Morgunblaðið - 23.08.1964, Side 12
12
MORCU N BLADIÐ
Sunnudagur 23. ágúst 1964
fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit'iiiiiiiiiiiiiiiin
!=
„Verst að þurfa að raka
sig með kðldu vatni"
XJM daginn áttum viff, blaffa-
maður og ljósmyndari Morg-
unblaðsins leiff um Kjöl, þeg-
ar viff sáum skammt utan viff
veginn tjaldbúðir miklar. Var
þar þá staddur leiðangur
brezkra skólapilta ásamt for-
ingjum sínum. Við ókum að
tjöldunum og óskuðum eftir
i Jón Xorfi fyrir framan tjald
jsitt.
aff ná tall af yfirmanni leiff-
j angursins. Okkur var vísað aff
tjaldi hans, sem stóð yzt í
þyrpingunni, og hittum við
þar fyrir Maj. Stanford, allra
viðkunnanlegasta mann. Hann
bauð okkur innfyrir og rabb-
aði við okkur stundarkorn. —
Sagði hann m.a.:
— Hér eru eingöngu úrvals
I menn. Hér eru 68 drengir og
\ 11 foringjar auk tveggja ís-
I lenzkra pilta, þeirra Guð-
mundar Björnssonar og Jóns
Torfa Jónassonar. Brezku
drengirnir eru allir valdir úr
! stórum hóp umsækjenda, og
j eru þeir úr ýmsum áttum, allt
frá iðnverkamönnum til til-
vonandi háskólanema.
— Hvað heitir þessi félags-
skapur?
— Félagsskapurinn heitir
British Schools Exploring
Society og er eingöngu skip-
aður áhugamönnum. Foringj-
arnir hérna eru til-dæmis allir
sjálfboðaliðar.
— En hver borgar þá leið-
angra sem þennan?
— Það gera drengirnir sjálf-
ir að einhverju leyti, en ýms-
ir aðilar, svo sem menntayfir-
völd á hverjum stað og fleiri
styrkja þá að talsverðu leyti.
— Og hvað kostar svona
leiðangur?
— Hann kostar um £5000,
en hver þátttakandi þarf að
borga £ 160. Ef einhver drengj
anna hefur ekki efni á að
borga fær hann styrk.
— Hver er tilgangurinn með
leiðangrinum?
— Tilgangurinn er sá að
kenna drengjunum útivist og
hvernig ber að haga sér í úti-
legum. Einnig kennum við
þeim alls konar rannsóknir,
svo sem veðurmælingar, kort-
lagningu, jarðfræðirffnnsóknir
o. fl.
— Hverjir eru foringjar
hér?
— Foring.iarnir eru úr ýms-
um áttum. Margir þeirra eru
úr hernum, en hér er líka
skólastjóri og jöklafræðingur.
Skilyrðin fyrir því að menn
geti orðið foringjar hér eru
þau að þeir hafi áður verið í -
slíkum leiðangri.
— Þið hafið komið hingað
áður? j
— Ég hef ekki komið hing-
að áður, en hópar frá þessu
félagi komæJiingað 1951, 1952,
1956 og 1960.
■— Hvernig hefur veðrið
verið?
— Síðan við komum hingað,
þann 30. júlí, hefur verið mjög
gott veður, nema fyrstu nótt-
ina, þá snjóaði.
— Hvernig hafið þið hagað
starfinu hér?
— Við byrjuðum á því að
senda hópa til þess að kannq
landið hér í kring. Var það
mjög góð æfing fyrir dreng-
ina áður en til stórátaka kom.
Síðan hjálpuðust allir að við
að setja upp bækistöð fyrir
landmælingamenn, sem hafa
að undanförnu kortlagt um-
hverfið. Þá sendum við nokkra
pilta, sem áhuga hafa á nátt-
úrusögu, upp á Hveravelli og
veðurfræðingar settu upp tjald
búðir í grennd við aðalbæki-
stöðvarnar og á Bláfelli. Við
höfum nú sent nokkra hópa
upp á skriðjökulinn úr Lang-
. jökli og hafa þeir gist eina
nótt á jöklinum. Við miðum
að því að allir gisti a.m.k.
eina nótt þar. í lok leiðangurs-
ins verður farið í 16 daga
gönguferð hringinn kring um
Hofsjökul og hafa tveir hópar
verið að leggja út vistir að
undanförnu. Einn hópur á eft-
ir að fara þvert yfir Langjökul
á Arnarvatnsheiði og annar
suður fyrir jökulinn til þess að
finna tjaldstæði fyrir næsta
leiðangur.
