Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUN BLAÐIIB Timmtudagur 24. sépt. 196\ * >* Víitæk leit að 3 frönskum börnum - Var rænt á Poitiers, Frakklandi, 23. september. HAFIN hefur verið ýtarleg íeit að börnunum þremur, sem rænt var í nágrenni Poi- tiers í vesturhluta .Frakk- lands síðdegis á mánudag. — Taka um það bil tvö hundruð lögreglumenn og fjöldi her- flokka þátt í leitinni. Innan- ríkisráðherra landsins, Roger Frey, hefur gefið lögreglunni I Poitiers og nágrenni fyrir- skipun um að leita hvarvetna, sem hugsanlegt er, að hörnin séu falin og lögreglan í París hefur hafið skipulagða leit þar. Kona nokkur hefur verið Sverrir Pálsson leið frá skóla handtekin og yfirheyrð vegna máls þessa, en ekki hefur ver- ið lögð fram ákæra á hendur henni. Börnin þrjú eru Patrick Guil- lon, fimm ára að aldri, 3ystir hans, Christine, árinu eldri og Joel Biet, fimm ára. >eim var rænt, er þau voi-u á heimleið úr skóla í útjarðri Poitiers. Var afi Guillon-systkinanna vanur að fylgja börnunum heim úr skólanum, en í gæi hafði hann aðeins fylgt þeim hluta leiðar- innar en síðan farið nokkurn spöl frá þeim á hjóli sínu til þess að athuga, hvort þau gætu komizt leiðina hjálparlaust. Lögreglan fann skólatöskur barnanna og miða í einni þeirra, þar sem á stóð, að börnin væru í góðum höndum en þeim yrði engin miskunn sýnd, ef lögregl- unni væri blandað í málið. Myndu ættingjar barnanna heyra frá ræningjunum innan 24 klst. í dag kom frú Guillon fram í sjónvarpi og sárbændi ræn- ingjana um að skila börnunum. Kvaðst hún reiðubúin að selja búgarð sinn og greiða andvirði hans sem lausnargjald fyrir þau, en þess hefur ekki enn verið krafizt. Engin vísbending hefur feng- izt um tilgang eða ástæður þessa ráns. Afinn gat gefið lögregl- unni þær upplýsingar einar, að bifreið hefði ekið tvívegis fram hjá honum og börnunum á leið- inni frá skólanum. Hefði ung kona stýrt bifreiðinni en í aftur- sætinu setið miðaldra hjón. Sverrir Púlsson skipoður skólu- slj. Gugniræðuskólans d Akureyri SVERRIR Pálsson hefur verið skipaður skólastjóri við Gagn- fræðaskólann á Akureyri frá 1. september si. að telja, að því er fræðslumálastjóri tjáði Morgun- blaðinu í jær. Sverrir hefur verið settur skólastjóri við skólann sl. ár í veikindaforföllum Jóhanns Frí- manns, en þar áður hafði Sverrir kennt við skólann allt frá árinu 1047. Sverrir Pálsson fæddist á Ak- ureyri árið 1924, sonur hjónanna Sigríðar Oddsdóttur og Páls Sigurgeirssonar. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akur- eyri og la'Uk þaðan stúdentsprófi 1942 og fór þá til náms í íslenzk- um fræðum við Háskóla íslands og varð cand. mag. árið 1947. Sverrir er kvæntur Ellen L. Pálsson og eiga þau fjögur börn. t NA 15 finúftr KMulii Miíttké ó Sn/Utmt 7 Sk«w ‘MAt* • Oii S Þrumar H Hm» LJsé. fór minnkandi í gær, en þok- aðist norðaustur. Vindur var allhvass á norðaustan út af Vestfjörðum, en annars hæg- ari á landinu. Víða voru skúr- ir, og hlýjast var á Loftsölum kl. 15, 12, stig. Á Hólsfjöllum og Hornhjargsvita var þriggja stiga hiti. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi og næsta sólarhring. SV-mið: Austan gola eða kaldi, skúrir, einktim austan til. Faxaf'ói, Breiðafjörður og víða þurrt. Vestfirðir oig miðin: NA kaldi, allhvasst á miðunum, rigning eða súld en síðan slydda norðan tál. Norðurland: Austan gola, skýjað. NA-land og Austfirðir, norð urmið til Austfjarðamiða: A- gola eða kaldi, þokuloft og víða súld. SA-land og miðin: Sa-kaildi skúrir. Austfj. djúp.: S-kaldi stinningskaldi, skúrir. eða íslenzk bókasýning vek ur athygli í Þýzkalandi 300 þús. maims skoðuðu heimssýningu bókaútgefenda Samtal við Baldvin Tryggvason, framkv.stj. Almenna bókafélagsins í FYRRADAG lauk í Frank- furt am Main altþjóðlegri bóka sýningu, eirtni hinni stærstu sinnar tegundar, sem haldin er í heiminum. Er þetta árleg sýning, sem Ausstellung und Messe Gmbh des Börsenver- eins des Deutschen Buchhand eis stendur fyrir. Að þessu sinni tóku íslenzkir bókaút- gefendur í fyrsta sinn þátt. í sýningunni og fóru þeir Bald- vin Tryggvason, framkvæmda stjóri ALmenna bókafélagsins; Gils Guðmundsson, forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsíns, og Pét- ur Ólafsson, forstjóri ísafold- ar, utan til að vera viðstadd- ir þessa sýningu, sem hófst hinn 17. þessa mánaðar. Blaðið hafði í gær tal af Baldvin Tryggvasyni, sem skýrði okkur frá framkvæmd sýningarinnar. Sagði hann, að 2300 útgáfufyrirtæki í 40 lönd- um hefðu tekið þátt í henni og var talið að 400 þús. bæk- ur hafi verið þar til sýning- ar. Var sýningarsvæðið geysi- stórt, um 25 þús. fermetra í mörgum byggingum. Sýningu þessa sækja útgefendur, bók- salar og aðrir áhugamenn, og var talið, að þessi nýafstaðna sýning væri hin fjölsóttasta með um 300 þús. sýningargest um. í vor gerði Baldvin fyrir- spurn til forráðamanna sýn- ingarinnar um það, hvort iþátt taka íslenzkra bókaútgefenda yrði möguleg að þessu sinni, hver kostnaður yrði, auk þess, sem spurzt var fyrir um önn- ur framkvæmdaatriði. Endan legt svar barzt ekki fyr en í ágúst. !>á var leitað til ísl. bókaútgefenda um þátttöku og Menningarsjóður og Almepna bókafélagið tóku að sér að skrifa undir samning. íslend- ingarnir fóru síðan utan til að undirbúa íslandsdeildina og nutu til þess ómetanlegrar að- stoðar Sverris Schopka, efna- fræðistúdents. Fimmbán íslenzkir útgefend ur sýndu þarna um 100 bæk- ur, sem þeir völdu sjálfir með tilliti til þess, að þær væru al-íslenzkar í allri gerð, vel unnar og eftir þá höfunda, sem þekktastir eru meðal ísl. bókaunnenda. Auk þess voru þar sýndar íslenzkar mál- verkabækur, bækur um tón- list og myndabækur um ís- land, svo að hægt væri að Baldvin Tryggvason. kynna sýningargestum sem fjölbreyttast svið islenzkrar bókagerðar. Sagði Baldvin, að íslenzka deildin hefði vakið athygli og hennar hefði m.a. verið sér- staklega getið í útvarpi auk deildar ísraels. Hafði frétta- maður útvarps viðtal við Sverri Schopka, og sagði einn ig frá landi og þjóð. í»á spurðu érlendir bókaútgefendur margs um íslenzka höfunda og bækur þeirra. Var mikið spurt um íslenzkar skáldsögur og þá einkum eftir höfundana Hall dór Laxness, Gunnar Gunnars son og Kristmann Guðmunds son. Bárust tilmæli frá út- gefendum í ýmsum löndum um að fá bækur þessara höf- unda sendar til sín. Verður þeim tilmælum komið áleið- is til höfundanna sjálfra. f»á var spurt um yfirlitsbækur um íslenzka ljóðagerð og skáldsagnaritun. Samtök bókaútgefenda og bóksala í Vestur-Berlín hafa farið þess á leit, að íslenzka sýningin verði á bókasýningu i Berlín í nóvember. Sam- þykkt hefur verið að taka því boði, sem verður íslenzku út- gefendunum að kostnaðar- lausu. Baldvin Tryggvason taldi, að ekkert væri því tii fyrir- stöðu að koma