Morgunblaðið - 29.09.1964, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.09.1964, Qupperneq 1
32 si&ur Sovézkir njósnarar fyrir rétti í New York — mikilvægustu njósnaréttar- höid frá því Abel var dæmdur New York, 28. sept. AP-NTB leitt vitni, sem ekki hefur fyrr verið frá skýrt. Herma áreiðanlegar heimildir að vitni þetta sé fyrrum háttsett- ur starfsmaður sovézku leyni þjónustunnar, Kaarle Rudolf Tuomi. SOVEZKUR borgari, Aleks- »nder Sokolov, og kona hans, voru í dag leidd fyrir rétt í New York — sökuð um að hafa stundað njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. Er málið gegn þeim talið eitt hið mikil- vsegasta frá því njósnarinn Rudolf Abel var dæmdur ár- ið 1957. Abel var, sem kunn- ngt er, sleppt til Sovétstjórn- arinnar í skiptum fyrir Franc- is Gary Powers, flugmanninn á U-2 njósnafiugvélinni, sem skotin var niður yfir Sovét- rikjunum. Bandarísk yfirvöld hafa upplýst, að í máli Soko- lovshjónanna muni verða Óeirdir í Malawi 28. september. ÞÆR fregnir bárust í kvöld frá hinu nýfrjálsa Afríkuríki Malawi — sem áður hét Nyasaland — að til alvarlegra óeirða hafi komið þar síðustu daga. — Hafi svo keyrt um þverbak í dag, að aðalstöðvar stjórn arflokksins — flokks Hast- ings Banda forsætisráð- herra — hafi verið brennd- ar til kaldra kola og einn ráðherra stjórnarinnar grýttur. Sokolov-hjónin voru handtek- in í júlí 1963 í íbúð, er þau höfðu á leigu í Washington. Voru þau sökuð um að hafa sent Sovét- stjórninni upplýsingar um legu eldflaugastöðva, flutninga kjarn- orkuvopna og herflutninga. Tal- ið var, að meðsekir þeim hefðu verið þrír sovézkir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna — Aleksej Galking, Pjotr Maslennikom og Ivan Jegorov — en tveir þeir fyrrnefndu fóru frá Bandaríkjun- um aðeins tveim mánuðum áður en Sokolovhjónin vorU handtek- in. Jegorov var handtekinn ásamt konu sinni í október sl. Voru þau afhent Sovétstjórninni í skiptum fyrir tvo Bandaríkja- menn, er fangar voru í Sovét- ríkjunum. Sokolov stundaði njósnastarf- semi sína undir nafni kaþólsks prests, Robert Baltch og kona hans notaði nafnið Joy Ann ÞANNIG var umhorfs í Valby í Kaupmannahöfn eftir spreng inguna, sem varð í tveimur gasgeymum s.l. laugardags- morgun. Annar gasgeymirinn er hruninn, en af hinum stend ur aðeins grindin eftir. Fjórir menn létu lífið í sprenging- unni, en á þriðja hundrað manns hlutu meiri eða minni meiðsli. Nánari frásögn og myndir birtast á bls. 2. Graver, en raunverulegt nafn hennar er ekki vitað. Bæði geta þau Sokolov-hjónin átt á hættu dauðarefsingu. Útdráttur birtur úr bók Kennedys um innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna New York, 28. sept. — (NTB) BLAÐIÐ „Saturday Evening Post“ hefur birt útdrátt úr bók þeirri, er John F. Kenn- edy, fyrrunr forseti Bandaríkj anna, var að vinna að um þær mundir, er hann var myrtur. Fjallar bók þessi um hug- myndir forsetans um stefnu Bandaríkjanna í innflytjenda- málum. Mælir hann þar með sveigjanlegri stefnu í þeim efnum og segir það mundi auðvelda Bandaríkjamönnum að standa augliti til auglits við umheiminn og sína eigin fortíð með hreina samvizku og óflekkaðar hendur. Kennedy bendir á, að kerfi það, sem bandaríski innfljenda- kvótinn grundvallast á, eigi ræt- ur að rekja til þjóðernis — og Framhald á bls. 31. íslenzkt haust á Chariottenborg Ummæli danskra gagnrýnenda um þátt KJarvals i sýningunni SVO sem frá var skýrt í Mbl. á sunnudag, er Jóhannes Kjarval, listmálari, heiðursgestur haust- sýningarinnar í Charlottenborg, sem opnuð var á iaugardag. Morgunblaðinu hafa borizt um- sagnir nokkurra danskra blaða og fara hér á eftir brot úr nokkr- um þeirra. í „Aktuelt" skrifar Preben Wiimann undir íyrirsögninni „íslenzkt haust á Ohariotteniborg*1 og hefst grein hans svo: „í við- leytni sinni til að blása lífsanda í Charlottenborg-sýniniguna hefur sýnin.garnefndin í ár boðið hin- um 79 ára íslenzka málara, Jó- hannesi Kjarval, að senda úrval mynda á sýninguna. I>að hefur hann gjört, 43 m.yndir talsins og með þeim hefur haiustsýning- Unni bætzt svo stórkostleg list að aðrir þátttakendur hverfa í skuggann. Sýningin er fyrst og fremst sýning Kjarvals, hann fyiJir heiðurssalinn og tvo hiið- arsali með lýsingum sínum á ís- ienzku fjalllendi og þeim tákn- rænu fantasíum, sem hann hefur sökikt sér niður í á efri árum. . Wilmann fer miklum viður- kennin.garorðum um hugmynda- flug, tækni og litameðferð Kjarvals og segir yn.gri málara geta mikið af honum lært — Síðan segir hann: „Ja — þessi Kjarval hvernig hann getur mál- að — maður getur mætavel skil- ið, að landar hans skuli dýrka hann sem eins konair skurðgoð, því að með allri virðingu fyrir Ásgrími Jónssyni og Jóni Stefáns syrd — og hún er mikil — þá Framhald á bls. 31. Tíö átök í Kasmír Nýju Delhi, 28. sept. — (AP) VARNAMÁLARÁÐHERRA Indlands, Y. B. Chavan, sagðj í Nýju Delhi í dag, að tíS átök hafi orðið á vopnahlés- línunni í Kasmír í þessuir mánuði og hafi mannfall orðið með mesta móti frá því vopnahléð var samið árið 1949. Hafa fallið úr liði Ind- verja í þessum mánuði 37 menn, 17 hafa særzt og 8 eru týndir en úr liði Pakistans, segir Chavan, hafa 72 fallið og 25 særzt á sama tíma. Chavan skýrði frá þessu á þingfundi og bar stjórn Pakist- Framhald á bls. 31. iWarren-! A SUNNUDAGSKVOLD var birt í Bandaríkjunum skýrsla Warren-nefndar- innar, — sem.unnið hefur að rannsókn á morði' John F. Kennedys, for- seta. Helztu niðurstöður nefndarinnar eru raktar í blaðinu í dag á bls. 17, en á morgun verða birt við- brögð við skýrslunni inn- an Bandaríkjanna og ut- an — og þær ráðstafanir, sem Warren-nefndin legg- ur til, að gerðar verði til verndar lífi Bandaríkja- forseta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.