Morgunblaðið - 09.08.1964, Qupperneq 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 9. ágúst 1964
fllWgMlÍlfttfrffr
4
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
MIKLAR FRAM-
KVÆMDIR KOSTA
MIKIÐ FÉ
íslenzka þjóðin hefur þá sér-
stöðu að ein eða tvær kyn-
slóðir hennar verða að byggja
upp og framkvæma á ör-
skömmum tíma, það sem
margar kynslóðir hafa fram-
kvæmt öldum saman í öðrum
löndum. Allt fram á byrjun
þessarar aldar má segja að
verklegar framkvæmdir hafi
verið óþekkt fyrirbrigði á ís-
landi. Hér voru ekki byggðir
skólar eða sjúkrahús, ekki
lagðir vegir eða byggðar brýr,
ekki byggðar hafnir eða opin-
berar byggingar, svo nefnt sé
nokkuð af því, sem aðrar
þjóðir hafa verið að fram-
kvæma í sínum löndum í
hundruð ára:
Þannig lék hið stjórnarfars-
lega ófrelsi og undirokun ís-
lenzku þjóðina.
Þegar þjóðin allt í einu
eygði frelsið og öðlaðist það
síðar, tók hún til af ofurkappi
við að byggja land sitt upp.
íslenzka þjóðin hefur færzt
mikið í fang. Hún hefur á ör-
skömmum tíma gerbreytt
landi sínu og skapað nútíma'
þjóðfélag, sem veitir borgur-
um sínum félagslegt og at-
vinnulegt öryggi, góð og
þroskavænleg lífskjör.
Yfir þessu er vissulega á-
stæða til þess að gleðjast,
enda þótt fjölmargt sé ennþá
ógert í þessu landi, sem nauð-
synlegt er til þess að tryggja
afkomu þjóðarinnar og gró-
andi menningarlíf.
Mörgum íslendingum, sem
krefjast mikilla framkvæmda
og skjótra og alhliða umbóta
í þjóðfélaginu, láist að gera
sér það ljóst að miklar fram-
kvæmdir kosta mikið fé. Ör-
smá þjóð, sem krefst hraðrár
uppbyggingar verður að taka
á sig allmiklar byrðar til þess
að hægt sé að fullnægja kröf-
um hennar um stórfelldar um
bætur á öllum sviðum þjóð-
lífsins. Raunsæir menn geta
ekki í senn vænzt þess að
mikið sé framkvæmt og lítið
sé af þeim krafizt til þess að
kosta með framkvæmdirnar.
Þetta er grundvallarstað-
reynd, sem allir hugsandi og
reyndir menn verða að gera
sér ljósa.
Óábyrg upplausnaröfl í
þjóðfélaginu halda því að
sjálfsögðu alltaf fram, að
fólkið eigi rétt á umbótunum
og framkvæmdunum, án þess
að borga fyrir þær, án þess að
leggja verulegan skerf af
mörkum til handa bæjar- eða
sveitarfélagi sínu eða í hinn
sameiginlega sjóð, ríkissjóð-
inn. En vitiborið og hugsandi
fólk veit að þet... ^r ekki
hægt.
STEFNA SJALF-
STÆÐISFLOKKS-
INS
CJjálfstæðisflokkurinn, sem
^ haft hefur forystu í fram-
farasókn þjóðarinnar á síðari
áratug, hefur jafnan viljað
fara hinn gullna meðalveg í
þessum efnum. Hann hefur
beitt sér fyrir umbótum í sam
ræmi við fjárhagsgetu þjóð-
arinnar á hverjum tíma. Hann
hefur varað við óhóflegri
skattheimtu, hvort heldur er
af hálfu bæjarfélaga eða ríkis-
ins. Meginregla hans hefur
verið sú, að ekki megi lama
framkvæmdaþol einstaklings-
ins, þannig að hann hætti að
leggja sig fram um öflun
tekna og sköpun verðmæta,
sjálfum sér í hag og samfé-
lagi sínu.
Þetta hefur verið megin-
stefna Sjálfstæðisflokksins í
skatta- og útsvarsmálum, og
þetta mun verða stefna hans
framvegis.
Hinir svokölluðu vinstri
flokkar og þá sérstaklega
Framsóknarmenn og komm-
únistar hafa hinsvegar alltaf,
þegar þeir hafa ráðið, lagt
sligandi skatta og tolla á al-
menning. Þetta veit þjóðin að
er kjarni málsins og sannleik-
urinn um skattamálin og
stefnu einstakra flokka í þeim
á undanförnum árum.
Þar sem Sjálfstæðismenn
hafa ráðið lengst, eins og t.d.
hér í Reykjavík, hafa opin-
berar álögur af hálfu bæjar-
félags sízt verið hærri en ann-
ars staðar á landinu. Þvert á
móti hafa útsvörin oft verið
hér mun lægri en í nálægum
kaupstöðum og öðrum byggð-
arlögum víðsvegar um land.
