Morgunblaðið - 02.09.1964, Síða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. sept. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LÚTHERSKA HEIMS-
SAMBANDIÐ
Ctjórnarfundur Lútherska
^ heimssambandsins, sem
haldinn er hér í Reykjavík
um þessar mundir, er merkur
atburður í íslenzku kirkju-
lífi. Þennan fund sækir forseti
heimssambandsins, ásamt um
50 fulltrúum frá 15 þjóðlönd-
um. Meðal þeirra eru margir
biskupar og kirkjuleiðtogar
lútherskra manna. Jafnframt
situr þingið fjöldi íslenzkra
presta undir forystu biskups-
ins yfir íslandi.
Lútherska heimssambandið
eru samtök lútherskra manna
um heim allan. Þessi samtök
hafa víðtæk áhrif og sam-
þykktir þeirra marka stefnu,
sem vekja heimsathygli. Það
er íslendingum mikill sómi,
að þessi merku samtök skuli
nú í fyrsta sinn halda stjórn-
arfund sinn hér á landi. Það
mun eiga sinn þátt í því að
gera kirkju íslands að virkum
þátttakanda í því merkilega
alþjóðlega starfi, sem unnið
er á vegum samtakanna. Það
er rétt sem biskupinn yfir ís-
landi sagði í ræðu sinni í fyrra
dag, að aldrei fyrr hafa ís-
lendingar verið minntir svo
áþreifanlega á að þeir til-
heyra heimsvíðu samfélagi
lútherskra manna, „sem játa
með oss og vitna með oss um
heiðarlega trú feðra vorra,
sem sé dýrmætastur arfur lið-
inna á íslandif og sem við von-
um og biðjum að öll okkar
börn megi halda fast við gegn
um kynslóðir".
Jóhann Hafstein, kirkju-
málaráðherra, sem flutti á-
gætt ávarp við setningu þessa
fundar, komst m.a. að orði á
þessa leið:
„Allir útlendingar sem
nokkur deili hafa af íslend-
ingum kannast við þá sem
söguþjóð og skáldaþjóð.
En í fremstu röð íslenzku
skáldanna eru tvö stórskáld,
bæði trúarskáld, sem gnæfa
eins og hátindar við heiðríkju
og mUnu gera það meðan ald-
ir renna. Þetta eru séra Hall-
grímur Pétursson og sr. Matt-
hias Jochumsson. Þér þekkið
Hahgrím Pétursson en passíu-
sálmar hans hafa verið þýdd-
ir á erlendar tungur um víðan
heim. Sr. Matthías orti ekki
aðeins fegurstu sálma sína
heldur einnig öll stórljóð sín,
mnblásin af þvílíkri andagift
að við leikmenn undrumst í
lotningu.“
Kirkjumálaráðherra hélt
áfrám Og komst þannig að
Oíði undir lok ræðu sinnar:
„Þessi miklu trúarskáld ís-
lendinga eru sennilega ekki
af tilviljun fram komin. Ef
til vill bergmála þau þar
dýpstu tilfinningar, sem búa
með þjóðinni — innst við
hennar hjartarætur.“ Þesst
ummæli Jóhanns Hafsteins
eru hin athyglisverðustu. Það
er rétt sem hann sagði fyrr í
ræðu sinni, að íslendingar
flíka yfirleitt ekki trúartil-
finningum sínum. En það er
vissulega engin tilviljun, að
ýms af mestu skáldum þjóð-
arinnar hafa ort trúarljóð,
ljóð sem eiga ríkan hljóm-
grunn í brjósti hennar og
túlka tilfinningar hennar og
afstöðu til kristinnar trúár.
íslendingar bjóða stjórnar-
fund lútherska heimssam-
bandsins velkominn til ís-
lands. Það er von þeirra að
hann megi verða íslenzkri
kirkju og kristnihaldi til efl-
ingar og uppörvunar á kom-
andi árum.
