Morgunblaðið - 24.09.1964, Side 15

Morgunblaðið - 24.09.1964, Side 15
Fimmtudagur 24. sept. 1964 MOXGUNBLAÐIÐ 15 Erlendur Jónsson: UM BOKMENNTIR MEÐ'ATj bókamanna er haustið tírni eftirvæntingar. Útg'áfutíðin er framundan. Bækur síðasta árs eru óðum að hverfa í skuggann, •umar allt að gleymdar. Menn ræða ekki lengur um þær, heldur fþað, sem í vændum er. Vonin er undanfari þess ókomna. Og •lltaf erum við að vonast eftir tiýjum höfundum og nýstárleg- tim ritverkum. Alltaf kann eitt- bvað óvænt að koma fram, eitt- bvað, sem er öðru vísi en allt, lem áður hefur verið skrifað. Eftirvæntingin eykst, þegar útgefendur gera heyrinkunnugt tim áætlaðar útgáfubækur haustsins. bá fáum við nöfn höfundanna og titla bókanna, en ekki meira. í»egar dagur styttist, aukast ennir í prentsmiðjum og bók- handsstofum. Handrit eru sett, prófarkir lesnar. í>að er prentað og bundið frá morgni til kvölds. Loks er bókunum dreift til verzlana í skrautlegu bandi með gylltum kjölum handa þeim, eem leggja mest upp úr útliti og gyllingum. Strax á öndverðu hausti taka bækur að berast á markaðinn, fyrst ein ag ein, síðan fleiri. Um það leyti, sem jólafasta gengur á garð, drífur þær að úr öllum áttum. Uag eftir dag er sagt frá nýjum bókum í fréttum útvarps og blaða. Bókaauglýsingar taka aiangan tíma í Útvarpinu dag favern og breiða sig yfir síður dagblaðanna. Afgreiðslufólki fjölgar jafnt og viðskiptavinum í bókabúðum, svo þar verður þröng í hverju horni. Og gagn- rýnendur sitja ringlaðir innan wm hækkandi bókahlaða, sem setlazt er til, að þeir lesi og rit- dæmi í snarheitum. Um langt árabil hefur bóka- ötgáfa miðast nær eingöngu við jólamai-kaðinn. Gengi bókar fer eftir því, hve frambærileg hún er sem jólagjöf. Sárafáar bækur koma út á öðrum árstíðum. Helzt eru það bókafélögin, sem gefa wt eina og eina bók á öðrum tímum árs, þar sem þau eiga vísan allstóran kaupendahóp. Að öðru leyti kemur obbinn af bók- um út rétt fyrir jólin. Bækur |>ær, sem þá koma út, skipta tugum, ef ekki hundruðum, ár hvert. Vegna hins stutta útgáfutíma er erfitt að fylgjast með bóka- tttgáfunni. Það væri á einskis tnanns færi að lesa allar hinar mörgu bækur jafnóðum, þó þær bærust í hendur. Það er og sann- «st mál«, að lítils er á mis farið, þó sumar þeirra verði tttundan. Talsverður hluti útgef- Inna bóka er þess konar sam- •etningur, sem fljótt gleymist «g verður ef tll vill aldrei úr gleymsku grafinn framar. Að- eins ein og ein bók á fyrir sér •ð lifa áfram í hugarheimi þjóð- •rinnar. Undanfarin ár hefur fátt kom- Ið fram í bókmenntum og bóka- gerð, sem til nýjunga geti tal- fet. Bókamarkaðurinn hefur verið ósköp svipaður frá ári til árs. Skáldskapurinn hefur greinilega verið á undanhaldi. L.jóðabækur ungra skálda kváðu vera lítt seljanlegar. I>ær eru því utanvelta á bókamark- •ðinum, og er það illa farið hjá þjóð, sem búin er að yrkja og lesa ljóð frá ómunatíð. Skáld- •ögur ganga betur út, smásagna- •öfn ef til vill einnig. En á þeim vettvangi hefur fátt komið fram, *em merkilegt geti heitið. Stemming þessara ára virðist