Morgunblaðið - 11.10.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.1964, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ Framhald af bls. 10 liggur beint við að snúa sér að hinum ýmsu kvæðum, sem gjalda einhvers konar jákvæði við mann legri reynslu. Á mörkum hins já- kvæða viðhorfs stendur eitt kvæði sem reikningsskil á hin- um tilfinningalegu andstæðum í skáldskap Steins. I>ess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högu.m Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti, að Ijóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveif- legum hætti. Það hafði veikum veitt mér blessun sína o'g vön,' sém gerði fátækt mína ríka. Og þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig heimsins barn og von hans líka. Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum, sáum það loks í ljósi þess, sem skeði, að lífið var á móti okkur báðum. Nú 51um við ei lengur beiskju í barmi, hé byrgjum kala neinn í hjörtum inni, því ólán mitt er brot / af heimsins harmi, ^ Og heimsins ólán býr í í þjáning minni. r r Jafnvægi þessa kvæðis og 511 bygging skipa því meðal hinna fullkomnustu, sem Steinn orti, en merking þess má vel vera kenni leiti á skáldferli hans. Hér nýtur sín til fullnustu sú teekni skálds- ins að láta heimspekilega ein- ræðu kristallast utan um til- tekna mynd, atvik eða sýn. Og ennfremur að láta tvær eðlis- óskyldar myndir, aðra hlut- ræna, hina hugræna, bera uppi kvæði eins og tvo jafngilda burðarstólpa: að ljóshært barn, sem lék . . .. og: Því ólán mitt er brot af heimsins harmi, og heimsins ólán býr í þjáning minni. En allt að einu og jafnframt tná lesa þetta kvæði sem hefð- bundna ræðu með upphafi, stíg- andi og endi, af því að hér faliast rétt hugsun og rök ímyndunar- afls og tilfinninga í faðma. Eitt sér og þannig verða öll kvæði að geta staðið — táknar kvæðið dramatískan áfanga mannlegs þroska. En í kveðskap Steins má, svo að notuð sé líking kvæðisins, 6koða það sem nauðsynlega ráð- stöfun hernaðaraðila til þess að geta snúið sér að friðsamlegri 6tarfa. Kvæðið er eitt hinna síðustu í Ferð án fyrirheits, og eftir þá bók yrkir Steinn aðeins stöku kvæði í anda og stíl sinna fyrri ljóða. Höfuðverk hans síðan er Tínrinn og vatnið. Hér glímir hann ekki lengur við heiminn, heldur einbeitir skynjun sinni inn á við. Skáldskapurinn er orð inn tæki til að prófa vitund mannsins og endurspegla í skynj tmum. í raun og veru er þessi (þróun ákaflega eðlileg, ef þess er gætt, hvað Steinn vill með því að yrkja, og þá verður líka ljóst allt hið innra samhengi í Ijóðagerð hans. Því að Tíminn og vatnið er hið síðasta og ef til vill glæsilegasta herbragð Steins í þjónustu þeirrar ástríðu, tem er aflgjafi kvæða hans og merking: baráttu einstaklingsins fyrir því að vera til og sanna tilveru sína. Sá, sem hefur barizt við heiminn án þess að fara hall- oka og getur gert við hann friðar samnínga á jafnréttisgrundvelli, hefur að visu sannað tilveru sína fyrir öðrum. En hann á eftir að sanna hana sjálfum sér, og þess vegna varð líka að yrkja Tímann og vatnið. í því ljósi er fánýtis- hyggjan og afneitunin tæknilegar vígstöður: sá, sem gengur allslaus móti heiminum, er ósigrandi, og jafnvel afneitun manns á sjálf- um sér, í mótsögnum talað, sönn un tilveru hans. Ég minnist einskis skálds, sem dregur jafn-þráfaldlega myndir og líkingar af styrjöld, né beitir jafn-stöðuglega orðum, sem tákna baráttu. Sá sem berst, er til og lifir. Og skáldskapurinn er ekki herbúnaður Steins heldur hern- aðartækni. Hann er skálda ein- lægastur. Og um leið má vera ljóst, hvílíkt huigrekki og alvöru þarf til að