Morgunblaðið - 22.08.1964, Side 24

Morgunblaðið - 22.08.1964, Side 24
bílaleiga magnúsap skipholt 21 slmar: 21190-21105 0 o c 0 0 0 z z z I u> v) m C C C I r r P I 0 0 0 0001 23)1 íídl z z z I > > > I 195. tbl. — Laugardagur 22. ágúst 1964 Fjallvegir teppast - Alhvítt í byggð Fé flýr afrétti KULDAKAST mikið hefir gengið yfir landið í gær og fyrradag. Alhvít jörð varð víða á Norður- og Austur- landi og fjallvegir urðu þúng- færir og sumir ófærir. Ekki urðu hrakningar á fólki, en fé leitar mjög ofan af fjöll um og í heimalönd. Er það venju fremur snemma. Veður fer nú batnandi um land allt, þótt kalsi sé enn. Akureyri, 21. ágúst. *HÉR er ýmist krapaihríð eða stór rigning í dag. Um hádegisbilið var nær al'hvít jörð í Kaupangs- sveit, en yfirleitt hefir ekki fest snjó á láglendi. Færð er ágæt á Öxnadalsheiði og þar hefir ekki komið snjókorn að sögn Vegagerðarinnar hér. I Norðurárdal í Skagafirði er líka snjólaust en krapaelgur á veg- um úr þvi kemur í Blönduhlíð og ieiðindafærð á Vatnsskarði en þó er það vel fært. Vaðlaheiði á að heita fær bíl- um með keðjum otg síðdegis í dag var verið að skafa veginn vestan í heiðarbrúninni. Ekki er þó neinu hægt að spá um færð þar ef snjókoman heldur áfram í nótt. Ríkisstjórnin ræðir skatta- mól við ASÍ og BSRB MORGUNBLAÐIÐ fregn aði í gær, að ráðherrarnir Gunnar Thoroddsen og Emil Jónsson hafi í gær haldið fund með fulltrúum Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanná ríkis og bæja. Á fundi þess- um var rætt um skatta- og útsvarsmál og skipzt á skoðunum um þau. Var ákveðið að halda viðræð- um áfram n.k. þriðjudag. Morgunblaðið spurði Gunnar Thoroddsen um viðræður þessar og sagði hann, að ekki væri ástæða til að ræða um þær opin- berlega á þessu stigi máls- ins. Möðrudalsoræfi 'eru slarkfær stórum bílum með drifi á öllum hjólum, en litlum bílum er ein- dregið ráðið frá að reyna að komast þá leið. Axarfjarðarheiði er ófær með öllu, en Hálsavegur sæmíiegur. Á Mývatnsöræfum, 1 Framhald á bls. 23. Stórskemmdir á hús- um. Hey aldrei meiri Mykjunesi, 21. ágúst. Hér urðu skemmdir miklar á húsum öllum í jarðskjálftunum í fyrrinótt. Auk þess sópaðist allt af hillum, bækur og glertau og stór ísskápur fullur af varningi snaraðist út á gólf. Slys urðu ekki á fólki né skepnum. Hús féllu ekki en hlöðugafl stein- steyptur færðist úr stað um tommu og losnaði frá hliðar- veggjum. Fjós hér á staðnum er afar mikið skemmt. Sundlaug á Laugarlandi er svo mikið skemmd eftir skjálftann, að hún heldur ekki vatni. í Nefs- holti brotnaði skorsteinn. Sprung ur sáust í jörðu fram eftir degi í gær en sigu saman er á dag- inn leið. Ef hús hefðu nú verið byggð á sama hátt og var á jarðskjálfta árunum 1896 og 1912 hefðu þau hrunið í stórum stil að því er gamalt fólk segir. Um kl. 2 í dag varð vart við smávægilegan kipp. Hér hefur i dag snjóað niður undir byggð Og 3ja stiga frost var hér í nótt. Kartöflugrös eru gjörfallin og útlit fyrir lélega uppskeru. Heyskap er að ljúka og hafa aldrei verið hér jafnmikil hey svo menn muni. Nokkuð er úr sér sprottið en lítið sem ekkert hrakið. Hey eru því græn í hlöð um og stæðum, en úr sér sprott in að marki og því ekki víst hve mikið fóðurgildi þau hafa sum- part. — Magnús. Carl Mau .aðstoðarfram- kvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins. MikiB um bladlús FRÚITIR hafa borizt um að geysimikið sé um blaðlús á birk- inu í Reykhólasveitinni, svo að berjatínslufól'ki þyki nóg um. Ef það kemur við runnana, eru föt þess orðin þakin af grænni lús. Auk þess er laufið orðið brúnt og ljótt af lúsinni. Mbl. hringdktil Ingólfs Davíðs- sonar, grasaifræðings, sem sagði að áraskipti væru að því hve mikið væri um blaðlúsina, sem færi sennilega eftir því hve mik- ið hefði klakizt út af henni yfir sumarið. í>etta sé semsagt ekkert óvenjulegt, að mikið verði stund- um af blaðlús á birki. Kvaðst Ingólfur hafa farið nokkuð víða að undanförnu og víða séð mikið af blaðlús. Þing Lútherska heíms- sambandsins í Reykjavík Merkur kirkjusögulegur við- burður. Rætt við Carl IVIau í GÆR kom hingað til lands Carl Mau, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins (Lutheran World Federation) ásamt tveimur skrifstofustúlkum. Mtmu þau vinna hér að undir búningi stjórnarfundar sam- bandsins ,sem haldinn verður í Hótel Sögu dagana 