Morgunblaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 25
Sunnudagur 4. okt. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
25
Aldarafmæli Sigurðar
Sigurðssonar ráðunaufar
í DAG eru liðin hundrað ár frá
fæðingu þess manns sem með
fullum sanni má segja um að
verið hafi áhrifaríkastur búnað-
arfrumuður á landi hér í ríflega
hálfan fjórða áratug. Þessi gagn-
xnerki sæmdarmaður er Sigurður
Sigurðsson ráðunautur frá L.ang-
holti í Flóa.
Sigurður er af traustu bergi
brotinn í bændastétt. Hann er
fæddur fog uppalinn á miklu
myndarheimili, þar sem dugnað-
ur, framtakssemi og umbætur
skipuðu öndvegi. Faðir hans, Sig-
urður Sigurðsscm, hlaut viður-
kenningu úr vefðlaunasjóði Krist
jáns konungs IX fyrir framúr-
skarandi dugnað í jarðrækt og
öðrum búnaðarumbótum. Á heim
ilinu ólust upp þrír bræður, allir
hinir mestu manndómsmenn og
var Sigurður -einn þeirra. Þess
varð snemma vart að í brjósti
Sigurðar lét á sér bera rík fræðslu
og menntaþrá. Hugur hans
stefndi að því strax á unga aldri
að kynnast sem flestum hliðum
þjóðlífs vors, bæði á verklegu
sviði og viðhorfi manna til lífs-
ins eins og það birtist í daglegri
umgengni þeirra. Það mun að
nokkru leyti hafa verið af þess-
um toga spunnið að Sigurður tek
ur sig upp og leggur leið sína
norður í Suður-Þingeyjarsýslu að
Stóruvöllum í Bárðardah Það
höfðu borizt fregnir af því suður
í Árnessýslu að þar væri rekið
fyrirmyndar fjárbú og að margt
mundi mega læra af þeim snjöllu
fjárræktarmönnum er þar réðu
ríkjum. Sigurður dvaldi þarna
árlangt og taldi sig reynslunni
ríkari og lét hið bezta af. Þetta
voru fyrstu sporin á mennta-
brautinni. Þaðan fór hann á
bændaskólann á Hólum og út-
skrifaðist þaðan eftir tvö ár, árið
1890.
Gekk hann að námi loknu í
þjónustu nýstofnaðs búnaðarfé-
lags í Þingeyrarhreppi í Dýra-
firði. Vann hann þar að leið'bein-
ingum í jarðrækt Og fleiru er að
búnaði laut að vor og sumarlagi
en hafði á hendi barnakennslu
á vetrum. Að þessum starfstíma
loknum réðist Sigurður sem sýslu
ráðunautur til Búnaðarfélags
Suðuramtsins og starfaði á veg-
um þess um fimm ára skeið eða
til ársins 1897.
Þá hleypti Sigurður heima-
drangnum og hóf ferð sína til
útlanda til frekara búnaðarnáms.
Var hann um tveggja ára skeið
við búnaðarnám erlendis. Fyrri
veturinn við nám í meðferð
mjólkur og mjólkurafurða eink-
um smjörgerð. En síðari vetur-
inn var hann á búnaðarháskólan-
um í Ási. Á sumrín ferðaðist Sig-
urður mik'ð um landbúnaðarhér-
uð Noregs og Danmerkur. Kost-
■ði hann kapps um, á þessum
ferðum sínum, að kynnast sem
bezt flestum greinum ianobúnað
«r og alveg sérstaklega þeim sem
draga mátti af nokkurn lærdóm
er oss mætti að haldi koma við
búnaðaraðstæður hér á landi.
»_ Auk rjómabúastarfseminnar,
*em Sigurður kynnti sér mjög
raekilega, aflaði hann sér upp-
lýsinga um kjötverkun almennt
og þá ekki síður um kröfur þær
sem gerðar eru um verkun og
meðferð saltkjöts. Á ræktunar-
•viðinu kynnti Sigurður sér sér-
Btaklega undirstöðuatriði land-
þurrkunar, vatnsveitingar og
sandgræðslu. Þá gafst Sigurði á
því tækifæri að vera á mjög
stórri búfjár- og verkfærasýn-
ingu sem haldin var um þessar
tnundir í Björgvin og mikla at-
hygli vakti.
