Morgunblaðið - 22.08.1964, Qupperneq 14
14
MQRGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. águst 196-1
Fimmtugur í dag:
Kristián Jónsson
borgardómari
A NORANVERÐU Reykjanesi í
Breiðafirði undir fagurri hlíð
stendur höfuðbólið forna, Staður
á Reykjanesi. Staðaráin fellur
fram af hlíðinni í fögrum fossi
rétt ofan við bæinn, franiundan
eru slægjulönd staðarins og varp-
eyjar. Staður á Reykjanesi var
öldum saman prestssetur, þótti
eitt af vildarbrauðum iandsins,
enda sátu þar löngum umsvifa-
mikhr höfðingjar. Sveitin er
sagnauðug og minningarík að
fornu og nýju. Þarna um nesið
og grenndina liggja æskuslóðir
þriggja höfuðskálda nýbókmennt
anna: Jóns Thoroddsens, Gests
Pálssonar og Matthíasar Jochums
sonar. Hinum megin á nesinu
stendur höfuðbólið Reykhólar um
vafið sagnafrægð síðan á söguöld
og Sturlungaöld. Inni i Þorska-
fjarðarbotni geyma Kollabúðir
minningarnar um sína frægu
þjóðmáiafundi frá árdegi íslenzkr
ar viðreisnarbaráttu. Þetta er
æskubyggð Kristjáns Jónssonar,
borgardómara.
Framan af þessari öld sat á
Stað á Reykjanesi séra Jón Þor-
valdsson. Hann kom ungur vest-
ur og kvæntist Ólínu, dóttur hins
þjóðkunna sægarps og höfðingja,
Snæbjarnar Kristjánssonar í Her-
gilsey. Þeim fæddist sonur 22.
ágúst 1914 og var skírður Kristján
í höfuð langafa sínum, er verið
hafði mikill giftumaður, sem þeir
frændur fieiri. Kristján ólst upp
með foreidrum sinum á Stað, en
var löngum með Snæbimi, afa
sinum í Hergilsey, nam af hon-
um sjómennsku og þjóðleg fræði,
því að Snæbjörn var ekki aðeins
harðger og garpur mikill í lund-
Þakka öilúm er sendu mér vinarkveðjur á áttræðis-
afmæli minu þann 15. ágúst s.L
Ásgeir Guðnason,
Njálsgötu 79, Reykjavík.
Eiginmaður minn
FINNBOGI JÓNSSON
póstfuiitrúi, Hafnarfirði,
lézt að heimili sínu að kvöldi 20. ágúst.
Fyrir hönd barna, barnabarna bg annarra aðstandenda
Fanney Jónsdóttir.
JÓHANNA Þ. SIGURÐARDÓTTIR
frá Ósi í Breiðdal,
andaðist í Landakotsspítala að kvöldi 20. þessa mánaðar.
Börn og tengdaböm.
Faðir okkar
VALDIMAR LONG
kaupmaður, Hafnarfirði,
andaðist 21. ágm..
Ásgeir Long,
Einar Long.
Móðir min
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
frá Hjarðarholti í Kjós,
andaðist í Landsspítaianum 21. þessa mánaðar.
Fyrir mína hönd og annára vandamanna.
Gísli Gestsson.
Séra JÓSER HACKING
sóknarprestur,
verður jarðsunginn frá Kristskirkju í Landakoti mánu-
daginn 24. ágúst kl. 10 árdegis.
í>eim, sem vildu minnast hins látna er bent á minn-
ingaspjöld Kristskirkju, sem fást á skrifstofú Landa-
kotsspítaia.
Jóhannes Gunnarsson, biskup.
Þökkum af aihug öilum sem auðsýndu okkur vinar-
hug við andiát og jarðarför föður okkar, tengdaföður
og afa
JÓHANNESAR GUÐLAUGSSONAR
bifreiðarstjóra.
Guð blessi ykkur.
Óskar Jóhannesson, Hiidur Guðmundsdóttir,
Jóhannes Jóhannesson, Petrína Steindórsdóttir,
og barnaböm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við
andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR
írá Hafranesi.
Börn, tengdaböm og bamabörn.
erni og athöfnum heldur og hinn
mesti fræðasjór, lesinn vel, stál-
minnugur og athugull.
