Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLA&IB Fimmtádagur 24. gept. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónssoií. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 5. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ALDREIMEIRISKILN- INGUR Á MÁLUM LANDB ÚNAÐARINS k lltaf þegar ríkisstjórnin hefur íorgöngu um eitt- hvað, sem þjóðin fagnar, flýt- ir Tíminn sér að fullyrða að hann og Framsóknarflokk- urinn hafi knúð stjórnina til þess að gera þetta! Eru þessi mannalæti Framsóknarmanna orðin að almennu aðhláturs- efni. Þegar ríkisstjórnin hefur nú síðast haft farsæla forystu um samkomulag milli fulltrúa neytenda og framleiðenda um afurðaverðið og ákveðið jafn- framt ýmsar mikilsverðar ráðstafanir í þágu landbúnað- arins, byrjar Tíminn strax að gorta af því, að eiginlega séu þetta allt verk Framsóknar- manna! Það er ástæða til þess að rifja upp gang nokkurra hagsmúnamála landbúnaðar- ins undanfarið. Landbúnaðar- ráðherra gerði snemma í sum ar samkomulag við stjórn Búnaðarfélags íslands um að afgreiða jarðræktar- og bú- fjárræktarlög með þeim hætti á næsta þingi, sem nú er gert ráð fyrir í sambandi við á- kvörðun afurðaverðsins. Á síðasta Alþingi fékk ríkis- stjórnin einnig lögfesta þá veigamiklu breytingu á jarð- ræktarlögunum og lögunum um landnám ríkisins, að styrk ur til jarða með túnstærð und ir 25 hekturum skyldi stórauk inn. Um 3800 býli í landinu munu njóta góðs af þessari lagabreytingu. Við meðferð þessa máls á Alþingi var um það rætt, að með þessari breytingu væri ekki um neitt lokatakmark að ræða heldur myndu jarðrækt- arlögin í heild tekin til end- urskoðunar. í þessu sambandi má minn- ast þess, að árið 1957 treysti vinstri stjórnin sér ekki til þess að veita aukastyrk til jarðræktar á jörðum með stærri tún en 10 hektara. Tím- inn taldi þá stefnu sýna mik- inn „stórhug“ Framsóknar- manna í landbúnaðarmálun- um. Má um það segja, að litlu verður Vöggur feginn. - Framsóknarmenn hafa hald Lð uppi stöðugum ádeilum á Viðreisnarstjórnina fyrir það að bændur væru settir hjá um afurðalán. Sannleikurinn í því máli er sá, að Viðreisnar- stjórnin hefur beitt sér fyrir því, að afurðalán til bænda væru aukin verulega og alltaf ætlazt til þess að þeir sætu við sama borð í þessum efn- um og útvegsmenn. Nú hafa viðskiptabankarnir fyrir frum kvæði landbúnaðarráðherra gefið yfirlýsingu um það, að aðstaða bænda til afurðalána skuli ekki vera óhagstæðari en sjávarútvegsins. Allir bændur, sem eitthvað fylgjast með, vita líka, að þeir hafa aldrei fengið hærri hundraðshluta af afurðaverði sínu greiddan strax en síðan núverandi ríkisstjórn komst til valda. Á árunum 1950 til 1959 þegar Framsóknarmenn fóru með stjórn landbúnaðar- mála var aðstaða bænda allt önnur og verri í þessum efn- um. Kjarni málsins er sá, að nú- verandi ríkisstjórn hefur sýnt meiri stórhug í landbúnaðar- málunum en nokkur önnur ríkisstjórn hér á landi. Undir forystu landbúnaðarráðherra hafa verið stigin mörg og stór skref til þess að bæta aðstöðu bænda og efla íslenzkan land- búnað og byggja hann upp á marga vegu. Er þess síðast að minnast, að nú er stefnt að því að súgþurrkunartæki verði komin á hvert býli á næstu fimm árum. Er hér um að ræða stórkostlegt tækni- legt framfaraspor, sem mun eiga ríkan þátt í að skapa landbúnaðinum aukið öryggi og íslenzkum bændum bætta aðstöðu í baráttunni við brigð ult veðurfar. HEIMTA HÆKK- UÐ FARGJÖLD! að er lítil reisn yfir kröfum fulltrúa