Morgunblaðið - 23.08.1964, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.08.1964, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐlð Sunnudagur 23. águst 1984 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlancU. í lausasölu kr. 5.00 eintakið._ HRINGEKJAN ¥ hverju þjóðfélagi er talið 4 nauðsynlegt, að opinberir aðilar sjái fyrir mörgum sam- eiginlegum þörfum. Þá er það talið skylda Og á ábyrgð þjóð- félagsins, að þeir, sem af ýms- um ástæðum geta ekki séð sér farborða, líði ekki skort. Það eru hinsvegar takmörk fyrir atbeina opinberra aðila að þjónustustarfsemi, hjálpar- starfsemi og ekki sízt beinni eða óbeinni þátttöku í atvinnu lífinu. Flutningur milli vasa hefur sjaldan þótt ábatasam- ur atvinnuvegur, einkum þeg- ar slíkur flutningur er kostn- aðarsamur. Ríkisvaldið og sveitarfélög eru ekki á þessum sviðum mikils megnug umfram upp- hæð opinberra gjalda. Rekst- ursfé þeirra eru skattar og út- svör þegnanna og önnur opin- ber gjöld. Það er brosleg jafn- aðarmennska, þegar öllum eru greiddar fjölskyldubætur, án tillits til þurftar og þær sömu bætur eru síðan skatt- lagðar sem tekjur. í slíkt um- stang fer jafnframt stórfé. Ó- þarft skrifstofubákn er ekki sú Gróttakvörn, sem malar þegnunum gull. Þjóðfélagið hefur skyldum að gegna gagnvart þurfandi meðbræðrum. Það er ekki að- eins vegna getu og menningar okkar, heldur einnig vegna þess, að lífsskoðun íslendinga og kristin trú boða samhjálp og samábyrgð. Öllu stærri hlutur af út- gjöldum ríkisins fara til þess að kosta ótímabæra þátttöku og afskiptasemi af atvinnulíf- inu. Fer til þess að greiða styrki og bætur, sem eru deyfi lyf en ekki lækningar. ísland er lítið land og þessvegna má vera, að afskipti opinberra að- ila eigi oftar við, vegna getu- leysis einstaklinganna. En því má ekki gleyma, að það er einmitt sama ríkisvaldið, sem stuðiar að slíku getuleysi í at- Vinnumálum, vegna hárra skatta atvinnuveganna, sem eru rændir rekstursfé sínu, sem síðan er að hluta varið til Styrkja og bótagreiðslna. Það þjóðfélag, sem við er- um á leið til, minnir á skop- lega hringrás bætiefna í mjólk urbúi einu. Það var sett á stofn til vinnslu varnings sem því miður reyndist ekki Unnt að selja. Þar seldu bændur mjólk sína til mjólkurbúsins, sem síðan vann úr mjólkinni þurrmjólk með ærnum kostn- aði og seldi hana síðan aftur til bændanna undir kaupverði hráefnisins og þeir notuðu hana síðan til þess að gefa kúnum og auká nyt þéirra til vaxandi framleiðslu þurr- mjólkur. Velferðaríkið svonefnda getur verið harður hús- bóndi og dýr munaður. Stefn- um heldur að hagsældarrík- inu, þar sem frelsi einstakl- ingsins er aflgjafinn. Þar sem f jármagnið er í höndum þegn- anna en ekki stjórnmála- manna og ríkisvalds, sem gef- ur á garðann. Hagsældarríkið veitir öllum nóg að bíta og brenna, án skrifstofubákns og ríkiseinokunar. Það er tak- mark þegnanna, að stefna til þess ríkisvalds, sem er þjónn þeirra en ekki herra. SAMSTAÐA MEÐ NORÐUR- LÖNDUM ipör utanríkisráðherra um Noreg og Finnland er lok- ið. Hann sóttf boð þarlendra stjórnvalda og hefur för hans vakið athygli og verið mikið um hana ritað í norsk og finnsk blöð. Kemur fram góð- ur hugur í garð íslendtnga í þeim skrifum, enda eðlilegt. Norðurlöndin öll eru mestu og beztu vina- og samstarfsþjóð- ir okkar. Samvinna okkar við Norðurlöndin hefur verið ís- lendingum ómetanlegur stuðn ingur, ekki aðeins í utanríkis- málum, heldur éinnig í menn- ingarmálum og Öðrum efnum. Samleið okkar með Norður- landaþjóðum er löngu stað- fest bæði í orði og á borði. — Ferð utanríkisráðherra hefur vakið athygli á þessari sam- stöðu. SVÍFUR AÐ HAUSTIÐ TJTaustið er enn snemmbor- ið og stonfar uppskeru bænda og garðyrkjumanna í háska. Veðurfar og árstíðir eru okkur íslendingum harð- ur húsbóndi. Einhver áhættu- samasti atvinnuvegur okkar er landbúnaður, sem á vel- gengni sína undir því sem landið gefur og veður leyfir. Hugur allra er því nú hjá þeim, sem eiga uppskeru sína undir duttlungum íslenzks veðurfars. Ef illa fer geta margir beðið stórtjón og hefur slíkt tjón þegar orðið, t.d. á uppskeru jarðepla ’í Þykkvabæ. Þessir menn hafa áður séð ávöxt erfiðisins fara illa, en hafa ekki látið sér bregða. Þar eru menn, sem trúa á landið. Arabískur höfðingi, Suleiman al Huzail frá Beersheba í Isra- el, auglýsti fyrir skemmstu, að hann hyggðist byggja ameríska álmu við kvennabúr sitt og vildi borga amerískri stúlku tvær milljónir króna fyrir að dvelja þar árlangt. Ein stúika svaraði tilboði hans, frú