Morgunblaðið - 23.08.1964, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. ágúst 1964
Wallace segist munu
mynda nýjan flokk -
flokksforysla demokrata og
ríkisstjórnar hafi brugðizt, og
vinrri gegn Suðurríkunum
GEORGE Wallace, ríki's-
stjóri í Alabama, sem þekkt
ur er fyrir andstöðu sína
gegn auknum mannréttind-
um blökkumanna, lýsti því
yfir í gær, að demókrat-
ar í Suðurríkjunum muni
mynda nýjan flokk, fyrir
forsetakosningarnar í haust
— verði mannréttindafrum
varpið, sem samþykkt var
á þingi fyrr á árinu, ekki
dregið til báka.
— Fyrsti fundur
Framh. af bls. 28
verkahjing að skipuleggja starf-
semi nefndarinnar í samrsemi
við starfsskrána. Næsti fundur
nefndarinnar verður í janúar
1965, en á milli funda hafa hinar
einstökun þátttökuþjóðir skipt
með sér verkum, athuga einstök
verkéfni, og skila árangri þess
fyrir næsta fund. Allar þjóðirnar
þurfa að leggja fram ýms frum-
gögn, hver yfir sinn fiskiskipa-
stól, t. d. stöðugleikaútreikninga
einstakra fiskiskipa. í>ar sem
stöðugleiki fiskiskipa hefir al-
mennt ekki verið reiknaður út,
þurfa margar þjóðir að fram-
kvæma þetta atriði sérstaklega,
sem kostar mikinn tíma og mikla
vinnu,
Nýrri íslenzku fiskiskipin hafa
verið reiknuð út eins og kunnugt
er samkvæmt umburðarbréfi
Skipaskoðunar ríkisins frá 5. des.
1962, en þó þarf að umreikna
þessi grundvallaratriði til sam-
ræmingar vegna starfa nefndar-
innar. Minni og eldri íslenzkw
fiskiskipin hafa hinsvegar ekki
verið reiknuð út, og þyrfti að
gera það fyrir nokkur þeirra til
að fá samanburð við samskonar
skip annarra þjóða.
(Frá skipaskoðunarstjóra)
Þessi yfirlýsing Wallace kom
fram á fundi, sem hann efndi
til í Atlantic City í gær, en
þar hefst landsfundur demó-
krataflokksins á mánudag. —
Minnti Wallace á í þessu sam-
bandi, að einu sinni áður
hefðu borgarar í Suðurríkjun-
um tekið höndum saman gegn
ríkisstjórn landsins, þar eð
gengið hefði verið í berhögg
við þá. Kvað hann þá sögu
geta endurtekið sig, þótt ekki
yrði um borgarastyrjöld að
ræða.
Wallace lét að því liggja, að
hann myndi sjálfur taka að
sér forystu nýja flokksins. —■
Kvað hann flokksforystu demó
krata hafa vikið frá þeim
grundvallaratriðum, sem
stefna flokksins byggðist á.
Kæmi til algers klofnings
flokksins, væri það þessum
forystumönnum að kenna.
Víst þykir að Johnson, for-
seti, verði framboðsefni flokks
ins á hausti komanda, en for-
setakjörið verður að öllum lík-
indum valið á miðvikudag.
Austuriandularar Útsýnar á úlföfdum við pyranudana og sfinxinn í Giza 1962.
Þriðja Austurlandaferð
Ú T SÝ N AR í október
Eins og kunnugt er hefur
Ferðaskrifstofan Útsýn gengizt
fyrir tveimur hópferðum til
Sambandslau
Akranesi 22. ágúst.
SÍMASAMBANDSLAUST var
héðan við Reykjavík allan seinni
hluta dagsins í gær eitthvað
bilað. — Oddur.
Austurlanda, sem notið hafa
mikilla vinsælda og vakið a!-
menna athygli, enda eru þetta
einu íslenzku hópferðirnar sem
farnar hafa verið á þessar slóð-
ir. í haust gengst Útsýn fyrir
þriðju Austurlandaferð sinni,
sem hefst í Reykjavík 9. októ-
ber og lýkur hér heima 30. októ
ber.
Austurlandaferðin er án efa
ævintýralegasta hópferð sem ís-
lendingar eiga völ á. í henni
ítalskir fjallgdngugarpar
Síðastliðið fimmtudags-
kvöld kom ítalskur fjall-
gönguleiðangur frá Græn-
landi til Reykjavíkur með
flugvél frá Flugfélagi ís-
lands. Leiðangur þessi var
kostaður af Guido Monzino,
ítölskum kaupsýslumanni og
milljónamæringi, sem hetfur
það helzt áhugamála, að
frægja alpinisma. Vill hann
sanna það, að Alpa-fjall-
göngumenn geti náð betri ár
angri en aðrir við hvaða að-
stæður sem er. í leiðangrin-
um voru 21 ítali.
31aðamaður Morgunblaðs-
ins átti tal við Monzino 1 Hót
el Sögu á föstudagskvöld, en
hann fór áleiðis tii Milano í
gærmorgun. Skýrði Monzino
svo frá, að Grænlandsleiðang
ur þessi væri hinn 5. í röð-
inni á 5 árum, sem hann færi
með fríðu föruneyti Alpa-
garpa. Hefði hann haft við-
dvöl tvisvar áður á íslandi
og væri ekkert út á það land
að setja, enda væri nokkur
stubbur Grænlandskvikmynd
ar hans af» íslandi. Kvik-
mynd þessi hefur víða verið
sýnd bæði meðal fjallgöngu-
manna og sem aukamynd í
kvikmyndahúsum um Evr-
ópu.
