Morgunblaðið - 23.08.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. ágúst 1964
15
Sálumessa
Á ÞEIM ellefu árum, sem lið-
in eru síðan hann lét fyrst
ljós sitt skína á prenti, hafði
James Bond — fyrir tilverkn
að skapara síns, Ian Flem-
ings, sem lézt nú fyrir
skömmu, aðeins 57 ára gam-
all — náð slíkum tökum á
hug lesenda sinna, að eng-
in söguhetja í sambærilegum
bókmenntum komst í hálf-
kvisti við hann. Honum var
það til dæmis sérlega lagið
að ganga svo langt í ævintýr-
sm sínum og ástum að jaðraði
við skopstælingu á sjálfum
honum, án þess að missa fyrir
það minnsta snefil af aðdrátt-
arafli sínu. Það var sama
hvað skepnan gerði, það var
ekki hægt að leggja frá sér
bók um Bond án þess að lesa
hana á enda. Og það er feikn-
arlega mikla skemmtun að
hafa úr bókunum 12 (að við-
bættri þeirri einu sem von
er á bráðlega frá hendi hins
nýlátna höfundar) þar sem
segir frá James Bond og af-
rekum hans.
öllum sanni, og finnist hann
helzt vera eins konar fyrir-
burður haldinn undarlegum
kvalalosta gagnvart sjálfum
sér og öðrum, þá heillar hann
þá eins og hina.
Því er þannig farið um
flestar njósnasögur — með ör
fáum undantekningum, sem
eru eins og teknar úr daglega
lífinu, eins og t. d. bók Maug-
hams’s „Ashenden“, sumar
bækur Amblers og hin van-
metna „The Three Couriers"
eftir Compton MacKenzie —
að þær hafa tilhneigingu til
þess að ramba á bökkum þess
fyrir Jumes Bond
Það er einhvern veginn eins
og Bond hafi verið skapaður
með sérlega lævíslegri tækni
og snillibrag, þannig að hann
sameinaði í persónu sinni alla
þá kosti sem prýða mega dag-
draumasöguhetju úr leynilög-
reglunni eins og menn vilja
hafa þær í dag, kvensaman
ráðagóðan og með á nótunum.
En um leið átti hann djúp
ítök í hugarheimi höfundar
síns. Fleming, hinn viðmóts-
ljúfi heimsmaður, gat horfið
í einu vetfangi frá lýsingum
á lífi hinna veraldarvönu
gesta eftirsóttra einkaklúbba
og yfir í hemjulausa, skóla-
strákalega einfalda grimmd
án þess að missa þráðinn.
Kannske var honum meiri
alvara í hug en hann lét uppL
Það kann að vera þessvegna,
sem Bond er alltaf sjálfum
sér samkvæmur, hversu mikl
ar öfgar sem virðast vera í
fari hans. Aðdáendur hans
halda því fram, að tilhalds-
semi hans og grimmd hafi ver
ið orðum aukin og halda á
loft hinum mikla sjálfsaga
hans, seiglu og trúmennsku.
En það skiptir engu máli. Þó
svo mönnum þyki Bond fjarri
Ian Flemming.
óraunverulega. Og því meiri
sem tilþrifin verða í sögunni,
þeim mun fjær eru þau raun-
veruleikanum. Söguhetjur
Buchans eru eins og svefn-
genglar, þegar komið er fram
yfir vissan stað í sögum hans.
Ævintýri Bonds eiga sér að
sönnu hina goðsagnakenndu
svefngengilseiginleika, sem
heyra til ævintýrum þessarar
tegundar, en þau eiga fátt eitt
anna eftir heimsstyrjöldina
slíkum. Bond hefur verið kall
aður Bulldog Drummond ár-
anna eftri heimsstyrjöldina
síðari, en sá samanburður
gerir honum hvergi nærri
nógU hátt undir höfðL
Eftirtektarverðast er þó
það, hve langt er saman að
jafna skrifum Flemings
og skrifum annarra höfunda
sambærilegra bókmennta.
