Morgunblaðið - 23.08.1964, Side 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 23. águst 1964
HERMIIMA BLACK:
Eitur og ást
— Þú koir.jt því miður of seint til þess að sjá migr hella vatnl
á par, sem var að kyssast héma fyrir neðan giuggann.
— Simon Zenoupous.
— Nei, ef ég ætti að eyða ein-
hverju í þann mann, mundi ég
líklega eiga eftir að giftast!
Gremjan í röddinni var svo ein-
læg, að hin hlóu bæði. — Þetta
er auðsjáanlega heillandi maður,
sagði Blake. — Ungfrú Langly
varð mjög hrifin af honum.
— Ég fékk mjög mikla andúð
á honum, flýtti Corinna sér að
segja. Hún var hrædd um að frú
Glenister tæki Blake alvarlega.
— Við látum Zenoupous eiga
sig — hef ég fengið tvær skeiðar
af sykri í bollann, Therese?
— Oui, madame.
•— Þökk fyrir. Gamla konan
tók boilann sinn og horfði alvar-
leg á Blake. — En hvað heyri ég
um þig, ungi maður? Að þeir
séu að reyna að myrða þig!
— Þú ert dæmalaus. Ef þú
staldrar einhversstaðar við í
tvær mínútur snuðrar þú upp
allar hneyklissögur.
En hún lét ekki slá sig útaf
laginu. Blake varð að segja
henni alla söguna.
— Þér eruð þá bæði huguð og
falleg, sagði hún við Corinnu á
eftir. Þér eruð heppin stúlka! En
þér munuð vita að hér í Austur-
löndum verða blóðtengdir ef
maður bjargar mannslífi. Blake
verður að gefa yður allt sem
þér farið fram á.
— Við ungfrú Langly höfum
þegar komið okkur saman um
það, sagði Blake rólega og brosti
til Corinnu.
Corinna tók eftir augnaráði
hans og fann að hjartað herti á
sér, en um leið fór hún einkenni
lega hjá sér.
Frú Glenister hló og klappaði
henni á handarbakið. — Hann
getur verið hræðilegur, stundum
sagði hún. — Þér óskið þess ein-
hverntíma að þér hefðuð ekki
bjargað lífi hans.
— Ég er viss um að þess óska
ég aldrei, sagði Corinna.
Frú Glenister þagði um stund,
en svo sagði hún:
— Svo að Simon Zenoupous
er hér í gistihúsinu — og það
munaði minnstu að þú værir
drepinn hérna í dyrunum.
— Erutu nú að byrja að
semja glæpasögu, Josephine
— Þessi maður er eiturkvikl
indi, sagði gamla konan og beit
á jaxlinn. — Og það er mál til
komið, að þú hættir að fást við
þetta starf.
— Það hefur aldrei verið nauð
synlegra en nú, að ég haldi því
áfram.
— Er þetta þá að byrja aftur?
spurði hún.
Hann kinkaði kolli. — Það hef
ur í rauninni aldrei hætt. En í
þetta skipti skal ég sjá um að
forsprakkarnir lendi í netinu.
Eða þá. . . .
— Þú munt ætla þér að ná í
stóran lax, sagði frú Glenister.
— Jæja, við skulum heldur tala
um eitthvað skemmtilegra. Segið
þér mér eitthvað um yður sjálfa,
sagði hún og sneri sér að Cor-
innu. — Hafið þér nokkuð gam-
an af þessu, sem hann frændi
9
minn er að fást við? Þér eruð of
ung til þess að hafa gaman af
að grafa upp múmíur.
— Ég býst ekki við að fá neitt
tækifæri til þess, sagði Corinna.
— Ég á að sjá um að skfrifa það
sem skrifa þarf. Prófessorinn er
að semja nýja bók, eins og þér
kannske vitið.
— Já, það getur vel verið að
einhver lesi hana. Sjálf hef ég
miklu meira gaman af leynilög-
reglusögum, sagði frú Glenister.
Þau sátu áfram og töluðu um
daginn og veginn. Þegar þau
fóru að tala um hesta kom það
á daginn að Corinna hafði mjög
gaman af þeim, og það gladdi frú
Glenister afar mikið.
— Þér skuluð fá að koma á
hestbak með mér. Sandra vill
aldrei koma á hestbak, hún er
alltaf í bíl, og það á miklu betur
við hana.
— Ég hefði mjög gaman af að
koma á hestbak, sagði Corinna
en um leið datt henni í hug hvort
hún mundi nokkurntíma fá tíma
til þess.
Corinna fékk að vita hvers
vegna Blake var það, sem Zenou-
pous kallaði „hættulegur fyrir
hættulega menn“. Af orðum frú
Glenister gat hún ráðið að hann
starfaði fyrir alþjóðastofunina
gegn eiturlyfjasmygli.
