Morgunblaðið - 02.10.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 02.10.1964, Síða 2
2 MORGUNBLABIB Föstudagur 2. okt. 1964 Nefnd Bröndum-Nielsens gefur út bækling um handritamálið Hvetur þingið til jbess að hlýða á á efasemdir fræðimanna og afgreiða málið ekki í flýti Einkaskeyti til Mbl. frá Kaup- mannahöín, 1. október. NEFNDIN, sem stofnuð var með leynd til íiess að berjast gegn J»ví að handritin yrðu afhent ís- lendingum, kom í dag fram á sjónarsviðið. Nefndin kallar sig „Handritanefndina 1964“., í henni eru dr. phil. Johannes Bröndum- Nielsen, prófessor, sem er for- maður; H. G. Carlsen, landsréttar lögmaður; dr. phil. Erik I)al deildarbókavörður við konung- lega bókasafnið í Kaupmanna- höfn; dr. phil. Arild Hvidtfeldt, ritstjóri aðalmálgagns sósíaldemó krata „Aktuelt"; stud. mag. Erik Jörgensen; mag. art. Erik Kjers- gaard, safnvörður; Kr. Lindbo Larsen, ríkisbókavörður; mag. art. Agnete Loth, lektor við Kaup mannahafnarháskóla; cand, mag. Herluf Nielsen, ritstjóri; dr. phil. Erling Ladewig Petersen, og dr. phil. Niels Skyum Nielsen, há- skólakennari. Nefndin hefur gefið út bækl- ing í 8 iþús. eintökum þar sem handritamálið er rakið stuttlega. Þar segir m.a.: „Nefndarmenn eru ekki aðeins sammála um, að afhending handritanna leiddi af sér mikinn skaða, heldur óttast þeir, að málið verði afgreitt í flýti án nægilegs samstarfs lög- gjafarvaldsins, vísindanna og lag anna. Það verður að krefjast þess af hinu nýkjörna þingi, að um málið verði fjallað með tilliti til vísindastarfsins og þingið hlýði á þær efasemdir, sem fræðimenn leggja áherzlu á“. Skrælnun handritanna. í gær sagði Berlingske Aften- avis, a, danskir vísindamenn ótt- uðust, að handritin myndu skemmast á íslandi m.a. skrælna. í dag mótmælir mag. art. Stefán Karlsson þessu í lesendabréfi til Berlingske Aftenavis. Segir hann m.a., að dæmin um skrælnun sem nefnd séu hljóti að vera handrit, sem Árni Magnússon fékk lánuð á sínum tíma og var skilað aftur til íslands 1928. Þetta voru em- bættisskjöl, 700 fornbréf og þrjú handrit. Stefán heldur áfram, og segist fyrir skömmu hafa rannsakað þessi skjöl, bréf og handrit í sam bandi við vísindastarf. Kveðst hann vilja skýra frá því, að áður nefndar fullyrðingar um skræln- un eigi sér enga stóð í veruleik- anum. Kytgaard. Sjúkahúsnefndin og borgarlæknir færðu Maríu blóma- körfu að skilnaði. Sjónvnrpseini Norðmnnna iundið Osló 1. okt. (NTB). EINS og skýrt var frá í frétt- um hvarf fréttaefni þriggja norskra sjónvarpsmanna, sem viðstaddir voru flotaæfingar Atlantshafsbandalagsins á dög unum. Sjónvarpsefnið kom fram í dag í pósti til Osló frá London, en 11 dagar eru siðan það var sent frá bandariska flugvélamóðurskipinu Wasp til Keflavíkur með flugvél. Filmurnar voru sérstaklega merktar og áttu að fara gegn um póstþjónustu, sem komið var á fót i sambandi við æfing arnar, og ekki hefur tekizt að upplýsa hvernig þær hafa lent í almennum pósti í London. Sjónvarpsmyndirnar tóku norsku sjónvarpsmennirnir fyrir Evrópusjónvarpið (Euro vision) og er ráðgert að nota þær í sérstalsa dagskrá, þótt langt sé um liðið. Kosningar til ASÍ-þings ESSI félög hafa kosið fulltrúa næsta þing Alþýðusambands tlands: Bifreiðastjórafélagið Fylkir i ieflavík. Júlíus Daníelsson var osinn aðalfulltrúi og Skarphéð- in Njálsson varafulltrúi. Verkalýðsfélagið Stjarnan í rafarnesi. Sigurvin Bergsson ar kosinn aðalfulltrúi og Sigurð r Lárusson varafulltrúi. Samtailið við Bröndtim- Nielsen í SAMTALIÐ við prófessor Bröndum-Nielsen í gær slædd- ist slæm prentvilla. Prófessorinn er spurður, hver sé helzti tals- maður handritamálsins og svarar, að það sé Paul Möller. Spurning- in átti að vera: Hver er helzti talsmaður andstæðinga handrita naálsins? María Maack lýkur 44 ára starfi á Farsóttarhúsinu í GÆR var María Maack að flytja út úr Farsóttarhúsinu, sem hún hefur veitt forstöðu í 44 ár og sama dag voru 55 ár liðin síðan hún kom í Laugarnesspítalann og tók að hjúkra sjúkum, þá tvítug stúlka. Þeir eru orðnir mörg þúsund talsins, sjúklingarnir sem hafa verið á Farsóttar- húsinu hjá Maríu