Morgunblaðið - 21.10.1964, Side 2

Morgunblaðið - 21.10.1964, Side 2
2 MORGUNBLABIB Miðviku'dagur 21. okt. 1964 ☆ EINS og kunnugt er, hafa skipstjórar rússnesku skip- anna, sem tekin voru í land helgi út af Austurlandi fyrir skömmu, neitað að J*' * koma fyrir sakadóm á J Seyðisfirði. Hafa þeir, í samráði við sendiráð Sovét ríkjanna á íslandi, vefengt lögsögu dómsins í þessu máli og annarra íslenzkra dómstóla, en hún er óve- fengjanleg skv. íslenzkum lögum og viðurkenndum þjóðréttarreglum. — Hafa talsmenn rússnesku skip- stjóranna haldið því fram, að þar eð skipin séu eign Ægir, rússneska viðgerðarskipið Rambines og fiskibátur nr. SRX 4490 á Seyðisfirði. f Seyðisfjarðarmálum Rússa takast á gjörólík sjónarmið — réttarfar Islendinga og kenningar kommúnismans ríkisstjórnar, þá njóti þau úrlendisréttar á sama hátt qg sendiráð erlendra ríkja. Því sé ekki hægt að stefna málinu fyrir íslenzkan dóm stól og verði að semja um það milli ríkisstjórna þeirra tveggja ríkja, sem um ræðir, þ.e. íslands og Sovétríkjanna. Talsmenn rússnesku skipstjóranna viðurkenna hinsvegar brot in, að skipin hafi farið með ólögmætum hætti um ís- lenzka landhelgi, og hafa þeir boðizt til þess að greiða fé fyrir, en það verði að vera í formi hafn- argjalds eða legugjalds, en ekki greiðsla ákveðin af dómstóli í formi sáttar, sektar o. s. frv., því að ís- lenzkur dómstóll hafi ekki slíka lögsögu um skip, sem séu í eigu fullvalda ríkis- stjórnar Sovétríkjanna. Afstöðu sína styðja Rúss- arnir einkum með tvennum haetti. f fyrsta lagi bera þeir fyrir sig sovézk lög, sem ein- kennast af kommúnískum sjón armiðum gagnvart eignarrétti og lögfylgjum hans, þar á meðal á skipum. Vegna eignar réttar ríkisins á flestum „eign um“, utan „eigna" til náinna persónulegra þarfa, þá gerir kommúnískur réttur ekki mik inn greinarmun á einkamála- rétti og opinberum rétti, eins og gert hefur verið frá fornu fari í ríkjum, sem ekki búa við kommúnískt stjórnarfyrir- komulag. Hér á fslandi gilda t.d. sér- reglur opinbers réttar um ýmsar stofnanir ríkisvaldsins, sem eru rökrétt afleiðing af því hlutverki ríkisins að stjórna. Hinsvegar gilda ekki sérreglur um atvinnufyrir- tæki, sem eru í eigu opin- berra aðila og gildir hið sama um þau og ábyrgð þeirra og um fyrirtæki annarra aðila. Þessi tvískipting er talin mjög þýðingarmikil til trygg- ingar því, að menn nái rétti sínum gagnvart ríkisvaldinu, en hún er ekki fyrir hendi í kommúniskum rétti. Um þetta atriði má taka dæmi. Einhverjum aðila þykir fyrir- tæki í rikiseign ganga á rétt sinn og getur hann þá sótt málið á hendur ríkisfyrirtæk- inu á sama hátt og það væri 1 eigu einstaklinga. í kommún- ískum rétti þykir ekki nauð- synlegt að hafa slíka reglu, því að þar er því haldið fram, að ríkið gangi ekki á hlut manna og reglan því óþörf með öllu. Þar sé ríkisstjórn „fólksins“, gagnstætt öðrum stjórnarformum þar sem al- þýða manna geti þurft að halda rétti sínum gagnvart ríkisvaldi „auðvaldsins“. Með þessum dæmum hefur verið leitazt við að draga fram grundvallarsjónarmið- in að baki koromúnískum rétti og lögum og skýra þau nokkuð afstöðu Rússa í landhelgismálinu nú fyrir austan. Okkur kann að koma þessi vörn þeirra undarlega fyrir sjónir, að rússnesk skip njóti úrlendisréttar. Þessi kenning þeirra er í samræmi við aðrar kenningar kommún- ísks réttarfars, en á þeim er slíkur grundvallarmunur og okkar lögum og