Nær allar bækurnar um Bond
byrja vel og sennilega. Um-
hverfi öllu er lýst svo að ekki
verður á betra kosið og
landslagslýsingar eru fyrir-
taks góðar. Umhverfið og and
rúmsloftið í leyniþjónustunni,
M. og gæzlumaðurinn, einka-
ritrarnir dyggu, Loelia
Ponsonby og Miss Money-
penny, þetta er dálítið hjákát
legt allt saman en heillandi í
aðra röndina. Ástalífslýsing-
ar, þegar lokið er undirbún-
ingsdaðri, eru yfirþyrmandi
og mætti helzt jafna til stór-
kostlegrar auglýsingamyndar
um ástir. Úrslitaátökin eru
oft langsóttari og furðulegri
en fáránlegustu hugmyndir
ómerkilegustu reyfarahöf-
unda. En það skiptir engu
máli. Þegar að þeim er komið,
er lesandinn svo fastur í net-
inu að hann tekur ekkert
eft.ir þvL
Það er erfitt að segja til
um það, hverjar af bókunum
um Bond séu beztar. Eftir
er þokumóða minninganna og
í henni grillir í einstaka
atvik, sum ótrúlega skýr enn
þá og ljós: næturlíf New
York, í bókinni „Live and let
die“, Saratoga og hin hræði-
lega grimmdarlega leirbaðs-
píning í „Diamonds are For-
ever“, Jamaica-landslagið í
Dr. No ....
Auðveldastar endurlesning-
ar frá upphafi og til enda eru
sennilega fyrsta bókin um
Bond, „Casino Royale“ og sú
þriðja í röðinnf „Moonraker"
Hápunkturinn í Casino
Royale — chemin-de fer fjár-
hættuspilseinvígis mikla við
Le Chiffre, Smersh-njósnar-
ans sem fallinn er í ónáð
og er nær orðinn gjald-
þrota vegna fjárfestingar í
fjölda vændiskvennahúsa
skömmu áður en þeim
var lokað — er eftir-
minnilegasta atvikið sem
stendur eitt sér. Yfir þessari
bók er óskert nýjabrumið og
ferskleikinn sem jafnan
fylgir fyrstu bókum rithöf-
unda. M. kemur þarna við
sögu en er ekki ein áþreif-
anlegur og hann átti eftir að
verða síðar, en annars er
þarna flest það sem síðar
varð „fastir liðir“ í bókum
þessum, þá á meðal hinn
útmældi, flókni dry martini
Bonds: „í djúpt kampavíns-
glas, skal setja einn skammt
af Gordons, einn af vodka,
hálfan af Kina Lillet.
Vesper Lynd, njósnarinn
sem lék tveim skjöldum og
var því fyrirfram dæmd er
eins raunveruleg og allar síð-
ari stúlkurnar í sögunum um
Bond, hvort heldur þær voru
heimsborgarar á borð við
Tiffany Case tæplega með
fullu viti eins og Honeychile
Rider.
„Moonraker'* hittir í mark
með snilldarlegri hagnýtingu
M. á kvöldverðinum í spila-
klúbbnum „Blades“ og
hinni stórkostlegu bridge-
gildru, sem Bond leggur
fyrir hinn illræmda leyni-
nazista, Sir Hugo Drax. Drax-
skarar fram úr öllum öðrum
illmennum í bókunum um
Bond, svo skýr er persónu-
sköpun hans. Hinir óþokkarn
ir, Mr. Big, Dr. No., Blofeld
sá sem alls staðar skýtur upp
kollinum, hin ferlega Rosa
Blebs (sem Lotte Lenya gerði
gjörsamlega óþekkjanlega í
kvikmyndinni „From Russia
with Love, eru eins og leik-
brúður í samanburði við
hann.
Kvenhetjurnar mást út 1
þoku minninganna, en það
væri guðlast að nefna hér
ekki til mesta sigur Bonds á
því sviði, Miss Pussy Galore,
lesbíska glæpakvendið sem
hann sigraðist á um síðar í
lok bókarinnar „Goldfinger"
þótt við ramman reip sálfræði
legra og kynferðislegra sjón-
armiða væri að draga. Það
bókarinnar „Goldfinger". Það
má vel vera, að Bond hafi í
raun og veru, eins og reyndar
Fleming alltaf hélt fram,
verið maður „mjög róman-
tískur að eðlisfari, sem alltaf
var einstaklega blíður og nær
gætinn við stúikurnar sínar“.
Fjöldi atvika rennir stoðum
undir þessa kenningu, mér
kemur í hug þegar hann saug
sækvikindisnálarnar úr fæti
Domino Vitale í „Thunder-
ball“.
Manni hrýs beinlínis hug-
ur við að horfa fram á veg-
inn og sjá þar hvergi framar
hilla undir James Bond.
Menn munu sakna hans allt
frá Pentagon til Kremls.
Hann lætur eftir sig milljón-
ir dagdreymenda, sem nú
verða að láta sér nægja of
gnótt eftirlíkjenda, sem eru
aðdáendum Bonds jafn óþol-
andi ónógar og nautnamann-
inum gamall hampur á eftir
góðu persnesku hashish.
