Morgunblaðið - 02.09.1964, Page 21
í Miðvikudagur 2. sept. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
21
MARGIR þekkja Magnús í
Bæ í Reykhólahreppi, sem
verið hefur vegavinnuverk-
stjóri í 29 ár. Magnús bjó einn-
ig myndarbúi í fjölda ára, en
brá búi 1960 og flutti tii
Reykjavíkur. Hann er þó enn-
þá verkstjóri í veginum þar
vestra og synir hans þrír búa
allir að Bæ.
Það er annað en sums stað-
ar, sagði Magnús í stuttu við-
tali við fréttamann Mbl., sem
nýlega var á ferð þar vestra.
Við hittum Magnús í vega-
vinnuskúrunum á hlaði Mel-
bæjar, sem er nýbýli úr landi
Bæjar, og konu hans Borg-
hildi, sem er ráðskona vega-
vinnumanna. í Melbæ býr Er-
lingur sonur Magnúsar og átt-
um 'við einnig við hann á-
nægjulegt samtal, meðan not-
ið var gestrisni að Meibæ.
— ★ —
— Við erum að ljúka störf-
um á veginum í sumar, sagði
Magnús, það er að styttast í
úthaldinu vegna fjárveitingar-
innar. Magnús hefur veginn
frá Brekku í Gilsfirði og út*É
að Skálmardalsá, rétt sunnan
við Þingmannaheiði. Við feng
um ekki nýbyggingarfé í sum-
Aldarafmæli norsku
lýðháskólanna ■
(Frá fréttaritara Morgunblaðs-
ins).
Þess var minnzt með hátíða-
höldum í Elverum.
Rúmlega 300 lýðháskólamenn
frá öllum Norðurlöndum komu
saman til funda í lýðháskólanum
í Elverum í Noregi. Þar voru
haldnar mangar ræður um hlut-
verk lýðháskólanna á þessari öld,
og þess var einnig minnzt, að nú
væri verið að stofna hihn fyrsta
lýðháskóla á íslandi. Fulltrúar
frá hinum Norðurlöndunum
fluttu þar kveðjur, og þar vakti
mesta athygli kveðja Bjarna
Gíslasonar.
Að lokum var svo þessari ráð
stefnu lýðhás'kólmanna snúið til
afmælishátíðar og minnzt aldar-
afmælis norsku lýðháskólanna.
Þar var sérstaklega minnzt for-
vígismanna Arvesen, Anker og
Ohristopher Bruun. Aðalræðurn-
ar fluttu tveir útlendingar. Ann-
ar þeirra var franski prófessor-
inn dr. Erica Simon, sem hefir
samið mikla doktorsritgerð um
andlega lýðvakningu á Norður-
löndum. Hinn var rit'höfundur-
inn Jörgen Bukdaihl og talaði um
innri kjarnann í norrænni lýð-
vakningu. Svipaði ræðu hans
Magnús Ingimundarson, vegavinnuverkstjóri og fyrrum
bóndi í Bæ, í dyrum vegavinnuskúrsins: „Útiveran hefur
fallið mér vel“. (Ljósm. Mbl. J.E.R.)
Boríð niður að Bæ
Samtal við Magnús
■ Bæ í Reykhólasveit
og son hans Erling
ar á þessu svæði, sagði Magn-
ús, þótt veitt væri stórfé í
nýja vegi vestar í sýslunum.
Ég er ekki að öfundast yfir
því, en sárnar að geta ekki
skilað ‘veginum í betra ástandi.
Það þarf að leggja upp marga
kafla hér, eins og annars stað-
ar. Við byrjuðum í maí í vor
og gætum haldið áfram langt
fam í október. Það var aðal-
lega viðhald í sumar.
— Hvernig kanntu við þig
I Reykjavík? spyrjum við
Magnús.
•— Ég kann að mörgu leyti
vel við mig syðra með því að
vera hér alltaf á sumrin og
halda velli. Vaninn er ríkur.
Synir mínir þrír búa hér. Ingi-
mundur og Ólafur búa að Bæ
og Erlingur hér I Melbæ. Það
er mér mikil ánægja, að þeir
geta notið góðs af, því að sala
á jörðum gefur ekki nema lít-
inn hluta af verði þeirra og
því erfiði og fé, sem í þær
hefur verið lagt.
