Morgunblaðið - 18.08.1964, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.08.1964, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. ágúst 1964 Liverpool-liðið lék eins og köttur nð mú Vann nteð 5-0 — KR átti ekkert skot á mark allan fyrri hálfleik en 3 í þeim síðari TÍU þúsund raanns sáu Liverpool-liðið sigra KR í gærkvöldi með 5—0 og hafi ekki allir sannfærzt um að það þarf tvö lið til þess að leika góðan knattspyrnuleik, þá er ekki hægt að sannfæra fólk. Liverpool-liðið hafði svo mikla yfirhurði, að það var aldrei um kapp- leik að ræða í þeim skilningi, sem venjulega er lagður í það orð — keppnin stóð fyrst og fremst um það hvenær og hvort Liverpoolmönnum tækist að komast framhjá þeim 10 KR-ingum, sem fylktu sér innan vítateigs KR. Og þetta tókst Liverpool-liðinu ekki nema einu sinni í fyrri hálfleik. Varnartaktikinni héldu KR-ingar' ekki eins vel í. síðari hálfleik. I»á sleppti Liverpool „göngu-hraðanunri' sem verið hafði á leiknum, dreifðu spilinu meir og KR-ingar megnuðu ekki að standa á móti sem fyrr. Yfirburðir Liverpool voru slíkir að hefði KR ekki leikið með 3 miðverði, dregið inn- herjana aftur í framvarðastöður og útherjana til aðstoðar við bakverðina til að hafa trufl- andi áhrif á tilraunir Liverpool til að skora, hefði Liverpool vel getað unnið með 15—0. KR gat enga mótspyrnu veitt — nema að trufla inni í sínurn færi, skaut en hitti varnarmann vítateig. Liverpool réð öllum gangi leiksins — vann hvert einasta návígi — farið var kringum KR-inga fram og aftur, leikið sér að vild. Allt tókst nema ekki að skora — og það var alls ekki að sjá að þetta atvinnulið legði sig fram um það. Leikurinn var leiðinlegur á köflum í fyrri hálfleik vegna leik- aðferðar KR. Það má telja varnaraðferð þeirra rétta til að verjast markasúpu, en með varnartaktíkinni spilltu þeir skemmtuninni fyrir 10 þúsund áhorfendum. og af honum hrökk knötturinn til Hunt — og þarna sást bregða fyrir þeim góðu tilburðum sem gert hafa hann að markhæsta manni í ensku deildarkeppninni. Hann var ekki seinn að átta sig og áður en KR-ingar fengu eygt knöttinn lá hann í netinu. Það vakti athygli að í leik- hléi hafði andvarinn sem KR lék undan í fyrri hálfleik snúið sér og enn lék KH undan golunni — en lítt hjálpaði það. • TÆKIFÆRI KR Á 7. mín fékk KR bezta mark tækifæri - sitt í leiknum. Gunnar Guðmannsson gaf vel fyrir frá hægra horni og Ellert hafði bet- ur í skallaeinvígi við hinn sterk vaxna Yeats fyrirliða. Knöttur- inn stefndi af höfði Ellerts í markhornið upp. Lawrence mark vörður hafði ekki möguleika til varnar, en Moran bakvörðut var á réttum stað og fékk bjargað á marklínunni. '■v'T’.y-fss"- ‘ ■•■/y.-'.-y ■ ■ • • BREYTT AÐFERB En nú höfðu Liverpool-menn sýnilega fengið skipanir um að ganga betur til verks og þeir tóku iað glreiða úir flækjunni. Þeir pressuðu ekki eins mikið að marki KR og áður — en drógu KR-ingana fram og leit- uðu siðan upp kantana og það var ekki lengi að gefa ávöxt. Á 12. mín sækja þeir upp hægri kant. Callaghan útherji lék á Bjarna út við hornveifu og miðjaði vel. Knötturinn fór fram hjá marki og út. Þar hljóp að Chisnall miðherji og sendi knöttinn með þrumuskoti í markið. Sex mín síðar (18. mín) endur tekur Callaghan bragðið á hægra kanti og miðjar veí. Hörð ur reyndi að verjast með því að skalla frá, en knötturinn sveif yfir höfuð hans og lenti á næsta höfði þar sem honum var ætlað að lenda. Þar var fyrir Wallace innherji og skallaði óverjandi í mark af 6-8 m færi. Tveir Ijósir punktar komu síðan fyrir hjá KR. Gísli mark vörður varði mjög vel skot frá Stevenson framverði og litlu síð ar kom annað tveggja marktæki færa KR-inga. Gunnar Felixsson Framhald á bls. 23. • 1-0 f HALFLEIK Það voru ekki liðnar nema 2 mín er KR sótti knöttinn í netið. Hunt innherji undirbjó