yrkja jafn-opinskátt og ganga jafn-berskjaldaður, eins og hann gerir einatt, til atlögu við vandamál lífs síns. Sú ástríða, sem knýr Stein til átaka við heimspekilegt vanda- mál einstaklingstilverunnar er sterk og óvefengjanleg. En ef fá nýtishyggja og afneitun eru tæknilegar vígstöður, kann að vakna almenn spurning um ein- lægni í skáldskap. Ummæli Magnúsar Ásgeirssonar, sem vitn að er til í upphafi þessara at- hugasemda, eru öðrum þræði vctt ur um það. Ég læt liggja milli hluta, hvort líkja má skáldskapar gáfunni við miðilsgáfu, því að ég veit ekki betur en því sé ósvarað, hvað miðilsgáfa er. í daglegu máli merkir einlægni að segja það, sem maður „meinar“ á ein- faldan hátt: Um daga Ijósa Og langa er ljúft sinn veg að ganga, með sól og vor um vanga og veðrin björt og hlý. Þá rís af gömlum grunni hvert gras í túni og runni. Hún, sem þér eitt sinn unni, elskar þig kannske á ný. Ellegar: Og einn ég stóð sem áður svo auðnulaus og smáður, og öllum þrautum þjáður í þessum stóra bæ. Míns afls gegn allra mætti svo undurlítils gætti. Var furða þó mér þætti sem því væri hent á glæ. Vitaskuld kjðsum vér fremur að mæta einlægni en undirhyggju í daglegu lífi, en varla getur nokkrum dulizt, hve margs vér færum á mis, ef þessi stíll ætti að gilda sem mælikvarði á skáld skap. Allur skáldskapur, og líka ofangreind erindi, er tækni, og þess vegna fylgir einnig þeim nokkur undirhyggja. í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. Þetta er líka einlægni, enda þótt kvæðið segi ekki, hvað það meinar, og framsetning þess sé margföld en ekki einföld. Merk- ing þess er sýnd en ekki gefin. Vér skynjum að vísu, að kvæðið fjallar um frávistir og sameining elskenda. En lýsingarorðið, hálf- myndin, tálblátt og tvær síðUstu línur kvæðisins gefa í. skyn, að það sem kvæðið segir frá, hafi einungis gerzt í skynjun skálds- ins — í dýpra jarðvegi, ef nota má líkingu af vatni. Skáldið hef- ur rofið einveru sína, en einung- is fyrir kraft skáldlegrar skynj- unar. Einlægni kvæðisins liggur í frumleik skynjunar. Efist menn samt um, að sú djúpstæða einmanakennd. sem hér öðlast sjaldigæfa mynd og form, sé einlæg og sönn, þá er hægt um vik að fá hana stað- festa í fjölmörgum öðrum kvæð um Steins, í kunnuglegri bún- ingi. Hún er sú tilfinning, sem nærir rætur flestra kvæða hans. Það er hún, sem knýr skáldið til hinnar miskunnarlausu bar- áttu fyrir því að fá staðfesting tiiveru sinnar sem einstaklings og ná sáttum við tilveruna á jafnréttisgrundvelli — með góðu eða illu. Og það er hún öðru fremur, sem gefur skáldskap hans í heild hið sársaukafulla, jákvæða lífsgildi. Barátta Steins er barátta við afskiptaleysi eða fjandskap tilverunnar — og ást- arjátning til hennar. Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Eg ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki, að ég er til. Að vera ekki til i vitund ann- ars er sturlandi kvöl hins ein- mana manns — og ógilding lífs hans: Ég svaf, ég svaf í óvitund allra. Og sótthiti dagsins suðaði óráðsins ómvana ljóð yfir blöð mín. Svo var dimmt, svo varð hljótt. Og annarleg hönd snart mig og hvíslaði: Hæ! Þú skalt deyja. (Blóm). Aðeins dauðinn má vera til sannindamerkis um það, að mað- ur hafi lifað. í kvæði eftir kvæði túlkar Steinn i táknum vonlausr- ar ástar einangrun mannsins Og þrá hans að lifa í vitund ann- arrar mannlegrar veru. Hann beitir jafnvel stundum óhnikan- legum táknum hins dauða efnis til að staðfesta órjúfanleik mann legrar einangrunar. samanber Malbik. f snilldarlegu kvæði um sama höfuðtema, þar sem hið dauða efni er aftur tákn einmana leika, bregður fyrir öðrum, gagn