Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 11
lÆugardagur 22. ágfist 1'
MORCU N BLAÐIÐ
11
Sigurður L. Pálsson yfirkennari
ln
memorian
HINN 13. þessa mánaðar andaðist
á Akureyri Sigurður Líndal Páls-
eon, yfirkennari. Hann hafði ver-
ið aðal-enskukennari Mennta-
ekóians á Akureyri lengst af frá
etofnun hans og landskunnur
maður af starfi sínu, -enda sér-
stæður um margt og mikilhæfur
kennari. Þó að hann væri tæpt
Bextugur, hafði hann lengi verið
heiisuveill, einkum hin síðari ár,
bvo að stundum gat hann ekki
gegnt kennslu, og var honum þó
áreiðanlega óljúft að hopa af
hólmi skyldunnar. En hann hafði
kennt hjartabilunar, og síðastlið-
inn vetur hafði Sann leyfi frá
kennslu vegna veikinda.* Dauði
hans kom því ekki alls kostar á
óvart þeim, er til þekktu.
Sigurður var fæddur á ísafirði
12. nóv. 1904, sonur Jakobínu
Líndal Jakobsdóttur og Páls Jóns
eonar, er lengi var innheimtu-
maður hjá tollstjóra í Reykjavík.
Sigurður ólst upp við kröpp kjör,
en snemma mun þess hafa orðið
vart, að hann bjó yfir óvenjuleg-
um námshæfileikum, svo að hjálp
Bamir menn og skilningsríkir
Btuðluðu að því, að hann gengi
Bkólaveginn. Haustið 1923 kom
hann i Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri, sem þá var enn ekki orð-
inn menntaskóli. Varð Sigurður
fijótt hálfgerð þjóðsagnapersóna
í skóla fyrir frábæra málagáfu.
Var haft fyrir satt, að stila í er-
lendum málum, hvort heldur
voru danskir eða enskir, þýddi
hann jafnótt og kennari las þá
fyrir nemendum, þannig að Sig-
urður hafði lokið stílnum, um
leið og lauk upplestri kennarans
eða samtímis því sem aðrir voru
eð byrja á verkefninu. Hins veg-
er var honum öllu ósýnna um
Btærðfræðilegar greinar, en þó
hafði hann slikt yndi af skólavist
og öllu námi, að jafnvel stærð-
fræðin varð honum að gamanmál
um. Ég gat aldrei fundið, að hjá
honum kenndi neinnar beiskju í
hennar garð.
Stúdent varð Sigurður 1928 frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
Haustið eftir hóf hann nám í
ensku við Hafnarháskóla, en sneri
þó fljótlega til Englands og stund
aði enskunám í Leeds undir hand
leiðslu Gordons háskólakennara,
Bem reyndist honum hinn bezti
drengur og hafði á honum mikl-
ar mætur. Jafnframt námi
kenndi Sigurður íslenzku í há-
Bkólanum. Prófi i ensku lauk
hann 1931 í Leeds, en stundaði
nám áfram næsta ár í Manchest-
er. Seinna, cr hann var orðinn
kennari, dváldist hann enn einn
vetur í Englandi, mest í Oxford,
og lauk meistarastigi. Var Sigurð
ur áreiðanlega frábærlega vel að
eér í enskri tungu, enda hafði
hann ungur fellt hug til hennar
og unni henni mjög og virti hana,
!án þess þó að nokkur rýrð félli
á aðrar tungur. Hann hafði t.d.
mikið yndi af latínu og var ágæt-
lega að sér í henni.
Að námi loknu gerðist Sigurð
lir kennari við Menntaskólann á
Akureyri haustið 1932. Þegar árið
éður hafði hann verið settur
kennari við skólann, þó að hann
væri enn við nám, því að Sigurð-
ur skólameistari vildi tryggja
Bkólanum starfskrafta hans.
Hafði skólameistari samið um
það við nafna sinn, að hann byggi
eig undir að verða enskukennari
við menntaskólann nýja. Sýnir
það bezt, hvert álit Sigurður
Bkólameistari hafði á Sigurði
Pálssyni og hæfileikum hans.
Vita það allir, sem þekktu Sigurð
Bkóiameistara, að hann hefði
oldrei ráðið slíkum ráðum, nema
hann teldi það ávinning þeirri
Btofnun, sem hann hafði helgað
krafta sina af þeirri föðurlegu
umönnun, sem þjóðkunn er.
