Morgunblaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 3
3
JjJJ' Sunnudagur 4. okt. 1964
MORGUNBLAÐÍÐ
Þorlóhur HdSdorsen sýnir í Bognsnlnum
Sr. Eiríkur J. Eiríksson
Málverkasýning Þorláks Haldorsen í Bogasal ÞjoSminjasafnsins lýkur á morgun og eru því síS-
ustu forvöS aS sjá hana. Sýningin hefur staSiS í viku og talsverS aSsókn hefur veriS að henni.
Seldar hafa verið sjö myndir.
Mynd þessi er af skilti á Vélsmiðju Andra Heiðberg á Lauf-
ásvegi 2a hér í bæ og táknar köfunarþjónustu þá er fyrirtæki
hans veitir. — Ljósm.: Sv. Þ.
Andri Heiðberg
hyggst kaupa jbyrlu
til oð flytja kafara út á fiskimiðin
Kosið
tíi RSÍ
KOSNING Landsambands verzl
unarmanna á fulltrúum til setu á
þingi ASÍ er lokið. Kjörnir voru
eftirtaldir 35 menn.
ASalfulItrúar:
Sigurjón A. Sigurjónsson, Akra
nes; Bragi Jóhannsson, Akur-
eyri; Kristófer Vilhjálmsson, Ak
ureyri; Guðmundur Óskarsson,
Patreksfirði; Gestur Kristjáns-
son, Borgarnesi; Sævar Magnús
son, Hafnarfirði; Ari Guðmunds
son, Blönduósi; Garðar Einars-
son, ísafirði; Sigurður Scheving,
Hellu; Kristján Magnússon, Eg-
ilsstöðum; Guðmundur H. Garð
arsson, Reykjavík; Björn Þór-
hallsson, Reykjavík; Halldór
Friðriksson, Reykjavík; Magnús
L. Sveinsson, Reykjavík; Hann-
es Þ. Sigurðsson, Reykjavík;
Helgi E. Guðbrandsson, Rvík;
Bjarni Felixson, Rvík; Óttar Okt
ósson, Rvík; Richard Sigurbald
ursson, Rvík; Einar Ingimundar
son, Rvík; Gunnlaugur J. Briem,
Rvík; Ragnar Guðmundsson,
Rvík; Sverrir Hermannsson,
Rvík; Stella M. Jónsdóttir, Rvík;
Björgúlfur Sigurðsson, Rvík;
Ottó J. Ólafsson, Rvík; Oddgeir
Bárðarson, Rvík; Sigurður Guð
mundsson, Rvík; Markús Stefáns
son, Rvík; örlygur Geirsson,
Rvik; Ingimar Bogason, Sauðár
króki; Þórólfur Ágústsson, Stykk
ishólmi; Árni R. Árnason, Kefla
vík; Guðfinnur Sigmundsson,
Keflavík og Arnar Sigurmunds-
son, Vestmannaeyjum.
í GÆR var opnuð i Iðnskólanum
í Reykjavík sýning á frímerkj-
um, Frímex 1964. Er sýning
þessi önnur frímerkjasýningin,
sem haldin er hér á landi. Sýn-
ingin mun standa frá 3.-10. októ-
ber og meðan á sýningunni
stendur verða flest kvöld fluttir
fyrirlestrar um frímerki og ann-
að er varðar frimerkjasöfnun.
Gefin hefur verið út vegleg
sýningarskrá í tilefni sýningar-
innar og eru í henni greinar eftir
þá Jón Aðalstein Jónsson, Bjarna
Tómasson, Gísla Sigurbjörnsson,
Magnús Jochumsson og Sigurð
H. Þorsteinsson.
BLAÐIÐ náði í gær í Andra Heið
berg vélsmíðameistara og kafara,
en það hafði haft spurnir af því,
Við opnun sýningarinnar átti
Jón Aðalsteinn Jónsson að flytja
ávarp, en vegna veikinda gat
hann ekki verið viðstáddur og
var ávarp hans flutt að honum
fjarverandi. Því næst tók Gunn-
laugur Briem til máls og flutti
stutta ræðu og setti síðan sýn-
inguna.
19 íslendingar eiiga frímerki á
sýningunni en auk þeirra sýna
5 erlendir aðilar frímerki þar.
Er frímerkjunum stillt upp í
ramma og eru rammarnir 96
talsins.
að hann hygðist mjög auka þjón
ustu sína við köfun, einkum
fyrir fiskiskip.
Andri kvaðst hafa leitað til
Tryggingarfélaganna í landinu
i sambandi við þetta naál ag
hefði hann að undanförnu staðið
í þvá að útvega fjármagn til
kaupa á þyrilvængju, sem hann
hyggst nota til þjónustu við
skipin. Hugsar hann sér að flytja
kafara út að skipum, er þörf
gerist, og tekur það þá örskamm-
an tíma, það sem tæki skip
fleiri klukkustundir að sigla.