— Hefur ekki verið erfitt að
Erlingur Magnússon fyrlr utan nýbýll sltt að Melbæ:
„Ég sé ekki ástæðu til þess að gera það svart, sem ekki er
svart.“ (Ljósm. Mbl. J.E.R.)
sinna veginum með búskapn-
um?
— Jú, því er ekki hægt að‘
neita, svarar Magnús, það
þurfti að kaupa að meiri
vinnukraft, en svo studdist ég
líka við drengina mína.
— Þú ert ekkert farinn að
láta á sjá eftir rúmlega sextíu
ár?
— Vinnukrafturinn er nú
eitthvað farinn að dvína, seg-
ir Magnús, en það hljómar
ótrúlega, þegar maður sér
Magnús síbrosandi og kvikan.
— Þú ert ekkert að hugsa
um að fara að pakka saman?
— Maður getur sagt, að það
sé eitt af þessum óráðnu gát-
um. Útiveran hefur fallið mér
vel. Nei, ég er ekki að hugsa
um að draga mig í hlé, ekki
frekar en vant er, ég hef það
góða heilsu.
— ★ —
Við göngum nú með Magn-
úsi niður í Melbæ og hittum
þar son hans, Erling Magnús-
son.
— Ég hef búskapinn nú
mest til þess að dunda við
yfir veturinn, segir Erlingur,
það eru Ingimundur og Ólaf-
ur, bræður minir, sem mest
stunda landbúnaðinn hér hand
an í Bæ. Ég fæst mest við
akstur, vöruflutninga, vega-
vinnu og annað, sem til fell-
ur.
Við spyrjum Erling um það,
sem efst sé á baugi í Reyk-
hólahreppnum.
— Það er t.d. uppbygging
Reykhóla, segir Erlingur, ef
ekki kemur þar eitthvað til, þá
verður allt hér í sama farinu.
Það er nú í byggingu mjólk-
urbú, sem mundi verða land-
búnaði mikil lyftistöng. Mjólk
er nú seld til Búðardals. Bænd
ur hér verða þó að auka mjólk
urframleiðslu sína til þess að
sjá Reykhólabúinu fyrir nægj-
anlegu hráefni.
Síðan segir Erlingur frá fé-
lagsheimili, sem er í undirbún
ingi í hreppnum. Hreppsnefnd
inni hafa verið faldar fram-
kvæmdir. Um staðarval sé
það að segja, að rætt hafi
verið um Reykhóla, þar sem
sé jarðhiti, en aðrir vilji
byggja það á sérstökum og
fögrum stað, t.d. nálægt Bjark
arlundi.
A vetrum eru bændafundir
einu sinni í mánuði, þar sem
rætt er um framfaramál og
annað, sem uppi erð á teningn
um.
— Flytur unga fólkið héð-
an?
— Það er ekki mikið um
það, segir Erlingur. Margir
fara að vísu brott um stund-
arsakir til vinnu, en flestir
halda hér bólfestu og snúa
aftur.
Erlingur segir okkur nú frá
árlegri skemmtiferð, sem far-
in er út í eyjar úr hreppnum.
Sjálfir eiga þeir fjórar eyjar
út af Bæjarlandinu, en nyt
hafa farið minkandi, svolítill
dúnn, en við höfum tekið lítið
af eggjum síðustu árin. Það
er silungur hér í vötnum,
fjallableikja, sem kemst upp
í 6 til 7 pund, en farðu ekki
að segja frá því, þá hef ég
engan frið. Hún tekur illa
nema í sérstöku veðri, mest á
spón. Það hafa náðst þetta
35 stykki í göngu.
— Hefur ekki umferðin auk
izt hér um með Vestfjarða-
vegunum?
— Jú, umferðin hefur ver-
ið óskapleg í sumar og stund-
um um helgar, þá lesta bíl-
arnir sig hér inn með öllum
vegi. Tröllatunguheiðarvegur-
inn hefur einnig aukið sam-
gang við Strandasýsluna. Það
er talin fögur leið af ferða-
fólki.
•— —
— Ertu þú ekki feiknalega
svartsýnn á framtíðina, Er-
lingur?
— Ég hef ekki undan neinu
að kvarta og er bara bjart-
sýnn. Ég sé ekki ástæðu til
þess að gera það svart, sem
ekki er svart og það, sem ekki
hefur reynt á.