Sigurður Pálsson átti heldur
ekki eftir að bregðast vonum Sig-
urðar skólameistara. Hann reýnd-
ist einn hinn tryggasti og áhuga-
mesti kennari, sem Menntaskól-
inn á Akureyri hefur eignazt. Ég
ætla, að í umróti síðustu áratuga,
þegar straumurinn hefur legið
suður á bóginn, hafi það aldrei
hvarflað að Sigurði Pálssyni að
láta berast með straumnum. I
Menntaskólanum á Akureyri
hafði hann haslað sér völl og þar
vildi hann standa og falla. Og
þökk sé honum fyrir tryggð hans
og starfsdygð. Kunnáttu hans og
enskufærni efaði enginn, svo að
nemendur hlutu að bera virðingu
fyrir þekkingu hans. En áhugi
hans var ekki síðri en þekkingin.
Ensku áttu nemendur að læra, og
þeir lærðu ensku. Undan því varð
ekki komizt. Ólgandi geðsmunir
ollu þvi, að engum hélzt uppi að
sofa í tímum hjá Sigurði. Ætla ég
raunar, að heitt geðslag („temp-
erament") sé einn þátturinn í fari
hvers átakakennara. Þaðan kem-
ur lífsglóðin, sem yljar orð og
efni. Og Sigurður átti þessa glóð.
Sú glóð brennir að sjálfsögðu lífs
orku kennarans, og er ekki ólík-
legt, að kraftar Sigurðar hafi
meðal annars eyðzt svo skjótt af
hennar völdum. En svo örlátur
sem Sigurður var á orku sína í
kennslustofunni, sparaði hann
hana heldur ekki, þegar heim
kom. Þar var hann óþreytandi að
búa sig undir næsta dag og leið-
rétta enska stíla, svo að slíks
munu ekki mörg dæmi. Hygg ég,
að það muni vart eða ekki hafa
komið fyrir, að Sigurður skilaði
ekki enskum stílum leiðréttum
á tilsettum tíma, og mun hann
þó að jafnaði hafa þurft að leið-
rétta heilan bunka (20—30 stíla)
á hverjum degi, dag eftir dag og
viku eftir viku liðlangan vetur-
inn, vetur eftir vetur. Hér var
hann algerlega griðalaus við sjálf
an sig, og vita þeir einir, er reynt
hafa, hvert átak slíkt er. En vinnu
dugur hans sjálfs og vinnuhugur
hafði áhrif á nemendur. Þó að
kennsluaðferð Sigurðar kunni nú
að vera talin af gamla skólanum,
náði hann því, sem er markmið
allrar kennslu, að fá nemendur
til að vinna og læra. Allar að-
ferðir eru aukaatriði hjá því
einu, að nemendur vinni og
nemi. Og hér gat Sigurður Páls-
son hrósað sigri. Fyrir það er
ekki aðeins Menntaskólinn á Ak-
ureyri honum þakklátur, heldur
og fjöldi nemenda, sem kunnu að
meta ósérplægni hans og árang-
ursríkt starf, jafnvel þótt þeim
gæti fundizt á stundum, að hann
væri helzti harðskeyttur. Því mið
ur var heilsu Sigurðar svo farið
hin síðustu ár, að hann naut sin
ekki, svo að nemendur kynntust
ekki þeim eldlega áhuga, sem
auðkenndi starf hans, á meðan
hann var enn heill. — Auk
kennslunnar skrifaði Sigurður
ýmsar kennslubækur, Enska mál-
fræði, Erisk orð og orðtök, og
Enska lestrarbók. Allt var þetta
unnið í þágu ævistarfsins.
Annars munaði um Sigurð, að
hverju sem hann gekk. Mér ligg-
ur við að segja, að hann væri
ástríðumaður í starfi. Um skeið
p
stundaði hann kartöflurækt að
sumrinu, og var áhuginn þá hinn
sami sem við kennsluna á vetr-
um, enda uxu kartöflur hans bet-
ur en flestra annarra. Um tíma
var hann framarlega k Fegrunar-
félagi Akureyrar, m.a. formaður
þess, og mun ekki hafa legið á
liði sínu. Að minnsta kosti finnst
mér hafa orðið hljóðara um fé-
lagið, síðan hans hætti að njóta
við. En einkum unni hann bók-
um og safnaði þeim og átti gott
safn bóka. Var ekki ónýtt að leita
til hans, ef einhvern vanhagaði
um hefti í tímarit eða annað slíkt.
