Morgunblaðið - 18.08.1964, Page 24

Morgunblaðið - 18.08.1964, Page 24
 0 0 0 I bilaleiga / jjglj magnúsar SsS| \ÆÍL/ sfeépholt 21 SSS* \| / Blmar: 21190-21185 izil *» *> »-■ Forsetar Norðurlandaráðs hittust hinn 12. þ.m. í Rajamaki í nágrenni Helsingfors. Ræddu þeir m.a. undirbúning að næsta fundi Norðurlandaráðs, sem hefst í Reykjavik 13. febrúar í vetur. Á myndinni hér að ofn sjást talið frá vinstri: Karl Ágúst Fagerholm, Finnlandi, John Lyng Noregi, Bertil Ohlin Svíþjóð, Sigurður Bjarnason og Harald Nielsen Danmörku. Veðurfræðileg rannsóknarstöð sett upp á Hveravöllum Ráðizt á tvo menn aðfaranótt sunnudags AÐFARANÓTT sunnudags var ráðizt á tvo menn hér í bæ. Var annar sleginn niður 1 Austur- stræti, og hlaut hann njeiðsli á vinstra eyra, ert hinn í Kirkju- stræti og slapp hann ómeiddur. Strákahópur hafði safnazt sam- an fyrir utan verzlunina Teppi í Austurstræti og lét illa. Bar þar að mann, sem staldraði við til að fylgjast með framvindu mála, en þá var ráðizt að honum og hann sleginn, svo að hann féll á rúðu í sýningarkassa og skarst á vinstra eyra. Ekki hefur enn tek- izt að hafa upp á árásarmannin- um, en rannsóknarlögreglan bið- ur þá, sem einhverjar uppiýsing- ar kunna að gefa, að hafa sam- band við sig. Maður nokkur hafði verið að skemmta sér á Hótel Borg sama kvöld og ætlaði að taka strætis- vagn heim til sín um eittleytið en missti af honum. Gekk hann þá vestur Kirkjustræti, og þegar hann var kominn rétt vestur fyr- ir Alþingishúsið réðust þrír ung- ir menn að honum og slógu hann niður. Rankaði maðurinn ekki við sér fyrr en lögreglan kom á j á vettvang og veitti honum að- stoð. Ekki var maðurinn rændur og hlaut hann engin meiðsli. Skotárás á biðskýii Á LAUGARDAGSKVÖLD var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um ferðir bifreiðar, sem ók Reykjanesbraut suður úr Hafn- arfirði. Hafði ökumaður hennar skotið úr kraftmiklum loftriffli í rúður í' biðskýlinu við Ásgarð í Garðahreppi. Keflavíkurlög- reglan hélt í veg fyrir bifreiðina og handtók ökumanninn. Var hann ásamt tveimur farþegum í Dodge Weapon-bifreið og hafðl skotið úr loftrifflinum á vega- skilti meðfram allri leiðinni til Keflavíkur. Hann er um tvítugt og var ódrukkinn. Var ökuskír- teinið tekið af piltinum. Er þetta stórvítavert athæfi og má teljast mildi, að ekki hlutust slys af, því að tveir menn munu hafa verið í skýlinu við Ásgarð, þeg- ar skotárásin var gerð. Veðurstofan hefur fengið styrk frd Nato ÁKVEÐI® hefur verið að koma upp veðurfræðilegri rannsóknar- stöð á Hveravöllum, og hefur vís indadeild Nato veitt Veðurstofu íslands styrk til að koma benni af stað. Er hafinn undirbúningur og verður væntanlega hafizt handa næsta sumar. Mbl. spurðist fyrir um þetta hjá Hlyni Sigtryggssyni, veður- stofustjóra. Hann sagði að Veður stofan hefði lengi haft hug á að koma upp veðurfræðilegum rann sóknum á háiendi fslands. Og með þessum styrk frá Nato væri Vísitala fram- færslukostnaðar KAUPLAGSNEFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun ágúst 1964 og reyndist hún vera 163 stig eða hin sama og í júlíbyrjun. fenginn fjárhagslegur grundvöll- ur til þess. Sé málið því í undir- búningi og væri helzt hugsað til að koma rannsóknunum á fót á Hveravöllum, sem væru í um 600 m. hæð yfir sjávarmál. Væri ætl unin með þessu að halda uppi veðurfræðilegum athugunum allt árið, en það hefur aldrei fyrr verið gert á