(Observer —
3
|
i
=3
3
ÍuWIIIIMMMIHIHIMMIHMIHMHIMIMIIIIHMIIItHIIIMHIIIMMIMIIMUIMMIMIIHIIIMMMIHIIMIIHIIMHIIIIMMIMIHHIIMIIMIIMHIIIIIIHIIIIIMHHMIIMIIIr
llllllllllimt“HIIIIHIHWH»HillH»»lHHlHllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIUHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHr.
F. 3
— Heklumynd
Framhald af bls. 3.
•Ut saman fyrir augum mér.
Ég vildi ekki skoða Eldgjá.
Kannske fer ég réttu megin
að henni seinna, upp Skaftár-
tunguna, bara til að skoða
hana eina.
Við borðuðum smjörköku,
harðfisk og eppelsínu. Það
var dýrðieg veizla hjá lista-
manninum. Ég hélt að hann
ætlaði að fara að verða senti-
mentaL en þar skjátlaðist
mér. Eilífðarmálin voru rædd
af raunsæi, þessari mannlegu
logik, sem einkennir Kjar-
val.
— Er þessi mynd gerð fyrir
austan? segjum við og bend-
um á listaverk af konum,
íjalli og sjó.
— Af hverju heldurðu það
Kannske er eitthvað í henni
að austan. Hún er af konum
sem ekki vilja skyggja á sig
neinstaðar. Þess vegna setti
ég hendina á þessari upp. Ég
veit ekki hvað hún á að heita.
Hönd listamannsins skalf
örlítið þegar hann kveikti í
vindlinum fyrir mig og við
kvöddumst með djúpri virð-
ingu hvor fyrir öðrum.
— vig.
★
tilkynni
Nú á næstunni verða Iaus til blaðadreifingar fyrir Morgun-
blaðið allmörg hverfi víðsvegar um borgina og í úthverfum
hennar.
Þeim er hug hafa á starfinu verða gefnar nánari upplýs-
ingar í afgreiðslu Morgunblaðsins. — Símið eða komið.
sími 22480.
— Austurlandaferð
Framh. af bls. 2
„hvítu borga>r“, Memfis, óg „borg
ar eilílfðarinnar", Sakkara, og
til pýramídanna frægu og sfinx-
ins í Gíza, þar sem ferðafólk-
inu gefst kostur á úlfalidiareið.
Að kvöldi annars dags í
Kaíró verður síðan flogið til
„Efra-Egyptalands“, þar sem
heimsóttar verða hinar fom-
frægu og ginnhélgu borgir Lúx-
or og Kamak, sem geyma ýms-
ar merkustu fornmenjar verald-
ar, m.a. Sfinx-göngin, Amm-
ons-hofið mikla og Konungadal-
inn með gröfum allra
helztu faraóa Egyptalands. í
Lúxor verður gist í hinu nýja
og glæsilega hóteli „New Wint-
er Palace“.
Eftir tvo heila daga í Lúxor
og Karnak verður flogið aftur
til Kaíró, dvalizt þar eina nótt
og síðan flogið með þotu til
Aþenu næsta morgun. í Aþenu
inu gefst kostur á úlfaldarreið.
dómar grísku borgaríkjanna.
dvelst hópurinn fjóra daga, skoð
ar hinar merku minjar á Akró-
pólis, Parþenon-hofið og aðra
heigidóma sem enn standa, heim
sækir þjóðminjasafnið, skoðar
nýju borgina og fer í dagsferð
til Delfí, helgasta staðar Grikk-
lands til forna, sem ligjgur um
160 kílómetra fyrir norðan
Aþenu. Þar verða m.a. skoðuð
hið forna hringleikahús, sem
er að mestu óskemmt, ílþrótta-
leikvangurinn og ýmsir helgi-
dómar grísku borgríkjanna.
Frá Aþenu verður flogið til
Lundúna 28. október og dvalizt
þar tvo heila daga, en flogið
heim til Reykjavíkur að kvöldi
30. október.
Fararstjóri í þessari ferð verð-
ur Sigurður A. Magnússon rit-
'höfundur, en hann var farar-
stjóri í báðum fyrri Austur-
landaferðum Útsýnar og er ná-
kunnugur öllum þeim stöðum
sem heimsóttir verða.
Útsýn hefur tryggt sér gist-
ingu á fyrsta flokks hótelum
í öllum þeim borgum, sem gist-
ar verða, enda hefur aðbúð
mjög verið rómuð í fyrri ferð-
um. Þar sem nauðsynlegt er að
fá áritun á vegabrétf þátttak-
enda fyrir öll Arabalöndin,
verða pantanir í ferðina að
berast í síðasta lagi fyrir 15,
september, svo hægt verði að
koma vegabréfunum til Lund-
úna og heim aftur, áður en lagi
verður aí stað.