Morgunblaðið - 23.08.1964, Blaðsíða 19
SunnudaguT 23. ágúst 1964
MQRGtiUBLAÐIÐ
19
l
Sauðahúsrústin. í baksýn Miðskytjuskarð.
— Á söguslóðum
fárra kosta völ, svo að þeir
sneru upp í brekkurnar í leit
að hentugum stað til varnar.
Sennilegt er, að þeir hafi ætl-
að sér upp í klettaborgirnar,
en ekki gefizt tóm til þess
og því hafi verið nauðugur
einn kostur að leita sér stað-
ar í gerðinu á örlygsstöðum.
í sama bili komu þeir Sig-
hvatur og Markús sunnan hlíð
ina hið efra, þ.e. austan Bellu
borgar, og sameinuðust liði
þeirra bræðra. Var Kolbeinn
ungi þá kominn fast að gerð-
inu að suðaustan, og voru
tveir menn Sighvats vegnir
þar á hestbaki, þeir er síðast
riðu. Allt gerðist þetta í
skjótri svipan.
Ekki er að efa, að fram-
vinda mála hefði orðið allt
önnur, ef Sturlungar hefðu
sýnt meiri fyrirhyggju, en hún
reyndist furðulega lítil og
undirbúningur átakanna frá
þeirra hendi ráðleysisfálm
hugsjúkra manna, sem höfðu
glatað trúnni á gæfu sína.
Ýmis viðbrögð Sturlu þennan
morgun og dagana á undan
sýna vel þetta hugarástand.
Það var í meira lagi óskyn-
samlegt að senda skagfirzka
bændur á njósn um Kolbein
unga og hyggjast hafa gagn
af því. Hið eina, sem af því
hlauzt, var, að Kolbeinn vissi
um hverja hræringu Sturl-
unga. Þá hafði Sturla dreift
liði sínu á ýmsa bæi í Blöndu
hlíð, og hlaut að fara dýrmæt
ur tími til að safna því á einn
stað. Hestar þeirra voru dreifð
ir um allar mýrar, svo að
menn voru flestir gangandi.
Skildir allir voru bundnir í
klyfjar og urðu ekki leystir
nema einn; sá var Sturlu ætl
aður, en hann tók ekki við.
Brynju bjóst Sturla fyrst á
orrustuvellinum og að áeggj-
an annars manns.
En stærsta og afdrifaríkasta
vanrækslan var sú, að hafa
ekki valið sér vígstöðu. Sturl
ungar höfðu Skagafjörð á
valdi sínu og gátu valið um
hin ágætustu vígi, m.a. í
Blönduhlíð, þar sem Gissuri
og Kolbeini unga hefði orðið
örðug aðsóknin þrátt fyrir all
mikinn liðsmun. En nú beindu
öriögin feigum mönnum til
örlygsstaða, og enginn tími
vannst til neins viðbúnaðar
eða skipulagningar liðsins.
Hér urðu skjót umskipti.
Kolbeiim ungi sótti fast suð-
austan að gerðinu og komust
menn hans brátt inn fyrir
hinn lága garð, og Gissur
sótti með sínu liði niður frá
hólunum úr suðvestri. Lítt eða
ekki kvað að herstjórn Sturl-
unga ,og varð þröng mikil í
gerðinu. Einstakir menn í liði
þeirra börðust af mikilli
hreysti gegn ofureflinu, en
Kolbeinn Sighvatsson flýði
fljótlega með liði sínu upp úr
gerðinu og staðnæmdist á
„grjóthörg“ nokkrum. Sr.
Björn Jónsson á iMklabæ gat
þess til við Brynjólf Jónsson,
að grjóthörgurinn væri Mikla
bæjarborg, og er það senni-
leg tilgáta, því að þaðan kom-
ust þeir í kirkju. og bæjarhús
á Miklabæ, sem þeim hefði
tæpast tekizt fyrir eftirreiðar
mönnum, ef þeir hefðu leitað
beint til fjalls. Tumi Sighvats
son komst á flótta til Eyja-
fjarðar um Miðskytjuskarð,
en Markús bróðir hans var
særður til ólífis í gerðinu og
veginn sama dag heima á Víði
völlum.
Helztu foringjar Sturlunga
feðgarnir Sturla og Sighvatur,
sem þá var 67 ára að aldri,
voru báðir að velli lagðir á
örlygsstöðum, Sighvatur sunn
an undir garðinum, en Sturla
norðvestan við garðinn. Kol-
beinn ungi lagði sjálfur spjóti
til Sighvats. þar sem hann lá,
þrotinn að mæði, en Einar
dragi veitti honum banasár.
Kolbeinn var bróðursonur
Halldóru, konu Sighvats. Giss
ur Þorvaldsson veitti Sturlu
banasár með eigin hendi og
dró ekki af högginu. Áður
hafði Sturla verið særður
mörgum sárum og var óvígur
orðinn. Var nú hefnt svikanna
við Apavatn, en fram til þessa
hafði Gissur verið friðsamur
höfðingi og óáleitinn við
menn. Sólveig, kona Sturlu,
og Þóra, móðir Gissurar, voru
systkinadætur. Mágaástin var
alltof köld á þessari róstuöld.