Árið 1899, sama árið og Sig-
urður kom úr utanför sinni, var
Bunaðarfélag íslands stofnað.
Réðist Sigurður starfsmaður þess
érið eftir og gengdi þar ráðu-
nautsstrafi til dauðadags en hann
lóat 4. febrúar 1926. Við stofnun
Búnaðarfélags íslands var Bún-
•ðarfélag Suðuramtsins lagt nið-
vu en það hafði þá starfað í sex-
tíu og tvö ár, frá 1837.
Samtímis Sigurði réðist Einar
Helgason til starfa hjá Búnaðar-
félagi íslands, sem garðyrkju-
ráðunautur.
Leiðbeiningastarfsemin í öllum
öðrum þáttum búnaðarins hvíldi
því á herðum Sigurðar ráðu-
nauts fyrstu árin eða þangað til
aukning varð á starfsliði í leið-
beiningarþjónustu félagsins. Það
má segja að með heimkomu Sig-
urðar úr þessari námsför, og
starfi hans hjá Búnaðarfélagi ís-
lands, hefjist nýtt tímabil í bún-
aðarsögu lands vors.
Við heimkomu Sigurðar Sig-
_urðssonar var ömurlegt ástand í
íslenzkum landbúnaði. Nú voru
góð ráð dýr til varnar því að til
algers öngþveitis drægi. Um
meira en þriggja áratuga skeið
höfðu bændur haft aðaltekjur sín
ar af sölu lifandi fjár til Eng-
lands. Enskir bændur keyptu féð
og fituðu það á rófuökrum áður
en því var slátrað. Var hér um
að ræða aðallega sauði en nokk-
uð af geldum ám. Árið 1897 var
bannaður innflutningur á lifandi
fé til Englands eða það sem jafn-
gilti slíku innflutningsbanni að
eigi mátti sleppa fénu í land til
fitunar. Þegar hér var komið
hafði árlega verið flutt til Eng-
lands 60—70 þúsund fjár fyrir
upphæð sem nam einni milljón
króna. Olli innflutningsbannið
gífurlegu verðfalli. Fyrir sauði
sem áður voru seldir á 24 krónur
fengust nú í hæsta lagi 9 krónur.
Þetta var mikið áfall. Hér
þurfti að grípa til skjótra úr-
ræða. Hér beið Sigurðar Sigurðs-
sonar mikið verkefni við heim-
komu hans frá námi. Það vafðist
heldur ekki fyrir honum til
hverra ráða skyldi gripið. Það
var stofnun rjómabúa sem var
líklegasta úrræðið í bráð. Hér
kom að góðum notum fræðsla sú
sem hann hafði aflað sér erlendis
um tilhögun á því hvernig rjóma-
búin voru byggð upp og kunn-
átta hans í meðferð mjólk- og
smjörgerð. En eigi hefði þetta
dugað oss allskostar ef eigi hefði
/ylgt logandi áhugi hans fyrir
stofnun rjómabúanna og að þar
skyldi skjótt og rösklega til
verks gengið. Skrifaði Sigurður
þróttmiklar og áhrifaríkar grein-
ar í blöðin þar sem kvatt var til
skjótra að gerða í máli þessu.
Bændur tóku þessari kvatningu
vel, hún féll í góðan jarðveg. Hér
kom í ljós, eins og reyndar svo
oft áður, sá megin styrkur ís-
lenzkrar bændastéttar sem felst
í rótgróinni þrautsegja hænd-
anna að láta aldrei bugast en
leita í þess stað nýrra úrræða.
Þetta hafði yfirhöndina. Það
hófst eins og Sigurður hafði lagt
til samstarf bændanna um stofn-
un rjómabúa víðsvegar um land.
Var nú allri orku beint að fram-
leiðslu kúa- og sauðamjólkur til
smjörvinnslu. Allgott verð, mið-
að við þess tíma háttu, fékkst
erlendis fyrir smjörið ef verkun
þess fullnægði kröfum kaupenda.
