Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. sept 1964 Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri: Iðnþing fslendinga og garðyrkjumenn A 1904, I. HRÍMKÖtiDUM haustdeg. lá leið mán til Akureyrar Þar stóð þá yfir Iðnþing íslend- inga og minnst var 50 ára ak miælis iðnaðarsamtaka Akureyr ar. Þetta varð að vonum, miki? fagnaðar og veizlu-þing og var um tvennt tíðast rætt í skálræð- um — þ.e.a.s. garðyrkjubæinn Akureyri, sem var mönnum tii augnayndis og vottur háþróaðrai menningar bæjarbúa, en jafi>/ framt var minnst þeirrar hálfral alda baráttu, sem iðnaðarmeni á Akureyri höfðu háð fyrir stétt- arlegri tilveru sinni. Það var því ekki óeðlilegt, að við garðyrkj-umenn, væntum okk ur aukins skilnings hjá þeiro mönnum, sem þessa haustdaga voru undir svo hjartnæmri garð* yrkju-stemmningu á Akureyri 1954. Þá höfðum við í hartnær áratuig vænzt þess, af þessunj sömiu mönnum, að þeir virto störf okkar og nám til jafns vi3 hárgreiðslu og hattadömu-iðnu En það var kominn haustfölvi á lauf trjánna og ein frostnótt hafði fellt fegurð blómanna. í garðinum uppi á brekkunni, vann hin aldna frú Margrethe Schiöti að því, að búa gróðurbeð undif kaldan norðlenzkan vetur. — Og mér var þá á að hugsa: — Ef hún frú Sohiöth væri hattadama, þá sæti hún trúlega í heiðurs- sessi á Iðnþingi fyrir alla prjón- ana, sem hún hefði á langri starfs ævi, stun-gið í flókafellingar. — Ég kann ekki að lýsa þeirri gleði sem á þeirri stundu gagntók mig vegna þeirrar gæfu íslands, að hún frú Schiötih, hafði fæðst með garðyrkju-áhuga, en ekki hatt- prjóna eða hárliðunar hugsjónir. Sú gleði hugsun, gerði mér harðan dóm Iðþings 1954, mun léttbærari, þegar það kvað upp þann úrskurð, — að störf okkar garðyrkjumanna, væru aðeins verkefni fyrir kvenfólk og lið- léttinga. Ágætt og hollt verkefni fyrir börn iðnaðarmanna, að sumrinu. Veizluræður höfðu engu breytt um skilning þessara manna á starfi frú Margrethe Schiöth og obkar garðyrkjumanna. Hinsvegar hafði á Alþingi ís- lendinga þá nýverið, verið talin fyllsta ástæða til, að lengja nám við garðyrkjuskóla ríkisins, um eitt ár, þannig að námið tekur nú 3 ár í stað tveggja áðúr, en jafn- framt er krafizt 2. ára verklegs undirbúnin-gs, áður en skólanám- ið hefst. Af garðyrkjumönnum er m.ö.o. krafizt lengra náms en flestum eða öllum iðnaðarmönn- um. Slíkt er e.t.v. ebkert óeðli- legt, þegar þess er gætt, hvað garðyrkja er miklu vandasam* ara og fjölbreytilegra starf, en flest ef ébki öll, þau störf, sem í dag flokkast undir iðngreinar. Þrátt fyrir það, veitir garðyrkju- skólinn nemendum sinum engin sérréttindi í íslenzku atvinnulífi, fremur en íslenzku búnaðarskól arnir. Sá ungur maður eða kona, sem í dag velur sér garðyrkju að lífs starfi verður að vera undir það búinn, að etja kapp við, eða ánetjast fjáraflabröskurum i byggingariðnaðinum eða matvæla framleiðslunni, Vilji hinsvegar handla-ginn garðyrkjumaður, taka að sér störf í húsasmíði, húsamálun, hárliðun og ha-ttagerð, — þá verður það við lög. Það er því ekki óeðlilegt þótt einhver spyrji: — Hversvegna er islenzka ríkið að halda uppi garð yrkjuskóla og setja reglur um garðyrkjunám? En kannski vita fáeinir iðnaðar menn svarið við þeirri spurningu, þótt þeir kæri sig lítið um, að gera það opinbert n. Liðin eru 10 ár og iðnaðarsam- tökin á Akureyri minnast 60 ára afmælis á sólfögrum haustdögum 1964. Iðnþing er þar saman kall- að og veizlugleði hin sama og fyrr. Ræðurnar frá því árið 1954 eru endurteknar og við garð- yrkjumenn erum mœttir í þeirri góðu trú, að skilningur iðnaðar- manna hljóti nú, að ná hámanki sínu. Akureyri býr erm af verku-m hennar frú Margrethe Schiöth, en sjálf er hún horfin sjónum og jarðneskar leifar í vanhirta m/old kirkjugarðsins á Akureyri. Tveir fullomir áhuga garðyrkju menn búa nú gróðurbeð Lysti- garðsins hennar undir það, að mæta köldum norðlenzkum vetri en ungir menn með garðyrkju- áhuga telja lífvænlegra_ starf í iðjuverum K.E.A. og S.