftir hljóð-
um samkomugesta virtust þeir
hafa af þeim nokkra ánægju.
Virtust „Hljómarnir" þjást af
óvenjulegri bjartsýni, því þeir
gengu með sólgleraugu nótt
sem dag. Sáu þeir mótsgestum
fyrir hljóðum til kl. 2 e.m. ut
an klukkutima hlés er gest-
um gafst tækifæri til að orna
sér við varðeld (!!!).
Áðurnefndar hreyfingar
reyndust vera þættir í dansi,
sem hefur þann höfuðkost
fram yfir eldri dansa að dans-
endur geta etið pylsur og
drukkið gosdrykki meðan
dansað er. Virtist það koma
sér vel.
Hljómar fóru ágætlega með
þau lög, sem þeir léku, en
nokkuð voru þeir einhæfir.
Ekki liefði komið að sök þótt
fleiri iög hefðu verið á tak-
teinunum. En flestir virtust
hafa af þeim ánægju og er
það aðalatriðið.
SUNNUDAGU RINN
Auglýst var að guðsþjón-
usta skyldi haldin kl. 10 á
sunnudagsmorgunn. En þá var
komið hvassviðri og rifnaði
samkomutjaldið svo það var
fellt í snarheitum. Var það
reist aftur eftir hádegi og
hófst síðan guðsþjónusta kl. 2.
Séra Björn Jónsson frá Kefla-
vík messaði. Ráðgert hafði
Verið að Hljómar léku undír
XI. sunnudagur eftir trini-
tatis. — Guðspjallið Lúk.
18,9—14.
FYRSTU bernskuminningar eru
einatt tengdar því, að ekki verð-
ur lengra komist og stundum
heldur ekki snúið við.
Við vorum send með mat, til
fólks á engjum um sláttinn eða,
þar sem það á vordegi vann við
„að taka upp mó“ eða önnur
verk.
Læ-kur hafði allt í einu orðið
skrefstutta snáðanum um megn.
Það var fallegt að líta til fjall-
anna í fjarska, ef til vill, sá til
áfangastaðarins, en það varð að
nema staðar og bíða, þangað til
fólkinu færi að lengja eftir matn
um og einhver fyndi litla vika-
drenginn á steini í miðjum leys-
ingarflaumnum.
Leiðin er löng og torsótt. Eig-
in geta hrekkur ekki, til að
komist verði á leiðarenda. Ein
rót auðmýktar er þessi.
En annað kemur einnig til
greina. Við lækinn væntum við,
að hjálp berist, pabbi eða
mamma komi eða sendi til móts
við okkur.
Við erum ekki skilin ein eftir
með vandann til úrlausnar. Auð-
mýktarkennd vekur það með
okkur. Og einnig sjálf ábyrgðin,
trúnaðurinn, sem okkur er sýnd-
ur, tilgangur fararinnar og
markmið.
Hinn auðmjúki er ekki ein-
angraður, hann finnur til van-
máttar, en örvænting einangrun-
arkenndar grípur hann ekki.
Hann finnur sig hluta heildar.
Lækurinn er erfitt þrep í stiga
þróunar, er á sér langa leið
framundan.
Margir telja, að auðmýkt og
lítilsvirðing á sjálfum sér sé hið
sama. Það er misskilningur í
þessu sambandi. Auðmýktin er
augað sem sér, en ekki sig sjálft.
söngnum en af því gat ekki
orðið. Var þessi stutta helgi-
stund i þessu óvenjulega um-
hverfi mjög hátíðleg.
Séra Björn flutti mjög sköru
lega op áhrifamikla ræðu og
beindi máli sínu einkum til
unga fólksins.
Skömmu eftir guðsþjósust-
una rifnaði samkomutjaldið
og var fellt aftur.
Fyrirhugað var að fara í
kynnisferðir um nágrennið, í
Framhald á bls. 23.
Við auðmýktinni horfir fyrst og
fremst það, sem er fagurt, gott
og göfugt. Maðurinn stendur and-
spænis sjálfum sér í æðra veldi
í ljómanum frá almættinu og
fyrirheitum þess.