Var í rjómabúunum mjög vand-
að til smjörverkunarinnar og þar
framleidd öndvegis vara. Rjóma-
búum fjölgaði og miklum erfið-
leikum afstýrt með þessum að-
gerðum. Alls munu hafa verið
stofnuð um hálfur fjórði tugur
rjómabúa. Smjörútflutningurinn
óx ár frá ári og hélst svo um
nokkurt skeið. Fylti smjörsalan
að nokkru í það skarð sem
höggvið var í tekjur bænda þegar
fyrir tók útflutning á hfandi
sauðfé. Seint verður fullþökkuð
framganga Sigurðar ráðunautar í
þessu máli.
En Sigurður ráðunautur lét
engan veginn staðar numið við
það eitt að beita áhrifum sínum
að stofnun rjómabúanna og vöxt
og viðgang smjörsölunnar. Vilji
hans og áform stefndi að enn
hærra marki fyrir íslenzkan
landbúnað. Þetta var aðeins
áfangi á langri leið í afurðasölu-
málunum. Um svipað leyti og
Sigurður ráðunautur vann hér að
stofnun rjómabúanna skrifaði
hann blaðagrein sem hafði að
fyrirsögn: „Landbúnaðurinn og
fjársalan“. Eftir að greinarhöf-
undur hefir lýst því ófremdar-
ástandi sem þá ríkti í fjársölu
málunum hér innanlands og með-
ferð og verkun kjöts fyrir erlend-
an markað, leggur hann til að
í stað þess að selja kaupmönn-
um féð og eiga allt undir þeim
um meðhöndlun þessara afurða
þá taki bændur þessi mál 1 sínar
eigin hendur. Skyldi þessu hrund
ið í framkvæmd með því að
bændur taki höndum saman og
iiomi sér upp félagsskap er byggi
sláturhús er rekin séu fyrir
þeirra reikning og í þeirra á-
byrgð.
Til verkstjórnar við þessi slát-
urhús Skyldu ráðnir verkstjórar
er lært hefðu erlendis slátrun,
verkun á kjöti og öðrum slatur-
afurðum, þar á meðal meðferð
á gærum.
Þá ræðir hann um kjötfryst-
isgu, bjúgurgerð 0. fl. En meðan
eigi er fyrir hendi aðrar aðferðir
I við sölu kjöts á erlendum mark-
öðum, en saltkjötssölu, leggur
hann ríka áherzlu á að vel sé
vandað til verkunar saltkjötsins.
Til styrktar þeirri hugmynd
sinni að reisa þessa starfsemi á
félagsgrundvelli, vitnar höfundur
til samvinnufélagsskapar þess
sem standi nú að sláturhúsa-
byggingum og sláturhusarekstri
í Danmörku sem vel hafi gefizt.
Hafi þessi aðferð leyst þessi mál
úr læðingi þar o.g að svo mundi
þetta einnig reynast hér. Þá
leggur hann til að landssjóður
kosti verzlunarerindreka er hafi
aðsetur í Englandi og fræði ís-
lendinga um verzlun, einkum af-
urðasöluna. Sigurður ráðunautur
bendir á það að víða á landi hér
hagi svo til að erfitt sé uro
mjólkurframleiðslu til smjörgerð
ar en góð skilyrði til sauðfjár-
ræktar og sé þvi stórum hluta
bændanna það lífsspursmál að
komið sé betra skipulagi á kjöt-
sölumálin.
Þessi blaðagrein Sigurðar ráðu
nautar vakti óskipta athygli. Með
henni er lagður sá grundvöllur
sem Sláturfélag Suðurlands var
síðar reist á. En nokkur aðdrag-
andi varð að því að þeirri hug-
mynd yrði hrundið í fram-
kvæmd. Átta ár liðu frá því að
greis þessi var skrifuð og til þess
að rekin yrði endahnmúturinn á
stofnun Sláturfélags Suðurlands.
Með stofnun Sláturfélags Suð-
urlands og hliðstæðri þróun þess
arra mála í öðrum landshlutum
er hugmynd sú sem fram kemur
í umræddri grein Sigurðar ráðu-
nautar færð yfir á svið raunveru
leikans og hefir á farsælan hátt
þróazt stig af stigi í samræmi
við kröfur tímans.
