Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 17
/. Fimmtudagur 24. sept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Marina Oswald segir frá dagbdk manns síns FYRIR skömmu birtist í New York Herald Tribune viðtal við Marinu Oswald, konu Lees Harveys Oswalds, sem grun- aður er um morð Kennedys Bandaríkjaforseta. í viðtaiinu ræðir Marina m.a. dagbók manns síns, en úrdráttur úr henni hefur birzt í blöðum í Bandaríkjunum. 1 upphafi viðtalsins segir fréttamaðurinn, að Oswald hafi ekki byrjað að skrifa dag- bókina þegar hann kom til Moskvu, heldur löngu seinna, eftir að hann hafði ákveðið að reyna að komast aftur til Bandaríkjanna. Dagbókin hafi því alls ekki verið sönn, held- ur hafi Oswald skrifað marga kafla upp aftur, þangað til hann hafi verið ánægður með myndina, sem bókin gæfi af honum ,ef einhver læsi hana í Bandaríkjunum. „Lee skrifaði dagbókina til þess að sýna sjálfan sig eins og hann vildi að fólk í Banda- ríkjunum sæi. hann,“ sagði Marina, þegar hún ræddi við fréttamanninn um dagbókina. Spurningu um hvers vegna Oswald hefið gert þetta svar- aði Marina: „Hann var hrædd ur um að hann yrði handtek- iinn þegar hann kæmi heim frá Rússlandi.“ Þótt dagbókin hefjist á dag- setningunni 16. október 1959, þegar Oswald kom til Moskvu, segist Marina vita, að hann hafi ekki einu sinni ákveðið að skrifa hana fyrr en í byrj- uu árs 1961. Oswald hitti Marinu f Minsk 17. marz 1961, sex vik- um eftir að hann hafði skrifað bandaríska sendiráðinu í Moskvu og skýrt frá því að hann langaði til að fara heim. Þau voru gefin saman 30. apríl sama ár. Þegar blöðunum barst dag- bók Oswalds í hendur, brá Marinu illa. Ýmsir töldu, að hún hefði látið dagbókina af hendi við blöðin, en í sann- leika sagt hafði hún'hvorki átt eintak af dagbókinni né lesið hana. „Lee var mjög leyndardóms fullur, þegar dagbókin var annars vegar“, sagði Marina. „Hann vann sjaldan að henni, þegar ég var nálægt og var- aðist að láta mig sjá hana, jafnvel þótt ég gæti ekki lesið ensku.“ Blaðið „Life“ komst yfir dagbókina, en birti ekkert úr henni fyrr en að fengnu leyfi Marinu. Blaðið gaf Marinu síðar eintak af dagbókinni óstyttri og það var í fyrsta skipti, sem hún sá hana í heild. Þótt Oswald hefði ákveðið að reyna að komast aftur til Bandaríkjanna, þegar hann hitti Marinu, sagði hann henni ekki frá því fyrr en nokkrum vikum eftir að þau giftu sig. Þá spurði hann hvort hún væri fús til að fara með hon- um og hún kvaðst vera það, ef hún fengi leyfi. Hún gekk með fyrra barn sitt, þegar hún fór til Moskvu í júlí til þess að sækja um að komast til Bandaríkjanna sem inn- flytjandi. Marina minntist þess i við- talinu við bandaríska frétta- manninn hve glaður Oswald hefði verið, þegar hann vissi, að hún átti von á barni og sagði, að sér finndist einkenni legt, að hann minntist ekki á það í dagbókinni fyrr en í nóvember 1961. Þá segist hann vera á báðum áttum hvort hann eigi að fara til Banda- ríkjanna, bæði vegna þess hve taki á taugarnar að bíða eftir hinum ýmsu skilríkjum og vegna þess að Marina eigi von á barni. Hann sagði, að útlitið væri slæmt, sérstaklega vegna hins harða rússneska vetrar, sem var að ganga í garð. Þegar Marina las þetta, sagði hún brosandi: „Lee hat- aði kuldann. Hann sagði við mig: „Einn rússneskur vetur enn verður minn bani.