Morgunblaðið - 11.10.1964, Blaðsíða 12
12
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 11. okt. 1964
Þetta var eins og í leikhúsi
HÉR sjáum við svuntu af kín-
verskum uppruna, sem auð-
velt er að líkja eftir. Má t.d.
nota afgangsefni af ýmsum
gerðum í svuntuna.
A BRAUÐIÐ
Svuntan er gerð úr þremur
bútum, 30x40 cm. að stærð.
Hver bútur er faldaður hring-
inn í kring. Síðan eru þeir
saumaðir í höndunum (varp-
aðir saman) frá streng og 10
cm. niður (sjá mynd). Þessu
næst eru búnár til fjórar höld-
ur. Stærð hverrar þeirra er
8x10 cm., þær eru saumaðar
tvöfaldar á röngunni, snúið
við og pressaðar. Eru þær þá
8 cm. langar og ca 3 cm. breið-
ar. Þær eru festar á svuntuna
að ofan, tvær til hvorar hlið-
ar og tvær á samskeytunum.
Að lokum er svuntubandið
sniðið. Stærð þess er 175x6
cm saumað tvöfalt, snúið við,
pressað og saumað fyrir end-
ana. Bandið er dregið gegnum
höldurnar. og bundið saman
með slaufu að aftan. Svuntan
situr slétt í mittið, en séu fleiri
höldur settar á, má fá hana
til að rykkjast.
„Nú er mest í tízku að hafa
kvöldkjólana í skærum litum,
einkum hárauðurm litum, en
dagklæðnaðirnir eru yfirleitt
í fölari, sígildum litum. Þetta
er heppileg þróun, kvöldkjól-
arnir eru sjaldnar notaðir en
þair síðarnefndu og fara fyrr
úr tízku og allir vita að lit-
sterk föt verða leiðigjörn til
lengdar." ^
Eitthvað á þessa leið mælti
frú Rúna Guðmundsdóttir í
Parisartízkunni, þegar hún
spjallaði við blaðamenn fyrir
stuttu og sýndi þeim brot af
nýjustu tízku. Hún er nýkom
in frá París, en þangað fór
hún ásamt tveimur samstarfs
konum sínum,Sigríði Bjama-
dóttur, og Gyðu Ámadóttur.
Hausttízkusýningarnar voru
þá nýhafnar og voru þær svo
heppnar að fá miða í þrjú
leiðandi tízkuhús: hjá Bal-
main, Pierre Cardin og Yves
Saint-Gaurent. ,
Rúna sagði, að sér hefði þótt
sýningin hjá Saint-Laurent
frumlegust og skemmtilegust,
en fatnaður hjá Balmain hefði
Herta Árnadóttir í fjólurauð-
um kjól úr bómullarblúndu.
Kjóllinn er með tveimur pils-
um og faldurinn bryddaður
með kögri. Yfir kjólnum ber
hún slá, sem sömuleiðis er
brydduð með kögri.
verið mest við okkar hæfi.
Yfirleitt væri það nú svo, að
tízkuklæðnaðarnir væru af-
skaplega yfird'rifnir, en þegar
búið væri að sníða af þeim
mestu vankantana, væru þeir
nothæfir fyrir venjulegt fólk.
"Starfsfólk Parísartízkunnar, til vinstri eru Parísarfararnir:
Sigríður, Gyða og Rúna. Yzt til hægri er Aldís Þórðardóttir,
sem gætir búðarinnar með an hinar voru í siglingunni.
— sagði Rúna í Parisartizkunni
um tizkusýningarnar i Paris
þegar heim kemur og setji
þau í fjöldaframleiðslu. Við
höfum engan áhuga á slíkum
aðferðum, og ég er hrædd um
að illa gengi að selja kjól hér
uppi á fslandi, sem kostar um
40 þúsund krónur, en slíkt er
verðlagið þarna ytra. En þó
verðið sé svona gífurlega hátt
er staðreyndin samt sú, að
tízkuhúsin bera sig ekkiuÞað
sem heldur þeim uppi eru smá
hlutirnir, sem þeir selja, svo
sem ilmvötn, hálsklútar,
hanzkar og þess háttar."
Þessu næst sýndi Rúna okk
ur nokkra kjóla, sem sniðnir
eru samkvæmt nýjustu tízku,
og sýndi Herta Árnadóttir
kjólana. Voru það bæði kjól-
ar, sem keyptir voru erlendis,
og kjólar sem saumaðir voru
hér heima ýmist úr innflutt-
um efnum eða handofinni ulh
Nokkrir kjólanna voru með píf
um eða kögri á ermum, og
kvað Rúna það vera einu um
talsverðustu breytinguna á
tízkunni. Meira væri borið í
ermar en áður, þær væru ým
ist með pífum eða pokum,
stuttar, hálflangar eða langar.
Svartir kjólar með löngum
ermum með pífu framan á
væru einkar vinsælir þessa
dagana. „Þó skæru litirnir
skjóti upp kollinum, er svart
hinn sígildi tízkulitur," sagði
Rúna Guðmundsdóttir að lok
um. „Svartklædd kona er
alltaf vel klædd."
ik
Kínversk
svunta
smjör
Hér er Herta í handofnum tví-
skiptum kjól úr íslenzkri ull.
Kjóljakkinn er skreyttur með
hekluðum stykkjum.
„Ég hafði það á tilfinningunni
að ég væri í leikhúsi,“ sagði
Rúna, „að horfa á skemmti-
lega sýningu. Þarna úir og
grúir af furðulegustu hlutum,
ég varð yfir mig hrifin af
sumu en annað fannst mér fá-
ránlegt. Sýningarstúlkurnar
voru flestar stuttklipptar með
margvíslegt hárskraut, og
eyrnarlokkar eru aftur komn
ir í tízku eftir nokkurra ára
hvíld. Af því sem ég var
hrifin af get ég t.d. nefnt höf
uðbúnað úr fallegri blúndu.
sem vafin var þétt að höfð-
inu og bundin saman að ofan
eins og þegar maður bindur
saman sellófan utan um gjafa
kassa. Þetta var afskaplega
frumlegt og glæsilegt"
Við spurðum Rúnu, hvort
hún hefði keypt eitthvað á
sýningunum en hún hvað nei
við.
„Verðið er óskaplega hátt,
og raunar má segja að það
eru engin módel á tízkusýning
unum. Kona í næsta sæti við
mig gat pantað sér nákvæm-
lega sama kjól og ég, og verð-
ið lækkar ekkert þó margir
panti sama kjólinn. Við keypt
um mest efni í þessari ferð,sem
Gyða sníður og saumar úr.
Aftur á móti fæst Sigríður
við kjólana úr handofnu, ís-
lenzku efnunum, og ég er
viss um að þær báðar hafa
sótt ýmsar hugmyndir í tízku-
sýningarnar. Það er algengt að
fyrirtæki kaupi föt á tízku-
sýningunum, spretti þeim upp
Pífur eða kögur á ermum er
hæstmóðins í vetur, að sögn
Rúnu Guðmundsdóttur, eins
og t.d. þessi svarti flauelskjóll
frá Lempreur í París.
OSTA*
|