vera andhverf sagnaskáldskap. Útgáfur nýrra islenzkra leik- rita hefur hingað til mátt telja á fingrum. Nú virðist sú bók- waenntagrein loksins vera að (aerast í aukana, t»g mangir spá því, að leikritið sé það, sem koma skal. Annars hefur farið mest fyrir ævisögum og bókum um þjóðieg fræði. Þrjátíu ár eru nú liðin, síðan Guðmundur G. Hagalín tók að færa í letur endurminningar gamals hákarlaformannis fyrir vestan. Aður höfðu varla þekkzt aðrar tegundir ævisagna en sjálfævisögur og stutt ævi- ágrip látinna manna, skrifuð I eftirmælastíl, og skipaði hvor- ugt viðamikið rúm í íslenzkum bókmenntum. Aftur á móti var talsverð gróska í skáldskapnum á þeim árum. Það voru tilþrif í ljóð- listinni, og skáldsagan stóð á hátindi. Mið hliðsjón af áhrifum hennar hefði mátt ætla, að ævi- sagan ætti ekki miklu gengi að fagna. En það fór á annan veg. Þjóðfélagslega skáldsagan var að renna skeið sitt á enda. Ævi- sagan kom í hennar stað. Það sannaðist á Virkum dög- um Hagalíns, að hin eftirritaða ævisaga — þegar einn segir frá og annar skrifar — fór hvergi varhluta af kostum sjálfsævi- sögunnar. Og raunar liggur í hlutarins eðli, að hin fyrrnefnda hlýtur að hafa ýmsa möguleika fram yfir hina síðarnefndu. Það er tvennt ólíkt að vera sögu- maður og rithöfundur. Maður kann að búa yfir óvenjulegri og merkilegri lífsreynslu og vera gæddur frásagnargáfu til að segja frá í ipæltu máli, en skorta leikni og kunnáttu til að skrifa. Meira að segja gæti frásögn manns, sem væri hvorki læs né skrifandi, verið úrvalsefni í bók, ef kunnáttumaður skrásetti. A þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er frá útkomu Virkra daga, hefur komið fram fjöl- skrúðugt og mikið safn ævi- sagna. Ekki er þar allt með háleitri reisn, sem geta má nærri. En þar er þó að finna sígild og merkileg verk. Auk ævisagna Hagalíns, sem eru nú orðnar æði mangar, mætti nefna ævisögu síra Arna Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson og nú síðast ævisögu Haralds Björns- sonar, Sá svarti senuþjófur, eftir frásagnir virðast nú vera að leysa af hólmi hinar eiginlegu þjóðsögur, sem nutu mikilla vin- sælda á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þessarar. Andi þjóðsagnanna er að verða okkur framandi. Fólk er ekki lengur handgengið álfum og huldufól'ki. Útilegumannatrúin, sem kttlaði svo marga sálina áður fyrr, er horfin, og draugar láta ekki lengur að sér kveða, svo teljandi sé. Aftur á móti leynist margt dulúðugt í dómabókum, sendi- bréfum og kirkjubókum frá fyrri tíð. Þær heimildir eru að vísu fáorðar og gagnorðar. En með því að ýra þeim saman við leyndardómsfullair og ismeygi- Guðmundur G. Hagalin Njörður P. Njarðvík Njörð P. Njarðvík. Ég minnist ekki neins skáldverks frá síðast- liðnu ári, sem taki þeirra bók fram. Ný bókmenntagrein varð til með viðtalsbók Matthíasar Jo- hannessen, í kompaníi við allíf- ið, sem hann skráði eftir við- ræðum við Þórberg. Nú eru liðin fimm ár frá útkomu þeirrar bókar, og hafa nokkrar slíkar bætzt við á þeim tíma. Auk þess hafa eftirritaðar ævisögur hneigzt