Morgunblaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 16
16 M0RGUNBLAÐ1B Suntiudagur 4. oíct. 190-1 Útgefandi: Fr amkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. KOMMÚNISTA- STJÓRNIN í PEKING ÍZ ina er mannf lesta ríki jarðarinnar. Mun láta nærri, að þar búi fjórðungur mannkyns. Þegar hér er sa«t Kina, þá er átt við meginland hins gamla kínverska ríkis, sem féll í hendur uppreisnar- manna kommúnista á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari, en á Taiwan eða Formósu eins og eyjan er nefnd á máli vesturlandamanna, situr rík- isstjórri, sem áður fór með völd í Kína og telur sig enn- þá eina fara með lögmætt um- boð kínverskrar ríkisstjórnar. Mörg ríki hafa viðurkennt kömmúnistastjórnina í Pek- ing, en mörg önnur hafa ekki viljað taka upp stjórnmála- samband við kommúnista- stjórnina. Kommúnistastjórn inni í Peking hefur oft verið synjað um aðild að Samein- uðu þjóðunum. Sumir telja nauðsynlegt að viðurkenna kommúnista- stjórnina vegna þess, að um- ræður og samningar um af- vopnun og frið nái ekki til- gangi sínum, án þátttöku vald hafanna í Peking. Aðrir hafa látið freistast af verzlunar- hagsmunum. Þeir sem ekki vilj a viðurkenna kommún- istastjórnina að lögum telja, að hún hafi komizt til valda með ofbeldi og með erlendri aðstoð flæmt lögleg stjórnar- völd af meginlandinu. Þótt sama megi segja um nokkrar aðrar ríkisstjórnir, þá er hér um skýrt dæmi að tefla og lögleg ríkisstjórn situr enn á kínversku landi og heldur fast við kröfur sínar um við- urkenningu sem eina löglega stjórn ríkisins. Þá hefur kommúnistastjórnin í Peking farið með ófriði og ofbeldi á hendur nágrannaríkjum sín- um, jafnvel Sovétríkjunum, sem studdu þá til valda og komu þeim til manns. Komm únistastjórnin hefur jafnvel átt í hernaði við sjálfar Sam- einuðu þjóðirnar í Kóreu. íslenzkur ráðherra er ný- komin úr ferðalagi um hin víðlendu héruð Kína. Þar var þó um einkaheimsókn að ræða og var gestgjafinn ein- hvers konar menningar- tengslafélag, en ekki ríkis- stjórnin. Bollaleggingar um breytta afstöðu íslenzkra stjórnarvalda til kommún- istastjórnarinnar í Peking eru því ekki á rökum reistar. Ekkert hefur komið fram hjá ríkisstjórninni um, að hún hyggist viðurkenna hina víg- reifu stjóin í Peking, enda er ákvörðun í því máli ekki brýn og hagsmunir íslendinga ekki með þeim hætti, að telja beri hagkvæmt að fórna sjálfsögð- um reglum um viðurkenn- ingu stjórnvalda og gagn- kvæma virðingu með viður- kenningu á stjórninni í Pek- ing, sem komin er til valda með ofbeldi og fer með ófriði á hendur nágrönnum sínum. Deilur um ríkisstjórnina í Peking snúast þó ekki fyrst og fremst um það, hvort þar sé um löglega stjórn að ræða, heldur hitt, hvort ríki undir slíkri stjórn, sögulega og sam- kvæmt yfirlýstri stefnu um hernað og ofbeldi, geti orðið aðili að Sameinuðu þjóðun- um. Þar er mannréttindasátt- málinn fyrst og fremst talinn til fyrirstöðu, Við íslendingar erum, eins og önnur aðildar- ríki SÞ aðilar og meðmælend- ur mannréttindasáttmálans. Hann fjallar ekki aðeins um almenn mannréttindi þegna ríkis, heldur einnig um sam- búð ríkja. Þar eru friður, um- burðarlyndi og gagnkvæm virðing höfuðatriðin. Þar er valdbeiting gagnvart öðrum ríkjum fordæmd. Mörg ríki SÞ uppfylla að vísu ekki þessi skilyrði í verki, en hið svo nefnda alþýðulýðveldi Kína viðurkennir þær ekki heldur í orði, en ógnar tortímingu og hafnar friðsamlegri sam- búð. Ef Pekingsstjórninni yrði veitt aðild að SÞ, þá er mannréttindayfirlýsingin og hugsjónir hennar orðnar lít- ils virði. GRÍMULAUST ANDLiT KOMMÚNiSMANS rFsjeng nokkur Jí, sem er '*■ háttsettur ráðamaður í Peking lét svo ummælt við blaðamenn í Japan á sl. ári, að Kína muni áreiðanlega fram- leiða kjarnorkuvopn af full- komnustu tegund. Hann sagði: Það kann að taka nokk ur ár, en við munum vissu- lega hefja framleiðslu á kjarn orkusprengjum, jafnvel þótt við verðum að ganga ber- fættir. Þessa yfirlýsingu sendi sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík til blaðanna í síð- liðnum mánuði og lét það fylgja með frá eigin brjósti, að öllum megi ljós vera ó- sannsögli, ábyrgðarleysi og óheiðarleiki valdhafanna í Peking. Þessi unga stúlka er prinsess- an a£ Toro. Hún hefur undanfar- in ár stundað nám í háskólanum i Cambridge og hefur hún num- ið lögfræði. Toro er annars í Uganda og er faðir stúlkunnar konungur þar. Prinsessan, sem nú er 25 ára gömul, segist vera orðin þreytt á að lifa af pening- um föður síns. „Það er hægt að segja, að faðir minn sé konung- ur og ég þurfi þess vegna ekki að vinna. En ég vil sanna það fyrir honum að þeir peningar, sem hann hefur lagt í menntun mína hafi ekki verið til einskis“. „Ef ég legg hart að mér get ég lokið prófum í maí. Eftir sjö ára nám er ég orðin þreytt á því. Eg verð fegin þegar ég get leikið nieiri tennis og farið í sam- kvæmi“. Ef hún nær prófi fer hún heim til Toro og mun hún verða eini kvenlögfræðingurinn í landinu. En hún er kvíðin. „Væri það ekki hræðilegt ef íólk væri hrætt við að taka mig í vinnu vegna þess að ég er dóttir konungsins?“ sagði hún. Þetta unga par hefur vakið geysilega athygli I Bretlandi. Hann er bandarískur flugmaður, 13 ára gömul. Þaiu opinberuðu trúlofun sína um daginn og ætla að gifta sig, þegar hún verður 17-18 ára. Skólastýra skólans, sem hún er I hefur lagt biátt bann við þvi að hún beri trú- lofunarhring sinn I skólanum og lenni er algjörlega bannað að tala um trúlofun sína þar. Unnusti hennar segir: „Ég he? þekkt Montesanto fjölskylduna í tvö ár og það er engin spurn- ing um það að ég hefði farið út með Rosalyn þegar hún var 11 ára gömul. Við trúiofuðum okkuc í raun og veru fyrir nokkrum vikum. Eitt kvöld vorum viS búin að skipta^um föt og vorum tilbúin til að fara út og á leið- inni stanzaði ég og bað hennar og hún sagði já. Rosalyn (38-22-37) sagði. „Við erum voðalega ástfangin og ég veit að allt mun verða í lagi“. í fréttunum Gerry Cunningham að nafni, en hún er skólastúlka, Rosalyn Montesanto að nafni og er aðeins- Hann er mesti Shakespeare- ieikari í heimi. Hvar sem hann er eru Ijósmyndarar að leita hans og taka af honum myndir. Þessu tekur hann með þolin- mæði. En hann hefur aldrei leyft hinum ágengu ljósmyndurum að ljósmynda sig í einkalífi með fjöl skyldu sinni og þriðju konu sinni, Joan Plowright. En hann gerði Þó undantekningu frá þess- ari reglu, þegar hann var í fríi með fjölskyldu sína á strönd Mið jarðarhafs. Og þá skipti hann um hlutverk frá því að leika Othello, Hamlet eða Henry IV og varS allt í einu sá maður, sem al- menningur hefur aldrei séð áður. Sá elskulegi og rólegi faðir, sem ieyfir börnum sínum að klípa 8 r.efið á sér — og nýtur lífsins 1 ríkum mæli meðan hann skvam^ ar í sjónum með konu sinni og börnum. Þeim sem svo er lýst og kommúnistar ættu gerst að þekkja sitt heimafólk, það eru stjórnendur, sem kommún- istamálgagnið hérlendis vill að íslenzka ríkisstjórnin leggi blessun sína yfir. Það mun vitaskuld ekki ráða neinum úrslitum um gang mála í f jar- lægari Austurlöndum, hvar Íslendingar standa í þessum málum. Það er þó okkur sjál|| um mikilvægt að vera sjálf- um okkur samkvæmir. Við- urkenning íslands á leiðtog- unum í Peking mundi ekki í nokkru samræmi við yfir- lýsta utanríkisstefnu og þær hugsjónir um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða og friðsamlega sambúð, sem við viljum halda í heiðri. Stjórnmálahags- munir eða viðskiptahagsmun- ir gefa ekki minnstu ástæðu til þess að við íslendingar slökum á kröfunum, eins og sum ríki hafa talið hagkvæmt að gera Atómsprengja Kínverja og ógnanir um beitingu slíkra vopna sýna mönnum grímu- laust andlit kommúnismans. Að vísu er talið víst, að sprengjan, sem Kínverjar eru að reyna að setja samati muni fyrst og fremst verða áróðurssigur fyrir Kínverja, sem þeir muni notfæra sér til þess að etja nýfrjálsum ríkj- um gegn Vesturlöndum. Hug- arfarið gefur þó auga leið. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.