Morgunblaðið - 23.08.1964, Blaðsíða 27
Sunnudagur 23. águst 1964
MORCU N BLAÐIÐ
27
iiHiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiueiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuitiiiiiuiiiiiieiiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiu^itiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiHuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiimiiiiiitiiiiiitiiHuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiitiiiiiiiiuuiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiHHiiiiiiiiiHiiiimiHiiiiiiiHiti
, DEMÖKRATAR leggja siðustu hðnd ál
I kosningaundirbúninginn
| — á landsfundinum, sem hefst á mánudag
| Velur Johnson Eugene IVIcCa rthy til fram-
B boðs til varaforseta
| LANDSFUNDUR demo-
§§ krataflokksins í Banda-
= ríkjunum stendur nú fyrir
h dyrum. Hann vekur að
h vonum mikla athygli, þótt
§§ fátt bendi til þess, að
H hann verði eins sögulegur
s eða fréttnæmur og fundur
|j repúblikana, fyrr í sumar.
in Johnson foseti er örugg-
1 ur frambjóðandi flokksins
| til forseta í kosningunum
| í haust, þótt hinsvegar sé
É enn með öMu óvíst, hver
| verður í framboði til vara
| seta. Johnson ákvað fyrir
| nokkru, að enginn þeirra,
1 sem nú eiga sæti í ríkis-
I stjóminni, yrði valinn til
1 þess framboðs.
Þar með var loku fyrir
| það skotið, að Robert
| Kennedy, dómsmálaráð-
1 herra, yrði fyrir því vali.
| Hann hefur hins vegar
I ákveðið að venda kvæði
Johnson: öruggur?
sínu í koss, og láta til sín
taka á öðrum vettvangi.
Ráðgjafar Johnsons
segja, að skoðanakönnun
hafi fært fyrir því sönnur,
að þessi ákvörðun forset-
ans muni ekki hafa nein
áhrif á úrslit haustkosn-
inganna. Meirihluti demo-
krata telji ekki, að
Kennedy sé heppilegur
maður, hvorki til forseta-
embættis né embættis
varaforseta.
Sömu kannanir eiga að
hafa sýnt, að Eugene
McCarty, öldungadeildar-
þingmaður, sé líklegaetur
til að efla fylgi flokksins
í Suðurríkjunum, þar sem
mannréttindamálið verð-
ur þyngzt á metunum.
Margir telja því nú, að
hann komi helzt til greina,
er varaforsetaefni flokks-
ins verður valið.
Flestum stjómmála-
fréttariturum vestan hafs,
ekki síður þeim, sem
styðja málstað demokrata,
ber saman um, að meiri
óvissa ríki í hópi demo-
krata fyrir þessar kosning
ar, en undanfarnar.
Yal Johnsons, sem at-
kvæðamestur er, og til-
högun baráttunnar, mót-
ast af þeim vandamálum,
sem flokkurinn á við að
etja, en þar er blokku-
mannavandamálið efst á
lista, þótt afstaða margra
hóp til annarra við-
kvæmra mála skipti miklu
máli.
Hverfandi einhugur
f>að hefur löngum verið
trú manna, að demkratar í
Bandaríkjunum leiði til
lykta allar flokksdeilur sínar
í undankosningum, og á lands
þingum, en komi síðan fram
við kosningar einhuga. Lands
fundur þeirra verður nú hald
inn í Atlantic City í næstu
viku, og hefst á mánudag.
Þannig gekk til hjá dema-
krötum 1960, er Lyndon B.
Johnson og John F. Kennedy
tóku höndum saman, eftir
landsfundinn. 1952 var annað
uppi á teningnum, er hópur
óánægðra flokksmanna frá
Suðurrík j unum neituðu að
taka undir raddir þeirra, er
bæta vildu hag blökkumanna,
og veittu því Dwight D. Eisen
hower fylgi sitt. Þeir reynd-
ust honum enn fylgispakir
1956.
Reyndin varð hins vegar sú
1960, að samvinna Johnsons
og Kennedys nægði ekki til
að tryggja sigur í Suðurríkj-
Þannig sér
einn bandariskur skopteknari landsfund
demokrata og kosningamar í haust.
unum, og sagan sýnir, að vart
hefur verið hægt að tala um
„einingu“ í Suðurríkjunum,
síðan Franklin D. Roosevelt
háði þar síðustu kosningarbar
áttu sína, 1944. Því má með
sanni segja, að demokrata-
flokkurinn hafi ekki staðið
einhuga saman um alllangt
skeið.
