Morgunblaðið - 18.08.1964, Side 12

Morgunblaðið - 18.08.1964, Side 12
12 MORGU NBLADIÐ Þriðjudagur 18. ágúst 1964 Jttttgttitlrlafrifr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÍSLENZK ÖFUND rftir blaðaskrifum síðustu vikur að dæma er öfund- in ríkari þáttur í íslendings- eðlinu en góðu hófi gegnir, a.m.k. virðast ákveðnir at- vinnustjórnmálamenn álíta að svo sé. Auðvitað er það fyrirbæri, alþekkt, bæði hér og erlendis, að framgjarnir menn, sem mistekst að "sanna fyrir sjálf- um sér og öðrum snilli sína, fyllast öfund og beiskju í garð allra annarra, hafa allt á horn um sér og reyna að ófrægja sem flesta; en hér á landi er engu líkara en næra eigi heila stjórnmálaflokka á slíkri fæðu jafn lystileg og hún er. Mjög er nú haft á orði, að forstjórar og athafnamenn lifi í miklum vellystingum. Um það eru til dæmi, en þau þekkjast raunar líka úr mörg- um stéttum öðrum, enda hvorki unnt né eftirsóknar- vert að tekjujöfnun sé algjör. Það er óhjákvæmilegt í öll- um þjóðfélögum að verðlauna dugnað, sérþekkingu og fram- tak. Sannleikurinn er samt sá, að tekjujöfnun er líklega meiri hér en í nokkru öðru þjóðfélagi, hvort heldur það er vestrænt eða austrænt, og í mörgum tilfellum er meira að segja ástæða til að ætla, að það sé eðlilegri þróun at- vinnulífs fjötur um fót, að stjórnendum fyrirtækja séu borguð of lág laun fremur en of há. Svo mikið hefir verið hamr að á ofsaháum launum for- stjóra og annarra í trúnaðar- stöðum, að menn trúa því ef til vill ekki, þótt það sé stað- reynd, að í fjölda fyrirtækja, m.a.s. stórra fyrirtækja, eru forstjórarnir með lægri laun en t.d. trésmiðir við uppmæl- ingu eða sjómenn á aflaskip- um. Frá þessu eru þó auðvit- að undantekningar. Hitt er ánnað mál, að ýmsir þessara manna eiga skuldlitl- ar íbúðir og aðrar eignir, þannig að tekjur þeirra end- ast betur fyrir þær sakir, og oft er það líka svo, að þeir kunna betur með fé að fara en þeir, sem nýríkir verða. En umboðsmenn öfundar- innar munu sjálfsagt mót- mæla þessu harðlega. í fyrsta lagi munu þeir segja, að for- stjórar almennt og menn, sem í ábyrgðarstöðum eru, hafi gífurlegar tekjur og í öðru lagi, að alls ekki sé réttmætt, að stjórnendur fyrirtækja hafi hærri laun en gengur og gerist. Það virðist sem sagt orðin lenzka- hér að telja slík störf sérlega auðveld og jafn- vel löðurmannleg. Sá áróður hefir verið rekinn áratugum saman, og meira að segja einkaframtaksmenn hafa hop að fyrir honum, þótt í öllum þjóðfélögum öðrum sé það viðurkennt, að slík störf séu meðal hinna erfiðustu, enda mála sannast, að menn, sem þeim gegna af samvizkusemi, endast yfirleitt verr en aðrir. SKATTAR „HÁ- TEKJUMANNA Segni og Togliatti enn þungt haldnir Róm og Moskvu 17. ág. AP. LÆKNAR ítalíuforseta, Antonio Segnis, segja hann enn þungt haldinn, en hann hefur verið meðvitundarlaus í þrjá sólar- hringa. Segni fékk heilablóðfall fyrir 10 dögum svo sem kunnugt er. // ¥jess hefir löngum verið * krafizt af samtökum laun þega, að skattar væru háir á .hátekjumönnum; það væri eðlilegt að þeir greiddu meira til sameiginlegra þarfa borg- aranna en aðrir. Þetta er rétt sjónarmið, enda eru skattar yfirleitt stighækkandi í lýð- ræðisþjóðfélögum og hátekju- menn greiða mikil gjöld. Hér hefir það einnig verið svo, að skattar hafa