— Hvenær farið þið svo héð
an?
— Við förum héðan 11. sept.
til Reykjavíkur og þaðan þann
tólfta.
Við þökkum fyrir og ætlum
að kveðja en Maj. Stanford
býðst til þess að sýna okkur
tjaldbúðirnar. Við þiggjum
það auðvitað með þökkum.
2750 pund af kexi
Tjaldbúðirnar eru við
Svartá, rétt hjá Fremri-Skúta.
Þarna eru samanlagt milli 20
og 30 tjöld. Stórt birgðatjald er
þarna, en þar hittum við fyrir
Keith Crocker birgðastjóra,
sem sýnir okkur innihald
tjaldsins. Allur matur er þarna
niðursoðinn eða þurrkaður,
Maj. Standford, yfirmaffur leiðangursins viff eina farartækiff
í leiðangrinum.
fullt af alls konar lækninga-
tækjum, sem við kunnum eng-
in deili á. Læknirinn segir
okkur, að hér hafi þeir tæki til
næstum hvers konar lækninga.
Geti þeir meira að segja fram-
Guðmundur Bjornsson. Bak
kexkössum.
meira að segja mjólkin. Sér-
staka athygli okkar vekur
stafli af kexkössum.
— Mestur hluti matarins hér
er kex, segir Crocker, — við
komum með nákvæmlega 2750
pund af kexi með okkur. Það
kemur svo í minn hlut að
skipta matnum milli drengj-
anna. Hér fá menn sama mat-
inn á hverjum degi og er hon
um úthlutað daglega. Er allt
nákvæmlega mælt eftir hita-
einingum.
Við höldum áfram og kom-
um að „spítalanum". Maj.
Stanford segir okkur, að tveir
læknar séu með í ferðinni og
hittum við annan þeirra í
„spítalanum", sem er tjald
við hann er hlaði af tómum
kvæmt botnlangauppskurð ef
þörf krefji. Notaði blaðamað-
ur Mbl. tækifærið til þess að
fá plástur á rispu, sem hann
hafði fengið á fingur sinn um
morguninn.
Kann vel við matinn
Maj. Stanford býðst til þess
að sýna okkur bækistöðvar
landmælinganna, sem eru
nokkru sunnar. Við förum
þangað og hittum þar Jón
Torfa Jónsson, annan íslend-
inganna, sem eru þarna. Jón
var í 3.. bekk Menntaskólans
í Reykjavík sl. vetur. Sagði
hann okkur að sér líkaði vistin
þarna vel. Farið er á fætur kl.
7 á morgnana og byrjað að
vinna um kl. 8. Er síðan unn-
ið eftir birtu og veðri og venju
lega hætt kl. 7. Við spurðum
hvernig maturinn væri og lét
hann vel af honum. Á morgn-
ana fá þeir hafragraut, kex-
pakka og te eða kaffi. í há-
deginu fá þeir tvo kexpakka,
súkkulaðistykki og ostbita. Á
kvöldin fá þeir svo kjöt,
þurrkað grænmeti, og e.t.v.
hrísgrjón eða rúsínur og síðan
kakó. Sagði Jón að hann kynni
ágætlega við matinn þó nokk-
uð tilbreytingalaus væri.
Votur
Við snerum nú til baka til
aðalbækistöðvanna þar sem
við hittum Guðmund Björns-
son, sem var þá nýkominn úr
7 daga gönguferð norður fyrir
Hofsjökul, til þess að leggja út
vistir fyrir gönguferðina
miklu. Við spurðum hvernig
honum hefði gengið.
— Þetta gekk ágætlega. Það
var verst hvað maður var vot-
ur á leiðinni. Þarna voru
margar ár, sem við þurftum
að fara yfir og maður var
varla fyrr orðinn þurr en mað-
ur þurfti að vaða aftur.
— Hvernig líkar þér dvölin
hér?
— Mér líkar vel. Maturinn
er að vísu ekkert afbragð, en
maður er þó aldrei svangur.
— Hvernig líkar þér við
Framhald á bls. 23.
i Séff yfir tjaldbúffirnar viff Svartá. Héma er nesti fyrir tíu manns í einn dag.
jfii.........................................................................................................................................................................................................................iiiiiiiiib
wiiffliimmniinniinmniiimm iiiiiiitiitimiiniTiiniiiiniiiiiiiiiiiiniiniiiiiiniiiinnniniiiiiiiiiniiniiininiimiiiiniimninniinTiiuiTTiminuiiiimmmmni