30. ágúst til 6. september. Mbl. náði tali af Carli Mau í gær. Hann er bandarískur ríkisborgari, en kom hingað nú frá Svíþjóð, þar sem hann sat fund einnar sérdeildar heimssambandsins, en þeir eru haldnir víða um þessar mundir, áður en stjórnin kem ur saman til fundar . Carl Mau hefur verið há- skólaprestur í Bandaríkjun- um, en áður vann hann á veg um Lútherska heimssambands ins í Þýzkalandi. Hann kvað undirbúning fundarins taka langan tíma, enda kom hann hingað í febrúar í vetur vegna hans. Alls sitja 5ö manns fund- inn ,en íslenzka kirkjan hef- ur allmarga áheyrnarfulltrúa, svo sem frá samhandsnefnd kirkjunnar, úr kirkjuráði og ritstjóra kirkjulegra mál- gagna. Þekktir kirkjumenn Meðal erlendra fundar- manna má nefna t.d. Kurt Schmidt-Ciausen, fram- kvæmdastjóra heimssambands ins, sem kemur hingað í kvöld, Bo Giertz, biskup í Gautaborg sem væntanlegur var í gærkvöldi, svertingjann Auala frá Suðvestur-Afríku, sem kemur á mánudag eða Framhald á bls. 23. 35 ára gamalí maður kœrður tyrir nauðgun 18 ára stúlka hefur kært 35 ára gamlan skrifstofumann fyrir nauðgun, sem hún telur að átt hafi sér stað í húsi við Ægissíðu á ellefta timanum í fyrrakvöld, og situr maður þessi nú í gæzlu- varðhaldi. í yfirheyrslum hjá rannsóknarlögreglunni i gær taldi maðurinn að hér hafi ekki verið um nauðgun að ræða. Forsaga máls þessa er sú, að er maður einn var á leið heim til sín um 11-leytið í fyrrakvöld, heyrði hann óp og háreysti úr húsi við Ægissíðu. Hélt hann fyrst að börn væru þarna að leik með hávaða, en er hann kom nær, heyrði hann að hér var um að ræða nauð- stadda konu. Gekk hann fram á Flytja IMoskusa frá A-Grænlandi til V-Grænlartds um Danmörku DANSKA stjórnin hefur í hyggju að koma upp Moskushjörðum í Vestur-Grænlandi en moskus- uxarnir eru nú aðeins í Austur- Grænlandi. f sumar hafa menn verið í Scoresbysundi til að hand sama moskuskálfa í þessu augna miði og sótti Björa Pálsson mennina þangað í Vorinu á fimmtudaginn en kálfarair verða fluttir sjóleiðis til Danmerkur. Alls náðust 17 kálfar, 10 kvíg- ur og 7 tarfar. Verða þeir flutt- ir með Grænlandsfarinu Tala Dan til Danmerkur til rannsókn ar. Þegar fullsannað þykir að þeir eru ekki haldnir neinum sjúkdómum, verða þeir fluttir aftur með skipi næsta sumar til Vestur-Grænlands og þeim'sleppt þar. Sem fyrr er sagt flaug Björn Pálsson á Vorinu til Grænlands á fimmtudag, en til Scaresbysund er þriggja tíma flug frá Reykja- vík. Lent er í 3 stunda gangs fjarlægð frá þorpinu, þar sem moskuskálfarnir eru nú geymdir í búri og sá hann þá því ekki. Veður var gott, en nokkuð lág- skýjað. Hafði snjúað í fjöll á Grænlandi, en bjart var og fag urt að sjá suður með ströndinni. stúlku, sem lá hljóðandi í ytri gangi hússins, en útidyr stóðu upp á gátt. Stúlkan var ekki við mælandi, og enginn annar heima í búsinu, svo maðurinn fór í næsta hús, og greindi húsráðanda þar frá málavöxtum. Var síðan hrin/gt til lögreglunnar, sem kom þegar á vettvang. Ekki tókst lögreglumönnum að ræða við stúlkuna í því á- standi, sem hún var. Var hún flutt í slysavarðstofuna, og gisti þar. Um nóttina sagði hún lög- reglumönnum gælunafn manns þess, sem hún segir hafa nauðgað sér, og varð það til þess, að lög- reglumenn handtóku umræddan mann í gærmorgun. Við yfirheyrslur í gær kom það fram, að maður þessi hafði verið gestkoman-di hjá stúlkunni ásamt fleira ' fólki um kvöldið. Er aðrir gestir voru farnir, ber stúlkan að maðurinn hafi ráðizt á sig, og nauðgað sér. Maðurinn viðurkennir að hafa átt samfarir við stúlkuna, en heldur því hins- vegar fram, að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Hann sit- ur enn í gæzkrvarðhaldi, og rannsókn málsins heldu.r áfram. Hefur jáfað fleiri þjófnaði í GÆR héldu áfram yfir- heyrslur í málli þjófs þess, sem gripinn var á Grettisgötu síð- degis í fyrradag, eftir að hann hafði stolið tösku með pening- um úr húsi þar. Við yfirheyrsl urnar hefur maðurinn játað á sig nokkra þjófnaði til við- bótar, og er hér um að ræða stuldi úr mannlausum íbúð- um. Slíkir þjófnaðir hafa ver- ið hreinasta plága í borginni að undanförnu, svo sem kunnugt er. Maðurinn sit- ur í gæzluvarðhaldi og verð- ur rannsókn máls hans hald- ið áfram, því ekki er grun- laust um að hann hafi enn sitthvað á samvizkunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.