þessi 44 ár, og enn þekkir hún fjöldann af þessum sjúklingum, sem alltaf halda sambandi við hana. Þegar við náðum tali af Maríu í gær, þar sem hún var búin að flytja dótið sitt úr litla herberginu í Farsótt- arhúsinu, eftir 44 ára dvöl þar, og á Ránargötu 30, þar sem hún hefur fengið íbúð í húsi mágkonu sinnar, frú Hallfríðar Maack, þá sagði hún: — Starf mitt í Farsóttar- húsinu hefur verið mér mjög ánægjulegt. Mér hefur þótt gott að hafa kringum mig sjúklinga, sem þurftu hjálpar með. Ég hefi líka verið hepp- in með samverkamenn. Lækn arnir hafa verið alveg ágætir á öllum sviðum, og sumar stúlkurnar hafa verið lengi með mér, ein hjúkrunarkon- an í yfir 30 ár, starfsstúlka í 20 ár, önnur í 15 ár o.s. frv. Yfirleitt hefur mig ekki vant að starfsfólk og allt gengið vel. Það hefur nú verið mitt happ. Og er það svo nokkuð sem þið viljið vita meira? En við héidum áfram að rekja úr henni garnirnar og í'engum að vita, að María byrjaði hjúkrunarnám 1. októ ber 1909 í Laugarnesspítalan- um hjá próf. Sæmundi Bjarn- héðinssyni og frk. Harriet Kjær, ágætis fólki sem hún kveður gott að minnast. 8. janúar 1918 var hún svo ráðin hjúkrunarkona hjá Reykja- víkurbæ, til að gæta skarlat- sóttarsjúklinga og' annarra farsóttarsjúklinga í Franska spítalanum, því Landakots- spítali gat ekki lengur tekið við farsóttarsj úklingum bæj- arins. Síðan fluttist hún með sjúklingunum í Sóttvarnar- húsið í Vesturbænum og í Farsóttarhúsið í Þingholts- Stræti 25, þegar bærinn tók það. í fyrstu fékkst að- eins ein stofa fyrir taugaveikisjúklinga, og lítið herbergi fyrir Maríu og tvær stúlkur, en um vorið var hús- inu breytt og 1920 kom inn fysti taugaveikisjúklingurinn, Sigríður Jónsdóttir, elsku- legt barn, sem enn býr hér í bænum og María hefur sam- band við. Svo fylitist af sjúkl ingum með taugaveiki, barna veiki og skarlatsótt. En eftir að farið var að einangra, minnkuðu farsóttirnar og þá var hægt á taka á efri hæð- mm ina lungnabólgusjúklinga, berklasjúklinga, sem biðu hælisvistar og aðra sjúklinga, nema þegar faraldrar komu, eins og taugaveikifaraldur- inn 1922, lömunarveikin sem kölluð var Akureyrarveiki 1947, og fl. í lömunarveiki- faraldrinum var byggð lítil viðbygging með sjúkrastofu og sundlaug komið fyrir á loftinu, sem mikið gagn gerði. Undanfarin ár hafa mest verið taugaveikisjúkling ar í Farsóttarhúsinu, því 1955 tók Borgarspítalinn við far- sóttarsjúklingum bæjarins. Venjulega er rúm fyrir 26 sjúklinga, en þegar þrengsli voru í farsóttum hafa þeir verið miklu fleiri. Svo þeir eru margir sem María hefur hlynnt að í Farsóttarhúsinu í þessi 44 ár, þar af mikið af börnum, sem þurft hefur að einangra frá foreldrum og heimilum. En María er ekki af baki dottin, þrátt fyrir mikið og langt æfistarf. Er við spurð- um hana hvað hún ætlaði nú að gera, þegar hún hefði tíma fyrir sjálfa sig, svaraði hún: — Ég hefi hugsað mér að vinna að mínum hugðarefn- um, fara í ferðalög um óbyggðir á sumrin, og gera eitthvað skemmtilegt á vetr- um, eins og lesa bækur. Bara verst að ég get ekki orkt, mér þykir svo gaman að ljóðum. Ennfremur hefi ég verið svo heppin að fá leigt á Stað í Grunnavík, þar sem ég get verið í sumardvöl. Það er minn fæðingarstaður og þar er svo yndislegt. í ágúst er allt fullt af aðalbláberjum og í Staðará er góður silungur, en því miður hafa margir far- ið í ána í leyfisleysi og eyði- lagt þar mikið. En nú ætla ég að setja seiði í Staðará og rækta hana upp. Svo lang- ar mig til að komast í bíl yfir Snæfjallaheiði. Það er erfitt, en ég hugsa að það megi kom ast í bílum með spili. Já, ég hefi vissulega næg viðfangs- efni, sagði María full af áhuga og lífskraftL — E. Pá, María yfirgefur Farsóttahúsið. Starfsstúlkur kveðja hana. Leng-st til hægri er Lilja Bjarnadóttir, sem tekur við af henni, þá Þórdís Pálsdóttir, sem starfað hefur með hennl í 20 ár, Svanfríður Sigurðardóttir, Hildur ísleifsdóttir, Jakobína Anncsdóttir, Saloine Jóhannsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Ragnheiður Jóhannesdóttir. — Ljósm. Ól.K.Mag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.