Morgunblaðið - 09.08.1964, Side 17

Morgunblaðið - 09.08.1964, Side 17
Sunnudagur 9. ágúst 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 Fer Árneshreppur í eyði við Guðjón Guðmundsson hreppstjóra Spjallað HANN vindur sér hvatlega inn úr dyrunum, lágur maður og hnellinn og samsvarar sér vel. Kvikur í öllum hreyfing- um þótt kominn sé á efri ár. Máldjarfur, hraðmæltur og verður aldrei svars vant. Hver er þessi maður? Hann hefur áður komið fram á síðum Mbl. — 5. febr- úar 1960. í>á stóð hann á sjö- tugu. Hann hefur ekki látið mikið á sjá síðan. Ekki hefur hann stirðnað af kyrrsetum, ekki hefur hann fitnað af hóg- lífi, ekki hefur hann orðið orðið hjartveikur af kvíða fyr- ir framtíðinni, ekki hefur hann bognað af áhyggjum morgundagsins. Guðjón Guðmundsson hreppstj óri á Eyri í Árnes- hreppi. Hann var nýlega á ferð hér í höfuðstaðnum að selja selskinn sín og gera fleiri forretningar. Og við notum tækifærið að spyrja hann frétta úr þessum nyrzta hreppi Strandasýslu. — Þó ég væri einn fjárflesti bóndinn í hreppnum fyrir eina tið, er ég nú ekki neinn bóndi nú orðið. Ég hef verið á argasta kotinu í hreppnum alla okkar búskapartíð. Þar er nú ekki hægurinn hjá með umbæturnar. Ekkert hægt að rækta fyrir bratta, hvergi hægt að stinga f niður skóflu fyrir grjóti. Á þessu er maður búinn að hokra öll þessi ár. Já, það er mikill munur eða í öðrum sveitum. Ég var á ferð á Vestfjörðum fyrir skömmu. Korri á bíl frá Súgandafii'ði. S. a. s. á hverjum bæ, sem farið var fram hjá, voru að rísa nýjar byggingar eða ein- hverjar framkvæmdir á döf- inni: Ræktun, Ibúðarhús, hlöður, peningshús, súgþurrk- un, heyturnar o. s. frv. Ég er orðinn gamall eins og á grön- um má sjá, en það er ég alveg handviss um, að aldrei hafa verið meiri Oig örari fram- kvæmdir í þessum sveitum heldur en nú. Allir bændur, sem ég hitti á ferð minni, voru mér líka sammála um það. Nú eru margir einyrkjar komnir með 20—30 ha. rækt- un og áhöfnin eftir því. Það er satt að segja engin furða, þótt framleiðslan vaxi með risaskrefum í sveitinni. Eru ekki líka miklar fram- kvæmdir í Árneshreppi? Þær eru víst hlutfallslega lítið minni en í öðrum sveit- um. Skurðgrafa var þar að verki fyrir fáum árum, og nú er hún komin aftur og tekin til starfa á ný. En þetta er eins og við vitum útkjálka- sveit. Oig þó það sé kannske hart aS þurfa að segja það, kæmi það mér ekki á óvart að hún ætti eftir að fara í eyði eins og byggðirnar fyrir norðan hana. Maður sér hvert straumurinn stefnir. Fyrir 10 árum voru íbúarnir 4—5 hundruð en núna bara 270. Og á mörgum bæjum er bara gamla fólkið eftir. Það unga er farið eða á förum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Er aðallega stunduð sauð- fjárrækt? Já, eingöngu. Mjólk er bara til heimilisþarfa og smávegis pinklasmjersala til kaup- félagsins á Norðurfirði. Vænir dilkar? Þetta 14—15 kíló og um það bil helmingurinn tví- lembingar. Það má kallast gott, því að í góðum árum er hægt að komast af með lítið hey. T. d. nú í vetur. Þá þurfti á sumum bæjum ekkert að gefa nema mjel. Þó voru ærnar ágætlega fram gengn- ar. Sumsstaðar er líka ágæt fjörubeit. En vitanlega þarf að eiga hey. Það er ekki tryggt nema hafa 3—4 bagga handa kindinni. En hvað með jafnvægið í bygigð landsins? Getur það ekki bjargað Árneshreppi frá auðn? Það hnussar dálítið í hrepp- stjóranum um leið og hann segir: Jafnvægið, ég hef nú ekki mikla trú á þessu jafn- vægishjali. Er það nokkuð nema það sem forstjórarnir og kontóristarnir í Reykjavík hafa fundið upp? Kemur það nokkurn tíma til framkvæmda annarsstaðar heldur en í ræð- um þeirra og útreikningum? Nei, ég hef ekki trú á að hægt sé að halda uppi byggð með þjóðfélagslegum ráðstöfun- um, þar sem þróunin stefnir í aðra átt. Þróunin verður að hafa sinn gang. Henni verður ekki snúið við. Taktu eftir: Fólkið