bókum fleiri íslenzkra höfunda á framfæri erlendis, ef hægt væri að Sá þær í þýðingu, t.d. á ensku eða þýzku, og hafa þær á sýn ingu sem þessari. Útgefendur nota þar tækifæri til að selja hverjir öðrum bækur, og bók ! salar gera innkaup. Þótt | Baldvini sem vinna mætti markað fyrir islenzkar bækur erlendis í mun stærri stíl, en gert hefur verið til þessa. Aðspuður kvaðst Baldvin hafa mikinn áhuga á að gefa út hérléndis ýmsar bækur, sem á sýningunni voru. Þar væri 'þó helzt um að ræða út- gáfur sem gerðar eru í al- þjóðlegri samvinnu svo sem myndabækur og listverkabæk ur. íslenzka tollalöggjöfin ger ir útgefendum þó erfitt um vik í þessum efnum, því að hér þarf að greiða 50% tóll af bókum, með íslenzkum texta, sem fluttar oru inn. Ef bækur eru aftur á móti á er- lendri tungu, eru þær toll- frjálsar. Því hafa bækur verið keyptar inn í örkum með á- prentuðum myndum og text- inn síðan prentaður hérlend- is. Baldvin sagði, að útgáfan yrði miklu ódýrari, ef textinn væri settur hér heima og fluttur út á filmu, þar sem hann yrði prentaður, því að þessi samvinna bókaútgefenda lækkar gífurlega útgáfukostn- að. Um frágang á bókum, sem á þessari sýningu voru, miðað við íslenzka bóikagerð, sagði Baldvin, að það bezta erlendis væri mörgum sinnum betra en hér. Almennt stæði þó bóka- gerð á íslandi jafnfætis því, sem annars staðar gerist. Frá gangur íslenzkra barnabóka hefði sérstaklega verið gagn- rýndur, en samvinna við er- len'da útgefendur myndi auð- velda mjög útgáfu barnabóka og bæta útlit þeirra og frá- gang. Gæði barnabóka í Ev- rópu bæri fyrst og fremst að þakka náinni samvinnu fjölda útgefenda. Vatnssparn að urinn bar árantfur í ffær VIBBRÖGÐ almennings við tilmælum Vatnsveitu Reykjavik ur um stöðvun sirennslis og vatns&parnaðar, sagði vatns- veitustjóri blaðinu í gær, hefur borið þann árangur, að vatns- þrýstingur í borginni batnaði til muna í gaor og minna bar á vatnsskortinum en undanfarna daga. Við viljum þakka þessi við- brögð al men.ru n.gs, sagði vatns- Fengu ekki síld Akranesi, 23. septerrvber. HÖFRUNGUR III. var vestur undir Jökli í nótt, en fékk enga síld. Háseti á skipinu taldi, að sama hafi verið uppi á teningn- um hjá öðrum skipum þar voru. — Oddur. veitaistjóri, og værvbom þess að áframhatid verði á, þannig að sem minnst óþægindi verði af völdum vatnsekorti þeim sem nú er í Gvendarbrunnum- AÐ ÞVÍ er Agnar Kofoed Han- sen, flugmálastjóri, tjáði Morg- unblaðinu í gærkvöldi gerir hann ráð fyrir að senda fyrir 1. októ- ber n.k. flugmálastjórum Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar gagntillögur si na r varðandi fargjaldadeilu Loftleiða og SAS, sem fulltrúar þessara aðila ræddu á fundum sinum i Reykjavík sl. naánudag og þriðjudag. Síld til Húsavíkur í FYRRINÓ'lT komu tvö skip til Húsavíkur með síldarafla frá Langanesi, Náttfari með 700 tunnur og Héðinn með 600. Síld in var blönduð en talsvert tekið til söltunar. Skipin héldu í veið ar aftur. Þá lögðu skandinavisku full- trúarnir fram sínar tillögur til lausnar deilunni og verða þær kynntar næstu daga viðkomandi aðilum hér heima, sagði flug- málastjóri, sem kvaðst búasfc fremur við því, að fundi fliig- málastjórnanna, sem frestað var, verði haldið áfram í Reykjavítc þegar málavextir liggi nánar fyrir. Gagntlllögur í deilu Loft- leiða og SAS fyrir 1. okt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.