til frjálsiegs forms í anda þeirra. Bækur um þjóðleg fræði hafa verið mjög vinsælar á undan- förnum árum, einkum frásögu- þættir, sem skráðir eru eftir munnlegum og skriflegum heim ildum frá fyrri tíð. Þess konar AUST eru þeir niður lagðir og guðs- orðabækur sjaldséðar í bókahill- um. Trúarþörf manna virðist nú helzt vera fullnægt með frá- sögnum af miðlum og huldu- læknum. Haft er fyrir satt, að fjölmennur hópur lesenda sækist ekki eftir öðru lesefni fremur. Bækur um þau efni hafa því verið áberandi á jólamarkaði undanfarinna ára, og svo mun eflaust verða enn um sinn. Ferðasögur, innlendar og er- lendar, og fræðibækur um lönd og þjóðir sjást einnig, og er yfirleitt -talsvert til þeirra vand- að. Þá koma við og við á mark- aðinn endurútgáfur og ritsöfn eldri skálda. Stundum fylgja þeim athugasemdir um verkin og æviágrip viðkomandi höf- unda. Flestum hinum þekktari skáldum hafa nú verið gerð skil, með slíkum úfcgáfum. Fjölmörg skáld, einkum átjándu aldar og eldri, hafa þó ekki enn notið slíkrar náðar og eru því alls- Þórbergur Þórðarson legar málalengingar eru þær gerðar að hinu æsilegasta les- efni. Áður á tíð var húslestrarbók á hverju heimili, enda voru hús- lestrar ræktir, allt þar til Útvarpið kom til sögunnar. Nú ókunn þorra manua. Ófáar kvæðasyrpur eru geymdar i handritasafni Landsbókasafns- ins og bíða þess að koma fyrir almennings sjónir á prenti. Hæfct er við, að margar þeirra verði að bíða lengi. Þó margra grasa kenni í ís- lenzkri bókaútgáfu, er langt frá, að öllum menningarlegutn. viðfangsefnum séu þar skil gerð. Við teljum okkur bók- menntaþjóð, og það held ég sé ekki fjarri sanni. Samt hefur furðufátt verið skrifað hér um bókmenntir almennt. Það, sem sett hefur verið saman um þau efni, hefur að mestu takmarkazt við handritarannsóknir forn- rita, ævisögur einstakra höfunda og annað staðreyndatal. Þess konar fróðleikur er nátfcúrlega sjálfsagður og nauðsynleguT. *Bn andi bókmenntanna verður seint mældur eða veginn, oig hugleiðingar á víð og dreit' eiga líka rétt á sér. Okkur vantar rit, er varpi ljósi á heildina. Svo ekki fari milli mála, hvað við @r átt má nefna fslenzka menningu Nordals sem dæmi um rit slíkrar tegundar. Fjöldi þýddra bóka kemur út árlega, og er sá flokku«*»n einna sundurleitastur, bæði að upp- runa og útleggingu. Hingað til hefur starf þýðandans verið fremur lítils metið, þó það krefj- ist listrænna og agaðra vinnu- bragða ekki síður en önnur rit- störf. Sá þáttur, að hverjum sem er leyfist að þýða hvað sem ér, hefur skapað það álit, að ekki sé nema meðalmanns verk að snúa bók úr erlendu máli á ís- lenzku. Lélegir þýðendur skáka í því skjóli, að fáir gefa sér tíma til að rýna í verk þeirra og bera þau saman við frumtextana. Hitt vill þá einnig gleymast, að við höfum eignazt mörg erlend rit- verk í afburða góðum þýðingum. Nú er komið haust. Birta dvín- ar. Dagurinn tekur óðum að styttast. En þá er líka bót í máli að eiga von á mörgum nýjum og — vonandi góðum bókum. Sú var tíðin, að fróðleikur sá, sem hafa mátti af bókum, var kall- aður