Morgunblaðið - 23.08.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 23.08.1964, Síða 17
Sunnudagur 23. ágúst 1964 MORGU N BLAÐID Adolf datt I lækinn. Ilann er svo kaldur, segja stclpurnar mei aðdáun. Systir Clcmentia med nokkrum stelpunum fyrir utan svefnskálann ÞEGAR ekið er frá Hvera- gerði, eftir veginum, sem ligg ur suður með hlíðinni að Þrengslaveginum nýja, þá hef ur undanfarnat vikur mátt sjá hópa af börnum að leik á túninu á bæ, sem heitir Riftún. Þetta býli keypti kaþólski söfnuðurinn í Reykja vík í vetur og hefur rekið þar barnaheimili í sumar, tekið tvo flokka barna, þann fyrri í fjórar vikur og þann seinni í 6 vikur. Hafa kennararnir í Landakotsskólanum eytt vor- inu og sumrinu í að koma þarna upp aðstöðu fyrir sum ardvöl barna og að hugsa um börnin. — Systir er úti í hlöðu að Sera Georg horfir á drengina leika sér. Stelpuliðið sigrar í knattspyrnu þegar presturinn leikur með þeim hjálpa strákunum að smíða senuna, sögðu krakkarnir sem voru í knattspyrnu úti á tún- inu, þegar við ókum í hlað s.L þriðjudag. Þetta var síðasti dagurinn þeirra í sveitinni og í því tilefni ætluðu þau að hafa kveðjusamsæti höfðu boð ið til sín heimilisfólkinu á næsta bæ, Þóroddstöðum. — Stelpurnar voru búnar að æfa leikritið Ganglera, og strák- arnir ætluðu að syngja og leika á hljóðfæri. Nú voru strákarnir að útbúa samkomu salinn, höfðu slegið sundur tré kassa og lagt á moldargólfið, og gólfdúk úr Landakotsspítal anum gamla yfir og voru að klambra upp leiksviði. Þar fundum við systur Klemensíu. Hún gekk með okkur um svefnskálana, sem komið hef ur verið upp þar sem áður var fjósið. Fyrir átta mánuð- um bauluðu þar kýr, nú eru þarna tveir snyrtilegir salir, hjálpar okkur! Séra Georg keppir með stelpunum. — En er nokkur hræddur við hundinn? — Bara ein stelpa, sem fer í 11 ára bekk næst. Hún var voðalega hrædd, en nú er hún alveg að verða góð. Við feng- um plús í einkunn þegar hún hætti að vera hrædd við hund inn og klappaði honum. Svo nú er enginn hræddur lengur. — Veiztu það, einu sinni fórum við að veiða niður í Þorleifslæk. Við veiddum einn ál. En margir fóru að synda í læknum. Adolf datt í læk- inn í öllum fötunum. Hann Adólf er svo kaldur, hann rennbleytti nærbolinn sinn. Og það var svo voða hlægi- legt að sjá systir fara yfir ána........ Og við fáum að vita að bezti dagurinn hjá strákunum hafi verið þegar búið var að rífa elzta fjósið og þeir fengu að hjálpa til við að þrífa flór- inn. En það kvöldið hafði syst ir nóg að þrífa. Við göngum í bæinn. Þar er Margrét Möller önnum kaf in við að smyrja brauð og skreyta borð fyrir veizluna um kvöldið. — Hún býr til voða góðan mat, þó hún sé bara föndurkennari, segja krakkarnir. — Ég er orðin svo feit, bætir önnur við. — «g sé það á buxnastrengnum mínum. Og hinar taka undir það og sýna strenginn sinn. Þegar rignir kennir Margrét annar fyrir stelpurnar, sem eru 18 talsins, og hinn fyrir Strákana, sem eru 14, og þar standa vandlega uppbúin rúm í röðum. Á ganginum eru skáp ar fyrir fötin, gamlir skápar úr Landakotsspítalanum, og salernum og vöskum var kom ið fýrir í gamla mjólkurhús- inu. Allt þetta hafa kennar- arnir málað og veggfóðrað með hjálp barna úr skólan- um, sem fóru méð þeim austur í skólafríunum í vetur. — Parkettgólfið var sett á af vel unnurum í sjálfboðaliðsvinnu, en nýju kojurúmin fékk séra Georg í Hollandi, þegar hann fór heim í leyfi, Þarna hefur mikið starf verið unnið, en nú er þetta allt orðið hrein- legt og snyrtilegt. Á milli svefnskálanna er herbergi systur Klemensíu. — Eruð þið nokkuð óiþekk að fara að sofa? spyr ég nokkrar stelpur. Boriiin taka til hendinni og hjálpa til við að hreinsa draslið úr læknutu. — Ne—ei, bara strákarnir stundum. En þegar við förum ekki að sofa, þá bankar systir í vegginn, Þá vitum við að hún er orðin dálítið reið við okkur. Og þær byrja að segja frá, hver upp í aðra, að þær eigi bú uppi undir klettunum, að á bænum sé svartur hundur með gröft í augunum, að krakkarnir hjálpi til og hafi hver sitt skyldustarf, og þegar einhver gerir eitthvað vel, þá fái flokkurinn plús, en ef hann gerir illa eða svíkst um, sé dregið af flokknum, en flokk arnir eru strákahópurinn og stelpuhópurinn. Og stelpurnar keppa í knattspyrnu við strák- ana. — Vinnið þið þá nokkum tíma? — Já, þegar presturinn börnunum að búa til alls kon- ar muni, sem hanga þarna um alla stofuna. Fyrstu vik- urnar sem þessi hópur var í sv'eitinni rigndi heilmikið, en nú hafði verið gott veður í tvær vikur. Og úti vantar ekki viðfangsefnin. Og nú er þessari sumarleýf- isdvöl að ljúka. Skólinn byrj- ar eftir 10 daga með miklum Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.