Vart eining nú
Því verður vart um einingu
að ræða nú. Andstæðingur
Johnsons, Barry Goldwater,
lagði þar fram drjúgan skerf,
er hann greiddi atkvæði gegn
mannréttindafrumvarpinu á
þingi. Repúblikanar binda
miklar vonir við Suðurríkin.
Hér er ekki um einu erfið-
leika demokrata að ræða,
þótt vandasamt sé að skil-
greina þá alla. Enginn hefur
t. d. getað með neinni vissu
sagt til um, hverja afleiðingu
það hefur, að Johnson útilok-
aði Robert Kennedy, dóms-
málaráðherra, frá því að
verða í framboði til varafor-
seta; sömuleiðis veit enn eng-
inn, hvort Kennedy beitir
áhrifum sínum til góðs eða
ills fyrir Johnson, er að lands
fundinum kemur, og siðar í
kosningabaráttunni.
Þeir, sem bezt eru sagðir
þekkja til í Hvíta hússinu,
segja, að afstaða Johnsons til
Kennedys muni lítil eða engin
áhrif hafa. Johnson hafi úti-
lokað Kennedy, vegna þess,
að hann hafi orðið var við
mikla andstöu gegn honum
innan demokrataflokksins.
bæði vegna mannréttindamáls
ins og af öðrum orsökum.
Kennedy hefði ekki verið
til þess fallinn að afla flokkn-
um fylgis í Suðurríkjunum.
Þá segir Johnson, að hann
hafi orðið var við talsverða
andstöðu gegn Kennedy með-
an þeirra, sem mest mega sín
í viðskiptalífinu. Þá munu
margir verklýðsleiðtogar
Kennedy einnig andsnúnir.
Sagt er, að skoðanakannanir
hafi leitt í ljós, að Kennedy
njóti lítilla vinsælda, og er
reynt hafi verið á þann hátt
að ganga úr skugga um, hverj
ir væru taldir líklegastir til
að verða beztu forsetarnir,
hafi Kennedy orðið mjög
neðarlega.
Þeir, sem aðhyllast
Kennedy, geri það fyrst og
fremst vegna þess, að hann
þess, að hann sé rómversk ka-
þólskur.
Þá mun hafa komið í ljós
við könnun, að Johnson á
sjálfur ekki litlu fylgi að
fagna meðal rómversk ka-
þólskra. Því hafi kostir
Kennedys orðið léttari á met
unum en ókostirnir.
Því mun Johnson ekki telja,
að það muni hafa óheppilegar
afleiðingar, þótt lögð hafi
verið hindrun í veg fyrir
Kennedy.
Vonbrigða verður vart
Þrátt fyrir þetta ríkir þó
óánægja meðal margra demo-
krata yfir því, að Kennedy
skuli ekki „vera með“. Þeir,
sem honum fylgja, segja, að
nauðsynlegt hefði verið að
hafa hann í framboði til vara-
forseta, til að tryggja ákveð-
ina hópa innan flokks.
í fyrsta lagi ungra manna,
svo og ráðamanna í Norður-
ríkjunum. Væri fylgi þessara
hópa tryggt, telja þeií-
óánægðu, myndi flokkurinn
tryggja sér sigur í þeim ríkj-
um, þar sem flestir búa í borg
um, sem aftur mýndi leðia til
heildarsigurs.
Johnson er sjálfur sagður
vera þeirrar skoðunar, að af-
staða Goldwaters til mann-
réttindamálsins muni tryggja
honum sigur í Missisippi og
Alabama. Þá mun forsetinn
telja, að ríkin Virgina og
Florida, sem snúizt hafa æ
meir á sveif með repúblikön-
um, allt frá-striðslokum, muni
alveg snúast á sveif með repú
blikönum nú.
Johnson er sagður viss um,
að hann geti, með harðri bar-
áttu, unnið ríkin Georgíu,
N-Karolína, Arkansas og
Texas. Athuganir behda til
þess, að S-Karolína og Louisi-
ana geti brugðið til beggja
vona, en það staðfestir, að
þar njóti Goldwater mikils
fylgis.
Forsetinn telur því senni-
legt, að Suðurríkin verði tví-
skipt í afstöðu sinpi, og hann
ætlar með öllum ráðum að
reyna að koma í veg fyrir, að
Goldwater vinni sér meira
fylgi.
Athyglisvert er, þó að það
kunni engan veginn að ráða
úrslitum á landsþinginu í
næstu viku, að skoðanakann-
anir Johnsons sýna, að af
þeim, sem til greina hafa ver-
ið taldir koma sem varafor-
setaefni, þá nýtur Eugene Mc
Carty, öldungadeildarþing-
maður frá Minnesota, mests
fylgis í Suðurríkjunum.