stæðum skilningi: að einangrun sé vörn og hlíf einstaklingsins gegn fjöldanum. Skáldið líkir sér við myndastyttu á torgi: Ég stóð á miðju torgi, ég var tákn mín sjálfs, og fólkið starði og starði. Það þokaði sér nær mér og þekkti mig til hálfs, svo fór það fyrr en varði. Mitt leyndarmál er auður, sen\ ég lét því ekki í té: Ég er lifandi og dauður. En sá skilningur, sem liggur í lykilorði kvæðisins: auður, er einungis undantekning, sem minn ír á regluna; einangrunin er böl mannsins, ástríða hans sú að rjúfa álög hennar og fá staðfest- ing sjálfsvitundar sinnar og til- veru. Kenniorð þessarar einangr unar eru hin sömu hér og endra- nær: fólkjð „þekkti mig“, en að- eins „til hálfs“ og sneri frá; ég er lifandi „og dauður". En sá sem skynjar af þvílíkri éstríðu harmleik mannlegs lífs í einangrun mannsins og afskipta- leysi tilverunnar, veit líka hver áhættan er, þegar hann leggur allt í sölurnar tii að ná snert- ingu annars: Yfir skógarins ljósgullna limi rís himininn breiður og blár. Og undir býr moldin og myrkrið, sem ól mínar þögulu þrár. í vonlausri angist hin helsærða hind inn í skógarins fylgsni flýr. Og ást mín er skógarins skuggi, og þú ert hið dauðvona dýr. Önnur tákn, sem Steinn notar oftast um einmanaleik og til- gangsleysi er vegur, sem reynist vera vegleysa; för án erindis eða fyrirheits; ferðamaður, sem hefir gleymt erindi sínu. Eitt viðkvæm asta og fegursta kvæði Steins undir þessum táknum heitir Bær í Breiðafirði: Grænt, rautt og gult. Og golan þýtur í þaksins stráum. Tvö fölleit andlit með augum bláum á eftir mér stara í hljóðri spurn: Hvert ertu að fara? Hin Ijósa nálægð þessa kvæðis og tær hugblær minnir á hljóð- iáta tilbeiðslu með undirtón af djúpum trega. Og það er líkt og svar ferðamannsins sé komið fyr- ír óralöngu, þó að það standi í raun og veru aðeins fáeinum orð um framar, í annarri og þriðju línu þessa örstutta kvæðis. Það er eilíft goðsvar tilverunnar. Ferð án fyrirheits nefndi Steinn fjórðu bók sína og síðar ljóðasafn sitt. Þetta hugtak felur í sér hvort tveggja, óleystan vanda hans og ósveigjanlegt þor til að færast hann í fang. Það var auðn og myrkur á allar hliðar, og enginn vegur. segir hann í Kvæðinu um veginn. Fáir menn leggja á þvílíkar ógöngur sem Steinn án þess að eiga mikið fyrirheit eða gylla fyrir sér takmarkið. Fáir menn horfast jafn-staðfastlega og sjálfsblekkingarlaust í augu við neikvæð tákn lífsins, án þess að teggja árar í bát og sætta sig við uppgjöf sína. Jákvæði Steins við lífinu er fólgið í þrotlausri bar- áttu við það ofurefli, sem hann kýs sér til andstöðu, og óbilandi ástríðu til að brjóta þann órjúfan lega hring einangrunar, sem er skilningur hans á harmleik mann iegs lífs. í krafti þeirrar ástríðu er Steinn mikið skáld og mikill maður. Annað mál er hitt, hvort barátta hans var alltaf jafn-list- ræn og honum var lagið. Þeim, sem deilir kappi við ofurefli, verð ur varla láð, þótt hann reiði stundum hærra til höggs, en afl hans leyfir. Og skáldskapur hans býr yfir margs konar formi, fjölbreyttum listbrögðum og breytilegri vígstöðu. Samt var hann einhliða skáld; en einhæfni hans liggur ekki fyrst og fremst í því sem hann sagði eða hvernig hann sagði það, heldur því, hvað hann læbur ósagt: hinum ósögðu, ásæknu lausnarorðum, sem leita óbeðin inn í kveðskap hans. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég viti, hverju Steinn hafi trú- að í hjarta sínu. Sem hálfkristn- um manni, þegar bezt lætur, er mér tamast að hugsa mér hann trúlausan. í raun og veru skiptir Samkomur Fíladelfia Sunnudagaskóli Hátúni 2, Hverfisgötu 44, Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði; allsstaðar á sama tíma kl. 10,30 f.h. Brauðið brot ið kl. 2. (Ath. breyttan tíma). — Almenn samkoma kl. 8,30. Keflvíkingar vitna og syngja. í dag (sunnudag) kl. 4,30 hefur Fíladelfíusöfnuðurinn útvarpsguðáþjónustu. K.F.U.M. & K. ■ A fyrstu samkomu æskulýðis vikunnar í kvöld að Amt mannsstíg 2 B, talar séra Sig- urjón Þ. Árnason og Guðmund ur Ingi Leifsson. Blandaður kór syngur og einsöngur. — A morgun (mánudag) talar Árni Sigurjónsson, bankafull- trúi, ásamt Leif Hjörleifssyni og Eddu Gísladóttur. Æsku- lýðskór syngur. KFUM it KFUK það ekki máli i sambandi við kvæðin. Hvað sem veldur hefir hann ekki getað þegið þá lausn, sem liggur beint við skáldskap hans. Sú lausn er trúin. Hitt er víst, að hann hefir skilið þetta, því að annars hefði hann ekki sótt með þvílíku ofurkappi að útiloka allt annað en þessa lausn — og varast hana um leið. I því ljósi er afneitunin mælikvarði einlægni hans. Ég tel víst, að það megi skýra einmanakennd Steins og heimspekilega afneitun sál- fræðilegri skýringu út frá lífs- reynslu — eins og flest annað — en hún er frá öðru og gagnstæðu sjónarmiði djúpstæð og vonlaus trúarþörf. Eins og hinir kristnu feður vissu, er hinn fullkomni afneit- ar nær sannri trú en sá, sem ger ir hvorki að játa né neita. Jafn- vel guðlanstarinn er drottni nær en hinn tómláti. Steinn yrkir meiri raunverulega goðgá en nokkurt annað íslenzkt skáld — að Þorsteini Erlingssyni ekki undanskildum. Og Þorsteinn trúði á ýmislegt annað. Steinn orti sig í þá aðstöðu, að guðstrú virðist eina útgönguleiðin, og sú ieið er opin, af því að afneitun hans er lifandi tilfinning en ekki tómlæti. Ef kvæði hans sanna nokkuð, er það gildi trúar fyrir manninn. Steinn Steinarr er miklu skyldari Hallgrími Péturs syni en hinum upplýstu „víð- sýnu“ skáldum 19. aldar, sem voru honum þó hugstæð. Kvæði hans eru trúarljóð — með nei- kvæðu forteikni. Trúaður eða trúlaus er hann í flokki hinna mestu trúarskálda vorra. Kristján Karlsson. — Reykjavikurbréf Framhald af bls. 17 Cremjuvaðall gegn rólegri dómgreind Fróðlegt er að bera þennan gremjufulla stóryrðavaðal Þjóð- viljans saman við hina rólegu dómgreind, sem lýsir sér í sjálfri Warren-skýrslunni. Ógerlegt er að fullyrða á þessu stigi, hvort eitthvað kunni síðar að koma fram, er upplýsi málið betur. Víst er að skýrslan hnekkir til fulls flestum þeim kviksögum, sem komizt hafa á kreik um morðið á forsetanum og aðdraganda þess. Eitt af því, sem Þjóðviljinn mætti meta, er að ekki verður vart löngunar til að nota morðið til áróðurs gegn kommúnistum eða gefa í skyn kommúnískt sam- særi. Forsaga Oswalds og mörg einstök atvik hefðu þó verið álit- legur efniviður fyrir þann, sem í slíkan áróður vildi leggja sig. f stað þess er það rétt, sem Þjóð- viljinn skammar nefndina fyrir, að skýrslan „skelli allri skuld á einn mann, Oswald“. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16 gerir þetta kerfi kleift að láta fyrstu bandarísku geim- farana, sem lenda á tunglinu, taka með sér fullkomið safn upplýsinga um neyðarráðstaf anir, viðgerðir geimskipa með skýringarmyndum, alls konar tölur og tæknilegar leiðbein- ingar. Slíkt upplýsingasafn, sem koma mætti fyrir í pakka, er vægi nokkur hundr uð grömm, væri sambærilegt við 2.700 kíló af venjulegum bókum og 130 kíló af venju- legum micro-filmum. New York, 10. okt. (NTB) SOVÉZKU hjónunum Alex- ander Sokolov — og kona hans, sem sökuð voru um njósnastarfsemi á dógunum var í gaer fyrirskipað að yfir- gefa Bandarikin. Munu hjón- in væntanlega fara fyrst til Tékkóslóvakiu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.