flytur ekki úr Árnes- hreppi vegna fátæktar eða slæmra afkomuskilyrða. Nei síður en svo. Það hefur aldrei lifað þar jafn góðu lífi og núna. Og þar hefur ekki verið gert minna hlutfallslega af því opinbera heldur en víða annarsstaðar. En það er sama. Það dugir ekki til. Svona út- kjálkar geta ekki haldið velli gagnvart stóru stöðunum og þéttbýlu sveitunum þegar af- koma þar er svona góð, at- vinna mikil, hæsta kaup hvern da,g árið um kring, skemmtan- ir, umbætur, lífsþægindi, félagslíf. Héðan úr Árnes- hreppi fluttist einn aldraður bóndi í vor, myndarbóndi. Hann á nokkur börn, m.a. þrjá syni mestu myndarmenn, dugnaðarstráka. Hver þeirra sem var, hefði getað fengið jörðina, fetað í fótspor föður síns, orðið myndarbóndi í sinni sveit. En enginn þeirra vildi það. Nú eru þeir fluttir suður á Akranes, búnir að kaupa sér þar hús, þjena mikla peninga. Dugnaðarmenn, sem fá hátt kaup. Mikið svigrúm, margri möguleikar fyrir reglu sama dugnaðarmenn. Er það nokkur furða þótt þeir kjósi það heldur en búskap í fá- sinni og dreifbýli norður í Árneshreppi? Mér er það hulið hvaða ráðstafanir það opin- bera getur gert ti‘l að skapa „jafnvægi" í þeim hlutum. Hefur ekki tíðin leikið við ykkur þarna norður frá? Jú, sannarlega. Hún hefur leikið við okkur allt þetta ár. Síðan um áramót hefur tíðar- farið verið einmuna gott. Vet- urinn var hreinasta afbragð. Einn sá bezti, sem elztu menn muna eins og oft er tekið til orða. Og svo kom vorið — ein samfelld blíða með beztu sprettutíð, enda var grasið eftir því. Og n.ú síðan sláttur- inn hófst, hefur verið hin hag- stæðasta heyskapartíð. Nei, það er nú eitthvað annað en það þurfi að kvarta yfir veð- urlaginu eins og svo oft áður. Nei, það þarf enginn að flýja Árneshrepp vegna „harð- viðra“ eða ótíðar eins og nú standa sakir. Guðjón tekur sér málhvíld, en áður en búið er að leggja fyrir hann næstu spurningu, heldur hann áfram: Einu sinni var Árnes fjórða bezta prestakall á landinu. Þar urðu alíir prestar efnaðir, hversu snauðir, sem þeir voru þegar þeir komu þangað. En nú fæst þangað enginn prest- ur. Þar hefur ekki verið prest- ur í mörg ár, nema sr. Magnús Runólfsson var þar eitt ár. Það var góður prestur, sam- vizkusamur og skyldurækinn, Oig börnin löðuðust að honum og höfðu yndi af að sækja kirkju til hans. Það var skaði að hann skyldi ekki vilja vera lengur. Nú er prestakallinu þjónað af prófastinum á Hólmavík, sr. Andrési Ólafs- syni. Það er langur messu- vegur. Og svona er það með lækn- inn. Enginn fæst hann til að koma í Árnes og vera þar, þó að þar sé læknissetur. Ekki man ég hvað langt er síðan læknir hefur verið í Árnesi, en það er langt síðan. Og ág held það sé eins og hver önnur fjarstæða að hugsa sér að þangað komi læknir til veru, eins og nú horfir við. Það eru langtum þéttbýlli og mann- fleiri læknishéruð, sem hafa staðið auð árum saman. En þið hafið kennara? Já, við höfum heimavistar- skóla á Finnbogastöðum, sem hinn ágæti og óeigingjarni hugsjónamaður Guðmundur Þ. Guðmundsson reisti af eig- in rammleik á föðurleifð sinni, Finnbogastöðum. Það var mikið afrek. Nú er kenn- ari okkar Torfi Guðbrands- son frá Heydalsá. Hann er vel kynntur í sínu byggðarlagi. Þú sagðir, Guðjón, að það væri grýtt og gróðurlítið á Eyri. Ekki getið þið nú lifað á grjótinu? Nei, vitanlega ekki. Synir mínir, Gunnar o,g Ingólfur, eiga mótorbát, 18 tonna. Hann nota þeir til rækjuveiða, sem hafa gengið vel af því að veið- arnar hafa verið stundaðar í hófi og ekki gengið of nærri aö Eyri stofninum. Þeir hafa frysti- hús og smá Vinnsluklefa, þar sem hægt er að hafa 12 manns í vinnu. Þetta hefur blessazt vel og skapað smá- vegis inntektir fyrir fólkið á bæjunum í kring. Annars er það nú aðallega heimafólkið, sem við þetta vinnur. Þetta er þá nánast fjöl- skylduhlutafélag? Já, það má kallast það og sem