En Kristján þurfti ekki út í
Hergilsey til þess að njóta þroska
vænlegra áhrifá í æsku. Séra Jón
Þorvaldsson, faðir háns, og Arni
Þorvaldsson, menntaskólakenn-
ari, föðurbróðir hans, sem löng-
um dvaldist á Stað á sumrum,
voru báðir hámenntaðir menn í
bókmenntum og lögðu mikla
virðing á slík fræði. En Ólína,
móðir Kristjáns, var hin mesta
búkona og skörungur í allri um-
sýslu, eins og hún átti kyn til.
Heimilið var annálað fyrir rausn
og gestrisni og dvöldu þar iöng-
um eriendir menntamenn á
sumrum. Kristján drakk því inn
í sig þegar á æskuárum það
tvennt, sem jafnan hefur mótað
hann síðan: Áhuga á lærdómi og
menntun annarsvegar, en glöggt
skyn á gildi framkvæmda og
og hagnýtra starfa hinsvegar.
Hefur það reynzt honum giftu-
samiegt vegarnesti þegar kom til
margháttaðra embættisstarfa síð-
ar á ævinni.
Kristján lauk stúdentsprófi frá
Menntaskóla Akureyrar árið 1937
og lögfræðiprófi frá Háskóla ís-
lands árið 1943. — Hann fluttist
skömmu síðar til ísafjarðar og
gerðist fuiltrúi hjá bæjarfógeta
þar. Eftir 7 ára dvöl á ísafirði
gerðist hann fulltrúi hjá bæjar-
fógeta á Akureyri og gegndi því
embætti í 13 ár.. Árið 1963 var
hann skipaður borgardómari í
Reykjavík og fluttu þau hjón þá
hingað suður. Bæði á ísafirði og
á Akureyri luku allir upp einum
munni um það, að Kristján hefði
rækt embættisstörf sín af mikilli
skyldurækni og samvizkusemi og
djúpur skilningur á manniegum
högum, drengskapur og góðviid
þóttu einkenna afskipti hans af
málum. Slíkir menn eru vel til
dómara fallnir.
Á Akureyri keypti Kristján
Nýjar kvöldvökur af Þorsteini
M. Jónssyni ásamt nokkrum fé-
iögum. Hélt hann útgáfu ritsins
áfram í þjóðlegum stíl, eins og
verið hafði og stofnaði Kvöld-
vökuútgáfuna, sem verið hefur
allumsvifamikil um bókaútgáfu
síðan. Kemur þar fram athafna-
semin, sem er svo ríkur þáttur í
móðurfrændum hans.
Kristján kvæntist árið 1943
Þórunni Jónsdóttur frá Keis-
bakka, Skógarströnd, og eiga þau
þrjú mannvænleg börn.
Hefur heimili þeirra jafnan
mótazt af híbýlaprýði, giaðværð
og alúð og frúin átt sinn góða
þátt i að gera það vistlegt manni
og börnum og gestum og góðvin-
um, sem að garði bera.
En ósagt er það enn, sem mestu
varðar, og sízt ætti undan að
feila i þessari stuttu afmælis-
grein. En það er í stuttu máli,
hvilíkur afbragðs drengur Krist-
ján Jónsson er, vinfastur, trú-
lyndur og góður félagi. Hann er
hygginn maður og ráðsnjall, góð-
viljaður og hjálpfús drengskapar
maður, glaðvær og skemmtinn í
vinahópi. Eigum við vinir hans
margs góðs að minnast um hann
af því tagi frá liðnum árum.
Ég óska vini mínum, Kristjáni
Jónssyni, allra heilla og blessun-
ar á fimmtugsafmælinu og sendi
honum og fjölskyldu hans hug-
heila kveðju og þökk.
Sigurður Einarsson
í HoltL
Skúli Hansen
vélsmiðameistari
f DAG verður til moldar borinn
frá Þjóðkirkju Hafnarfjarðar,
Skúli Hansen, vélsmiðameistari,
er andaðist 14. þ. m. á heimili
sínu, Skálabergi við Hafnarfjörð.