Í.S. Garðyrkjuskóli ríkisins starf- mönnum það Ktillæti, að gefa þeim bost á viðræðufundi með 5 manna félagsnefnd, sem kjörin var af þingheimi í einu hljóði. Nefndin kemst að þeirri óvæntu niðurstöðu, að vandlega yfirveg- uðu máli, — Að Garðyrkja sé engu minni iðn en margt þeirra starfa, sem í dag sé lögverndað, sem faggrein samkvæmt íslenzkri atvinn-umálalöggjöf. Nefndin legg ur því einróma til að — 26. iðn- þing íslendinga, samþykki að garðyrkja skuli njóta sama réttar og lögvemdar og nú njóta rakar- ar, netagerðarmenn, barþjónar og hattatizkudömur eða önnur hlið- Gamla garðyrkjuskólahúsið í ar þó ennþá með sex nemendum og hafin er bygging á nýju skólahúsi. Garðyrkj ulaunþegar eru sextíu talsins og ofra flestir orku sinni og verkhæfi'leikum í það að stjórna óstýrlátum æskulýð, yfir sumarmánuðina. Iðnþing íslendinga hefur í 20 ár velt fyrir sér spumingunni um það, — hvort réttlætanlegt sé, að lögvernda garðyrkju sem starfsgrein á íslandi. Futltrúar forréttinda stéttanna, eru 110 mættir til þings, og vilja I að þessu sinni sýna garðyrkju- rnmúií Hveragerði. stæð þjóðhagslega mikilvæg störf. Rödd réttlætis gagnvart 20 ára þolinmæði garðyrkjumanna hef ur í fyrsta sinn látið til sín heyra á Iðnþingi íslendinga. Þar virð- ast hafa orðið einhver manna skipti, eftir öll þessi ár. Og það slær ónotahroll að hin- um öldnu fulltrúum. Þeir líta upp og spyrja: — Nei heyrið mig nú unglingar, hvað er nú að gerast? Og þingheimur spyr: — Hafa þá garðyrkjumenn verið rangind um beyttir í 20 ár? Forseti þingsins spyr: — Vilja menn ræða málið. Orðið er frjálst — Já, orðið er frjálst. — En það ríkir grafar þögn. Forseti segir: — já, ef svo er ekki þá verður gengið til atkvæðagreiðslu. „Og hann lemur fundarhamrinum I borðið, Eitt 'högg og — hann reið- ir 'hamarinn á loft öðru sinni. Þá ris á fætur og þó heldur hik- andi, mikilhæfur húsasmiða- meistari og bendir á að flas gerir engan flýtir, það þurfi að íhuga þetta mál miklu nánar, en nú hafi verið gert í fljótræði af þing skipaðri nefnd. Hann leg.gur til að málinu verði skotið lil milli- þinganefndar. Það var nú það. Garðyrkju- menn máttu vænta þess að Iðn- þing íslendinga, gætu velt rétt- lœtinu fyrir sér í 20 ár til við- bótar — eða að minsta kosti, þar til öldungar og réttlætisimenn iðn aðarmanna í dag, yrðu allir genga ir til feðra sinna og garðyrkju- mannastéttin einnig horfin at sjónarsviðinu. Hver af öðrum rísa nú á fætur stórfurstar byggingariðnaðarin* og heimta, að málinu sé vísað til milliþinganefndar. Jafnvel virðu- legur klúbbhúss eigandi í heiður* sæti þingsins, minnist þess, a8 hann á bróður í garðyrkjumann* stétt, sem horfinn er að annarri arðhærari vinnu, — og hann hvet ur eindregið til, að málinu verði skotið á frest. Öðrum heiðurs herra, sem á mág, í hópi garðyrkjumanna, hlær einnig hugur í brjósti — nei það má aldrei verða að sá ári, geti talið sig í hópi iðnaðar- manna, nóg er nú loftið samt.“ Og það er soðin saman í flýti Framhald á bls. 18 Mývatn Hér kemur bréf frá Kristj- áni Þórhallssyni í Mývatnssveit, athugasemd við skrif Velvak- anda um Mývatnssveit í lok júlí sl. Tilefni þeirra skrifa var ,að ferðamaður kom að máli við VelvaKanda og bað hann taka Mývatn á dagskrá — og var allur pistillinn byggður á frá- sögn ferðamannsins. En hér hef- ur Kristján orðið: „Björk, Mývatnssveit. Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu birtist smá- grein 31. júlí sl. um Grjótagjá í Mývatnssveit. Er þar stuðst við frásögn ferðamanns, sem nýlega hafði verið á ferðalagi í Mý- vatnssveit og baðaði sig í Grjótagjá. Má raunar segja að margt sé réttilega tekið fram í þessari grein, t.d. varðandi betri umgengni og bætta að- stöðu, glöggan vegvísi o. fl. Hins vegar er annað í grein- inni furðulega fjarstæðukennt, sýnilega sprottið af ókunnug- leika á staðháttum og skorti af réttum upplýsingum. í grein Morgunblaðsins seg- ir m.a.: „Hægt er að synda frá botni hennar eftir göngum í aðra laug sem er töluvert stærri. Slíkt er þó mjög varasamt nema fyrir góða kafsundsmenn og kunn- uga, og andopið á stærri laug- inni ekki nema diskstærð.