Morgunblaðið - 23.08.1964, Qupperneq 21
SunnudagUT 23. ágúst 1964
MOHGUNBIAÚIO
21
Grjótið bjargaði trjánum
Og Gunnlaugur gekk með
okkur að fallegum lundi með
um 30 stórum trjám, sem öll
voru al-laufguð. Þetta voru
trén, sem áttu að verða jarð-
ýtunni að bráð.
Annars koma flest
trjánna úr Safamýrinni, Feils-
múla og Stóragerði, segir
Gunnlaugur. Og hann bætir
við: Svo á ég nokkur tré niðri
í bæ.
urstræti þar sem Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar var til
húsa áður en Almenna Bóka-
félagið reisti þar stú.hýsi sitt.
Eins og borgarbúa „,una voru
þar stórir og muílir búðar-
gluggar, og var verið að rífa
þá úr þegar Gunnlaugur kom
að. Spurði Gunnlaugur hvað
gera æ-tti við þessar forláta
rúður úr tvöföldu gleri, og
var sagt að þær yrðu ekki
notaðar í nýja húsið. Festi
Gunnlaugur þá kaup á glugg-
unum á staðnum, og sendi
mági sínum mál af þeim, en
utan um þá var svo „kofinn“
teiknaður. Yar það því ekki
arkitektinum að kenna að
„kofinn" varð að veglegu
húsi. En teikningu þessa lagði
Þorvaldur fram í skólanum
sem prófverkefni. Og er ekki
að efa að hann hefur fengið
ágætiseinkunn.
En til að þóknast húsráð-
endum skulum við snúa okk-
ur að gróðrinum, þótt skrifa
mætti langt og skemmtilegt
mál um stutta og ánægjulega
dvöl í „Helluvík“, en það nafn
ber sumarbústaðurinn.
Bústaðinum fylgir mikið
land, sem áður var lítt gróið,
eins og sést af umhverfinu.
Ekki var bústaðurinn fyrr ris-
inn af grunni en húsráðenflur
hófu ræktun umhverfisins, og
það á .fremur óvenjulegan
hátt. Við höfum oft heyrt um
menn, sem eignast land og
planta í það örlitlum trjáplönt
um, sem varla ná upp úr grasL
En hér átti að setja niður tré
í dag sem væru( skógur á morg
un.
Fyrsta tréð var flutt sum-
arið 1961. Og það var ekki
neitt smá trj, heldur um
tveggja metra hátt birki. Því
var komið fyrir í brekku fyrir
framan bústaðinn, og þar
stendur það í dag og dafnar
vel. Gunnlaugur tók nefnilega
það ráð að hlaða grjót-hnull-
ungum meðfram trjástofnin-
rom til að tréð haggist ekki
eftir að það var gróðursett,
og nægði það til þess að vetr-
arvindarnir náðu ekki að slíta
hárfínu ræturnar, sem færa
trénu næringu.
Þessa aðferð hefur Gunn-
laugur notað alltaf síðan.
Hann hefur flutt mikinn
fjölda trjáa í lóðina og um
500 þeirra voru á annan meter
þegar þau voru flutt. Afföll
hafa verið innan við 5%, og
þá aðallega vegna þess að rót-
arhnullungar hafa lnskast í
Minnl inyndin sýnlr brekkuna fyrir ofan Helluvík eins og hú n leit út 1961 þegar trjáflutningur var a» hefjast. A myndinni
eru þau frú Herdis Þorvaldsdóttir, Sverrir Þórðarson og dr. G unnlaugur Þórðarson við gróðursetningu. Stærri myndin sýnir
■ömu brekku eins og hún er nú. Dæturnar leika sér á nýrri gr asflöt meðan húsbóndinn skoðar gróðurinn.
Þarsa eru dæturnar, Tinna Þórdis og Snædis, hjá grenitrjám, sem voru komin á þriðja metra þegar þau voru flutt.
(Myndirnar tók Gísli Gestsson).
Ekki hafa allir góða reynslu
af flutningi á trjám, og skal
væntanlegum trjáflytjendum
bent á reynslu Gunnlaugs og
Herdísar. Aðalatriðið. segir
Gunnlaugur enn á ný, er að
hlaða grjóti meðfram bolnura
ofan á ræturnar svo trén
haggist ekki. Og við verðum
að álíta að hann hafi lög að
mæla. Það sýnir skógarlund-
urinn við Helluvatn.
Tinna Þórdís hjá elzta trénu, sem flutt var 1961.
Heimsókn í Helluvík þar sem húsbændur
hafa komið upp skógi ó þremur drum
ÞAÐ var hráslagalegt í höfuð-
borginni eitt kvöldið nú í vik-
unni þegar fréttamaður blaðs-
ins brá sér upp að Rauðhól-
um. En sunnan við hólana var
logn, og hlý kvöldsólin glamp
aði í heiði. Þrátt fyrir nepj-
una í Reykjavík var Hellu-
vatn spegilslétt. Og við fallega
vík á vatninu, milli tveggja
hóla, stendur nýlegur sumar-
bústaður uragirtur skógar-
lundi. Þarna ríkir fegurðin og
kyrrðin aðeins steinsnar frá
ys og þys stórborgarinnar.
