Morgunblaðið - 18.08.1964, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. ágúst 1964
HlllilllllllllllllllinillllllllMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIllllllimilllllllllllMMfllllllllllllllllllllllllifllllllllllllMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIII 111111111111111 Hmillllllllllllllllllimilllll|l|||||||hllll*llllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||l|l||||||,|,,,,|,,m|||f%
Dáltar úr sjóher hennar hátignar fylktu liði á vöilinn — með hrossabresti, þokulúðra og
brezka fánann.
Hrossabrestir og þoku-
lúðrar á Laugardalsvelli
— HVERNIG kom fyrsta
markið, spurði vesalings
maðurinn, sem kom fimm
mínútum of seint á völlinn
í gærkvöldi.
— Alveg í hvelli, maður,
sagði ungur maður með
sólgleraugu.
— Uss, uss, sagði maður-
inn, sem kom of seint. Lít-
ill maður með mikið vit á
knattspyrnu. Hann hafði
enga tönn í efri góm. Það
opinberaðist, þegar hann
hló mikinn og sagði:
— Þetta verður burst. Það
er alveg öruggt. '
Svo hélt hann áfram að
hlæja, þar til hann sagði allt
í einu:
— Sástu þetta, maður? þeir
eru eins og rakettur, Eng-
lendingarnir. Þessi númer 11
er alveg perla — sko — þeir
bara hringsnúast í kringum
— Þú meinar sebrahestar.
Þeir eru röndóttir eins og KR
ingarnir.
— Veiztu það ekki maður,
að sebrahestarnir eru bara
venjulegir hestar, sem hafa
gleymt að fara úr náttfötun-
um.
Feiknalegur hlátur við-
staddra fylgdi þessari síðustu
athugasemd. Samtalið fór
fram milli tveggja smábítla
á leðurjölckum, sem púuðu
vindlinga í gríð og erg. Þetta
voru tveir ungir menn á ferm
ingaraldri.
Sumir reyna að hugsa rök-
rétt:
— Þeir eru svo miiklu fljót-
ari að hlaupa, Englendingarn-
ir.
■ — Já, þeir æfa líka alveg
brjálað.
Rökrétt samhengi í innan-
tómum athugasemdum er þó
altént gáfulegra en tilraunir
til skemmtilegbeita, sem varla
eru 0.05 kr. virði.
Nú var sótt fast að enska
markinu. Kantmaðurinn hljóp
eins og byssubrendur að enda
mörkum og lét boltann rúlla á
undan sér. Svo sparkaði hann
í boltann, fast og örugglega . .
Æ, nei, aumingja maðurinn
datt — og boltinn sat eftir.
— C’est déplorable, sagði
borðalagður fransmaður með
hvítan koll. Hörmulegt! Þeir
Blaðaijósmyndararnir voru alltaf tilbúnir með myndavélarnar. Á þessari mynd eru frá
vinstri: Kristján Magnússon (Heimiiisblaðið Vikan), Ragnar Snæfells (Alþbl.) Bjarnleifur
Bjamleifsson (Þjóðviljinn), John Wilson, stjórnandi kvikmyndatöku fyrir sjónvarpið á
Kefiavíkurflugvelli, Erich Wirth kvikmyndatökumaður, einnig frá sjónvarpinu og Kári Jónas-
son (Tíminn). Sveinn Þormóðsson, ljósm. Mbl. tók þessa mynd af kollegiun sínum.
Einkum er gaman að hlusta á
hinar andríku upphrópanir á-
horfenda og fylgjast með hin-
um fjölbreytilegu svipbrigð-
um þeirra.
Sumir reyna að vera fyndn-
ir:
— KR ingamir fá aldrei 10
mörk, nema þeir gefizt upp í
seinni hálfleik.
— Hvað fá þeir fyrir mark-
ið?
— 2 pund.
— Annars em þetta óttaleg
ir hestar. Þeir eru svo seinir.
fylgdust með leiknum af mikl
um áhuga — líklega yfirmenn
á frönsku herskipi.