Skoðanir
í Hvíta húsinu
Johnson forseti er sagður
hafa látið þau orð falla, að
þrátt fyrir mikið fylgi Gold-
waters í Suðurríkjunum, megi
vega upp á móti því með
harðri sókn í landamæraríkj-
unum Oklahoma, Missouri,
Kentucky, Tennessee, V-Virg
iníu, og Maryland, svo og
Illinois og Ohio.
Mörg önnur vandamál eiga
ráðamenn demokrata nú við
að glíma, þótt ekki sé þar bein
línis um klofning að ræða.
Stærst þeirra er e.t.v. mann-
réttindamálið í rikjum, öðrum
en Suðurríkjunum. Talin er
hætta á, að áhrifamiklir demo
kratar snúizt á sveif með
Goldwater, vegna þess máls.
Nú, þegar John F. Kennedys
nýtur ekki lengur við, er
mannréttindamálið demokröt-
um miklu hættulegra en ann
ars hefði verið, og því hefur
óróa orðið vart í röðum
þeirra. Sjaldan hefur verið
um eins mikla óvissu að
ræða, en eini maðurinn, sem
ekki virðist láta það á sig fá,
er Johnson sjálfur.
JIIIHIIIIIIHIII1IIIUIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIHillHIIIIIIHIIIIIUIIIIIIIIHIIIIUIIIIIHIIUirH
>111111III11 llll 111III111 Ih III lllll.IIIIHIIIIHIHI..Illlllll......Ullllllllll...Hllllllllll...IIIII.........
— Varaforsefaefni
Framhald af bls. 1.
Frá því var skýrt síðdegis í
dag, að hópur blökkumanna
(demókrata), sé á leið til At-
lantic City, og ætli sér að vera
viðstaddir landsfundinn á
mánudag. Ekki hefur verið
greint frá því, hvort blökku-
mennirnir fá að sitja fundinn.
Vitað er, að leiðtogar flokks
lns vilja reyna að miðla mái-
um milli andstæðinga í mann-
réttindamálinu á landsþinginu,
án þess, að til stórátaka komi.
— Leiðbeiningar
Framh. af bls. 28
lega þar sem togátak frá veið-
arfærum getur valdið minnk-
un á stöðugleika, t. d. þegar
nót er dregin með kraftblökk
eða botnvarpan festist í botni.
6) Búnaður til að losna við
þilfarsfarm, t. d. síld á þilfari,
skal ávallt vera í góðu lagi og
tilbúinn til notkunar fyrir-
varalaust þégar þörf krefur.
7) Austursop með lokunar-
búnaði skulu ávallt vera til-
búin til notkunar fyrirvara-
laust og skulu ekki vera fest,
og þá alls ekki í slæmu veðri.
8) Þegar aðaiþilfar er útbú-
ið fyrir þilfarsfarm með stí-
um, skulu ávallt vera nægjan-
lega stórar rifur á milli stíu-
borðanna, þannig að sjór geti
runnið hindrunarlaust að aust
ursopum, og þannig sé útilok-
að að sjórinn bindist á þilfari.
9) Setjið aldrei lausan fisk
eða síld í lest, án þess að hafa
gengið úr skugga um að skil-
rúm í lestinni séu tryggilega
uppstillt.
10) Gætið þess ævinlega að
eins fáir geymar og mögulegt
er séu hálffullir.
11) Athugið vandlega allar
handbærar upplýsingar um
áfyllingu á sjó-ballestar-
geyma, og verið ávallt minn-
ugir þess, að hálffylltir geym-
ar geta verið hættulegir.
12) Lokunarbúnaður loft-
rása frá olíugeymum skal sér-
staklega aðgættur í slæmu
veðri.
13) Það er hættulegt að
treysta sjálfvirkri stýringu í
slæmu veðri, því hún getur
hindrað að hægt sé að grípa
nægjanlega fljótt til stýris,
sem þá getur verið nauðsyn-
legt.
14) Gætið sérstaklega var-
úðar á lensi og með sjó aftan
við þvert. Ef skipið hallast
eða geigar óvenjulega mikið,
mmnkið þá strax hraða skips-
ins, áður en nokkuð annað er
aðhafst.
15) Við hvaða hleðslu-
ástand sem er skal aðgætt að
fríborð sé nægjanlegt til að
tryggja sjóhæfni skipsins.
16) Gætið sérstaklega vel að
yfirísingu, sem hleðst á skipið,
og sotið alla möguleika til að
minnka hana.