— Nú held ég að það sé bezt
að við förum að hátta, sagði
gamla konan loks. — Við förum
snemma í fyrramálið. En þetta
verður skemmtileg ferð, því að
einn vinur minn hefur léð mér
húsbátinn sinn. Annað kvöld sof-
um við um borð og morguninn
eftir ættum við að verða komnar
á leiðarenda.
Áttu þær að fara svona fljótt?
Corinnu fannst það leitt, án þess
að geta gert sér grein fyrir hvers
vegna hún vildi verða lengur í
Kairo.
— Hvað er um þið, Blake?
spurði frú Glenister. — Gætir þú
ekki tekið þér frí og komið með
okkur?
Hann hristi höfuðið. — Nei,
en ég fer líka frá Kairo á morg-
un. Fer eitth.vað vestur á bóginn.
Ég veit ekki hvenær ég kem aft-
ur, því að það getur hugsazt að
ég verði að fara til Ameríku.
Hann tók í höndina á Corinnu.
— Góða nótt, ungfrú Langly. Ég
kveð ekki núna — við hittumst
áreiðanlega aftur.
— Ég — ég vona það.
Þegar Corinna hafði boðið frú
Glenister góða nótt, fylgdi Blake
henni til dyra og opnaði fyrir
henni. Hann bauð aftur góða nótt
og brosti um leið og hann bætti
við: — Þér verðið að lofa mér
því að komast ekki í neinar
ógöngur aftur.
Hana langaði til að segja: —
Þökk, í sama máta, en hún sagði
aðeins: — Þakka yður innilega
fyrir í dag. Sjáumst aftur.
Þegar hún kom inn til sín fann
hún að hún var mjög þreytt,
þetta hafði verið erfiður dagur.
Og það hafði afar margt gerzt
síðan hún hafði farið úr gistihús-
inu til þess að leita Abdulla Ben
Amin uppi. Leitt að fá ekki að
sjá þennan vin frá bernskuárun-
um aftur. Úr hverju hafði hann
dáið? Hún hafði tekið eftir að
Blake og Seyyid Ibramin litu ein-
kennilega hvor til annars er þeir
minntust á hann, Og nú var hún
viss um að þeir leyndu einhverju
fyrir henni.
Allt í einu óskaði Corinna þess
að hún gæti gleymt þessu óhugn-
anlega atviki, sem gerðist við
gistihúsdyrnar. En hún fann að
hún mundi muna það alla sína
æfi. Og hún mundi líka muna
augniblikið heima hjá Ibramin í
fallegu stofunni, er hún horfði
í fyrsta sinn í fallegu augun á
Blake........
Hann hlaut að hafa verið töfr-
andi þegar hann var lítill dreng-
ur, hugsaði hún með sér. Hann,
sem hafði gaman af að lesa
„1001 nótt“ og hafði síðan orðið
hinn hættulegi og gunnreifi
Ferguson pasja.
Allt í einu langaði hana til að
sjá egypzku nóttina, og hún
slökkti ljósið og gekk út að ein-
um glugganum og dró tjaldið frá.
Fyrir neðan hana lá sofandi borg
in, lauguð í egypzku tunglsljósi.
Hún vafði að sér nóttkjólinn og
horfði út. eÞtta var svo dýrðlega
fallegt — en svo mikil grimmd
og mannvonska undir allri feg-
urðinni. Allt í einu minntist hún
Símonar Zenoupous, og henni
fannst hún heyra litla aðvörun-
arbjöllu hringja. Þetta stóð ekki
í neinu sambandi við það sem
frú Glenister hafði sagt. Cor-
inna hafði glöggt hugboð viðvíkj
andi fólki, og nú sagði hún hugs-
andi við sjálfa sig: Ég vona að ég
þurfi aldrei að sjá þann mann
aftur! En ég finn að ég kemst
ekki hjá því.
Ferðin upp eftir Níl varð Cor-
innu ógleymanleg. Hún hafði
aldrei komið til Efra-Egypta-
lands áður og var innilega hrif-
in. Beggja megin fljótsins var
marflatt, ræktað land, akrar með
sykurreyr, hveiti og maís. Og
fyrir handan þá ásar sem pur-
puralitur var á undir sólarlagið,
og svo kom nóttin allt í einu, eins
og svartri kápu væri brugðið
yfir litríkan kjól.
Corinna óskaði að þessi ferð
gæti varað til eilífðar. Lífið gaf
henni sannarlega uppbót fyrir
alla ömurlegu dagana á stríðsár-
unum. Allt hefði getað verið
yndislegt, ef faðir hennar. , . .
Allt í einu greip einstæðis-
kenndin hana. Allt hafði verið
öðruvísi kvöldið áður. Þá hafði
hún alls ekki verið einmana. Og
það var vegna þess að Blake
Ferguson hafði verið svo nota-
legur við hana. Hvar skyldi hann
vera núna? Og hver var þessi
Blake Ferguson í raun og veru?