Þótt ekki væri öðru til að
dreifa en því sem hér hefir verið
lýst um þátttöku Sigurðar ráðu-
nauts í því að ráða fram úr erfið-
leikum landbúnaðarins á við-
skiptasviðinu er það ærið nóg til
þess að halda í heiðri minningu
hans og skipa honum virðuleg-
an sess í þróunarsögu bændasam-
taka verra. En hér er vissulega
fleiru til að dreifa. Eins og áður
er vikið að hafði Sigurður ráðu-
nautur um nokkurt árabil á
hendi hjá Búnaðarfélagi íslands
leiðbeiningarstarfsemi í öllum bú
greinum vorum öðrum en garð-
ræktinni. Starfsemi hans var því
ærið fjölþætt enda kom hann
víða við sögu og jafnan örlátur
á ráð og leiðbeiningar um sér-
hvað eina sem til hans var leitað.
Hann ferðaðist um landið þvert
og endilangt og var hvarvetna
aufúsu gestur. Hann laðaði menn
að sér. Hreif huga þeirra með
framsækni sinni og brennandi
áhuga, sí hvetjandi til framtaks
og framfara hvort heldur var í
einkásamtölum eða á mannfund-
um. Hann var ótrauður að miðla
bændum af fróðleik sínum.
Hann fylgdist vel með öllum
framförum í búnaði í nágranna-
iöndum okkar og hafði því
jafnan allar nýjungar á því
sviði á takteinum. Hann veitti
íorstöðu fjölda búnaðarnám-
skeiða og flutti þar fyrirlestra
um margháttað efni. Á Slíkum
námskeiðum, sem oft voru
mjög fjölsótt, veittist honum létt
að laða fram skoðanir manna á
hinum margvíslegustu málum.
Sjálfur var hann sér þess með-
vitandi að sá sem velur sér það
hlutverk að fræða aðra og
vekja til starfs og athafna, verð-
ur sjálfur að vera vel vakandi,
og kosta jafnan kapps um að
auðga þekkingu sína. Á starfs-
tima sínum, hjá Búnaðarfélagi
Islands, fór Sigurður ráðunautur
tvívegis utan til þess að kynna
sér nýjungur í búvísindum.
Sigurður ráðunatur var gædd-
ur miklum ræktunaráhuga.
Hann var ræktunarmaður af líf
og sál. Tók það jafnt til rækt-
unar jarðargróðurs og ræktunar
búpenings. Sigurði ráðunaut
var það ljóst, að framtíð land-
búnaðarins, styrkasta stoð hans,
var ræktunin. Hann gerði sér
þess ljósa grein að í framtíð-
mni yrði ræktun landsins sívax-
andi þáttur í fóðrun og eldi
búpeningsins jafnt sumar sem
vetur. Á þessum forsendum,
kvaddi hann jafnan bændur og
búalið til þess að stækka túnin,
auka og margfalda gróðurrikið.
Og með kynbótum væri oss í
lófa lagið að auka afurðamagn
búpeningsins og bæta þroska-
skilyrði hans á öðrum sviðum.
Sigurður búnaðarmálastjóri var
þess mjög hvetjandi að
bændur efndu til félagsstofn-
ana er innu að þessu markmiði.
Undir forystu hans, vanst mikið
á í þessu efni. Fyrsta nautgripa-
ræktarfélagið var stofnað á öðru
starfsári hans hjá Búnaðarfélagi
íslands en 1926 voru þau orðin
tuttugu og fimm. Á fjórða starfs-
ári hans, var fyrsta hrossaræktar
íélagið stofnað, en 1921 voru þau
orðin sextán. Stofninn að lögum
um kynbætur hesta, er verk
Sigurðar ráðunauts. Og siðan
hefur þróuninni á hvoru tveggja
þessum sviðum vel vegnað.
Þá átti Sigurður ráðunautur
ríkan þátt í því að búnaðar-
ramband Suðurlands var stofn-
að. Á búnaðarnámskeiði í Þjórs-
ártúni, sem Búnaðarfélag ís-
lands efndi til á öndverðu ári
1908, er Sigurður ráðunautur
stjórnaði, komu fram fyrstu
drögin að stofnun sambandsins.