hálendinu. Til slíkra athugana þarf að hafa 1—2 menn á staðnum og er því fyrst og fremst nauðsynlegt að reisa hús handa þeim til vet- ursetu og koma upp veðurathug- unaráhöldum. Er þetta í undir- búningi og hafa verið gerðir til- löguuppdrættir að húsinu, en ekki búið að gera endanlega teikningu. Verður húsið væntan- lega byggt næsta sumar. Hlynur sagði, að slíkar veður- fræðilegar athuganir allt árið á hálendinu hefðu að nokkru leyti almennt gildi, en þó fyrst og fremst vísindalegt og hagnýtt gildi fyrir okkur íslendinga. Þær mundu m.a. hafa mikið gildi fyr- HÉRAÐSMÓT SJALrSTÆÐISMANIMA i V-Barðastrandarsýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-Barðastrandar- sýslu verður haldið á Patreksfirði, laugardaginn 22. ágúst kl. 8,30 síðdegis. §^0] Gunnar Dansleikur Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra og Matthías Bjarnason, alþingismaður, flytja ræður. Leikararnir Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson skemmta. Ennfremur syngur Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, með undirleik Carls Billich, píanóleikara. verður um kvöldið. Matthías ir gróðurrannsóknir á hálendinu. Dr. Sturla Friðriksson hefur þegar gróðurreiti á Hveravöllum, en ekki hefur verið upp gert í hvaða sámbandi þeir mundu verða við veðurfræðilegu rann- sóknarstöðina. Veðurstofan heldur f sumar uppi veðurathugunum á tveimur stöðum á hálendinu, á Hvera- völlum og í Jökulheimum, sem kunnugt er. Sagði Hlynur að þær athuganir stæðu 2—3 mán- uði yfir sumarið og gengju ágæt- lega. Væri góður hagur af að hafa fengið þær. Slökkvistarfið tók sólarhring AKRANESI, 17. ágúst. — Mílli klukkan 5 og 6 síðdegis á laugar- dag var loks talið óhætt að láta brunabílinn yfirgefa fjóshlöðuna á Kirkjubóli í Innri-Akranes- hreppi. Var liðinn heill sólar- hringur og tvær klukkustundir betur siðan slökkvistarfið hófst, en það var kl. 3,30 e.h. á föstu- dag. — Oddur. Frakkar skila Bandaríkja- mönnum flugbátum iHafa viðkomu í Skerjafirði á leið vestur UM MIÐJAN dag í gær lentu hér í sjóflughöfninni í Skerja- firði tveir tveggja hreyfla flug bátar af Martin Mariner-gerð frá franska flughernum. — Komu þeir frá Frakklandi með viðkomu í Shannon á ír- landi og halda héðan á mið- vikudag til Goose Bay og Nor folk í Bandaríkjunum. Flugbátarnir sem komu hing að í gær eru tveir af niu bát um, sem franski sjóherinn flytur til Bandaríkjanna. Koma þrír til viðbótar á föstu dag og fjórir í næsta mánuði. Alain Geundrot, flugmaður, sagði Mbl. frá því í gær, að þessir flugbátar hefðu verið staðsettir í írönsku flotastöð inni í Dakar, en hún var lögð niöur, er Senegal hlaut sjálf- stæði. Voru þeir notaðir til eftirlits með ferðum kafbáta, flutninga og æfingaflugs. — Bandar.mcnn lánuðu franska flotanum þessar flugvélar, sem eru 15—20 ára gamlar, fyrir nokkrum árum, og eru Frakk ar nú að skila þeim. Flugvélar þessar hafa hér viðdvöl þar til á miðvikudag, eins og áður segir, og í gær var sett á þær eldsneyti. Var því ekið í tank bíl fram á bryggjuna í Naut- hólsvík og dælt þaðan í slöngu út í vélarnar. Það er nú orðið sjaldgæft, að flugvélar lendi í Skerja- firðinum. Var flughöfnin þar lö{gð niður árið 1955, en enn eru þar legufæri fyrir tvær flugvélar. uiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiumíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiid

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.