Á næsta leiti voru ensku
dátarnir með hrossabrestina,
þokulúðrana og brezka fán-
ann. Það lét hátt í þeim allan
tímann, sem leikurinn stoð
yfir nema í frímínútunum. Þá
þögðu þeir.
í frímínútunum fóru all-
flestir á stjá og keyptu sér
svaladrykk. Það gerðum við
lí'ka. Og það var segin saga:
Allt í einu var ungur á-
hugaljósmyndari kominn í
samkeppni við blaðaljósmynd
á fárra sekúndna fresti birt-
ust litlir kaupsýslumenn við
hlið okkar og sögðu:
— Má ég eiga flöskuna, þeg
ar þú ert búinn, manni?
— Til hvers, lambið mitt?
var hið sígilda svar okkar.
— Til að seljá þana, var,
hið sígilda svar þeirra.
Þegar við fórum að kanna
þetta mál, komust við að
þeirri niðurstöðu, að þetta var
mjög arðvænlegt kaupsýsla.
Fyrir hvert gler fengu þeir
kr. 4:00 og þegar fangið var
orðið fullt, var kominn dá-
laglegur skildingur til þess
að kaupa gott fyrir.
Nú var farið að síga á seinni
hluta leiksins og hrossabresta
glamrið kornið í algleyming.
Aftur rákumst við á vin okk-
ar, sem kom of seint á völlinn.
Hann stóð í hópi nokkurra
valinkunnra vestur-bæinga og
hrópaði:
— Áfram K.R.!
Og enn hrópuðu brezku
diátarnir:
— Come on, Liverpool!
Þeir þurftu e'kki að hvetja
sína menn. Sigur þeirra var
vís. Forsjálustu bíleigendurn-
ir voru nú teknir að laumast
út af vellinum. Þeir ætluðu
að losna við umferðaöngþveit-
ið. Þegar við yfirgáfum völl-
inn að leik loknum sáum við
þá sitja í bílum.sínum. Fyrir
aftan var bíll — og líka fyrir
framan.
a.ind.
"S*"/' /'t", ■'" ' "■■*"""/ '" ' ■ ' ' w'"■" ' " '"//s, % "■".w. v, //ííV'V ' '
Smábítlar á Laugardalsvell inum.
hann: Þetta er aldeilis magnað
— Áfram vesturbær, galaði
einhver.
— Þeir eru alveg ein tauga-
hrúga, hejnrðist í öðrum
Lúðrar skræktu, hrossabrest
ir létu hátt og hvítkollóttur
skari söng enskan baráttu-
söng Það voru dátar í sjóher
hennar hátignar, komnir á
völlinn í Reykjavík tii þess
að horfa á leikinni milli
Liverpool og K.R.
í stúkunni sátu fréttaritarar
blaða með himirabornum há-
loftasvip. Það er sagt, að þeir
hafi mest vit á knattspyrnu.
Þeir gaumgæfðu samvizku-
lega hverja hreyfingu leik-
mannanna og festu hugleiðing
ar sínar á blað. Öðru máli
gegradi um minn mann. Hon-
um fannst miklu skemmti-
legra að fylgjast með fólk-
inu en leiknum. Líklega er
þannig farið um flesta, sem
koma á völlinn í fyrsta sinn.
Eftirvæntingin var mikil — en ekki höfðu allir jafn gott útsýni.
Mll 111111111(1111111111111111 IMIIHIUMIIMIIIIIIMIHIIMIIIMIMMMMIIIMMHMHHMMIIIHIMIMIIIIIMIIIIIMIII
IIIIIIMIIMMIMIIMIIIMMIHIMMIIIMIIIMMIIIIIMMMNmilMMMIIIMMIIIIIIIIIIIIMMIIMIMIIIIIMMIIMIMIMII
mimmmimmmiimiimiiiiimimimmiimiiiihmiiiiiiimmiiiiiuiiiiiiiiiimmiimmiiiiiiiiiiimímiiimiiiimmiM