Þessi sterki sjálfbyrgingur, sem
hafði verið svo hranalegur við
hana fyrstu mínúturnar sem þau
voru saman. Eða var hann þessi
heillandi maður, sem hún hafði
borðað miðdegsverð með? Þá
hafði hann verið svo viðfelldinn
og kátur. Hvað sem öðru leið þá
var hann heillandi, og hún von-
aði að ekkert yrði úr Ameríku-
ferðinni hans. Corinna sat á þil-
farinu langt fram á nótt. Og
snemma morguninn eftir sá hún
fjöllin verða gullroðin og sólina
rísa yfir gulum og rósrauðum
beði.
Nú var kominn' nýr dagur.
Hvað mundi hann færa henni?
Bíll beið eftir þeim og skilaði
jeim og faringrinum upp að
rauða húsinu með flata þakinu,
og tilheyrandi samkunduhúsi.
Það hafði verið reist vegna fólks
ins sem vann þarna, og var allt
múhameðstrúar.
— Þarna eru hesthúsin, sagði
frú Glenister og benti. — Ég hef
margt að hugsa í dag. Þér verðið
að láta Philip fylgja yður til mín
á morgun. Ég hef lánað honum
húsið, sem ég var vön að kalla
„Ekkjukassann", en sem réttu
nafni heitir „litla villan“. . . . Ég
álít nefnilega að tvær fjölskyld-
ur, sem eru eitthvað skyldar,
eigi aldrei að búa í sama húsi!
„Fjölskyldan" mín er ekki nema
ég ein, en þegar Philip giftist. . . .
Ojæja. . . . Það eru bara yfir-
byggð göng milli húsanna. Ég
vona að þér lítið oft inn til mín.
— Þakka yður innilega fyrir,
sagði Corinna, sem var í sann-
leika mjög þakklát, en furðaði
sig um leið á því, að gamla kon-
an virtist vera hrifin af hennL
Hún kunni ekki sem bezt við
þetta, því að frú Glenister hafði
ekki farið dult með, að hún væri
mjög óánægð með konuna, sem
Philip hafði valið sér.
— Maður eins og Philip Ledi-
ard, hefur verið gallharður pipar
sveinn svona lengi, ætti yfirleitt
alls ekki að giftast. Að minnsta
kosti ekki stúlku, sem gæti verið
dóttir hans! Svo hafði hún litið
fast á Corinnu og sagt: — Sandra
er eldri en þér. Hún er tuttugu
og sjö. En Philiph er nærri því
fimmtugur. Þetta nær ekki nokk
urri átt!
— En stundum verður aldurs-
munurinn til þess að gera hjóna-
bandið - hamingjusamt, dirfðist
Corinna að taka fram í.
— Ja, það kemur fyrir, sagði
gamla konan. — En október og
júní eiga nú aldrei vel saman.
Sérstaklega þegar „október" er
jafn saklaus í sumum efnum og
Philiph er. Og þegar „júní“ er
— ojæja, eins og hún er. . . .
Corinna reyndi að eyða þessu
leiða umtalsefni og sagði:
— Ég geng að því vísu að ég
fái mikið að gera. Hann hefur
eflaust sæg af minnisgreinum
sem ég á að hreinrita — nema
hann hafi þá fengið sér ritara til
bráðabirgða.
— Sandra getur að minnsta
kosti ekki hjálpað honum, sagði
frú Glenister þurrlega.
Hún virtist komast í betra
skap þegar bíllinn nam staðar
við húsið. Nú kom fjöldi af
blökku þjónaliði út á hlaðið til
þess að bjóða hana velkomna
heim aftur. Therese, sem hafði
setið fram í hjá bílstjóranum fór
út og hjálpaði frú Glenister.
Töskurnar voru bornar inn, og
gamla konan bað bílstjórann að
aka Corinnu upp að húsi próf-
essorsins.
— Og munið það, Corinna, að
koma beint til mín, ef eitthvað
er að, eða þér þurfið á hjálp að
halda. Svo kinkaði hún kolli og
hvarf inn í húsið.
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins I
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað i
er að Arnarhrauni 14, simi ,
50374. ^
Kópavagur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, *
sími 40748. |
Á öllum helztu !
áningastöðum-------------\
FERÐAFÓLKI skal á það
bent, að Morgunblaðið er til
sölu á öllum helztu áninga-
stöðum á hinum venjulegu |
ferðamannaslóðum, hvort
heldur er sunnan lands, á
vesturleiðum, norðan lands ■
eða austan. t|
KALLI KÚREKI -K- — K— Teiknari; J. MORA
— Eg hef svei mér stráð um mig! ur! Þó svo hún sé galtóm! Þú ert ekki einu sinni særður... og
Ég hlýt að hafa hitt hann! — En hvemig í óskönunum?!.. ég heyrði í þér þama niðri...
<— Fleygðu henni frá þér, snilling-