Ef hann gat ekki útvegað það,
var það áreiðanlega ekki auð-
fengið. Ef áhugi hans var vakinn
á einhverju, lögðust hæfileikar
hans og ástríðuhugur á eitt um
árangur.
En um fram allt var það
Menntoskólinn á Akureyri, sem
átti hug Sigurðar Pálssonar. Ung-
ur hafði hann svarið honum ævi-
tryggð, og þar var aldrei hvikað.
Hann var einn þeirra, sem um
aldarfjórðung settu svip á skól-
ann og átti þátt í að auka veg
hans og skapa traust á fræðslu
hans. Hann hafði ekki aðeins til
að bera þá kunnáttu og færni,
sem til þurfti, heldur og það
ástríðugeð, sem gaf starfi hans
lit og lífsyl. Fyrir það mun minn-
ingin um hann lengi vaka í hug-
um nemenda hans. Og Mennta-
skólinn á Akureyri færir honum
hugheila þökk fyrir frábæran
ötulleik og trúnað í starfi. Per-
sónulega er mér ljúft að þakka
Sigurði langa vinsemd, bæði sem
skólabróður og síðan sem sam-
verkamanni í ævistarfi. Þó að
báðir ættu öra og viðkvæma
lund, minnist ég þess vart, að
okkur yrði sundurorða.
Sigurður. Pálsson var kvæntur
Maju (Mariönnu) Baldvinsdótt-
ur, vel gefinni og listhneigðri
konu, sem reyndist honum traust
ur förunautur. Þau áttu eina dótt-
ur, Maju, mikla námskonu. Fyrir
hönd Menntaskólans á Akureyri
votta ég þeim mæðgum og öðrum
vandamönnum Sigurðar, aldur-
hniginni móður og systkinum, ein
læga samúð.
Þórarinn Björnsson.
ATHUGIB
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Þóishöfn og nágrenni
Vegna hreinsunar á frystihólfum og geymslum
verða allir þeir sem eiga matvæli geymd í frysti-
húsinu að vera búnir að fjarlægja þau fyrir 1. sept.
n.k. Tekið verður á móti matvælum til geymslu
á ný þann 21. sept.
Hraðfrystifiús Kaupfélags Langnesinga
Þórshöfn.
tilky nnir
Nú á næstunni verða laus til blaðadreifingar fyrir Morgun-
blaðið allmörg hverfi víðsvegar um borgina og í úthverfum
hennar.
I’eim er hug hafa á starfin u verða, gefnar nánari upplýs-
ingar í afgreiðslu Morgunbl aðsins. — Símið eða komið.
itorgmiríM
m
sími 22480.
„CONFEXIM
Aðalútflytjandi pólskrar vefn-
aðarvöru til fatnaðar
Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland
Sínrri: 285—33 —
Símnefni CONFEXIM, Lódz.
hefir á boðstólum:
— Léttan sem þykkan fatnað
fyrir konur, karla og börn
— Prjónavörur úr ull, bómull,
silki og gerfiþráðum
— Sokka allar gerðir
— Bómuliar- og ullarábreiðúr
— Handklæði „frotte“
.— Rúmfatnað
— Hatta fyrir konur og karla
— Fiskinet af öllum gerðum
— Gólfteppi
■— Gluggatjöld.
Gæði þessara vara. byggist á
löngu starfi þúsunda þjálfaðra
sérfræðinga og að sjálfsögðu
fullkomnum nýtízku vélakosti.
Vér bjóðum viðskiptavinwm vor-
um hina hagkvæmustu sölu- eg
afgreiðsluskilmála.
Sundurliðaðar, greinilegar upp-
lýsingar geta menn fengið hjá
umboðsmönnum vorum: Islenak
Erlenda Verzlunarfélaginu h.f.
Tjarnargötu 18, Reykjavík eða í
skrifstofu verzlunarfulltrúa Pól-
lands, Gremmei 7, Reykjavík.