vel, lék á tvo varnarmenn og gaf þvert fyrir markið yfir til vinstri. Chisnall miðherji lék þar að endamörkum vippaði fyrir mark ið og Wallace innherji (vinstri) afgreiddi auðveldlega. Þetta var eina mark hálfleiks ins. En siðan sóttu Liverpool- menn allan tímann, höfðu leik- inn í hendi sér, snargöbbuðu bak verði og framverði, en fyrir marki KR var eins og skógur af fótleggjum og erfitt að finna JjBBBpi'MJi.'tQijlIL' i' iMui _ imiriu i 111"i i'jijf' :'"iniiirioi][iri leiðina í mark — og Liverpool l'ðið beitti sér aldrei af hörku í þeim tilgangi, heldur þvert á n.ióti, og má segja að sjaldgæft sé að enskt atvinnulið taki svo iétt á hlutunum. í fyrri hálfleik kom Lawrence markvörður aðeins 3 eða 4 sinn um við knöttinn og í öll skiptin var það er félagar hans sendu knöttinn til baka til að hann hæfi nýja sókn. KR átti ekkert skot á mark í fyrri hálfleik. O HRAÐINN EYKST Á 1. mín í síðari hálfleik kom næsta mark. Wallace var I skot- Gisli ver og Iireiðar er til tak s. Wallace sér tækifærið ganga úr gre ipum. Annað markið. Hunt (ber utan við stöng) hefur skorað þó margir séu til varnar. Gísli mark- vörður fær lítið að gert. — Myndir Sveinn Þorm. "Það er KR að kenna, ef ég fæ kvef" sagði Lawrence ÞAÐ ríkti svona svipað and- rúmsloft eins og eftir létta æfingu í búningsherbergi Liverpool að leik loknum. Við náðum tali af nokkrum leik- manna, áður en þeir fóru í baðið. Markvörðurinn, Lawrence, hár og myndarlegur maður, brosfi glaðlega og kvað langt síðan hann hefði haft svona lítið að gera, en bætti við, að það kæmi þó stundum fyrir á móti sterkari liðum, að félag- ar sínir í framlínunni yljuðu hinum markverðinum. „En jafn áreynslulítið og við lékum í kvöld, verð ég að segja, að það er framherjum K.R. að kenna, ef ég kvefast. Mér fannst veðrið alveg dá- samlegt, en hrollkalt, þegar sólaririnar naut ekki lengur.“ Bakvörðurinn Moran stóð hjá okkur og tók undir það, að kalt hafi verið undir lok- in, en sagðist þó sízt hafa ástæðu til að kvarta, þar sem hann hafi haft bezta mann K.R. á móti sér (Gunnar Guð- mannsson). — Það kemur ekki oft fyrir að bakverðir skori mörk, en mér sýndist þér hafa fullan hug á því í eitt skipti. Já, vissulega langar okkur líka til að skora, og í kvöld gafst mér klassiskt tækifæri upp úr aukaspyrnu fyrir framan vítateig K.R., en skot mi'tt komst aldrei alla leið, heldur lenti í einum hinna mörgu varnarmanna, sem fyr ir voru. Aðalforstjóri og fram- kvæmdastjóri Liverpool B. Shankley vildi sem minnst um leikinn tala, éngan dóm leggja á leikmenn K.R. og kvaðst eftir atvikum ánægð- ur með úrslitin. Vissulega hefur þetta neikvæð áhrif á aðsóknina í Liverpool, og strax verið betra, ef K.R. hefði tekizt að skora eitt mark. — Ég vil ekki láta hjá llða að hrósa vellinum ykkar og öllum aðbúnaði. -Það þarf sannarlega 'ekki að vorkenna knattspyrnumönnunum ykkar við slíkar aðstæður. Það var heldur dauft yfir KR-ingum en sýnilegt að þeir voru fegnir að eldraun- inni var lokið — í bili. Gísli Þorkelsson markvörð- ur taldi KR-liðið óheppið með tvö fyrstu mörkin. — Ég hélt þeir mundu skjóta meira í stað þess að reyna svona stanzlaust að spila inn í mark. Taugarnar voru ekkert slapp- ar í leiknum — en dálítið óstyrkar áður en hann hófst enda fékk ég ekki að vita fyrr en kl. 7 að ég ætti að leika og var þá nýkominn úr sumar fríi. Ellert Schram sagði. — Þetta var eins og ég bjóst við. Þeir spiluðu án efa af fullum krafti. Ég sagði fyrirfram að allt undir 6 mörkum væri hálf gerður sigur fyrir okkur. Sig- ur þeirra var ekki of stór en sum mörkin fengu þeir ódýrt. — Þú varst nálægt því að skora. — Já það var spennandi augnablik að bíða og sjá hvort knötturinn færi í mark- ið, en þá bjargaði bakvörður- inn á síðustu mínútu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.