HAGNÝTING
GRÓÐURLENDIS
Á aðalfundi Skógræktarfé-
lags íslands, sem nýlega
er lokið, voru gerðar ýmsar
athyglisverðar samþykktir
um skógrækt og ræktunarmál
yfirleitt. M.a. lýsti fundurinn
yfir ánægju sinni yfir því
starfi, sem unnið er af At-
vinnudeild Háskólans undir
forystu Ingva Þorsteinssonar
að gróðurkortagerð og rann-
sóknum á beitarþoli afréttar-
landsins, og taldi að með því
hafi verið lagður grundvöll-
ur, sem byggja verði á til
skynsamlegrar hagnýtingar
gróðurlenda og verndar þeim
gróðri, sem í landinu er. Taldi
fundurinn ljóst, að brýna
nauðsyn bæri til þess að starfi
þessu verði hraðað sem mest
og skoraði á Alþingi og ríkis-
stjórn að auka svo fjárveit-
ingar til þessara rannsókna á
afréttum og helztu beitar-
löndum landsins að þeim
verði lokið eigi síðar en árið
1970.
Hér er um mjög merkilegt
mál að ræða. Ingvi Þorsteins-
son hefur upplýst í erindi sem
hann flutti á skógræktarfund
inum á Laugarvatni, að geysi-
leg landssvæði hafi orðið ör-
foka hér á landi frá því að
ísland byggðist. Taldi hann
að gróðurlendi landsins væri
í stórkostlegri hættu fyrir
áframhaldandi uppblæstri og
ofbeit búpenings.
Þessa óheillaþróun verður
að stöðva. íslendingar hafa
ekki efni á því að gróður-
Kínverjar neita að láta fag-
urmæli Sovétstjórnarinnar
blekkja sig
Segja Rússa líta á erlenda
kommúrrista sem brúðtir til
þess eirrs gerðar að hiýða fyrir
mælum frá lloskvu
Tókíó, 31. ágúst — (AP) —
PEKINGSTJÓRNIN hefur
svarað boði Sovétstjórnarinn-
ar um að sitja ráðstefnu fulL-
trúa 25 kommúnistaflokka í
Moskvu hinn 15. desember
n.k., en ráðstefnu þessari er
ætlað það hlutverk að undir-
búa alþjóðaráðstefnu komm-
únista um einingu innan
fiokkanna.
Segir Pekingstjórnin í
svari sínu að hún muni enga
fulltrúa senda, en dagurinn,
sem ráðstefnan verður hald-
in, „muni verða skráður í sög-
unni sem dagur hinnar miklu
klofningar innan alþjóða
kommúnismans.“
„Við munum aldrei taka þátt í
neinni alþjóðaráðstefnu né und-
irbúningsráðstefnu, sem Sovét-
ríkin boða með það eitt fyrir
augum að kljúfa kommúnista-
hreyfinguna," segir miðstjórn
kínverska kommúnistaflokksins í
svarbréfi sínu, sem er dagsett 30.
ágúst.
Bréf Kínverja er svar við
bréfi Sovétríkjanna frá 30. júlí
lendi lands þeirra haldi á-
fram að eyðast. Það verður
að taka þessi mál föstum tök-
um og gera allt sem í mann-
legu valdi stendur til þess að
hindra áframhaldandi upp-
blástur og örfok.
Aðalfundur Skógræktarfé-
lagsins lagði einnig áherzlu á
það, að aðstaða skógræktar-
innar yrði bætt og stuðning-
ur við hana aukinn þannig,
að mögulegt væri að fram-
kvæma þá áætlun sem skóg-
ræktarstjóri gerði fyrir nokkr
um árum að gróðursettar
yrðu a.m.k. 1,5 millj. trjá-
plantna í landinu á ári hverju.