Hann gerir ráð fyrir að skip,
sem t.d. fær nót í skrúfuna, sé
®ð veiðum í það góðu veðri
að þangað geti þyrilvængja
flogið og kafari geti athafnað
sig við skipið þar sem það væri
statt úti á rúmsjó.
Þyrilvængja sú, er Andri hefir
í hyggju, er ætluð fyrir 5 menn
oig hefir eldsneyti til 270 mílna
flugs og gæti flogið frá íslandi
til Noregs með því að auka eld-
sneytisforða í stað farrýmis fyrir
3 menn.
A. m. k. fjórir aðilar
hafa sótt til tryggingarfélaganna
um stuðning og samstarf til að-
stoðar fiskiskipaflotanum. Enn
það núverandi eigendur Gauts,
fyrrum varðbátsins, Hafsteinn á
Eldingunni, sem unnið hefir að
aðstoð við síldarflotann í nokkur
ár og auk. þess aðili, sem blað
inu er ekki kunnugt um hver
er, en Andri er fjórði aðilinn.
Andri Heiðberg hefir auk
meistararéttinda sinna sem vél-
smiður atvinnuflugpróf og hefir
lengi verið flugmaður. Hann
kvaðst ekki þurfa nema 25
stunda reynslutíma á þyrlu til
að hljóta réttindi til að stjórna
henni.
Frimex 19C4 opnuð
Það er dýrt að lifa
XVini sunnudagur eftir
trinitatis. — Guðspjallið
Matth. 9, 1—8.
Á berklavarnadaginn kemur guð
spjallið með þessi orð: „Og sjá,
menn færðu til hans lama mann,
sem lá í rekkju; og er Jesús sá
trú þeirra, sagði hann við lama
manninn: Vertu hughraustur,
barnið mitt“.
Vissulega flytur guðspjallið
boðskap, sem við megum íhuga
á þessum styrktardegi Sambands
íslenzkra berklasjúklinga: „Og
er Jesús sá trú þeirra“.
Framtak öryrkjasamtaka i
landi okkar er mikið og þakkar-
vert. Áreiðanlega hefur sterka
og ákveðna lífstrú þurft til for
ystu á þessu sviði, og verkin
sína gildi þessarar trúar. Er hér
ritaður einn fegursti þáttur
heilbrigðismála þjóðar okkar og
hafa orð Jesú í gubspjallinu
rætzt einmitt oft fyrir hans til-
stuðlan:
„Statt upp, tak rekkju þína og
far heim til þín“. Við kunnum
framhaldið: „Og hann stóð upp
og fór heim til sín“.
Kona ein lá á skurðarborðinu.
Læknirinn, sem skyldi fram-
kvæma á henni vandasama að-
gerð sneri sér afsíðis, og fannst
konunni sem hann syngi hug-
hreystingarvers nokkur, er hún
hafði miklar mætur á. Ef til vill
hefur tilætlað meðvitundarleysi
fært henni þenna söng utan af
tónahafi liðins tíma og minning
anna um hann. Ef til vill hefir
læknirinn raulað sálmsvers fyrir
munni sér. Við vitum, að miklir
læknar biðja bænar í hvert sinn,
er þeir f amkvæma aðgerðir,
er máli skipta.
Læknirinn veit, að það er ekki
sama, hvert hugarástand hans
sjálfs er á hættunnar stund, og
hið sama gildir ekki síður um
sjúklinginn.
Það er ekki lítils um það vert
að geta sungið í sál hans ró og
öryggiskennd og trúarstyrk að
batinn muni vissuleka koma. Áð
ur fyrr voru heil hæli reist handa
mönnum til þess aðeins að deyja
þar. Sjúkrahúsinu hlýtur ávallt
að fylgja einhver skuggi óviss-
unnar eins og öðrum bústöðum
manna, en hinar miklu og bless
uðu framfarir læknistækninnar
stuðla að því að reka kvíðann á
brott, og gott er til þess að vita,
er menn sameina vinnustofnun
og sjúkrahúsið og gera þannig
sjúklinginn virkan og hluttak-
andi í bata sínum og sjálfum
sér bjargandL
„Syndir þínar eru fyrirgefnar*1,
segir í guðspjallinu.
Varla byrjar læknir þannig að
gerð, sem mikilvæg er og, þó að
hann gerði það, myndu víst marg
ir sjúklingar segja: „Syndabyrði
þjakar mig ekki“.