rétti, að tals- menn kommúnísksra ríkis- stjórna geta sagzt vera að tala um sama hlut og Vestur- landamenn, og notað sömu hugtök og orð, en þó átt við gagnólíka hluti. Annað atriði, sem talsmenn rússnesku skipstjóranna bera fyrir sig, eru tvær greinar sáttmála um réttarreglur á hafinu og nefnist á ensku: Convention on the territorial sea and the contiguous zone. Samningur þessi var einn samninga Genfarráðstefnunn- ar árið 1958 og var hann und- irritaðúr af þátttökuþjóðum í Genf 29. apríl 1958, af sumum með ýmsum fyrirvörum. fs- land var eins og kunnugt er þátttakandi í þessari ráð- stefnu og undirritaði samning- inn, einnig Sovétríkin. Samn- ingurinn skyldi ganga í gildi, þegar 22 aðildarríki hefðu fullgilt samninginn og er hann því þegar genginn í gildi. Sovétríkin hafa fullgilt samning þennan, en ísland ekki og er hann því ekki skuldbindandi fyrir fsland. Nú hefur það komið í ljós i röksemdarfærshjm hins rúss- neska ræðismanns austur á Seyðisfirði, að Rússar virðast leggja allt annan skilning í þessi tvö ákvæði umrædds Genfarsáttmála, en aðrar ríkis stjórnir, sem ekki búa við kommúnísk lög, gera, og sem fslendingar gera nú og mundu gera, ef sáttmálinn yrði staðfestur. Hér er því á nokkurn hátt komið fram helzta vandamál í samskipt- um við kommúnistariki á al- þjóðavettvangi, að hinn kommúníski skilningur er á annan veg, en skilningur sá, sem aðrar þjóðir telja liggja i augum uppi. Sömu orð og hugtök hafa aðra merkingu í augum kommúniskra tals- manna í ljósi kommúnískra laga. Þeirra hugmyndir um réttarríki, lýðræði, fullveldi og frið eru aðrar en okkar. Rússneska sendiráðið á fs- landi hefur neitað því, að is- lenzk lög gildi á islenzku landsvæði, en þeir hafa viður- kennt, að skipin hafi farið ó- löglega um íslenzka land- helgi, sem óumdeilanlega er hluti af íslenzku landsvæði. þeir hafa vefengt lögsögu ís- lenzkra dómstóla yfir broti á íslenzkum lögum á íslenzku landsvæði. Þessi framkoma þeirra er því hin mesta óvirð- ing við fullveldi íslands. Hvort það sé af ásettu ráði skal þó ósagt látið, enda gæti hér komið til gjörólíkt mat á lögum og rétti. Framhald málsins mun skera úr því. Liklegt er, að hér sé um mik- ið „princip“-atriði að tefla í augum Rússa. Svipuð mál munu hafa komið fyrir í Nor- egi og munu Norðmenn ekki hafa fallizt á röksemdafærsl- ur né skilning Rússa. Um úr- slit þess máls liggja þó ekki fyrir nema óstaðfestar heim- ildir. Það gteti þó verið vís- bendingj að rússnesk skip munu tvisvar hafa verið tekin í landhelgi hér við land á síð- ari árum eða 1949 og síðan 1951. Mál þau voru afgreidd með venjulegum hætti að ís- lenzkum lögum og var undir- réttardómum í þeim málum ekiki áfrýjað, hvorki af ákæru valdinu, né hinni fullvalda ríkisstjórn Sovétríkjanna. Nú er biðskák í Seyðisfjarð armálum. Sendiráð Sovétríkj- anna mun vera að bíða fyrir- mæla frá ríkisstjórn sinni. Rússarnir hafa boðizt til þess að greiða leigu, en neitað að koma fyrir rétt. Hugsanleg af- greiðsla málsins, án dóms, er réttarsætt, en til þess að svo megi verða, verða Rússarn- ir að koma fyrir dóm og þannig viðurkenna lögsögu hans. Eina lausn þessa máls, að landslögum, án viðurkenn- ingar Rússa á lögsögu íslenzks dómstóls, er niðurfelling sak- sóknar af hálfu ákæruvalds- ins. Það er þó mjög óliklegt, að sú leið verði talin fær full- valda ríki, sem standa vill vörð um það fullveldi, og ve- fengt hefur verið