í>eir, sem þekkja þarna til,
vita að þarna var enginn trjá-
gróður fyrir 3 árum, og því
vakti þessi skógarlundur for-
vitni vegfarandans. Það kom í
ljós að sumarbústaðinn áttu
hjónin Gunnlaugur Þórðar-
son, dr. juris., og kona hans,
Herdís Þorvaldsdóttir, leik-
kona. Þar sem forvitni lék á
*ð vita hvernig á þessum trjá-
gróðri stóð mitt í gróðurleys-
inu, var ákveðið að hringja
til húsbóndans næsta dag og
fá frekari upplýsingar. Voru
þær fúslega veittar, og einnig
heimild til að fara á staðinn
með Ijósmyndara.
' Helluvatn er ekki stórt, en
f vestri er það opið út í Ell-
iðavatn og austan við það eru
Gvendarbrunnar. í fjörunni
hjá frú Herdísi og Gunnlaugi
liggur grjóthleðsla þvert yfir
víkina, sem myndar fallega
tjörn fyrir framan helli í
fs: >
hraunbungu við sumarbústað-
inn. Þarna segir húsoóndinn
að sé falin gamla vatnsleiðsl-
an úr Gvendarbrunnum, en
sú nýrri liggur eftir vatninu
endilöngu.
Vegurinn að sumarbústaðn-
um liggur í gegnum sundur-
grafna Rauðhólana, þar sem
hvergi er stingandi strá að
sjá. Það er því eins og að
koma í vin á eyðimörk að líta
allt í einu skógarlundinn. Og
fáir kunna betur að meta
gróðurinn en húsbændur. Við
fórum þarna uppeftir með
húsráðanda en á áfangastað
var húsfreyja ásamt dætrum
þeirra tveimur, Snædísi og
Tinnu ÞórdísL
— Og ég ætla að biðja ykk
ur að muna að það er gróður-
inn, sem á að skrifa um, en
láta okkar ekki getið, sagði
Herdís. Og hún bætti því við
að frá bústaðnum hafi verið
sagt í Mbl., þegar fyrst var
flutt í hann sumarið 1961. En
samt er ekki hægt að ganga
algjörlega framhjá bústaðnum
án þess að geta aðeins um
sögu hans.
Það stóð nefnilega þannig á
að ákveðið var að bústaðurinn
yrði byggður þarna á þessum
stað og að bróðir húsfreyjunn
ar, Þorvaldur S. Þorvaldsson
arkitekt, sem þá var að Ijúka
námi úti í Kaupmannahöfn,
skyldi teikna „kofann". Svo
var Gunnlaugi eitt sinn geng-
ið framhjá þar sem verið var
að rífa gamla húsið við Aust-
sumarbústað á vorin, svona í
marz eða apríl.
— Til að auðvelda flutning-
ana er bezt að undirbúa trén
á haustin með því að rista í
kringum þau í hæfilegri fjar-
lægð frá bolnum, og þola þau
þá flutningana betur á vorin.
En þetta er ekki alltaf hægt,
því stundum þarf að hafa
hraðann á. Ég man sérstak-
lega eitt tilfelli, og það var
núna í vetur sem leið. Búið
var fyrir nokkru að úthluta
byggingarlóð við Háaleitis-
braut, en þar voru fyrir um
60—70 tré, mörg stór og falleg.
Fór ég því til eiganda og fal-
aðist eftir kaupum á trjánum
með það fyrir augum að
bjarga þeim frá skemmdum
og fegra enn hjá mér um-
hverfið. Ekki samdist með
okkur í fyrstu atrennu, svo
ég sagði við eigandann að
hann skyldi hafa samband við
mig ef hann skipti um skoðun.
— Tíminn leið. Svo kom að
því að undirbúningur hófst
undir húsasmíðar á lóðinni.
Þá var hringt til mín einn
daginn, og var þar eigandinn
kominn. Hann sagði að nú
væri illt í efni, því jarðýta
væri tekin að ryðja burtu
trjánum, sem hann hafði neit-
að að selja mér. Bauð hann
mér að hirða það, sem eftir
væri, um endurgjald mætti
semja síðar. Fór ég beinustu
leið til verkstjórans og hús-
byggjandans og bað um frest.
Tókst að fá eyðileggingunni
frestað um tvo daga, sem ég
gat notað til að koma um 30
trjám undan. Það merkiNig-
asta við þetta er að trén
flutti ég í janúar. Þá var eng-
inn klaki í jörð og dafna þau
vel.
flutningum.
Margir hafa orðið fyrir
skakkaföllum við að koma
upp trjágróðri, og fáir hafa
sennilega farið betur út úr
því en þau hjónin í Helluvík.
En leyndarmálið segir Gunn-
laugur eingöngu vera það hve
örugglega var gengið frá því
að trén gátu ekki haggazt á
rótunum eftir flutningana.
Annað mál er svo hvernig
Gunnlaugi tókst að útvega öll
þessi tré. Aðspurður segir
hann svo frá.
— Á bæjarlandi Reykjavík-
ur var víða kominn upp trjá-
gróður á svæðum, sem seinna
fóru undir skipulag. Á þess-
um svæðum var ákveðið að
byggja íbúðarhús, og fæstir
hirtu um að bjarga gróðrin-
um. Er það undarlegt tilfinn-
ingaleysi, sem ríkir hjá mörg-
um gagnvart þessum litla
gróðri, sem við eigum hér á
landi. Á ferðum mínum um
borgina á undanförnum árum
hef ég oft séð stórar gróður-
spildur, sem verið var að gera
að byggingarlóðum, og þá jafn
an notað tækifærið til að
reyna að fá keypt þau tré,
sem þar voru. Stundum hefur
þetta tekizt, stundum ekki
Venjulega reyni ég svo að
flytja þessi tré hingað upp í