upplýsing. Það heiti var vel til fundið. Skemmtileg bók er sannarlega nokkur uppbót fyrir þverrandi birtu í skammdeiginu. Erlendur Jónss»»n. Tvö gróðurhus starfrœkt í Reykjanesi í sumar Guðmundur Benediktsson garðyrkjumaður bjartsýnn d markaðsmöguleika vestra f REYKJANESI við fsafjarðar- djúp hefur nú að nýju verið haf- izt handa um hagnýtingu jarð- hita til ræktunar margs konar grænmetis. Er það Guðmundur Benediktsson, garðyrkjumaður frá Bolungarvík, sem var um skeið garðyrkjuráðunautur Bún- aðarsambands Suðurlands og Sambands sunnlenzkra kvenna, sem hefur hafizt handa um gróð- urhúsaframkvæmdir í Reykja- nesi. Hann flutti vestur að Reykjanesi í júní árið 1963 og keypti þar tvo grunna af göml- um gróðurhúsum, sem Kaupfélag ísfirðinga átti í Hveravík. Byrj- aði Guðmundur strax að undir- búa endurbyggingu þeirra og hafði gert húsin fokheld í des- ember sl. Hann byrjaði að sá í húsin í febrúarbyrjun, aðallega tómötum og agúrkum. Tvö gráðurhús Þessi tvö gróðurhús eru um 300 fermetrar að stærð. Hefur Guðmundur sáð í 75 fermetra fyrir gúrkur, og þegar Mbl. hitti hann að máli í Reykjanesi fyrir skömmu kvaðst hann örugglega mundu fá 3500 1. flokks gúrkur í sumar. Hann hefur 225 fermetra fyrir tómata. Mun uppskera hans í sumar verða a.m.k. þrjú tonn af tómötum. Auk þess hefur Guðmundur hafizt handa um ræktun margs konar grænmetis úti, svo sem gulrófna, rauðkáls, hvítkáls og grænkáls. Hefur hann selt stein- selju, grænkál og salat síðan í marz sl. Gúrkurnar og tómatana hefur hann selt nær eingöngu á ísa- firði og Bolungarvík. En hann leggur áherzlu á framleiðslu fyr- ir Vestfjarðamarkað. — Telur hann að mögulegt ætti að vera að selja 10—12 tonn af tómötum á Vestfjörðum. Guðmundur telur að hlutfalls- lega sé meira keypt af grænmeti í sveitunum við Djúp en á Suð- urlandi, þar sem hann þekkir vel til. Hann var í fjögur ár við g'arðyrkjunám og garðyrkjustörf í Árnes- og Rangárvallasýslu. — Ennfremur var hann í tvö ár við garðyrkjunám í Danmörku. Síðan var hann um eins árs skeið garðyrkjuráðunautur Búnaðar- sambands Suðurlands og Sam- bands sunnlenzkra kvenna. Hann kveðst hafa mikinn áhuga á að leiðbeina fólki á Vestfjörðum um garðyrkju og aukna hagnýtingu jarðhita. Hér í Reykjanesi, sagði Guðmundur, er ótæmandi jarð- hiti og viðs vegar um alla Vest- firði eru hverir og laugar ónýtt- ar. Guðmundur gerir ráð fyrir að stækka gróðurhús sín á næst- unni og kveðst vera bjartsýnn á möguleika gróðurhúsaræktun- arinnar á Vestfjörðum. Guðmundur Beneditksson er- fæddur að Bæjum í Snæfjalla- hreppi, sonur Benedikts Ásgeirs- sonar og Fanneyjar Gunnlaugs- dóttur. Er það mál þeirra sem bezt þekkja til að hann sé ötull og dugandi maður. Annar ungur maður, Jón Fann- dal Þórðarson, byrjaði fyrir skömmu gróðurhúsarækt að Laugarási í Skjaldfannadal í Nauteyrarhreppi við ísafjarðar- djúp. Hefur honum farnazt ágæt- lega og bendir allt til þess, að þessi gróðurhúsarækt við Djúp eigi að geta fullnægt þörfum Vestfirðinga fyrir margs konar grænmetL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.