Morgunblaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 23
MORGU N BLADIÐ
22
f Sunnudagur 4. okt. 1964
r
Bifreiðaeigendur
Framkvæmum hjóla- «g mótorstillingar á öllum
stærðum ug gerðum bifreiða.
Bllastillingin
í Hafnarbru'ut 2, Kópavogi. — Sími 40-520..
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR
Aðalfundur
Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur verður haldinn
laugardaginn 10. október nk. í félagsheimili kórs-
ins að Freyjugötu 14 og hefst kl. 2 e.h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Frumvarp um lagabreytingar verður afgreitt til
kórfélaga kl. 6—7 miðvikudaginn 7. október á
skrifstofu kórsins.
STJÓRNIN.
Hafnarfjörður
óskar eftir börnum til blaðdreifingar
Afgreiðslan, Arnarhrauni 14, sími 50374.
Amerískir
hjúkrunarkvenskór
SKÓSALAN Laugaveg 1
— Reykjavikurbréf
Framhald á bls. 17.
dæma um mikilsverðar stað-
reyndir eftir beztu gögnum, sem
unnt er að afla. Gerum okkur
grein fyrir muninum á þessu og
því sem tíðkast í ríkjum komm-
únista. Trotsky, nánasti sam-
starfsmaður Lenins á fyrstu ár-
um byltingarinnar, færði rök fyr-
ir að flýtt hefði verið fyrir dauða
Lenins. Engin skýrsla var gefin
til að skera úr þeim grunsemd-
um. Hitt er víst, að löngu síðar
var Trotsky drepinn af rétttrú-
uðum kommúnista. Mikil laun-
ung var lögð á veikindi og dauða
Stalíns. Hefði þó mátt ætla, að
alemnningur fengi að fylgjast
með sjúkleika og andláti þvílíks
höfuðskörungs. Jafnvel ræðu
Krúsjeffs um glæpi Stalíns átti
að halda leyndri fyrir öðrum
en útvöldum. Enn mun hún ekki
hafa verið gefin út opinberlega í
sjálfu Sovét-Rússlandi.
Loka sig inni
Þeir, sem búa við kúgun, verða
að sæta innilokun — andlegri og
líkamlegri — hvort sem þeim lík-
ar betur eða verr. Furðulegra er
þegar menn inniloka sjálfa sig
andlega ótilneyddir. Af sam-
þykktum æskulýðsfylkingar
kommúnista hér fyrir skemmstu
verður séð, að þeir hafa sjálfir
sett sig í slíka innilokun. Æsku-
lýðsfylkingin leggur samkvæmt
frásögn Þjóðviljans „áherzlu á:
að stríðshættan stafi af innri mót
sögnum auðvaldsskipulagsins og
heimsveldisstefnunni, sem er skil
getið afkvæmi þess.“
f næstu málsgrein á undan
samþykkja sömu menn:
„Það er skoðun þingsins, að
enginn sósíalistaflokkur né
kommúnistaflokkur sé öðrum
rétthærri."
Hvort tveggja þetta er sam-
þykkt örfáum dögum eftir að
Krúsjeff hafði aðvarað Kína-
komma um, að ef þeir létu ekki
af landivnningakröfum 'num á
hendur Sovét-Rú* i, þá gæti
ófriður af hlotiz! uasta stríðs-
hótunin á undan samþykktinni er
þannig frá sjálfum höfuðsmanni
rússneska kommúnistaflokksins
gegn flokksbræðrunum í Kína.
Skömmu þar á undan höfðu
Moskvumenn ásakað Kínakomma
fyrir að afla sér fjár til áróðurs
með framleiðslu og sölu eitur-
lyfja. En Kínakommar svöruðu
með því, að allir vissu hverjir
notuðu fé til að kaupa sér fylgi
erlendis. Duldist engum, að því
skeyti var beint að valdhöfun-
um í Kreml. Það skyldi þó aldrei
vera, að ástæðan til þess, að
Æskulýðsfylkingin vill ekki gera
upp á milli þessara tveggja
„bræðraflokka" sé sú, að hún
vilji fá handbæran styrk frá báð-
um?
— Það er hægt
Framhald af bls. 8
framþróunar hefur verið stigið af
fólki, sem virtist takast betur
en mannlegt var talið. Og ætíð
hefur það verið gegn mótstöðu
sex annarra, sem streittust á
móti — þriggja sem voru sann-
færðir um að þetta væri vit-
leysa, og þriggja sem óttuðust
að þetta myndi takast.
Að hæ^t sé að leysa bygginga-
vandamálin, hefur þegar verið
sannað. Þessa menn má hitta, og
sjá verk þeira og framkvæmdir.
Það þarf aðeins að nota sér
reynslu þeirra í aðalatriðum.
Svona er sagt frá þessum
fundahöldum í miðri álfunni ný-
lega. Hvað gerum við, og hvern-
ig er ástandið í okkar blessaða
landi? Ýmislegt er reynt og mik-
ið byggt, en alltaf vantar húnæði
og alltaf verður það langtum of
dýrt. Eru kröfurnar ekki of mikl
ar, tollarnir of háir, vinnubrögð
in léleg, skipulagið ruglingslegt
og eyðsla fjármuna úr hófi fram?
Hvernig væri að senda einn eða
tvo víðsýna fulltrúa á ráðstefn-
una sem halda á í London nú í
þessum mánuði?
Sveinbjörn Jónsson.
Atvinna
Starfsfólk, konur og karlar, óskast til iðnaðarstarfa
nú þegar. — Upplýsingar í verksmiðjunni,
Brautarholti 26.
Sútunarverksmiðjan h.f.
Sölustjóri
Eitt af stærri bifreiða-innflutningsfyrir-
tækjum landskis óskar að ráða sem fyrst
ungan, áhugasaman mann til að taka við
starfi sölustjóra. Enskukunnátta ásamt
almennri verzlunarkunnáttu nauðsynleg.
Umsóknir. sem greini menntun og fyrri
störf leggist á afgr. Mbl., merkt: „Fram-
tíðarstarf — Trúnaðarmál — 4027“.
s®
oleu
Laugavegi 33.
Ný sending:
Enskir og Amerískir
Tækifæriskjólar
í mjög
góðu
úrvali.
r