slíkt getur það þrifizt. En ekki hef ég trú á því að hægt sé að stofna til stórrekstrar í þessari atvinnugrein með það fyrir augum að auka atvinnu í hreppnum. Ég efast um að það ætti nokkra framtíð fyrir sér. Þetta er svo stopult og árstíðabundið. Hvernig er með samgöng- urnar? Þær mega heita góðar inn- an hreppsins. Það er að verða bílfært á flesta bæi að sumr- inu til. Hinsvegar erum við ekki enn komnir í samband við þjóðvegakerfið. Það vant- ar líklega eina 20 km. til þess að svo verði. Það er nú alltaf unnið að því, en það er bæði seinunnið verk og torsótt. Mestu ófærur og hið versta vegarstæði við Birgisvíkur- kleif og víðar. En vitanlega kemur þetta með tímanum. AUt er hægt að gera með þess- um stórvirku tækjum. Nú fara allar samgöngur fram á sjó og í lofti. Skjald- breið kemur við í hverri ferð og svo hafa drengirnir mínir haldið uppi ferðum til Hólma- víkur með póst og farþega einu sinni í viku yfir sumar- ið í sambandi við rútuferðirn- ar. Hólmavík — er það höfuð- staður sýslunnar ? Já, ætli það megi ekki kall- ast svo. Þar hefur mikið verið byggt á undanförnum árum. En nú má búast við að fari að draga úr því. Allur hagur þorpsins byggist á sjónum — útræðinu, en nú er eins og allur fiskur sé horfinn úr Húnaflóa a.m.k. í bili. Von- andi er það nú ekki nema stundarfyrirbrigði. Hafið þið ekki fluigvöll? Jú, á Gjögri. Og þangað heldur Björn Pálsson uppi vikulegum áætlunarferðum á sumrin. Svo fljúga aðrir þang að eftir pöntun. Það er mikið notað. Þú varst áðan að segja að í Árnesi hefðu allir prestar orð- ið ríkir. Er þetta svona mikil hlunnindajörð? Já, hún var það. Og er það raunar enn, bó það sé far- ið að minnka, mikið farið að minnka saman borið við það sem áður var. Er það rekinn? Já, en sérstaklega dúnninn, dúntekjan í Árnesey. Fyrir stríðið, þegar sr. Sveinn var í Árnesi, fengust úr henni 300 pund af dún. En þetta for- djarfaðist meira og minna í stríðinu. Þá voru skipin dúndruð niður úti á hafinu. Olían fór í sjóinn og barst fyrir vindum og straumum upp að landinu og drap fugl- inn unnvörpum. Það var mik- ið afhroð fyrir varpið í Árnes- ey. Síðan hefur það aldrei bor ið sitt barr. Nú er búið að skipta jörðinni til helminga, en varpinu er skipt þannig, að prestsetrinu tilheyrir % hlut- ar. Bóndanum %. (Hér á það ekki illa við að geta þess, að áður hefur Ár- nesey orðið fyrir miklum áföllum. í Jarðabók Árna Magnússonar er hún nefnd Trékyllisey. Þar segir frá því, að til forna hafi verið þar eggver og dúntekja, ,,en nú er það miklu minna. Valda því harðindi, svo fuglinn leggst frá. Þar að auki hafa hollenzk- ir lurendragarar fyrir mörgum árum gengið þar á land, skot- ið fuglinn og kynnt þar vita upp á gaman“.) Svo berst talið að eyðijörð- unum í Árneshreppi. Þær eru orðnar margar þótt ekki verði þær hér taldar. Guðjón hefur nytjar af sumum þeirra. Ein þeirra er Engjanes. Hún var áður í eigu Stafholts- kirkju. Þegar ég seint og síðar meir var búinn að grafa upp hver eigandinn var keypti ég hana af ríkinu. Er eitthvað upp úr þessum jörðum að hafa? Já, víst er það. Ekki ber því að neita. T.d. rekanum, en það þarf talsvert fyrir honum að hafa en timbursala gefur góð- ar tekur. Og svo selskinnin, þó fá séu. Er ekki silungsveiði í án- um? Nei, það er eiginlega ekkert eins og er. En það má sjálf- sagt gera þær að góðum veiði- ám með ræktun. En þá er það samgönguleysið. Það er fyrst þegar stórlaxarnir í Reykja- vík eiga orðið sinn helikopter, að maður gæti trúað, að hægt yrði að koma veiðileyfunum í eitthvert verð. Svo ljúkum við þessu spjalli við hreppstjórann á Eyri í þetta sinn. Ýmislegt fleira bar á góma þótt ekki verði það hér rakið. Hann er búinn að selja selskinnin, sem hann kom með að norðan. Á morg- un ætlar hann að sigla heim með Skjaldbreið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.