verið ( stighækkandi, og í skattalög-! unum margumræddu, sem, samþykkt voru á síðasta þingi, var einnig gert ráð fyr- j ir því, að skattar hækkuðu meira á hátekjumönnum en ákveðið var með lögunum frá : 1961, til þess að unnt værij að lækka skatta á lágtekju- fólki. En niðurstaðan varð sú, sem nú er komið á daginn, að tekj- ur þær, sem taldar voru há- tekjur, eru orðnar almennar launatekjur, launajöfnuður er það mikill, að f jöldi manna fór í hina hærri skattstiga, og þess vegna varð óánægja með skattana mikil. Því hefir verið hreyft að finna ætti aðrar leiðir en tekjuskatt til þess að afla tekna til ríkis- og sveitarfé- laga. Bæði hér og annars stað- ar hefir söluskattsleiðin verið farin og víða erlendis eru fast- eignaskattar meiri en hér. Er vissulega ástæða til að at- huga, hvort ekki fengist meira réttlæti með því t.d. að end- urmeta fasteignir. Hér eru fasteignir eins og kunnugt er taldar fram til skatts á fasteignamati, sem er aðeins brot af verðmæti^ eignanna. Þeir, sem fasteignir f eiga, greiða því yfirleitt litla eða enga eignaskatta. Þessu hafa menn raunar ekki treyst sér til að breyta, vegna þess að það snertir allan fjölda manna, en svo langt getur misræmið gengið að óhjá- ^ kvæmilegt sé að breyta til, og a.m.k. ætti að hækka fast- eignamat meira til samræm-j að muni hafa verið Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalskra komm únista. Togliatti, sem fékk heilablóð- fall suður á Krímskaga s. 1. fimmtudag, er nú nokkuð á bata vegi, að sögn rússnesku Tass- fréttastofunnar, enda þótt hann sé enn mjög þungt haldinn. Togliatti liggur nú á sjúkra- húsi í Yalta og annast hann.þar sovézkir læknar og einkalæknir hans, prófessor Mario Spallone, sem kom til Sovétríkjanna flug- leiðis frá ítalíu. Getum er að því leitt hvort Krúsjeff, sem nú er á ferðalagi um Sovétríkin, muni koma og vera við sjúkrabeð Togliattis, sem eins og kunnugt er, ræður yfir stærsta kommúnistaflokki í Vestur-Evrópu, og er mikill á- hrifamaður í þeirri hugsjóna- deilu, sem risið hefur innan al- þjóða komnjúnismans. Togliatti iiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiR * Ottazt um líf Sakari T uomioia Palmiro Togliatti Fjöldi fólks hefur safnazt sam an úti fyrir Quirinal-höllinni, þar sem forsetinn liggur fársjúk- ur. Heimabær forsetans, Sassari á eynni Sardiniu, sendi honum fornan fána, sem þar er jafnan borinn í skrúðgöngum á trúar- legum hátíðisdögum. Eru í hann saumaðar myndir af Maríu mey og píslarvottum ættuðum af Sardiníu og senda heimamenn forsetans honum fánann til marks um áhyggjur eyjarskeggja vegna veikinda hans og óska þeirra um bráðan bata honum til handa. Páll páfi er sagður hafa beðið fyrir bata forsetans og einnig bata annars manns,-sem ekki var á nafn nefndur, en menn telja Antonio Segni fylgir Krúsjeff að málum alla jafna dg styður málstað hans i deilunum við Peking, en hefur átt það til að finna að við Sovét ríkin hvernig þau héldu á mál- Framhald á bls. 15 is við raunverulegt verðmæti en nú er. Vitaskuld er þó engin leið til varðandi skattlagningar, sem óumdeilanlega sé hin eina rétta og sanngjarna. —- Mannanna verk eru yfirleitt ekki fullkomin, og þeir, sem hafa það að aðalstarfi og eina áhugamáli að benda á það, sem miður fer, hljóta alltaf að geta fundið