Morgunblaðið - 02.10.1964, Side 28

Morgunblaðið - 02.10.1964, Side 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 2. okt. 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást unni. Ef til vill telur hann skyldu sína að segja Philip að annar maður hafi reynt að tæla mig frá honum.' — Ojæja, ég er nú ekki alveg viss um það, sagði Sandra og stóð upp. — Ég geri ráð fyrir að þér eigið erfitt með að trúa, að ég vil alls ekki. gera Philip neitt illt. Það er þeUa sem gerir allt svo hræðilegt. Ég veit ekki hvað gengur að mér. Eftir að ég giftist og fluttist hingað hef ég reynt að vera heiðarleg mann- eskja. Það var ekki mín sök að Robin kom hingað — ef ég hefði vitað um það í tæka tíð hefði ég afstýrt því. Og ég hef reynt eftir megni að fá Philip til að losna við hann. Corinna mundi samtalið við miðdegisborðið fyrsta kvöldið, sem hún var hjá Lediard, og fór að velta fyrir sér hvort hugs- anlegt væri að Sandra segði satt. Frú Lediard hélt áfram, mið- ur sín: — Þér trúið mér ekki, en þetta er satt. En Philip Vor- kennir Robin — Philip er svo saklaus að hann sér ekki nema það góða í fólki. Hann heldur að þegar fólk er spilt, komi það aðeins af því að það hafi lent í andstreymi og það finnst hon- um sorglegt. — Hann hefur kannske rétt fyrir sér í því. — Ég er hrædd um að ég hafi ekki mikla trú á mannkostunum. Flest fólk, að minnsta kosti af líku tagi og Robin og ég, láta það lélegasta í lunderninu ná yfirhöndinni. Ég giftist ekki Robin vegna þess, að hann átti ekkert til og hafði litla von um frama í lífinu. Ég giftist Philip af því að hann átti peninga, og kannske réð það nokkru hjá mér að hann var tuttugu árum eldri en ég, svo að líklegt var að ég mundi lifa hann . . . 39 — Æ! Corinna gat ekki leynt því hve þessi orð smugu gegnum merg og bein. — Þér verðið þó að minnsta kosti að játa, að ég leyni ekki sannleikanum um sjálfa mig, þó hann sé ljótur, sagði Sandra. — Ég geri ráð fyrir að mér mundi leiðast — og mig óraði fyrir því, að ég mundi síðar meir fá að lifa eins og mig lysti. En þér verðið að gera yður ljóst, að ég kunni vel við Philip. Ég hélt að þrátt fyrir allar gáfurnar væri hann auðtrúa sakleysingi. Og svo — svo kom það á daginn að hann elskaði mig heitar en mér datt í hug að hann gæti elskað. Og hann er svo eindæma ljúfur og góður og nærgætinn. Ég er — ég er skotnari í honum en mér datt í hug að ég gæti nokkurntíma orðið. — Og þér ætlið þá ekki að sjá Robin Wrayman oftar? sagði Cor inna. Henn var mikið niðri fyrir. — Ég vona innilega að við sjá umst aldrei aftur. Við höfum haft óholl áhrif hvort á annað, það er sannleikurinn. Þannig var það áður og þannig mun það alltaf verða. Þegar hann sagði mér í gær að bróðir hans væri dáinn og hann væri erfinginn að eignum hans og aðalstign, varð ég í svipinn sár yfir því að ég skyldi vera bundin Philip. En svo uppgötvaði ég nokkuð, sem var merkilegt: — ef Philip léti mig frjálsa, þannig að ég gæti gifzt Robin, þá kærði ég mig ekk ert um það frelsi. En hinsvegar veit ég ekki hvað ég mundi gera, ef Robin væri nógu áleitinn. Því að einsog ég sagði erum við hættuleg hvort öðru — á þann hátt sem þér munduð aldrei geta skilið. Eftir að ég giftist Philip fór ég smátt og smátt að fyrirlíta Robin. Það er eitthvað bogið við hann — hann er jafn eigingjarn og ónærgætinn og ég hef verið sjálf. — Þér eigið við að hann sé ekki heilsteyptur — vanti rétt- lætistilfinningu? sagði Corinna, sem mundi hvað Blake hafði sagt. — Ég veit það ekki, og_ ég skil það í rauninni ekki. Ég veit aðeins að þegar hann snertir við mér, er ég eins og vax í eldi. — Maður getur ekki byggt til- veru sína á þessháttar ást, sagði Corinna. — Ekki fremur en mað ur getur byggt hana án hennar. — Hvar hafið þér lært það? spurði Sandra og leit einkenni- lega til Corinnu. — Ég held að maður læri þess háttar ósjálfrátt, sagði Corinna. — Það væri vandalítið að lifa ef maður væri svo ósamsettur, sagði Sandra og yppti öxlum. — Ég er sköpuð sem mjög jarðnesk manneskja — og það er afar lít ið til í mér af fínni taugun- um. — Þér eigið að minnsta kosti nóg af þeim til þess að vilja BLAÐADREIFING FYRIR JjKlttgmtMaðtd ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: ^ Seltjarnarnes — Laugavegur lægri númer. Laufásvegur hærri númer. ^ Sigtún — MeðalholtL — Skólavörðustígur. -A Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. — Ég skil ekki hvers vegna allar konur eru vitlausar í mér. vera heiðarleg við manninn yð ar. — Hvað ég vil gera eða hvað ég muni gera ef Robin kemur aftur, er spurning sem ég get ekki ráðið fram úr núna. En ég vona að hann komi aldrei aft ur. Ég vil helzt að hann komi aldrei aftur og snerti mig aldrei framar! sagði hún áköf. — Skrifið þér honum þá og segið honum það, sagði Corinna. — Segið sjónum að hann megi ekki falla að! sagði Sandra og stóð upp. — Mér er óskiljanlegt hversvegna ég hef verið svona op inská gagnvart yður. Það er bezt að við gleymum því báðar . . . En þér skuluð ekki óttast neitt, Corinna. Ég skal segja Blake svo mikið af sannleikan um, að hann sjái að hann hafi verið glapsýnn. Eða þér getið það sjálf. Það er synd og smán að þessi hliðarhopp mín yrðu ástinni miklu til erfiðleika. — Mig tekur sárt að ég skuli hafa talað svona við yður, sagði Corinna. — Ég hefði ekki átt að gera það. — Því ekki það, sagði Sandra kuldalega og án þess að bíða svars fór hún út og lokaði hurð inni eftir sér. Corinna settist aftur á rúmið. Hún var ekki mönnum sinnandi Hún var mannúðlegri en svo að hún vorkenndi ekki Söndru, en það var þó ekki Sandra sem skifti mestu máli þessa stundina. Það var Blake, sem nú var far inn á bak og burt í þeirri trú, að sú sem héfði heitið honum trú og tryggðum, léti annan mann sýna sér ástaratlot. Og hún vissi einu sinni ekki hvar hann var. Henni var ómögu legt að ná sambandi við hann. Hvernig gat hann fengið af sér að fara svona? Og hvenær og hvernig mundi hann koma aft ur? Mundi hann yfirleitt nokk- urntíma koma aftur? Blake fór út á þrönga götuna og sneri bakinu að stóra húsinu, sem hann var að koma úr. Það var kyrrt og hljótt á götunni. Hann nam staðar til þess að kveikja sér í vindlingi, og þó ein hver hefði gengið hjá mundi hann varla hafa tekið eftir þess um háa Englending í hvítu hita KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA ' —Hvað nú. Ég er búinn að borga gamla fíflinu. — Gleymir þú ekki einhverju? Hverju? þú hafðir út úr Skröggi, Skuldaviðurkenningunni, sem — Jú, hér er hún. beltisfötunum, sem gekk þarna léttur í spori. Þessi gata var ekki nema stuttur stubbur, eini og margar aðrar götu í þessu hverfi Kairo. Hún lá að sama bazarnum, sem Corinna hafði gengið um daginn sem hún fór frá Shepheards Hotel til þess að leita uppi bernsku vin sinn, — skartgripasalann Abdulla-Ben- Amin. Hún fann hann ekki, en I staðinn mættu örlögin henni í húsi Seyyids Ibramins — gos- brunnahúsinu fagra. Blake stakk vindlingahylkinu og kveikjaranum í vasann og gekk áfram með aðra hondina í buxnavasanum. Hann hlustaði vel, ef sk« kynni að hann heyrði hljóð bak við sig, en það var Corinna, sem hann var að' hugsa um. Gatan breikkaði efst, og varð eins lítið ferhyrnt torg, og nú sneri hann sér svo snöggt við, að maður inn sem var á hælunum á hon- um, hrasaði og datt á hrammana. Án þess að taka höndina úr vas anum beygði Blake sig, og hjálp aði manninum á fætur með hinni heninni. — Afsakið þér, sagði hann alúð lega. — Ég vona að þér hafið ekki meitt yður? Maðurinn leit á hann ygldur á brún en þá hélt Blake áfram: — Ósköp lá yður á. Látið mig ekki tefja yður, fyrir alla muni . . . Hann sleppti úlfliðnum á manninum, og hann hvarf eins og örskot inn í eitt sundið fyrir handan torgið. Blake brosti í kampinn og tók fastar um skeftið á skammbyss- unni í buxnavasanum og hélt á- fram. Nú vissi hann að enginn var í humátt á eftir honum og sneri næst inn í blindgötu. Hann nam staðar við háan múr; þar var hurð með látúnslúgu bak við súlnaröð. Blake drap á dyrnar og opnað var þegar í stað. Og nú sá yfir grængresi og bunur frá gosbrunninum léku sér 1 sólskininu. — Friður veri með húsinu* sagði Blake um leið og hann gekk inn. — Er húsbóndi þinn heima? Gamli arabiski dyravörðurinn j Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, v sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsinsé fyrir Garðahrepp er að Hof-J túni við Vífiisstaðaveg, simi 51247. Hatnarfiörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Ketlavík í Afgreiðsla Morgunblaðsins { fyrir Keflavíkurbæ er að) Ilafnargötu 48. •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.