Kolbeinn Sighvatsson og
Þórður krókur voru teknir úr
Miklabæjarkirkju og til höggs
leiddir ásamt f jórum mönnum
öðrum. Urðu þeir allir hreysti
lega við dauða sínum og höfðu
gamanyrði á vörum.
IV.
Bardaganum á örlygsstöð-
Um var lokið. Hann hafði öllu
fremur verið vopnaviðskipti
einstakra manna en orrusta
milli fjölmennra fylkinga, og
hann stóð aðeins skamma
stund. í honum tóku þátt
fram undir þrjár þúsundir
manna, að því er ætla verð-
ur: Gissur og Kolbeinn ungi
með tæp 1700; Sighvatur
hafði tæp 500 og varla hefur
Sturla komið með færri en
700—800 menn, þar sem hann
hafði safnað liði um Borgar-
fjörð, Snæfellsnes, Dali og
Vestfirði. Alls féllu, voru
höggnir eða létust af sárum
4 menn af Sturlungum, en
einir 7 menn af Gissuri og eng
inn af Kolbeini unga. Hall-
dóra Tumadóttir á Grund
hafði látið bónda sinn og 4
syni.
En ófriði Sturlungaaldar
var ekki lokið. Enn átti mikið
blóð eftir að renna og rauðir
logar að sleikja um rjáfur.
Blönduhlíðin fór ekki var-
hluta af því. Á Haugsnesi
sunnan Djúpadals féllu um
100 manns 19. apríl 1246, og
á Flugumýri voru symr Giss-
urar Þorvaldssonar og Gró
kona hans brennd og brytjuð
22. október 1253. Að lokum
biðu allir fslendingar ósigur,
en Hákon gamli sat með unn-
ið tafl.
V.
Nú er allt kyrrt á Örlygs-
stöðum aftur. Blóð Sturlunga
er löngu runnið ofan í brúna
moldina. Nú grær fjölgresi í
móunum, þar sem gerðið var
og sauðahúsið fyrrum. Rúst-
irnar grænka snemma vors,
þar er gömul rækt í jörð. Sól
in vermir landið, og vindar
strjúka blítt um hlíðarvang
ana. Orrustugnýrinn, vopna-
grýrinn, vopnabrak, heróp og
dauðastunur, allt er þagnað;
lóan og sólskríkjan kveða hér
einar stefin sín vorlangan dag
inn. Kýr kjaga júgursíðar um
holtin, og hestar kroppa út
í mýrinni. En höfugur ilmur
mikillar minningar og örlaga
stundar stígur úr grasi og
gagntekur þann, sem hljóður
hlustar á straumnið tímans
sunnan undir gróinni rúst.
Sverrir Pálsson.
Atvinna óskast
Ung stúlka óskar eftir góðri atvinnu. Hef gagn-
fræðapróf og góða menntun í ensku og vélritun.
Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Atvinna —•
4446“. .
Ferðafólk — Ferðafólk
Vei'tingar, gisting. Höfum 20 gestaherbergi 1, 2, 3
4 manna. Útvegum veiðileyfi. Leigjum út pokapláss.
HÓTEL VILLA NOVA
Sauðárkróki.
Gjaldkeri
Gjaldkeri óskast, laun skv. kjarasamningi opin-
berra starfsmanna. Umsóknir sendist ásamt upplýs-
ingum urn fyrri störf og menntun fyrir 26. þ.m.
ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS.
Beint frá Tjong Pong
i Hong Kong
Vanaðir og fallegir BARNAGALLAR
á 1 til 4 ára nýkoninir.
Tvær gerðir í 3 litum vantsheldir og mjög ódýrir.
Heilverzl. AMSTERDAM sími 23 0 23.
Framleiðendur
Vel þekkt heildsölufyrirtæki sem mest verzlar með
nýlenduvörur, óskar að taka að sér sölu á góðum
innlendum framleiðsluvörum. Tilboð óskast sent
á afgr. Mbl. eða í box 606 fyrir miðvikudagslivöld
merkt: „Viðskipti — 4442“.
I\iýtt einbýlishús
í Kópavogi
til leigu. — íbúðin er 108 ferm., 4 herb., bað og
geymsla og er á einni hæð á fallegum stað í Austur-
bænum. Leigutími 1—2 ár. Fyrirframgreiðsla.
Verðtilboð óskast sent á afgr. Mbl. merkt:
„Einbýlishús — 1846“.
Síðasti stórleikur ársins
K.S.Í.
"
ISLAND
Landsleikurinn fer fram á
Laugardalsvellinum r dag sunnudag
23. ágúst og hefst kl. 4
Forsala aðgöngumiða við Útvegs-
bankann kl. 9—13.
KaupiH mita tímaiega
Knattspyrnusnillingurinn
ÞÓRÓLFUR BECK
teiku* meS ísl. liðiuu.
FINNLAND
Dómari: P. J. GRAHAM frá Dublín. .
Línuverðir: Baldur Þórðarson og Grétar Norðfjörð.
Lúðrasveitin Svanur leikur frá kl. 3,15 undir stjórn
Jóns G. Þórarinssonar.
Aðgöngumiðar seldir við Laugardals-
völlinn frá kl. 13.0ft
Forlist biðraðir
Knattsjiyrnusamband íslands.