Marie Miller, frá Dayton í Ohio, sem er frá- skilin og á tvær telpur, 5 og 3 ára gamlar. Frú Miller hefur fram að þessu unnið við færiband í raf- magnsverksmiðju í Dayton. Hún segir, að markmiðið með ævin- týrinu í kvennabúrinu sé að tryggja framtíð dætra sinna. Hún er 162 cm. á hæð, reykir ekki og neytir sjaldan áfengra drykkja. Hún segist hugsa sér að taka dætur sínar með sér. í auglýsingunni tók Huzail fram, að hann mundi bor-ga ferðakostn að þeirra, sem áhuga hafa á til- boðinu og fylgdarmanni þeirra til Negev-eyðimerkurinnar, jafnt þótt ekkért verði af ráðahagnum. Huzail er á sjötugsaldri og á 140 börn með 53 konum. í aug- lýsingunni tók hann það fram, að hann ætti aldrei meira en fjórar löglegar konur samtímis. Tekjur hans nema kringum 600 millj. á ári. Hann bauð leikkon- unni Kim Novak stöðuna, áður en hann auglýsti. en hún svaraði ekki tilboði hans. Enn eru giftingarmál Haralds krónprins af Noregi efst á baugi i norskum blöðum. Sunmöre Ar beider Avis fullyrti fyrir nokfcr- um dögum, að krónprinsinn vildi giftast Sonju Haraldsen, sem er af borgaralegum ættum, og hóti því að „pipra“, fái hann ekki 3túlkuna. Segir blaðið, að Ólafur konungur samþykki fyrir sitt leyti ráðahaginn, en stórþingið ekki. Afleiðingin' verði sú,1 að konungsdæmi í Norégi lfeggist niður. 1 Fleiri blöð í Noregi hafa birt Ahorfendur voru lítt hrifnir af söng hennar, en vru ánægðir að standa augliti til auglitis við eina persónuna í Profumo- hneykslinu. Hún sagði þeim og Þegar bítlarnir komu til San Franciseo á dögunum bóku aðdá endur þeirra á móti þeim með óhljóðum á Hilton-hótelinu þar i borg. Af þetm sökum veittu engic Fleiri hundruð virðulegir Stokkhólmsbúar brguðu með glöðu geði kringum 800 krónur fyrir að sjá hneykslunarhelluna frægu, Mandy Rice-Davies með eigin augum. Hún er nú ráðinn í nokkra daga í næturklúbbinn „Ambassador“, sem stendur við Melinda, yrði umsvifalaust tek- in frá móður sinni og látin í um sjá föðurins. í>ó gat hann þess að Happy mætti heimsækja börti sín við og við, eftir nánara sam- komulagi, Barátta frú Rockefeller fyrir börnum sínum hefur lægt óá- nægjuraddirnar sem létu sem hæst að sér kveða, þegar hún yfir gaf mánn sinn og heimili árið 1963 til þess að giftast Rock*»- fetler. greinar og hugleiðingar um þetta mál síðustu daiga og hafa rtsið upp deilur miklar i fram- tialdi af þessum blaðaskrifum. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir nokkrum árum af Haraldi og Sonju, en þau hafa þekkst i mörg ár. í fréttunum 3itt af hverju úr þeim málaferl- uis. Hún var siðsamlega klædd, í glitrandi kvöldkjól, og með henni voru unnusti hennar, Pierre Cervello, barón, og bróð ir hennar David, sem er um ivítugt. Mandy tók á móti blaðamönn- utn á fiugvellinum í Stokkhólmi eins og hver önnur heimsdama og sagði þeim allt 3em þá fýsti að vita. Hún sagðist enn ekki geta farið út á götu í Ix>ndon án þess að vekja athygli Þar hefur hún haft ofan aif fyrir sér með því að lesa upp ka.fla úr ,,L.ady Chatterleys I>over“ í útvarpið. Hún telúr það hafa verið rangt af kvennasamtökunum í Tyrk- landi að beita sér fyrir að reka hariy úr Landt, eins og frægt er arðið. Það eigi ekki að dæma menn eftir víxilsporum þeirra, heldur framkómu þeirra eftir á. Happy Rockefeller hefur nú hafið baráttu fyrir dómstólunum til þess að fá umráðarétt yfir fjórum börnum sínum frá fyrra hjónabandi, en þau eru: James, 13 ára, Mangaretta, 11 ára, Carol, 8 ára og Melinda, fjögurra ára. Fyrrverandi eiginmaður hennar, vísindamaðurinn William Mur- phy, sem vinnur hjá Rockefeller stofnuninní, kveðst gera allt sem hann geti tíl þess að dæma *f henni móðurréttinn. Murphy er giftur aftur g hefur þrjú elztu börnin >tijtá sér. Löigffræðingur hans heimtaði, að ynesta bariuð. athygli neyðarópi frú Gertrudo Goodman, sem í sama augnablíki var skotin í höfuðið af þjófi, sera síðan hvarf í mannþröngina með gimsteina hennar, peninga og loðfeld. Konan lézt ékki, en ligg ur í sjúkrahúsi miili heims og helju. Hótélstjórinn var strax í upp- hafi smeykur við að hýsa Öítl. aná, þó hann byggist ekki við að glæpur yrði framin meðau þeir dvelja í gistihúsinu, gegn ur nú friðmælzt við bítlaaðdá- endúr þar í borg og boðizt til að gefa klúbbnum þeirra hand- klæði, sængurfatnað, tannbursta o.þ.h., sem bítlarnir nota meða« þeir geta haft áhrif á erlendri því að þeir láti vera að gera aðsúg að hóteli hans. Meðfylgjandi mynd er af bítl- unum við komu þeirra til Sa* Fransiseo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.