Morgunblaðið - 18.08.1964, Qupperneq 1
um sbvézks efnahagslíís, en nú —
iþurfi annað til en þá.
Trapeznikon vill taka upp nýtt
bónus-kerfi, sem hann telur að
myndi auka bæði afköst og hagn
að. „Fjármálaeftirlit verður að
byggjast á uppörvun, álögum,
sektum og breytilegu verðlagi,
sem allt gerir sitt til þess að
stefna tækniiþróuninni í rétta átt“
segir þessi sovézki hagfræðingur
og nefnir ýmis dæmi vestan úr
Bandaríkjunum til stuðnings
máli sínu.
Trapeznikon vill gera hvort
tveggja, verðlauna meiri fram-
leiðslu og betri framleiðslu, t.d.
með skattaívilnunum og _ hegna
fyrir slæma vinnu með refsiað-
gerðum á borð við sektir fyrir
afgreiðslufresti, serp ekki eru
Framhald á bls. 2
Moskvu 17. ágúst. — AP.
SOVÉZKUR hagfræðingur legg-
ur það til, í grein sem hann ritar
í Pravda í dag, að Sovétríkin láti
efnahagskerfi það, sem þau nú
búa við, lönd og leiö og taki
upp annað kerfi, sem segir nánar
frá í greininni og þykir bera tölu
verðan keim af því sem Rússar
hafa til þessa kallað kapítalisma.
Hagfræðingur þessi, Viktor
Trapeznikon, leggur til að gerð-
ar verði breytingar á efnahags-
kerfi Sovétríkjanna, sem miða að
því að auka einstaklingsfrelsið
og gera efnahagslífið allt háðara
hinu einfalda lögmáli um fram-
boð og eftirspurn. ^ -
Segir Trapeznikon í grein
sinni, að efnahagskerfi Sovétríkj
anna sé úrelt og af sér gengið
og ætti að afskrifast. Það hafi
gert sitt gagn á frumbýlingsár-
Grikkir heimta her-
lið sitt úr NATO
Tyrkir ségja fólk sitt svelta á Kýpur
Aþenu og SÞ, New York,
17. ágúst — (AP) —
GRIKKLAND tilkynnti Atlants-
hafsbandalaginu í kvöld að það
myndi taka þann hluta herliðs
síns, sem með þyrfti úr sameigin-
legum her bandalagsins „til þess
að verja sjálfstæði Kýpur og af-
stýra stöðugum hótunum
Tyrkja."
Gríski utanríkisráðherrann,
Spyros Kyprianou kom aftur til
Nicosíu í dag. Aðspurður hvort
hann hygði á Moskvuferð til þess
að ræða boð Krúsjeffs forsætis-
ráðherra um aðstoð til handa
Kýpur, sagði Kyprianou að það
kynni vel að vera. Kvað hann
málið nú vera til umræðu á
Kýpur.
Talsmaður stjórnarinnar kvað
hernaðarástandið á eynni hafa
verið rætt í ljósi yfirlýsingar
Papandreous, forsætisráðherra,
um að Grikkir myndu koma til
liðs við Kýpur með öllu herliði
eínu, ef Tyrkir gerðu aftur árás
á eyna. Kvað Kyprianou fulla
einingu ríkja með grísku stjórn-
inni og Kýpurstjórn um stefnu
þá, sem taka bæri í málum
þessum.
Ekki er víst, hve mikið herlið
Grikkir hyggjast heimta úr sam-
eiginlegum her Atlantshafsbanda
lagsins, en talsmaður grísku
stjórnarinnar segir það vera í at-
hugun. Átta af tólf herfylkjum
Grikkja eru í her samtakanna,
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiir
ÍGEORGES Grivas, hers.höfð-|
=ingi, fyrrum leiðtogi EOKA-=
=nreyfingarinnar, hefur nú tek^
=ið við yfirstjórn þjóðvarnar-j|
f liðs Kýpur af Karayannis,^
jghershöfðingja. Myndin er tekg
gin í Pakhiammos á Kýpur á=
gjdögunum er Grivas kom þarg
= við á eftirlitsför um eyna.=
gMeð Grivas (sem er til hægris
=á myndinni) eru Polykarpos=
ÉjGeorgjadis, innanrikisráð-=
= herra grísku Kýpurstjórnar- =
jginnar og K.S. Thimayya, yfir=
gmaður herliðs S.Þ. á eynni.g
^(fyrir miðju).
og flugherinn allur þeim til ráð-
stöfunar.
