Morgunblaðið - 22.08.1964, Page 16
16
MOBGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. ágúst 1964
Sextugur í dag:
Sfeffán Guðnason
tryggingalæknir
í DAG er Stefán Guðnason trygg erfiðaraðstæður og naut þá að-
ingalaeknir sextugur. Stefán er
kominn af traustum austfirzk-
um ættum og á því ekki langt
að sækja greind sína og mann-
dóm. Þótt Stefán sé orðinn sex-
tugur er hann ennþá unglegur,
snar í hreyfingum og iéttur í
spori.
Stefán iauk stúdentsprófi 1924
og iæknaprófi frá Háskóla ís-
lands 1930, hvorutveggja með
góðri 1. einkunn. 1931-1932 var
hann við framhalds nám í lækn-
isfræði í Danmörku os* aftur
1935-36, og enn/þá 1955 fer hann
í nokkra mánaða námsferð til
Danmerkur og Noregs.
Stefán var skipaður héraðs-
læknir í Dalahéraði 1932 og
gegnir því starfi til 1. janúar
1938 er hann var skipaður hér-
aðslæknir í Svarfdælahéraði, en
þar starfaði hann til ársins 1944,
en varð þá að segja af sér
embætti vegna magasjúkdóms, er
gerði hann ófæran til þeirra
læknisferða, er þetta læknishér-
að útheimti.
Frá Svarfaðardal fluiti Stefán
1944 tii Akureyrar og hóf þar
störf sem praktiserandi læknir
til ársins 1960, er hann var skip-
aður sem tryggingarlæknir við
Tryggingastofnun ríkisins. Stef-
án hefir gegnt fjölda trúnaðar-
starfa, bæði í Dalasýslu og í
Svarfaðardal. Hann var um ára-
bil í stjórn Læknafélags Akur-
eyrar og stjórn Austfirðinga-
félagsins á Akureyri enda eftir-
sóttur starfskraftur vegna hug-
kvæmni og áreiðanlegheita. -—
Þau nærri 17 ár, sem Stefán
starfaði hér á Akureyri notuðum
við báðir sömu lækningastofurn-
ar og átti ég því kost á að kynn-
ast honum vel í daglegri um-
gengni. Stefán er með ágætum
samvinnuþýður maður og gott
með honum að starfa, samvizku-
semi hans og aðgæzla gagnvart
sjúklingunum var aðdáunarverð
og framkoman öll eins og bezt
varð ákosið.
Þótt Stefán sé hæverskur og
hversdags gæfur maður er hann
fastur fyrir og lætur hvergi hlut
sinn ef hann veit að hann hefir
réttan málstað að verjá, énda
hugsar hann vel ráð sitt og flan-
ar að engu áður en hann tekur
ákvarðanir.
Stefán er glaðlyndur maðúr og
góður félagi, enda hrókur alls
fagnaðar í vina hópi.
Stefán hefir alla sína læknis-
tíð notið óskoraðs trausts sjúkl-
inga sinna enda reynzt hinn
traustasti læknir. Meðan hann
var héraðslæknir í Dölunum varð
hann oft að framkvæma vanda-
samar skurðlæknisaðgerðir við
lO
X
stoðar konu sinnar, sem er lærð
hjúkrunarkona. Þessar aðgerðir
tókust yfirleitt vel, en góðan
kjark og mikla vinnu þurfti oft
að leggja af mörkum svo vel
færi.
Hér á Akureyri þurfti Stefán
ekki mikið á handlækniskunn-
áttu sinni að halda' þar eð allir
sjúklingar sem á handlæknis-
hjálp þurftu að halda voru fluttir
í sjúkrahús Akureyrar, en hann
hafði miklar hylli sem barna-
læknir enda hafði hann kynnt
sér sérstaklega barnasjúkdóma í
utanferðum sínum 1935-36 og
1955.
Ég er Stefáni þakklátur fyrir
dvölina hér á Akureyri og sakna
góðs starfsbróður og vinar við
burtför hans til Reykjavíkur.
Stefán er giftur Elsu Kristjáns-
dóttur hinni ágætustu konu og
eiga þau hjónin þrjár mannvæn-
legar dætur. Góði vinur við hjón
in sendum þér og fjölskyldu þinni
beztu árnaðaróskir á þessum
tímamótum ævi þinnar og von-
um að allt gangi þér að óskum
næsta áratuginn.
Jóhann Þorkelsson.