Er það ein ástæða þess að
fólk hefur streymt til borgar-
innar og skapað Reykjavík
með því margvísleg vand-
kvæði.
Hér í höfuðborginni standa
nú yfir einhverjar mestu
framkvæmdir í sögu hennar.
Á þessu ári er t.d. varið til
gatnagerðar yfir 100 milljón-
um króna í Reykjavík. Til
heilbrigðismála er varið 51,7
millj. króna, til nýrra skóla
18 millj. króna, til barnaheim-
ila 18 millj. króna, til fræðslu-
Frá „Aida“ til „Helenu fögru“
Glæsileg leikskrá rtorsku ríkis-
óperunnar komandi vetur
-«sló, 4. ágúst.
OSLÓARLEIKHÚSIN eru
sem óðast að ganga frá
„hernaðaráætlun“ næsta leik-
árs, og í gær skýrði hinn
ötuli forstjóri Ríkisóperunn-
frá áformum stofnunar sinn-
ar. Odd Griiner-Hegge hafði
hlotið það erfiða hlutverk að
hrinda hag hinnar ungu
óperu á leið eftir fyrstu stjóm
arár hinnar heimsfrægu söng-
konu K. Flagstad, sem þrátt
fyrir langa söngkonureynslu
og mikla frægð á Metropoli-
tan í New York tókst ekki
að blása lífsanda í hina nýju
norsku óperu, enda var frú
Flagstad orðin biluð á heilsu,
er hún tók við þessu síðasta
hlutverkr sínu.
Eftirmaður hennar virðist
hinsvegar ætla sér að gera
norsku óperuna samkeppnis-
færa við hin fornfrægu söng-
leikahús Dana og Svía. Odd
Grúner-Hegge hefur góðu
söngliði á að skipa, én skort-
ir hinsvegar fé til þess að
auka hljómsveitina eins og
honum líkar. Hún telur að-
eins 43 hljóðfæraleika. (En
fyrir rúmum 50 árum sagði
danska tónskáldið og hljóm-
sveitarstjórinn „Carl Nielsen,
að til þess að skila Carmen og
Verdi-óperum sómasamlega
þyrfti 60 manna hljómsveit,
en Wagner þyrfti 130 til að
njóta sín).
En hljómsveitin hefur dug-
legan stjórnanda, sem bætir
upp að hún er fáliðuð: Arvid
Fladmoe. Og að auki hefur
óperan ráðið tvo útlenda
menn, tékkann Zdenko Pe-
harda og skotann Bryden
Thomson, til þess að stjórna
sinni óperunni hvor og kenna
við óperuskólann, sem tekur
til starfa í september.
Og 7. sept. verður fyrsta
sýning ársins: „Aida“ Verdís.
Aidu syngur á fyrstu sýning-
únum Ingrid Bjoner,, sem
síðastliðinn vetur vann svo
marga stórsigra á einu vand-
fýsnasta „operupublkium"
Þýzkalánd, að hún þykir
líkleg til heimsfrægðar,
en síðan tekur Aase
Nordmo Lövberg við hlut-
verkinu. Hún er orðin
ein vinsælasta söngkona hér
í Noregi síðan Flagstad og
hefur staðið á sömu „þiljum"
og hún — á Metropolitan. —
Ungur söngvari norskur,
Kolbjörn Höyseth, sem syng-
ur á Stokkhólmsóperunni,
syngur hlutverk Radamés
nokkrum sinnum, en svo tek-
ur hinn • gamli hetjutenór
Bjarne Buntz við því hlut-
verki og Marit Isene við hlut
verki Amneris, sem sungið
verður af útlendri söngkonu,
Mirjana Dancou fyrstu kvöld-
in. Sænski söngvarinn Einar
Beyron verður leikstjóri.
Næst koma „Rigoletto" og
„Rakarinn í Sevilla“ og eiga
þessar óperur að skiptast á
við „Aida“. í október verður
frumsýndur ballett eftir
Brian McDonald, og síðan
kemur „Madame Butterfly".
Þar átti samkvæmt áættun að
syngja aðalhlutverkið Sena
Jurinac frá Wienar-óperunni,
en vegna þess að hinn frægi
Karajan hljómsveitarstjóri
óperunnar hefur sagt upp
starfi sínu vegna misklíðar, er
óvíst hvort úr þessu getur
orðið.
I nóvember verður svo sýna
hið mjög umtalaða „The
•Rakes Progress“ Igors Stra-
vinskijs. Er það íburðarmikil
sýning og sú dýrasta, sem
norska óperan ræðst í á næsta
vetri. En ef hún skyldi ekki
ná þeirri hylli, sem óperustjór
inn ætlast til, hefur hann
annað tromp í bakhendinni:
„Leðurblökuna", hina ódrep-
andi óperettu Johanns Srauss,
til að létta fólki jólaskapið
fram á nýjár.