af erlendu stórveldi. Ef Rússar viðurkenna ekki íslenzk lög í íslenzkri land- helgi, en vilja eiga sjálfdæmi um landhelgisbrot í samning- um ríkisstjórnanna, þá er mál þetta komið á mjög alvarlegt stig. Fyrir utan það, að hér er um fullveldisbrot að ræða, þá má benda á hinar stórauknu fiskveiðar og siglingar hér við land og með hliðsjón af úr- slitum landhelgismála Rússa hér á landi árið 1949 og 1951, þá virðast Sovétríkin ekki að- eins vera að seilast lengra í íslenzka fiskistofna, heldur einnig inn í íslenzka laga- safnið. Þeir virðast haida því fram, að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum, en sum- ir eigi að vera jafnari en aðrir. J. E. R. —• Hoover Framhald af bls. 1 Kína. 1947 setti hann á stofn sjálfstætt námufyrirtæki, með samböndum víða um heim. Eftir að Þjóðverjar höfðu her- numið Belgiu 1914 var hann sendur til London æm sér- stakur sendimaður Bandaríkj- anna til þess að sitja ráðstefnu um aðstoð við Belgiu. Hann varð formaður nafndar, sem skyldi aðstoða Belgíu, og vann mikið og gott starf i þeim efn- um. Er Bandarikin drógust inn í styrjöldina varð hann meðlimur Öryggismálaráðs Bandaríkjanna, og síðar for- maður ráðs þess, sem fjallaði um matvælasendingar. Að styrjöld lokinni, 1919 varð hann forstöðumaður banda- rísku hjálparstofnunarinnar e« sú stofnun sendi 19 miHj, tornia af matvælum ttl hinnar tirjáðu Evrópu. Talið er að á árunum 1914—1923 hafi Hoov- er stjórnað úthlutun á mat- vælum fyrir um fimm billjón- ir dollara til ýmissa staða í heiminum, 1923 varð Hoover verzlunar- málaráðherra í stjórnartíð Hardings forseta, og 1928 var hann kjörinn forseti með 24,5 milljónum atkvæða. Mótfram- bjóðandi hans, demókratinn A1 Smith hlaut 15 milljónir atkvæða. 10 mánuðum eftir að Hoover tók við embætti varð hrunið mikla í Wall Street. Þar sem stjórn Hoovers hafði að slagorði orðin .Velferð um alla eilífð", eru það ekki und- ur þótt milljónir atvinnu- leysingja litu hann heldur ðhýru auga í forsetastóli. En enda þótt hann hafi verið ó- vinsæll áður fyrr, hafði hann unniö sér mikið og gott álit á stðari árum jem djúpvituc og greindur stjórnmálamaður eldri skólanttro. Hoover vann ailt U4 ævi- loka. Hann sagði oft að vinn- an væri bezta ráðið til þess að losna við veikindi og pill- ur. Á síðari árum þurfti hann þó oft að berjast við alvarleg veikindi, en komst jafnan á fætur aftur og þótti það undr- um sæta. Hann lifði að ná svo háum aldri, að aðeins einn fyrrum Bandaríkjaforseti hef- ur lifað lengur. John Adams lifði í 90 ár og 8 mánuði, Hoov er í 90 ár og tvo mánuði. Konu sína missti Herbert Hoover 1944. Þau hjón eign- uðust tvo syni, Herbert yngri og Allan H. Hoover. Lík Hoovers mun liggja á viðhafnarbörum í St. Bartol- ómeusarkirkjunni í New York næstu tvo daga. Síðan mun kista hans verða flutt með járnbrautarlest til Washing- ton. Þar mun kista hans hvíla á viðhafnarbörum í hvelfingu þinghússins, þar sem kista Joihn F. Kennedy stöð fyrtr tæpu ári. Að athöfnimti lok- inni 1 Washington verður kista Hoovers flutt til West Branch, Iowa. Þar verður Herbert Hoover grafinn í þjrið garði, skammt frá kofa þeim, sem hann fæddist í 1874. í GÆR á hádegi var hæg- viðri á landi hér. Þokusúld austanlands, en annars víðast þurrt veður. Lægðin við Suð- ur-Clrænland var þessleig, að hér yrði rigning í dag og stinningskaldi af suðri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.