100 ára minning Þorkels Magnús-
sonar, skipstjóra frá Bíldudal
Árið 1910 fórst „GYÐA“ eitt
af skipum Péturs J. Thorstems-
son, á Bíldudal, með 8 röskum
sjómönnum. Skipstjóri á Gyðu,
var Þorkell Magnússon, harðdug-
legur skipstjóri og aflamaður.
Með honum fórust einnig sonur
hans Magnús og munaði minnstu
að annar sonur hans Ólafur, væri
einnig á skipinu, en það sem
bjargaði lífi Ólafs, var að hann
átti eftir 3 daga til að ljúka fulln
aðarprófi frá barnaskólanum
þegar skipið fór þessa hinstu
för.
Þorkell Magnússon, var fæddur
22. ágúst 1864 og eru því í dag
rétt 100 ár frá fæðingu hans.
Þorkell var giftur Ingibjörgu
Sigurðardóttur, og eru börn
Seglskipið Gyða.
Valdimar Kristmundsson
skipstjóri, Akranesi
í DAG tekur mikill sjósóknari
sína hinstu höfn. Valdimar Krist
mundsson skipstjóri verður bor-
inn til grafar að Görðum á Akra
nesi. Hann var einn kunnasti og
dugrðesti aflamaður á bátaflot-
anum á Faxaflóa um árabil, og
þótt sá sem þetta ritar sé næsta
lítið kunnugur þeim þætti í út-
gerðarsögu þjóðarinnar skal
þessa sókndjarfa formanns
minnst hér nokkrum orðum á út-
farardegi hans.
V. Kr. var fæddur að Mos-
hvoli í Hvolhreppi 7. maí 1888 og
var þ>ví rúml. hálfáttræður er
harm lést á sjúkrahúsi Akraness
17. þ.m. Foreldrar hans voru
Kristmundur Jónsson og Jó-
hanna Brandsdóttir og með þeim
fluttist Valdimar á unga aldri
út í Árnessýslu, en þaðan fór
hann um tvítugt austur á firði
til sjóróðra eins og þá var títt
um unga menn. Með þessu var
lffsbraut Valdimars mörkuð. Upp
frá þessu helgaði hann sjómennsk
unni allt sitt líf. Nokkrar vertíð-
ir réri hann í Þorlákshöfn. Þá
gengu það.an 30—40 skip og
aðkomusjómenn voru þar um
400. Þrátt fyrir mjög ófullkomnar
ytri aðstæður, var Þorlákshöfn
góður skóli fyrir unga menn.
Þar var glatt á hjalla, mikið
félagslíf og talsverður menningar
bragur.
En framtíðin tilheyrði ekki
Þorlákshöfn og sjósókninni þar.
Verstöðvarnar við Faxaflóa köll
uðu á unga menn, sem sigldu
nýjum, stórum skipum á feng-
sæl mið. Einn af þessum ungu
mönnum var Valdimar Krist-
mundsson. Hann var fyrst í Sand
gerði á m.b. Agli Skallagríms-
syni á vorvertíð í sex vikur og
fékk 500 í hlut. Það þótti mikið í
þá daga. Því næst var hann á
Garðari, bát, sem Har. Böðvars-
son keypti frá ísafirði.
Um 1920 fluttist Valdimar til
Keflavíkur og byrjaði for-
mennsku á m.b. Goðafoss, sem
hann átti hlut í og síðan á Skóg-
arfossi, sem var eign hans og
hann stýrði lengi.
Þótt Valdimar sækti sjóinn
manna fastast henti hann aldrei
slys á sjó. Eitt sinn er hann var
að koma heim til Keflavíkur af
miðunum undir Jökli missti hann
út mann í vonskuveðri. Það taldi
Valdimar sér mikið lífsláh að
takast skyldi að «á manninum
TIMPS0N
HERRASKÓR
Austurstræti 10.
aftur. Þetta var mesti dugnaðar-
og'myndarmaður, fyrirvinna aldr
aðra foreldra.
Eftir 17 ára veru 1 Keflavík
fluttist Valdimar til Akraness og
átti þar heima upp frá því. Þar
var hann skipstjóri í átta ár með
bátana Ármann, Fylki og Þor-
stein. Er hann hætti skipstjórn,
var hann elzti skipstjóri á flot-
anum við Faxaflóa. Ekki hætti
hann sjósókn þótt hann léti af
formennsku. Nokkur ár var hann
á togaranum Bjarna Ólafssyni
og gekk ekki í land fyrr en hann
var kominn um sjötugt.