sér umræðu- efni. UPPLÝSINGAR■ UM LAUN í»egar samkomulag náðist * milli launþega og vinnu- veitenda fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar nú í sumar um kjör næsta ár, lágu skatta- og útsvarslög fyrir, og á þeim m.a. var það samkomulag byggt, sem gert var. Formælendur launþega virt ust sætta sig við þau lög og mun ástæðan ekki sízt hafa verið sú, að þar vár gert ráð fyrir að skattar yrðu lækkað- ir á lágtekjum en hækkaðir á hærri tekjum. Nú er komið í ljós eins og margsinnis hefir verið um rætt, að launatekjur voru miklu hærri en menn gerðu ráð fyrir og þar af leið- andi fleiri, sem fóru í hærri skattstigana en ella. Alþýðusamband íslands hefir ritað ríkisstjórninni og óskað eftir viðræðum um skattamálin. Engin rök eru fyrir þeirri ósk önnur en þau, að Alþýðusambandsstjórn hafi ekki gert sér grein fyrir hve há laun manna væru, því að skattalögum hefir ekki verið breytt síðan samkomu- lag var gert. Vel má vera, að það sé rétt, að stjórnendur launþegasam-1 takanna hafi í rauninni ekki vitað, hve háar tekjur manna væri. En úr því að þeir sömdu J um ákveðnar kjarabætur í júní og héldu að launin væru lægri en þau -raunverulega eru ættu þeir þeim mun bet- ur að una þessum samning- um, þegar í ljós er komið, hve há launin eru, ekki sízt þar SgSÞ, New York, 17. ágúst. AP = g SÁTTASEMJARI SÞ í KýpurÍ = deilunni; Finninn Sakari Tuo-3 = mioja, sem fékk heilablóðfallj| Há sunnudag, er hann var ísj M þann veginn að leggja upp frás sGenf, var í morgun skorinng Bupp og vilja læknar ekkertg |um líðan hans segja, annað en§i íÉið hann sé þungt haldinn. = = S ɧ Tuomioja var á leið til = SAnkara, Aþenu og Nicosíu tilg Hviðræðna við stjórnir Tyrk-§É llands, Grikklands og Kýpur,= |um lausn deilumála á eynni.EE sGerast menn nú áhyggjufullirs |um framvindu sáttaumleitana || ^ef Tuomioja njóti ekki við ái =næstunni og eru talsmenn SÞh gsagðir hræddir um að ástand-|§ Hið á Kýpur versni að mun fyr-§§ =ir bragðið. Grikkir og Tyrkirs geru einnig sagðir kvíðnir ogE = Tyrkir þó meira, því þeir sjáis Mnú fram á að ekki verði leng-§§ =ur gengið fram hjá Makariosi§§ = erkibiskupi, forseta Kýpur og§§ Emálin rædd við grísku stjórn- = =ina eingöngu. Tyrkir eru sagð-H §§ir hafa falazt eftir fundi Öryggs =isráðsins til þess að ræða við- §§ ^skiptabann Kýpur-Grikkja á§ Hþorp tyrkneskumælandig Imanna á eynni, en þar eru§ §sums staðar ekki vistir nema§ |til tveggja daga, að sögn Kýp- §É = ur-Tyrkja. _ §§ U Thant, aðalritari SaTnein-s suðu þjóðanna, hefur ekk'i skipS §að annan sáttasemjara í staðg sSakari Tumioja í Kýpurdeil-§§ ^unni, en mun ætla að ræða§ Emálið við samstarfsmenn sínas 1' dag. |j imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiuiÍu sem ríkisstjórnin hefir gefið fyrirheit um að lagfæra skatta lög til samræmis við hækkað kaupgjald. Þess er einnig að gæta, að stjórnendur launþegasamtak- anna ættu ekki síður en rík- isstjórnin að geta aflað sér upplýsinga um raunverulegar launatekjur. Það er þesa vegna út í bláinn að ásaka stjórnina fyrir það, að hún hafi ekki kynnt sér nægilega, hve há laun manna væru. Það var ekki síður í verkahring Alþýðusambandsins, sem átti að gæta hagsmuna launþeg- anna í samningum þeim, sem gerðir voru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.