Fékk sú hugmynd góðan hljóm-
grunn á námskeiðinu. En á fundi
Smjörbúasambands Suðurlands,
sem haldinn var skömmu síðar,
var málið tekið fyrir, og talaði
Sigurður ráðunatur fyrir þess-
ari hugmynd og þar var því
slegið föstu að sambandið skyldi
stofnað. —-
Sigurður ráðunautur tók
mikinn þátt í undirbúningi Flóa-
áveitunnar, þessu stærsta áveitu-
iyrirtæki á landi hér. Hann var
og flutningsmaður á Alþingi, að
frumvarpi til langa um Flóa-
áveituna.
Sigurður ráðunautur skrifaði
íjölda greina um landbúnaðar-
mál í blöð og tímarit. Hann var
einn af stofnendum búnaðar-
blaðsins Freyr og ritstjóri þess
um langt skeið.
Eins og áður er vikið að hér
að framan var Sigurður ráðu-
nautur mjög vinsæll maður í
starfi sínu. Menn treystu honum
í hvívetna og margir gerðu hann
að ráðgjafa sínum og trúnaðar-
manni. Hann stóð jafnan í mikl-
um bréfaskriftum við menn víðs
vegar á landinu. Þurfti hann að
svara bréfum svo hundruðum
skifti árlega. Þetta taldi hann
ekki eftir sér því hann vildi
hvers manns vandræði leysa.
Traust manna á Sigurði byggð-
ist meðal«an.nars á því að það
var í vitorði alls almennings að
hann væri maður framsýnn,
ráðhollur og varfærinn.
Sigurður ráðunautur átti sæfi
á þremur fyrstu búnaðarþing-
um. Hann sat á Alþingi fyrir
Árnesinga Fyrst á þingi 1901 og
síðar frá 1909 óslitið til 1919.
Ég sem þessar línur rita sat
um skeið á þingi með Sigurði
ráðunaut. Minnist ég jafnan með
inikilli ánægju samstarfs við
hann þar. Hann bar í brjósti
mikinn áhuga fyrir öllum mál-
um sem til umbóta og framfara
horfðu. En alveg sérstaklega
beiijdist áhugi hans að málefn-
um landbúnaðarins. Framfarir á
því sviði bar hann mjög fyrir
brjósti, og hann fór ekk-errt dult
með það að í landbúnaðinum
fselist vaxtarbroddur þjóðlífs
vors. Sigurður ráðunautur var
af sumum talinn frekar íheldinn
í fjármálum á alþingi. Það var
mála sannast að gætni, forsjálni,
ráðdeild og fyrirhyggja í þeim
sökum væri fastmótuð í eðli
hans.
En þegar um var að ræða fjár
framlög til framkvæmda er
hann hafði sannfæringu fyrir að
marka mundi heilla spor í þjóð-
lífi voru, var það seginn saga
að hann var jafnan í fylking-
arbrjósti um örlæti til slókra
verka.
En skarpan greinarmun gerði
hann á því til hvers fénu skyldi
varið og tilgangslaust var með
öllu að ætla sér þá dul að þoka
til skoðun hans og ásetningi
í því efni.
Sigurður ráðunautur hafði frá
blautu oarnsbeini og til hinstu
stundar helgað landbúnaðinum
alla krafta sína.
Um þessa köllun sína ílífinu
sagði hann heilshugar:
„Það er hið eftirsóknarverð-
asta og göfugasta lífsstarf hverj
um manni að hlúa að og vernda
þann gróður í náttúrurmi sem
með hverjum vordöguim rís »f
dvala vetrarins oss til gagns og
unaðar". Þetta var lífsskoðun
hans.
Við lát Sigurðar ráðunauts
áttu bændur á bak að sjá þeim
manni er lengst hafði unnið að
málefnum þeirra notið þekking-
ar hans og hollra ráða og trú
hans á grósku og farsæia þi-oun
landbúnaðar vors.
Sigurður var kvæntur mikilli
myndar og fríðleikskonu, Björgu
Guðmundsd. frá Haukadal í Dýr»
firði. Verður hún níræð nú um
þessar mundir. Þau eignuðust
tvo syni, séra Sigurð Haukdal
prest á Bergþórshvoli og Geir
sem á heima í Reykjavík.
Pétur Otteseu
SKRIFSTOFA MÍN ER FLUTT AÐ
Hverfisgötu 14
RAGNAR JÓNSSON
h æstaréttarlög ntaður.
Hverfisgötu 14 — Sírai 17752.