Af börnum Valdimars Krist-
mundssonar eru nú á lífi tvær
dætur: Ásta Þóra, kona sr. Gísla
Brynjólfssonar og Oddný, gift
Jóni Arinbjörnssyni sjómanm, í
Keflavík. Sonur Valdimars af
fyrra hjónabandi, Sigurjón bú-
settur á Eyrabakka, andaðist
1952. Hann var kvæntur Lilju
Böðvarsdóttur. Mörg síðari árin
(Skólabraut 8) á Akranesi og
bjó með Auði Frímannsdóttur
frá Húsavík. Með þeim ólst upp
eitt af börnum Auðar, Hallgrím
ur Matthíasson. Hann er kvænt-
ur Þuríði Ásmundsdóttir Sigurðs
sonar frá Nýhöfn. Var Valdimar
lengi í heimili ungu hjónanna
eftir fráfall Auðar.
Valdimar Kristmundsson naut
ekki annarrar menntunar en
Þeirrar, sem lífsstarf hans krafð-
ist (skipstjóraprófs), en af með
fæddri greind fylgdist hann vel
með almennum málum, og hafði
miklar mætur á þjóðlegum fróð-
leik. Þótt hann helgaði sjósókn-
inni alla krafta sína, var hann
alltaf sveitabarn, hafði t.d. mikið
yndi af hestum, kunni vel með þá
að fara og átti stundum gæðinga.
Allt fram á núlíðandi sumar
ferðaðist hann um landið í bíl
sínum. Hann kom víða við, hjá
vinum og kunningjtun, gömlum
hásetum sínum, sem gerzt höfðu
bændur út um sveitirnar, og
rifjaði upp með þeim minningarn
ar frá löngu liðnum samveruár-
um, þegar sjórinn var sóttur fast,
kappsamlega unnið við áhættu-
söm störf og mikill afli dreginn
úr skauti Ægis í þjóðarbúið.
Þannig er að líta til baka yfir
hið liðna. En um leið og Valdi-
mar Kristmundsson er kvaddur,
skal einnig horft fram, og það
er í anda hans að beðið er bless-
unar íslenzkri sjómannastétt.
Breiðist Guð þín blessun yfir
bát á miði skip á sjó.
Leiddu aftur heilu og höldnu
heim til lands hvern unnar-jó.
Forsjón þinni felum vér
fiskimanna djarfan her.
G. Br.
þeirra sem enn eru á lífi Ólafur,
Erlíngur og Hallfríður, öll bú-
sett hér í Reykjavík
Það var því stór sorg sem
Ingibjörg og börn hennar urðu
að þola, þegar ljóst var að Gyða,
kæmi ekki aftur úr þessari sjó-
ferð. Bróðir minn Páll Jónsson,
fórst einnig með Gyðu aðeins 17
ára gamall og skapaðist því mikil
vinátta milli Ingibjargar og for-
eldra minna í sambandi við slys
þetta og hélzt sú vinátta alla tí3
meðan foreldrar mínir og Ingi-
björg voru á Bíldudal. Ingibjörg
dó hér í Reykjavík 1948.
Árið 1953 skeði nokkuð merki
legt í sambandi við Gyðu, er
menn frá Bíldudal, voru á rækju
veiðum út í Arnarfirði, að mastr-
ið úr Gyðu, kom upp i rækju-
trollið með öllu óskemmt eftir að
hafa legið í sjó yfir 40 ár. Árið
eftir að mastrið fanst var reist-
ur minnisvarði á Bíldudal, til
minningar um þá sem fórust
með Gyðu, og mastrið notað seia
flaggstöng fyrir kauptúnið. Þeg-
i»orKell Magnússon.
ar þetta minnismerki var afhjúp-
að tóku 170 Bíldælingar sem bú-
settir eru í Reykjavík Esju á
leigu í tvo daga og var minningar
athöfn haldin á Bíldudal, með
miklu fjölmenni sem var sérstak-
lega hátíðleg og minnsstæð öll-
um viðstöddum. Sonar sonur
Þorkells Magnússonar, skipstjóra
Minningarreiturinn með mastr-
inu af Gyðu sem flaggstöng
sem einnig heitir Þorkell, afhjúp
aði minnismerkið og faðir hana
Erlíngur, lét þess getið við þetta
tækifæri að þetta minnismerki
væri einnig reist til að minna á
alla þá sjómenn sem farizt hefðu
frá Bíldudal, fyr og síðar.
í tilefni dagsins sendum við
Bíldælingar, börnum Þorkels og
Ingibjargar, innilegar kveðjur og
þökkum fyrir hugljúfar endur-
minningar frá Bíldudal.
Árni Jónssoa