“ “ Marina var vön löngum snjóa og frostatímum og hún sagði við mann sinn, að hann gæti farið einn, ef honum leiddist biðin. Hann fór ekki án hennar, en þegar til Banda- ríkjanna kom, reyndi hann að leyna því að hún væri Rússi. Einu sinni sagði hann, henni til mikils angurs, að hún væri Tékki. Fréttamaðurinn spurði Mar- inu hvort Oswald hefði verið áhyggjufullur áður en hann fékk heimfararleyfið. „Lee var mjög áhyggjufull- ur“, svaraði hún. „Töfin á því að hann fengi nauðsynleg skilríki gerði hann mjög tauga óstyrkan, hann svaf ekki á næturnar og gekk um gólf. Hann byrjaði einnig að missa hárið.“ Sem svar við spurningu sagði Marina, að Oswald hefði einnig haft áhyggjur af hár- missinum. „Honum fannst hann ekki eins laglegur og áður. Ég neri hársvörð hans með olíu, því að í Rússlandi er talið, að með því megi fá hárið til þess að vaxa aftur, en sú varð ekki raunin á með Lee.“ Marina dró upp tvær mynd- ir, teknar með árs millibili. Á þeirri fyrri, sem tekin var 1 Marina Oswald maí 1961, skömmu eftir brúð- kaupið, hafði Oswald þykkt liðað hár, en á þeirri síðari hafði það ljóslega þynnzt mik- ið. Þegar Marina horfði á myndirnar sagði hún: „Hann virðist svo taugaspenntur á þessari mynd, áður var hann alltaf brosandL“ Síðan minntist Marina þess, að sumarið 1963, þegar hún gekk með annað barn þeirra, hefði Oswald þótt mjög mið- ur, að hafa ekki efni á að senda hana nægilega oft í læknisskoðun. Þá voru þau í New Orleans, en þangað höfðu þau farið eftir að Oswald missti atvinnuna í Dallas. Mar- ina sagði, að eftir atvinnu- missinn hefði Oswald gleymt öllu, byrjað að leika sér með byssur og orðið hirðulaus um útlit sitt. Oswald missti at- vinnuna 6. apríl og 10. sama mánaðar skaut einhver á Ed- win Walker, hershöfðingja, sem er mjög róttækur til hægri. Oswald sagði Marinu, að hann hefði skotið á hers- höfðingjann og talið er að það hafi verið gert með sama riffli og skotið var úr á Kennedy. „Margir hafa lýst undrun sinni yfir því, að ég skildi ekki skýra lögreglunni frá þessu,“ sagði Marina, „en ég var eiginkona og móðir, og við Lee áttum aðeins hvort annað. Ég hafði ekki foreldra til að leita til og samkomulag Lees og móður hans var ekki gott. í sannleika sagt hélt ég, að ég gæti fengið hann ofan af því að reyna að drepa menn. Ég hélt að hann myndi breytast, þroskast, og snúa baki við hinum fáránlegu hug myndum sínum.“ INNOXA - london Wiss J}ean 4rnofd, verður til leiðbeininga fyrir viðskiptavini vora í verzluninni í DAG OG Á MORGUN, (fimmtudag og föstudag). Nýkomið mikið úrval af INN OX A-vör um. snyrtivörur eru fyrir hina vandlátu. % v.di Lækjartrogi. Vepjlep; gjöf til Barnaheimilis- sjoðs TIU börn og einn uppeldissonur Kristbjargar sál. Þorvarðardótt- ur, er síðast bjó að Lanmbshús- um á Akranesi, hafa afhent mér ellefu þúsund krónur, er þau gefa Barnaheimilissjóði Þjóðkirkjunn ar til minningar um móður og fóstumóður sína í tilefnd af 100 ára afmæli hennar hinn 7. þ.m. Með alúðar þakklæti. Ingólfur Ástamrsson formaður sjóðstjórnar. misala. Bítlaæðið á Akranesi hjaðnar AKRANESI, 22. sept. — Bítla- æðið hér í bæ er að hjaðna. Mest bar hér á fjórum bítlum, Magga, Valda, Óla og Rúnari. í fyrradag brá svo við, að þeir fóru í kyrrþey til hárskera og létu klippa sig. Sagan flaug sam- stundis út meðal jafnaldra þeirra. — Oddur. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Tökum upp i dag nýja sendingu af ovenjn faHegum ullar- jersey kjólum bæði heilum og tvískiptum TIZKUVERZLUNIN Of Guorun RAUÐARARSTIG 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.