— En um þrettándann heim
sækir Finnska óperan Osló, og
mun hafa þrjár óperur uppá
að bjóða. Næst kemur „Brúð-
kaup Figaros", síðan „Helena
fagra“ Offenbachs og loks
kemur þegar vorar ballettt-
flokkur frá Stanislavskij-leik
húsinu í Moskva. —
— „Svona fínt prógram
getur hvorki „Det kgl.
Teater“ á Kóngsins Nýjatorgi
né Óperan í Stokkhólmi boðið
upp á, næsta vetur““ muldr-
uðu dönsku og sænsku blaða-
mennirnir þegar þeir voru að
ganga út úr dyrunum hjá Odd
Grúner-Hegge. — En nú er
eftir að reyna, hvort stórhug-
ur hahs ber þann ávöxt sem
hann ætlast til. Norska óper-
an hefur orðið að leita aðstoð
ar ríkis og höfuðborgarinnar
til þess að fleyta sér fram,
en stjórnandinn virðist ein-
ráðinn í að gera stofnunina
að svo sjálfstæðu menningar-
fyrirtæki að það geti séð
sjálfu sér farborða. — En lík-
lega er það full mikil bjart-
sýni, að telja sér trú um slíkt
— á geimöldinni. Því að fjöld
inn hefur kannske öllu meiri
áhuga á því að fara í sumar-
frí til tunglsins en að hlusba
á Verdi eða Puccini.
ESSKÁ.
mála 55,4 millj. króna, til
borgarsjúkrahússins 18 millj.
króna, til löggæzlu í borginni
21 millj. króna, til félags- og
framfærslumála 143,6 millj.
króna, til nýrra leikvalla og
íþróttasvæða 10,7 millj. króna,
til lista, íþrótta og útiveru
25,5 millj. króna.
Þetta fé er greitt úr borgar-
sjóði til fyrrgreindra fram-
kvæmda og félagsmála. Er því
óhætt að fullyrða að því fé,
sem borgararnir eru krafðir
um í höfuðborginni sé vel
varið. Þær stórfelldu umbæt-
ur, sem unnið er að í dag í
Reykjavík, munu eiga ríkan
þátt í því að bæta aðstöðu
fólksins í borginni á svo að
segja öllum sviðum lífsbar-
áttu .hans.
NORSK OG
ÍSLENZK SKÓG-
RÆKTAR-
SAMVINNA
F’inn fegursti og raunhæfasti
^ þáttur norrænnar sam-
vinnu er samvinna Norð-
manna og íslendinga á sviði
skógræktarmála. Undanfarin
ár hefur stór hópur norsks
skógræktarfólks komið hing-
að til lands og gróðursett hér
nýja skóga víðsvegar um land.
Dvelst einn slíkur 70 manna
hópur hér á landi um þessar
mundir. Hefur hann unnið að
gróðursetningu trjáa í Hauka-
dal, í Norðtungu í Borgar-
firði, í Eyjafirði, austur á
Hallormsstað og að Tuma-
stöðum í Fljótshlíð. íslenzka
skógræktarfólkið sem fer til
Noregs hefur hinsvegar unnið
að gróðursetningu í ýmsum
byggðarlögum í Noregi.
Víðsvegar hér á landi eru
þannig að vaxa upp skógar,
sem gróðursettir eru af norsk-
um höndum. Sama saga er að
gerast úti í Noregi. Þar eru að
vaxa upp litlir lundir, sem
gróðursettir eru af íslenzku
fólki.
Þessi samvinna Norðmanna
og íslendinga í skógræktar-
málum sýnir betur en flest
annað þann hlýhug og frænd-
skaparanda, sem ríkir milli
þessara tveggja náskyldu nor-
rænu þjóða.
íslendingar þakka norsk-
um skógræktarmönnum og
norsku þjóðinni mikilsverðan
stuðning við skógræktina hér
á landi, ekki sízt norsku þjóð-
argjöfina, sem nú er verið að
byggja fyrir myndarlega til-
raunastöð í skógrækt uppi í
Kollafirði. Hin nána sam-
vinna Norðmanna og íslend-
inga á sviði skógræktarmála
mun halda áfram að treysta
vináttu og frændskapartengsl
in milli þessara þjóða. íslend-
ingar þakka norska skóg-
ræktarfólkinu, sem nú dvelst
hér fyrir framlag þess, um
leið og þeir biðja það að skila
kærri kveðju heim til Noregs
að lokinni íslandsferð þess.
Seoul, 6. ágúst. — AP.
SAMBAND fiskimanna í S-
Kóreu hefur upplýst, að sakn
að sé þar 65 fiskibáta með
samtals 281 fiskimanni um
borð. Voru þeir að veiðum á
Gula hafipu, er fellibylurinn
„Floosie" gekk þar yfir í síð
ustu viku. — Líklegt er, að
mikill hluti manna þessara sé
nú í Norður-Kóreu, þar eð
fregnir hafa borizt þaðan um
að skip N-Kóreu hafi bjargað
260 S-Kóreumönnum oa allt
að 30 bátum.