flugmálastjórn- anna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í sambandi við far- gjaldadeilu Loftleiða og SAS. Þeir krefjast þess að Loft- leiðir hækki fargjöld sín á flugleiðinni frá Norðurlönd- um til Bandaríkjanna. Hafa menn nú heyrt annað eins! Stóra og volduga flugfélagið SAS, sem hvorki meira né minna en þrjár ríkisstjórnir Norðurlanda standa bak við, lætur ekki við það sitja að hafa uppi stöðuga kveinstafi vegna samkeppni litla ís- lenzka flugfélagsins Loftleið- ir. Það krefst þess bein- línis, að það hækki fargjöld sín, til þess að stóra og vold- uga flugfélagið geti verið ánægt og öruggt! Ef Loftleiðir ekki fáist til þess að hækka fargjöldin fyr- ir SAS er jafnvel hótað hörðu. Þetta er svo einstætt fyrir- 1 BÍLASALINN Harry Fike í Colombus í Ohio segist vera aS því spurður, að minnsta kosti tuttugu og fimm sinnum á degi hverjum, hvort hann geri sér ijóst, að hann minni meira en lítið á núverandi Bandarikjaforseta, Lyndon B. Johnson. — Af meðfylgjandi mynd virðist augljóst, að hann geri sér þess fulla grein — hann er eins og heldur yngri útgáfa af forsetanum, enda að- eins 44 ára en Lyndon John- son 56 ára. 3 Svipaða sögu hefur tvífari (er til vinstri, ef einhver ur. Hann kveðst hrökkva í kút 3 1 Barry Goldwaters, forseta- skyidi vera í vafa), er New og verða hálf hræddur í hvert H | efnis repúbiikana, að segja. York-búi og rekur þar fyrir- sinn, sem hann sjái Barry Gold a = Hann heitir Victor Henschel tæki, sem framleiðir veggfóð- water á sjónvarpsskerminum. H fiiiiiiiiiiiimmimmimmmiiiiiimiimmimmmiiiimmmiiiimmmmiimmmmiiimmmmmmmmimmmmiHmiimmiimmmmimmmmimmmimumiiimmW brigði í nútíma viðskiptalífi að undrun sætir. Frjáls sam- keppni á svo sem ekki upp á pallborðið hjá þessum herr- um. Almenningur á Norður- löndum vill auðvitað eins og fólk annars staðar í heimin- um að fargjöld með flugvél- um landa í milli séu sem lægst. Þess vegna hafa Loft- leiðir skapað sér stöðugt vax- andi vinsældir. Ef nú ætti að skylda íslenzka flugfélagið til þess að hækka fargjöld sín á leiðinni frá Norðurlöndum til Ameríku væri það ekki aðeins hnefahögg í garð frjálsrar samkeppni, heldur og í andlit velsæmis í við- skiptamálum. DÖNSKU KOSN- INGARNAR T|önsku þingkosningarnar w höfðu ekki í för með sér neinar stórfelldar breytingar í dönskum stjórnmálum. — íhaldsmenn unnu þó verulega á og fá nú f jórum þingsætum fleira í þinginu en þeir áður höfðu. Jafnaðarmenn standa í stað og hið sama gildir um Yinstri flokkinn. Radikalir, sem er annar stjórnarflokkur- inn, tapar hins vegar einu þingsæti. Ennfremur hefur flokkur Aksels Larsens tapað einu þingsæti og loks hefur Óháði flokkurinn og Slésvík- urflokkurinn þýzki tapað sínu þingsætinu hvor. Hafa íhalds- ! menn unnið öll þessi fjög'ur þingsætL Athyglisverðasta staðreynd kosninganna er sú, að ríkis- stjórnin sem hafði eins at- kvæðis meirihluta í þinginu á síðasta kjörtímabili að með- töldu atkvæði eins græn- lenzks þingmanns, hefur nú tapað meirihluta sínum. — íhaldsmenn og vinstri flokk- urinn hafa hins vegar aðeins fengið 74 þingsæti og er því vandséð, hvernig þeir eiga að geta myndað ríkisstjórn, nema ef til kæmi stuðningur radikala og hinna fimm þing~ manna Óháða flokksins, sem var eins og kunnugt er mynd- aður vegna klofnings í vinstri flokknum á sínum tíma. Það er rökrétt afleiðing kosninganna að Jens Otto Krag hefur nú sagt af sér og ráðuneyti sínu. Hvað við tek ur er enn á huldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.