Morgunblaðið - 09.08.1964, Qupperneq 10
10
MORCU N BLAÐIÐ
r Sunnudagur 9. Sgúst 1964
H
, « « * !»i
BÆNDASKÓLINN
á Hvanneyri heldur upp á
75 ára afmæli sitt í dag. í
tilefni þess er haldin hátíð
á staðnum með ræðum og
lúðrasveitarleik og hefst
hún með guðsþjónustu.
Fréttamaður blaðsins brá
sér upp að Hvanneyri og gekk
þar um garða með skólastjór-
anum, Guðmundi Jónssyni.
Eftir að hafa setið stundar-
korn inni í vistlegri skrifstofu
skólastjóra gönigum við út í
sólskinið.
Ég hef aldrei séð Borgar-
fjörð eins fagran og þennan
dag. Hvergi sá ský á himni,
utan örlitlar kembur norður
af Baulutindi. Skessuhomið
gnæfði yfir okkur eins og
minnisvarði, sem við alla jafn
an sjáum, er við lítum mynd
af Hvanneyrarstað.
Hvanneyri virðist okkur
einkar vel staðsett sem bú-
fræðisetur. Land er þar til-
breytingaríkt, mýrarsund, móa
flákar og árbakkar, en á
milli klettar holt og melar.
Skammt er upp í fjallshlíðárj
vilji menn skoða gróður til
efstu grasa.
Fornar sögur eru litlar um'
Hvanneyri, sem var í land-
Hvanneyrarstaður
Hvanneyrarskóli 7 5 ára:
Komum í veg fyrir „Þollríðarbragð" í
ísl. landbúnaði
námi Skalla-Gríms. Hann gaf
Grími hinum háleyska land
fyrir sunnan fjörð, milli Anda
kílsár og Grímsár, og bjó hann
að Hvanneyri. Litlar sögur
fara síðan af staðnum fraun
eftir öldum, þar til Stefán
Stephensen amtmaður bjó þar
kringum aldamótin 1700/1800
í þeirri ætt hélzt staðurinn,
þar til Björn Bjarnarson frá
Vatnshorni í Skorradal kaupir
hana með ábyrgð fimm borg-
firzkra bænda í þeim tilgangi
að gera hann að bændaskóla-
setrL Kaupin voru gerð 1882
og kaupverð var 15 þúsund
krónur. Hvanneyri sjálf er
með aðliggjandi og meðfylgj-
andi jörðum fleiri hundruð
hektarar að stærð.
Við Guðmundur skólastjóri
göngum suður frá skólasetr-
inu og komum á hæð eina,
nokkuð langa, upp af svo-
nefndu Tungutúni.
— Hér er fyrirhugað að hið
nýja skólahús rísi, voldug og
mikil bygging. En vegurinn á
að liggja heim að staðnum
segir Guðmundur og bendir
okkur til norðurs frá hæðinni.
Frá þessari hæð er góð yfir-
sýn um Hvanneyrarland. Við
okkur blasa viðfeðmir skurðir
og á milli þeirra uppþurrkaðar
mýrar, sem orðnar eru græn
og grasprúð tún.
— Þarna voru fyrstu til-
raunareitirnir okkar, en nú
höfum við flutt þá annað.
Þannig gefst. okkur tækifæri
til rannsókna á nýjum og nýj
um stöðum við breytt skilyrði
og aðstæður. Við getum fram
Gamla skemman
kvæmt jarðræktartilraunir í
stórum stil en til þess þurfum
við að hafa mikið land. Á ein
um stað þurfum við að gera
áburðartilraunir, á öðrum fræ
tilraunir og raunar þurfum
við að gera þessar tilraunir á
sem fjölbreyttustu landi og
sem víðast.
Og Guðmundur heldur á-
fram:
— Við þurfum ekki einasta
að rannsaka landið, gróður
þess og afrakstur, heldur þurf
um við að reyna hvers kyns
vélar á þessu landi, notagildi
þeirra og hæfni, hvort sem
landið er rennislétt nýrækt
eða gamalræktað fleytingstún
Þá er okkur nauðsyn að vita,
hvort vélar hæfa á röku landi
eða harðbala, í brekkum eða á
sléttlendi, svo fátt eitt sé nefnt
af því fjölmarga sem rannsaka
verður.
Eftir að hafa rætt all lengi
um skólann, gildi hans og þörf
um landbúnaðinn og framá-
menn hans og hvar á vegi
þessi atvinnuvegur er staddur
í dag, hversu margt mætti þar
leiðrétta og lagfæra, ef kraft-
arnir væru sameinaðir, höld-
um við. heim á Hvanneyrar-
stað á ný. Við göngum fram
hjá gömlu skemmunni, sem
nú er þar elzt húsa, og Guð-
mundur bendir okkur á að í
þessu litla húsi hafi eitt sinn
verið framkvæmd öli kennsla
skólans eftir bruna sem varð
í sjálfu skólahúsinu. Upp á
lofti í skemmunni, sem varla
er meira en mannhæð, iðkuðu
piltar glímu fyrr á árum, og
mun þar hafa orðið erfitt um
sniðglímu á lofti eða hátt tek-
ið klofbragð.
Gengnt skemmunni gömlu
er íþróttahúsið sem byggt var
1910. Þar var á sínum tíma
glæsilegasta íþróttahús lands-
ins og salargólfið 8x15 metrar.
Hvort það var fyráta iþrótta-
hús landsins, veit Guðmundur
ekki með vissu, en svo var það
rómað um allan Borgarfjörð,
að það þótti hámark
skemmtunar, er boðið var til
dansleiks á Hvanneyri.
Úr íþróttahúsinu gengum
við í gamla skólahúsið sem
einnig var byggt fyrir rúmri
hálfri öld. Á sínum tíma hef-
ur það á íslenzkan mælikvarða
verið fremur höll en hús, og
þeir sem byggja ætla upp
skólasetur á Hvanneyri í dag
verða að vera stórhuga og taka
hraustlega til pyngjunnar,
ætli þeir ekki að verða eftir
bátar og undirlægjur alda-
mótamanna okkar.
Við litum inn í lítið herbergi
í kjallara gamla skólahúss-
ins. Þar var hvorki hátt til
lofts né vítt til veggja. En þar
eru nú framkvæmdar eðlis-
fræðirannsóknir á íslenzkum
jarðvegi. Víst þær fyrstu og
einu, sem gerðar eru hér á
landi, og ekki taldar minna
virði en efnafræðirannsóknir,
sem gerðar hafa verið að und
anförnu við Atvinnudeild Há-
skólans.
— Hér gerum við okkur far
um að láta kennara skólans
hafa nægilegt verkefni allt
árið. Ýmist er tilraunastastarf
semi eða ritstörf hugðarefni
þeirra, og því þarf að skapa
þeim aðstöðu til að fram-
kvæma það yfir sumartímann.
Hvanneyrarbúið er stórt.
Þar eru 70 — 80 mjólkandi ’
kýr, 450 vetrarfóðraðar kind-
ur og 10 hross. Búið er notað
sem grundvöllur til kynbóta
og við fóðrunartilraunir og-á
•taðnum eru framkvæmdar
vélaprófanir.
í skólanum hafa flest verið
rúmlega 60 nemendur á einu
skólaári og í lok ársins 1963
höfðu komið til skólans alls
1500 nemendur.
í þessari stuttu grein verður
fátt eitt rakið af hinum rnarg-
þættu störfum Hvanneyrar
skóla, sem nú hefur starfað í
Framhald á bls. 23.
Nýja vélahúsið