Gagnvart sjálfslítilsvirðing-
unni er allt tómt og tilgangs-
laust eins og höggvið á þráðinn
milli manns og markmiðs. Þar
missa menn sjónar á, hvað okk-
ur er ætlað að verða. Ákvörðun
mannsins gleymist. Auðmjúkur
maður er í sannleika á vegi
þroska og framfara.
Auðmýktin er gjöf trúarinnar.
Ýmsir munu mótmæla því og
benda menn á allan trúarhrok-
ann, og deilur og harða dóma
trúmanna innbyrðis t.d. með
frændlþjóðum okkar a.m.k. sum-
um, þegar kosningar fara fram
um virðingarstöður svo sem bisk-
upsemþætti. Hafa hin ömurlegu
málaferli í Svíþjóð nú nýlega
opnað dyr að sorglegri sundur-
þykkju og vafasömum baráttu-
aðferðum kirkjunnar manna og
telja ýmsir að til varanlegs
hnekkis verði Guðs málefni.
Skyldi íslenzka kirkjan forðast
niðurrif, er veikt gæti grundvöll
hennar með þjóðinni.
Hinn trúaði er auðmjúkur.
Hjarta hans er órólegt. Maður-
inn þráir að hvílast í Guði, en
trúarlíf okkar mannanna hlýtur
að vera lengstum barátta milli
vonar og ótta, efa og fullvissu,
skin eru þar og skúrir. Auðmýkt-
in er ekki einstök dyggð heldur
ástand sálarinnar, móttækileiki
hennar, er ber vott um mikla
þörf mansins fyrir Guð, bæn um
náð Guðs, en náð er hugarfar
pabba eða mömmu á engjunum
gagnvart litla drengnum við læk-
inn á leið til þeirra. Skuggsjá
að visu, en guðdómlegra sann-
indar.
Auðmýkt er ekki ávöxtur auð-
mýkingar. Yfirleitt leiðir blind
harka til hrokafullrar uppreisn-
ar. Auðmýkt verður að eiga sér
jákvæðar orsakir. Lúther notar
um þetta líkingu: Maður viil
tryggja sér neyzluvatn. Hann
ber vatn í brunn sinn, en alltaf
er hann vatnslaus. Annar mað-
ur hefur nóg vatn. í hans brunni
ej- sístreymandi uppsprettulind.
Auðmýktin er eiginleiki hjart-
ans, þess er Guð gefur.
Fariseinn baðst alls ekki fyrir
í guðspjalli dagsins. Hann virð-
ist vilja segja: Hér er ég. Mig
skuluð þið dá og tilbiðja. -Hann
er hættuiegur. Jesús leikur hann
hart, vegna þess að hann gerir
voðalegt tjón. Hann lokar helgi-
dóminum með hjarta sínu, úr
tré hins dauða hroka á járnhjör-
um' þrælkunar undir oki ytri
hollustu við bókstaf lögmáls-
greinanna.
Jafnvel tollheimtumaðurinn er
betri. Mitt í synd og andlegu
um komuleysi ber líann Guð inn
í musterið í hjarta sér og eins
og á Rembandtsmálverki verða
skuggar mannanna til þess að
Guðs birta kemur í ljós. Farise-
inn skygtgir á Guð. Tollheimtu-
maðurinn biður til hans. Hróp
hans auðmjúkt er eins og útrétt
hönd, er bendir á tindinn.
Hversu er því farið um þig,
vinur minn? Heldurðu, að heim-
inum verði borgið í dag með
ágæti leiðtoga austur í heimi
eða vestur í álfu? Farsæld skap-
ast aldrei endanleg með upp-
gjöri einu austurs og vesturs.'
Mannjöfnuður bjargar ekki. Af-
hjúpun Guðs myndar veldur
mestu. Við getum ekki komizt af
án Guðs blessunar.
Mannleg fullkomnun má aldrei
skyggja á Guðs heilögu mynd.
Við eigum aðeins fátækleg
klæði til skjóls á leið okkar til
þroska og farsældar. Megi sönn
auðmýkt 'opna augu okkar fyrir
þeirri staðreynd, að Guðs máttug
mynd og veruleiki fái fært okk-
ur eilífa blessun.
Framámenn mótsins.
•v
4
Amen.