“ Hér er ruglað saman tveimur baðstöðum, sem sé Grjótagjá og Stórugjá. Þessi lýsing gæti átt við Stórugjá sem er skammt frá Reykjahlíð. Þar hefir um langa tíð verið vinsæll sund- og bað- staður. Vatnið í gjánni er 25— 28 stiga heitt og því mjög þægi- legt að baða sig. Stóragjá er í landi Reykjahlíðar og eru því eigendur hótelanna líka umráð,\ menn og eigendur hennar. — Grjótagjá er á allt öðrum stað. Þar fannst fyrst baðstaður fyr- ir tiltölulega fáum árum. Vatnið í gjánni er yfir 40 stiga heitt, hreint og tært. Grjtóagjá er í landi Voga, eru því landeigendur þeirrar jarð- ar jafnframt umráðamenn og eigendur gjárinnar. Vegamálastjóri í grein Velvakanda segir m.a.: *' „Þessi sérkennilegi baðstað- ur sem engan sinn líka mún eiga í heiminum er því miður van- hirtur og illa merktur, þótt þarna sé sennilega um að ræða beztu auglýsingu sem eigendur hótelsins í Reynihlíð) (en þeir eigendur gjárinnar) geta með jarðýtu hér af þjóðvegin- um beint upp yfir hraunið, að túninu er búið var að rækta á söndum vestan Jarðbaðshóla og Hrossaborgar. Liggur sá vegur rétt við baðstaðinn í Grjótagjá. Borið var ofan í þennan veg og mátti teljast allgóður. Nú fer ferðafólk að leggja leið sína um þennan veg að Grjótagjá í vax- andi mæli og hefur svo verið síðan. Fljótlega lét vegurinn á sjá vegna hinnar miklu umferð- ar. Var því full þörf á að bera ofan í veginn á ný. Þegar svo var komið ritaði ég vegamála- stjóra bréf, seint á árinu 1962. Gat ég þar um ástand þessa vegar og hinnar miklu umferð- ar ferðafólks að Grjótagjá. Fór ég þess jafnframt á leit hvort Vegagerð ríkisins vildi ekki leggja fram einhverja upphæð til að bera ofan í veginn, þar sem þetta væri orðinn alfara- vegur. Þess má geta, að hægt er að komast aðra leið að gjánni, er þá farið af þjóðveg-' inum vestan við Gufubaðið í Jarðbaðshólum. Er sú leið grýtt og því þörf fyrir ofaníburð. eru fengið fyrir veitingastað." Hér kemur fram í greininni mikill misskilningur, hverjir séu raunverulegir eigendur gjárinn- ar. Vona ég að hér eftir sé öli- um það ijóst. Fyrir nokkrum árum létu landeigendur Voga ryðja veg gistihús sitt og ýkr Ekkert svar Ekkert svar fékk ég við bréfi mínu. Vorið 1963 var ég staddur í Reykjavík og ræddi þá í síma við vegamálastjóra um þessi mál. Ég benti á að mjög væri brýn þörf að setja upp vegvísa að Grjótagjá, því aUtaf væri verið að spyrja tU vegar þangað, ekki sízt af út- lendingum. Hins vegar gætu landeigendur vart farið að aug- lýsa sinn eigin veg, sem þó er eins fjölfarinn af ferðafólki á meðan Vegagerð ríkisins viU ekkert leggja fram honum til viðhalds. Erindi mitt við vega- málastjóra bar engan árangur og við það situr enn. Þó lét vega gerðin á sínum tíma leggja veg að Dimmuborgum, sem er mjög fjölfarinn eða álíka og að Grjótagjá. Hefur verið reynt að halda þeim vegi við, ennfrem- ur lét vegagerðin setja þar upp vegvísi. Hvers vegna má þá ekki halda við vegi að eins fjölsótt- um baðstað og Grjótagjá er og merkja hana? í grein Velvakanda segir: „Til þess að komast ofan I laugina verður að klöngrast um skítuga og drulluga kletta.“ Þó þessi lýsing sé að vísu orðum aukin er vissulega mjög aðkall- andi að bæta þarna aðstöðuna. Hafa verður í huga, að þessi sérkennilegi, og ég vil segja ein- stæði baðstaður er algjörlega gerður af náttúrunnar hendL Hingað til hafa eigendur gjár- innar ekki sjálfir haft þarna neinna hagsmuna að gæta. Þesa vegna hafa þeir heldur ekki lagt þar í neinar umbætur. í mörg ár er búið að ræða um það hér í Mývatnssveit, að koma upp sundlaug. Af fram- kvæmdum hefur þó ekki orðið ennþá. Nú tel ég að tími sé kom inn að hefjast handa og byggja sundlaug með nútíma þægind- um við Grjótagjá. Með beztu kveðju. Kristján Þórhallsson. ál / ' A _________ M "''“sSVS/ ©pTb ttWWMttú KAUPFELQG Nú er rétti túninn til að panta. rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.