En þótt menn beri sig karl-
mannlega að þessu leyti, er það
víst, að sálkönnuðurinn leitar
oft í hugarfylgsnum sjúklings-
ins að dulinni rót meinsemdanna
og kemur þá oft í ljós, að sektar
tilfinning leiðir til afbrota ein-
att og neikvæð smæðartilfinn-
ing án réttrar viðmiðunar leiðir
til vanlíðanar og getur jafnvel
haft afbrot í för með sér. Menn
telja sér trú um það einatt, að
þeir skuldi engum neitt, en eigi
kröfur á hendur öðrum og sjálfri
tilverunni í það óendanlega, en
fyrr en varir sækir sektartil-
finningin menn heim og getur
birtzt sem hroki og harka eða
glottandi ögrun, er öllu býður
birginn.
Nú er skólarnir byrja og hið
gagnmerka starf þeirra hefst
skyldum við meta það og skilja,
að nemandinn getur einn orðið
góður kennari, sá einn, sem er
auðmjúkur viðtakandi menntun
ar og lærdóms. Fávís maður og
ekki unnandi menntum verður
lítill fræðari og býr yfir dulinni
öfund í garð góðs nemanda síns.
Oft tala þeir mest um þung próf
sem fæst þeirra hafa á sig lagt
að þreyta.
Þetta gildir um siðferðileg
efni, en sálarlíf manna byggist á
hag manna í þeim efnum meira
en menn gera sér almennt grein
fyrir. Og mun sannast, að öllurn
er þar mikils vant og verður
styrkur trúarinna að koma til,
en sú hjálp er fólgin í vitundinni
um hina góðu viðleitni og auð-
mýktinni andspænis því, sem
manninum er þar áfátt og, að
hann er þurfamaður Guðs náðar
í Jesú Kristi.
Þegar þau sannindi opinberast
manninum, að Guð er sá, sem
fyrirgefur syndir og, að syndin
er sök okkar og sekt við hann,
er hann vill fyrirgefa okkur,
svo sem fagnaðarerindið boðar
og hefur að kjarna — þá er von
um bata ytri meina, þegar á
heildina er litið og samfélagið
og farsæld þjóða og einstakl-
inga metin og örlög mannkyns.
Við getum fengið nám í skólá,
lán í banka, heilbrigði í sjúkra-
húsi. Við getum skapað gott ár-
ferði með viturlegri stjórnmála
stefnu einni eða annarri. AUt má
þetta verða okkur til góðs.
En fyrir alla muni látum ekki
við þetta sitja.
Danski rithöfundurinn Her-
mann Bang dregur upp mynd af
ungum manni, er selur dreng-
skap sinn gagnvart stúlku, sem
elskar hann, fyrir rikt gjaforð.
Er sigur er unninn og heiman
mundurinn blasir við honum á
heimili tengdaföðurins, fer hann
að hugsa sinn hag og, er allt
kemur til alls, er hann ekki
sem beztur. Hann hefur svikið
stúlku, sem hafði gefið honum
allt sitt og, þegar hann fer að
hugsa um sína nýju gullnu til-
veru kemst hann að þeirri nið-
urstöðu, að hún er hreint ekkert
ódýr.
Honum er þungt í skapi og
hann andvarpar, svo að auðmað-
urinn, tengdafaðir hans, heyrir:
„Það er dýrt að lifa!“
Tengdafaðirinn misskilur
þessa upphrópun, klappar upp-
örvandi á öxl hinum unga manni
og segir: „Það verður nú fyrir
því séð. Vertu hughraustur,
drengur minn“. Hann er reiðu-
búinn með pyngju sína að sjá
hinum unga efnilega manni fyr
ir íbúð, húsgögnum og öllu því,
er erfitt reynist ungu fólki að
eignast, sem er að byrja búskap
á erfiðum tímum.
En það var bara ekki þetta,
sem ungi maðurinn meinti: Hann
átti við, að velmegunin væri
dýru verði kaypt, þegar sálar-
friðurinn væri látinn fyrir hana.
„Statt upp, tak rekkju þína og
far heim til þín". Við heyrðum
velgjörðamenn fjölmargra lama
manna leggja áherzlu á sálar-
styrkinn í sambandi við lækn-
ingar í viðtali núna í Ríkisút
varpinu í sambandi við berkla-
varnadaginn.
En við skyldum hafa í huga,
er við í dag styðjum sjúka til
sjálfsbjargar, að vandamál ör-
yrkjanna er víðtækt. Böl vantrú
ar og vanmáttarkenndar er verst
og snertir okkur flest.
Beinum sjónum okkar til hans,
sagði: „Vertu hughraustur, barn
ið mitt, syndir þínar eru fyrir-
gefnar".
— Anien.
-v