Lorenzo Marimonti, sem
sér um fjárhagshiið leiðangra
Monzinos, sagði svo frá, að
sá fyrrnefndi hefði á undan-
förnum árum efnt til fjall-
gönguleiðangra til ýmissa
landa, svo sem á fjallatinda
í Suður Ameríku, Afríku og
Pakistan. Á síðastnefnda
staðnum var klifið 7760
metra hátt fjall.
Tindarnir, sem menn Monz
inos gengu á í Grænlands-
ferðinni, liggja allir á aust-
urströndinni, skammt norður
af Meistaravik, en þangað
fóru leiðangursmenn með
Flugfélagi íslands. Lét Mari-
monti mjög vel af öllum sam
skiptum við Flugfélagið. Var
farið frá Meistaravík í 4
gúmmíbátum með utanborðs-
mótorum út Kong Oscars
fjörð og inn Alpafjörð. Voru
tveir staðir á Norsketinden
fyrst klifnir, annar 2300
metrar og hinn 2500 m. Síðast
var gengið á Dansketinden,
sem er 2930 metrar á hæð og
hafði aðeins einu sinni verið
klifinn áður og þá af sviss-
neskum fipkki fyrir 10 árum.
Á hina tindana höfðu menn
ekki fyrr fótum stigið.
Ekki kvað Marimonti hæð-
ina gefa til kynna það erf-
iði, sem það hefði í för með
sér að klífa þessa tinda, þar
sem til dæmis í Ölpunum
væri venjulega lagt af stað
svo sem 1000 til 1500 metr-
um neðan við fjallstindinn,
þótt hann kunni að vera
miklu ofar sjávarmáli en
grænlenzku fjöliin.
„Hvernig datt yður i hug
að fara til Grænlands,, til
að klífa fjöll, þegar þið haf-
ið nóg af þeim í heimalandi
yðar og , nágrenni þess?“
spurði blaðamaður.
„Mér var farinn að leiðast
hitinn í Afríku,“ svaraði
Monzino, með aðstoð túlks,
því hann talar aðeins ítölsku.
„Er það satt, að þér séuð
að skrifa bók um Qrænland?"
„Hafið þér einhverjar hug-
myndir að gefa mér um það,
hvernig ég ætti að gera
það?“
„Nei, en ef þér bjóðið mér
með yður næst þegar þér
farið, þá er velkomið að gefa
yður nokkur góð ráð.“
„I>á læt ég yður vita, hvort
ég fer aftur til Grænlands
eða hvort ég skrifa nokkuð
þessa bók.“
komast menn ekki einungis I
snertingu við töfraheim Þúsund
og einnar nætur, he'dur kynn-
ast þeir líka ‘af eigin raun stöð-
unum þar sem margir merkustu
atburðir mannskynssögunnar
gerðust, Aþenu og Delfí, Jerú-
salem og Jeríkó, Býblos og Baal
bek, Damaskus og Betlehem,
Kaíró og Lúxor. Og þeir, sem
kynnast vilja fyrsta flokks bað-
ströndum, eiga kost á þeim i
Beirut og við Dauðahafið,
Frá Reykjavík verður flogið
til Lundúna 9. október og gist
þar eina nótt, en síðan flogið
með þotu beina leið til Beirut,
sem stundum er nefnd „Paris
Austurlanda". Þar verður fyrst
dvalizt í tvo daga, farið í sikoð-
unarferð til Býblos, þar sem tal-
ið er að stafrófið hafi verið
fundið upp, og siglt um hina
heimsfrægu Jaíta-hella. Á öðr-
um degi verður síðan ekið áleið
is til Damaskus í Sýrlandi með
viðkomu í Baalbek (Helíópólis),
hinum mikla og fræga helgi-
dómi Rómverja í Beka-dalnum,
þar sem enn standa stórfengleg-
ar rústir af hofum Júpíters, Ven
usar og Bakkusar. Að kvöldi
þess dags er komið til Damaskus
og dvalizt þar allan næsta dag,
enda er þar margt að sjá, tengt
nafni Páls postula, Jóhannesar
skírara og Saladíns hins sigur-
sæla. Að morgni þriðja dags
verður svo aftur ekið til Beirut,
tveggja stunda akstur um fög-
ur héruð Sýrlands og Líbanons,
sem íslendingar hatfa líka nefnt
Hvítfjallaland. í Beirut verð-
ur síðan dvalizt allan þann dag
og næsta dag einnig, en að
morgni þriðja dags, 16. október,
verður flogið frá Beirut til Jerú
salem.
Til Jerúsalem kemur hópurinn
á föstudegi og tekur því þátt í
hinni vikulegu göngu í fótspor
Krists eftir „Via dolorosa“ til
Golgata. Siðan eru hin sérkenni
legu gömlu verzlunarhverfi (baz
aar) borgarinnar heimsótt, en
daginn eftir verður gengið á
Olíufjallið og ekið til 3etlehem,
þar sem Fæðingarkirkjan verð-
ur skoðuð. Á þriðja degi, sem
er sunnudagur, verður ekið nið-
ur að Dauðahafi, þar sem menn
fá tækifæri til að synda eða
réttara sagt fljóta eins og kork-
tappar í brimsöltu vatninu. Síð-
an verða skoðaðar rústir Jerí-
kó-borgar og stanzað á þeim stað
við ána Jórdan, þar sem talið
er að Kristur hafi verið skírð-
ur af Jóhannesi., Á leiðinni til
baka verður komið við í húsi
Lazarusar í Betaníu.
Að morgni mánudags verður
flogið frá Jerúsalem til Kaíró.
Þar verður fyrst dvalizt tvo
heila daga, hið mikla þjóðminja
safn skoðað, farið til hinnar
Framh. á bU. 8