þar til ræðu þeirrar umtðluðu
er hann flutti á Þingvöllum i
sambandi við vígslu Skál'holts-
dómkirkju, þar sem hann benti
á, að á hinum myrkustu öldum
hefði það verið íslenzk alþýða,
sem hélt uppi frelsisbaráttunnL
Svo var haldið til Hamars, þar
sem fyrsti norski lýðháskólinn
var. Þar helt Sivertsen kirkju og
menntamálaráðherra aðalræð-
una. Næsta dag var hátíð mikil
í Elverum. Hófst hún með guðs
þjónustu í kirkjunni þar og pré-
dikaði Sehjelderup biskup. En
aðalræðuna á hátíðinni flutti Sig
mund Skard prófessor. Ólafur
Noregskonungur var viðstadd-
ur hátíðahöldin og flutti kveðju
sína og þakkir fyrir hið mikla
menningarstarf sem norskir lýð-
háskólar hefði haldið uppi um
heila öld.
Ræða Bjarna M. Gíslasonar.
Kynni Norðmanna og íslend-
inga eru af mjög gamalli rót,
eins og allir vita. Þau hafa verið
miklu nánari en kynni grann-
þjóða eru að jafnaði.
Landnámsmennirnir norsku á
íslandi stofnuðu þar sitt eigið
ríki, og kærðu sig ekki um að
komast undir norsk yfirráð. Ef.
vér nú göngum fram hjá þeirri
valda streitu, sem leiddi til þess
að Island missti sjólfstæði sitt
og gekk undir Noregskonung,
þá er það merkilegt, að eini samn
ingurinn sem til er milli íslands
og Noregs heitir „Gamli sátt-
máli.“ Og sannleikurinn er sá,
að hvað, sem líður öllum opin-
berum ræðum og yfirlýsingum,
þá er til sérstakur sáttmáli milli
Norðmanna og íslendinga, sem
hefði staðið óbrigðull um þús-
und ára skeið.
Þegar íslendingur ferðast um
Noreg í fylgd með norskum
manni, þó er oft staðnæmzt og
horft yfir firði og dali, og Norð-
maðurinn bendir og segir: „Þarna
bjuggu landnámsmenn áður en
þeir fóru til íslands". Sama hvort
það er á Rogalandi, í Fjörðunum,
á Sunnmæri, í Súrnadal, eða ann
ars staðar. Og þegar Norðmaður
kemur til íslands og ferðast þar
í fylgd með íslendingi, bendir
íslendingurinn og segir: „Þarna
nam hann land, þarna bjó hann
og af honum er mikil ætt kom-
in.“ Sama hvar er á íslandi að
breyttu breytanda um nöfn. í
báðum löndum eiga samræðurn-
ar upptök sín í sameiginlegum
brennipunkti, sem er gamaU sátt-
máli — ekki stjórnmálalegs eðl-
is, heldur alþýðlegur.
Á þeim stutta' tíma, sem mér
er ætlaður, get ég ekki rökrætt
þessi fornu tengsl íslands og
Noregs. En það er máske engu
spillt þótt ég taki stórt skref
allt til nútímans og staðnæmist
við þetta lifandi samband á þeirri
öld, er skóp lýðháskólana — 19.
öldinni. Og þegar maður lítur
svo yfir þessa öld frá norrænu
og evrópsku sjónarmiði, þá ber
þar þrennt hæst í norrænni
menningu. Vér getum kallað það
Aþenu, GoLgata — og Reykholt,
þar sem Snorri starfaði og dó.
Kynningarleið íslands við
Evrópu lá um Danmörk, einkum
á 19. öld. En kynningarleiðin við
Norðurlönd lá ætíð um Noreg,
því að þar voru hin fornu
frændsemisbönd.
Nú liggur kynningarleið f-slend
inga við Norðurlönd um nor-
rænu lýðháskólana, enda þótt
löndum mínum sé það ekki fylli-
lega ljóst enn. Vegna menningar
tengsla eru Norðurlöndin boðin
og búin til þess að styðja að
stofnun lýðháskóla á íslandi. Og
ísland mundi hafa gott af slíku
menningarsambandi við hin Norð
urlöndin, einmitt á þeirri öld, er
amerísk áhrif sækja á hvar-
vetna. Áður sóttu Norðurlöndin
eigið þrek og þrótt í hinar miklu
fornbókmenntir íslendinga. Nú
Framhald á bls. 27.