Fulltrúi Tyrklands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Orhan Eralp,
sendiherra, ræddi við U Thaht í
kvöld og mæltist til aðstoðar við
tyrkneskumælandi menn í Kokk-
ina og Mansoura-héruðunum á
Kýpur, sem nú væru aðþrengdir
um vistir, þar sem Kýpur-Grikk-
ir bönnuðu alla birgðaflutninga
til héraða þessara. Sagði tals-
maður tyrknesku stjrónarinnar,
að Kýpur-Grikkir vildu svelta
tyrkneskumælandi menn á eynni
og sagði að SÞ ættu að taka að
sér að sjá um að matvæli og
eldsneyti til heimilisnota fengist
flutt til héraðanna.
yij:i
c*' *■:> wiM •'■■■&
Skæruliðar frá Indónesíu
ganga á land í Malaysíu
Kuala Lumpur, 17. ágúst,
AP — NTB.
MALAYSÍA sakaði í dag Indó-
nesíu um að hafa stofnað til inn-
rásar á meginland ríkisins og
greip til sérstakra öryggisráðstaf
ana í þrem strandfylkjum, Joh-
ore, Malacca og Negri Sembilan.
Varaforsætisráðherra og varn-
armálaráðherra, Tun Abdul
Razak, sagði á blaðamannafundi
í dag, að hópur 30 til 40 Indó-
nesa hefði gengið á land á ýms-
um stöðum á vesturströndinni i
bítið í morgun. Razak sagði að
13 innrásarmanna, sem sumir
væru hermenn úr sjóher Indó-
nesíu, hefðu verið handteknir og
hefði einn hermanna Malaysíu
særzt i viðureigninni. Hinna inn-
rásarmannanna er nú leitað.
Þetta er í fyrsta sinn sem Indó
nesía gerir innrás á meginland
Malaysíu. Razak kvað stjórn sína
myndu tilkynna Öryggisráði S.þ.
atburð þennan en sagði, að ekki
muni leitað eftir aðgerðum af
hálfu S.þ. eins og sakir stæðu.
Razak tilkynnti einnig á fund-
inum, að sérstakar öryggisráðstaf
anir hefðu nú verið settar í
strandríkjunum þrem. Ekki eru
nema 30 mílur milli Indónesíu
og Malaysíu yfir hið þrönga
Malaccasund. Hafa nú yfirvöld
í fylkjum þessum heimild til að
framkvæma handtökur án form-
legrar tilskipunar og til að beita
skotvopnum ef nauðsyn krefur.
Þá iiggur dauðarefsing við því að
hafa undir höndum skotvopn,
nema leyfi hafi verið fengið til
þess áður. Heimavarnarlið Malay
síu hefur einnig verið kallað út
og heilli hersveit stjórnarhersins
í Johore-fylki hefur verið gert að
vera viðbúin hverju sem fyrir
kynni að koma, og öll leyfi henn
ar afturkölluð. Razak neitaði að
segja, hver væri herstyrkur
heimavarnarliðsins, en sagði að
nokkrar deildir þess myndu að-
stoða hermenn stjórnarinnar og
lögreglu ríkisins við eftirlit í hér
uðum þessum.
Skæruliðar Indónesíu eru
sagðir hafa verið settir á land
í fenjahéraðinu Pontian í Johore-
fylki, sem er um 35 mílur norð-
vestan Singapore.
Razak kvað innrásarmennina
hafa komið yfir sundið á litlum
bátum með utanborðsvél og
hefðu tveir slíkir bátar fundizt
á ströndinni í morgun. Innrásar-
mennirnir hefðu verið vei vopn-
um búnir, sagði Razak ennfrem
ur, og hefðu hermenn stjórnar-
LIVERPOOL vann 5—0 og
lék sér að KR eins og köttur
að mús. Hér skorar Wallace
innherji fyrsta markið, eftir
2 mín. leik. Sjá íþróttir bls.
22. (Ljósm.: Sv. Þorm.)
innar náð miklu af þeim.
Aðspurður kvaðst Razak ekk-
ert vilja um það segja, hvort
til innrásarinnar hefði verið
stofnað til þess að leggja meiri
áherzlu á þau orð Sukarnos, for-
seta Indónesiu, er hann viðhafði
í ræðu á þjóðhátíðardegi ríkis-
ins, að hann hefði einsett sér að
brjóta á bak aftur hið unga sairi
bandsríki Malaysíu.
Þá benti Razak á það, að enda
þótt Indónesía hefði ekki viður-
kennt Malaysíu þegar ríkið var
stofnað í september s.l., þá hefði
Indónesia viðurkennt Malaya-
sambandsríkið sem áður hefði
verið. „Indónesía hefur nú tekið
af skarið“, sagði Razak, „þetta
er hrein árás á sjálfstæði okkar
og fuilveldi".
Framhaid á bls. 2
Sovéskur hagfræð-
ingur aðhyllist
kapítalisma