Fundurinn beindi einnig
þeirri hvatningu til skógrækt-
arfélaganna og almennings að
hefja allsherjarsókn til þess
að fjölga félögum í skógrækt-
arfélögunum með það tak-
mark fyrir augum að tvöfalda
félagatölu þeirra á næstu
tveimur árum. Er vonandi að
þessari áskorun verði vel tek-
ið. Efling skógræktarinnar
er þjóðnytjamál, sem varðar
alla íslendinga, hvort sem
þeir búa í sveit eða við sjó.
sl., og er þar ráðizt harðlega á
Sovétstjórnina fyrir að hundsa
algjörlega óskir margra bræðra-
flokkanna um einingu. „Bréf yð-
ar kemur í veg fyrir að samráð
verði haft um það hvort boðuð
skuli alþjóðaráðstefna flokkanna
og fyrirskipar klofning innan al-
þjóðahreyfingar kommúnista,"
segja Kínverjar. „í yðar augum
eru bræðraflokkarnir aðeins
brúður, sem geta aðeins farið
eftir fyrirskipunum yðar. Þér
segið að með því að boða til al-
þjóðaráðstefnu viljið þér leita að
sameiginlegum hagsmunamálum
sem sameina alla bræðraflokk-
ana. Þetta eru hrein ósannindi.
Bræðraflokkarnir hafa sannar-
lega sameiginleg stefnumál, þ.e.
samþykktirnar frá 1957 og 1960.
En þessum grundvallarreglum
hafið þér fyrir löngu kastað til
hliðar,“
Þá segja Kínverjar ennfremur:
„Við munum aldrei láta fögur
orð yðar blekkja okkur, aldrei
láta undan ógnunum yðar, aldrei
verða samsekir yður í klofnings-
tilraunum yðar og aldrei verða
meðábyrgir í því að kljúfa al-
þjóða kommúnistahreyfinguna.“
Kínverjar endurtaka fyrri að-
vörun til Rússa og segja: „Við
höfum áður varað yður við því
að dagurinn sem þér boðið til
ráðstefnunnar verði dagurinn
sem þér stígið ofan í eigin gröf.
Bréf yðar frá 30. júlí sýnir að
án tillits til afleiðinganna hafið
þér tekið stórt spor í áttina til
þeirrar grafar, sem þér hafið
grafið yður.“
I frétt frá Moskvu í dag segip
að sovézk blöð og útvarp minnisfc
ekki á svar Kínverja. Fyrirfrana
var talið fullvist að Kínverjar
neituðu þátttöku bæði í undir-
búningsráðstefnunni í desembee
og aðalráðstefnunni, sem væntan-
lega verður haldin á næsta ári.
Mánuður er liðinn frá því
Sovétstjórnin bauð fulltrúum 25
kommúnistaflokka til undirbún-
ingsráðstefnunnar, og hingað til
hafa aðeins sjö flokkar lýst stuðn
ingi við þessa ráðstöfun. Eru það
flokkarnir í Tékkóslóvakíu, Ausfc
ur-Þýzkalandi, Ungverjalandf,
Búlgaríu, Frakklandi, Finn-
landi og sovétarmur ástralska
flokksins.
Talið er líklegt að 17 flokkar
sendi fulltrúa til ráðstefnunnar í
Moskvu í desember. Einnig er
álitið að Kínverjar muni grípa
til þeirra gagnráðstafaná að boða
til annarrar ráðstefnu með þátt-
töku fulltrúa kommúnistaflokka,
sem ekki eru á Moskvulínunni,
Fréttamyndir frá Kýpur eru sjaldan neitt fagnaðarefni — en
þessi, sem við rákumst á í Dagens Nyheter, frá 25. ágúst, bregð-
ur út af vananum. Einn liðsmanna úr herstyrk þeim sem Svíar
léðu S. Þ. til friðargæzlu á Kýpur, hinn þritugi Sture Jonssua
frá Södertalje, gekk að eiga hina nitján ára gömlu Kýpurstulku,
Krislinu Ónnu Cattou, á sunuudaginn var í grisk-kaþólska
kirkjunni t Xeros.