Hann var íæddur 15. júlí 1921
í Hafnarfirði. Foreldrar hans
voru þau hjónin Mathildur Han-
sen, af dönsku bergi brotin, og
Ferdinand Hansen. Fluttust þau
frá Danmörku til Hafnarfjarðar
árið 1914 og áttu hér heimili æ
síðan. Rak F. Hansen um árabil
eina stærstu og umfangsmestu
verzlun hér í Hafnarfirði, eða þar
til hann lézt árið 1950. Var heim-
ili þeirra Hansenshjóna þekkt af
myndarskaD og rausn. Áttu bau
2 syni barna, Hans Jörgen og
Skúla, sem var nokkru yngri.
Þegar Skúli hafði aldur til eða
árið 1938 var hann sendur til
Danmerkur til náms í vélsmíði,
þvi snemma hafði borið á góðum
hæfileikum hans í þá átt. Enda
reyndist svo að þar fór saman
lagni, hugkvæmni og dugnaður.
Er Skúli hafði lokið sínu iðnaðar-
prófi í Danmörku með góðum
vitnisburði, fór hann til Svíþjóð-
ar og aflaði sér þar meiri reynslu
og þekkingu í faginu. f Svíþjóð
sinni Elsu, af sænskum ættum, og
giftust þau árið 1945 og fluttust
sama ár heim til íslands og stofn-
uðu þau heimili hér í Hafnarfirðú
Eignuðust þau 2 dætur, Ann-
Marí, nú 17 ára, og Mariann, 7
ára. Fyrstu árin eftir heimkom-
una starfaði Skúli við verzlun
föður síns, en réðst síðar hjá vél-
smiðjunni Kletti hér í Hafnar-
fírði og starfaði þar í nokkur ár,
og nú síðustu árin hjá Rafha, eða
þar til hann varð að hætta störf-
um fyrir nokkrum mánuðum sök-
um vanheilsu er að lokum leiddi
hann til dauða.
Skúli var í ýmsu sérstæður
maður er hlaut að setja svip á sitt
umhverfi, svo vel gjörður var
hann um marga hluti. Mátti segja
að allt sem hann lagði hönd að
bæri vott um mikla verkhæfni og
smekkvísi. Kappsamur í öllu
starfi ásamt meðfæddri vinnu-
gleði, sem margan virðist skorta
nú, en er þó öllum nauðsyniegur
er leysa vilja störfin vel af hendi.
Af vinnufélögum var Skúli vin-
sæll, enda ávallt léttur í lund og
raungóður ef ej^hvers þurfti með,
einkum þó f Tltilmagninn átti í
hlut.
Hann var mikill blóma- og tr já-
ræktarmaður, enda ræktaði upp
við heimili sitt einn stærstan og
fegurstan garð í einkaeign hér
um slóðir og hlaut viðurkenningu
fyrir prýði hans.
Nú þegar leiðir skilja vil ég
þakka Skúla Hansen fyrir sam-
fylgdina. Við eigum enn ófarinn
þann áfanga, sem hann hefur nú
farið. Og þó við skiljum ekki hin
köldu rök milli lífs og dauða, þá
eigum við í einlægri trú á Guð
fyrirheit um æðra lif handan við
gröf og dauða.
Með þessum fátæklegu orðum
vildi ég mega fyrir hönd okkar
ailra vinnufélaga Skúla Hansen
votta konu hans, dætrum, aidr-
aðri móður og bróður og öðrum
ástvinum innilegustu samúð.
kynntist Skúli eftirlifandi konu
Brynjólfur Þorbjarnarson.
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
J. C. Klein, Leifsgötu & Baldursgötu
Staldrið við og skoðið blómin og dýrm I
Ævinfýrahöllinni
Þar er lika gott úrvai af aliskonar gjafavörum.
Gróðurhús Poul V. Michetaen.
HveragerðL
Vestmannaeyingar
Barnaskólinn í Vestmannaeyjum tilkynnir:
Öll börn fædd 1954, 1955, 1956 og 1957, eiga sð
mæta í skóianum þriðjudaginn 1. sept. sem hér
segir:
Kl. 10 börn fædd 1954
Kl. 11 börn fædd 1955 og 56
Kl. 1—3 börn fædd 1957
Kennsla 5. og 6. bekkjar hefst 1. okt. að venju.
Rétt er að gera grein fyrir öllum skóiaskyldum
börnum, einnig þeim er njóta kennslu utan skólans.
Nánari uppl. í skólanum alla virka daga kl. 2—6.
Sími 1109.
SKÓLASTJÓRINN. j