Morgunblaðið - 21.10.1964, Page 26
28
MORCU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. okt. 1964
Æsíspennandi tugþrautarkeppni:
Holdorf slagaöi á brautinni
- og féll á marklínunni
En tókst að krækja í gullið
f FYRSTA sinn síðan Finninn Paavo Yrjola sigraði í tugþraut á
ÓL-leikjunum gekk nú sigurinn í þessari þrekraun úr greipum
Bandaríkjamanna. Hinn 24 ára gamli Þjóðverji Willy Holdorf
hreppti gullið eftir æsispennandi og drepandi 1500 m hlaup, því að
það var síðasta grein þrautarinnar sein úrslitum réði. Holdorf gekk
þar svo nærri sér að hann slagaði frá 1. til 3. brautar á siðustu
metrum 1500 m hlaupsins og féll í ómegin er hann sté yfir mark-
línuna — gjörsamlega að þrotum kominn. Hann hafði verið að
berjast við það að Rússinn R. Aun yrði ekki 17 sek. á undan honum.
Yrði það, myndi Rússinn hreppa gullið. Rússinn var kominn í mark
og sekúndurnar iiðu — Holdorf slagaði síðustu metrana og féll á
iínunni. En honum hafði tekizt það. Rússinn var ekki 12 sek. á
undan í 1500 m og gullið varð þýzka stúdentsins.
Valbjörn
varð 12.
Valbjörn Þorláksson lauk
keppninni með prýði. Hann
skipaði 12. sætið af 18 er luku
þrautinni, en meðal þeirra
sem hættu var hollenzki harð-
jaxlinn Kamerbeeck. Er ár-
angur Valbjarnar hinn lofs-
verðasti. Árangur hans í þraut
inni nú var þannig og til sam-
anburðar árangur hans í stig-
um nýju töflunnar, er hann
setti íslandsmet sitt:
Nú Metið
100 m 11.1 780 11.0
Langst. 6.43 699 6.57
Kúluv. 13.10 671 12.57
Hástökk 1.81 689 1.79
400 m 50.1 801 50.0
Fyrri dagur 3640
110 m gr 15.6 787 15.3
Kringluk. 39.70 680 38.90
Stöng 4.40 909 4.35
Spjótk. 56.19 714 56.22
1500 m 5.00.6 405 4.56.6
14:45, 1.96, 49.5, 15.3, 43.15, 4.10,
62.9 og 4.37.0.
Lokaúrslit tugþrautarinnar
urðu þessi:
ÓL-meistari
W. Holdorf Þýzkalandi 7887
2. R. Aun Sovétríkin 7842
3. Walde Þýzkalandi 7809
4. Herman Bandaríkin 7787
5. Yang Formósu 7650
6. Beyer 7627
7. Kuznetsov Sovétríkin 7569
8. Storosjenko Sovétríkin 7464
9. Hodge Bandaríkin 7325
10. Emberger Bandaríkin 7292
11. Gardner Kanada 7145
12. Valbjörn Þorláksson 7135
13. Sar ftalíu 7005
14. Buchel Lichtenstein 6838
15. Suzuki Japan 6838
16. Moro Kanada 6716
17. Kiprop Kenýu 6712
18. Sereme Mali 5917
Þetta er Ann Parker, sem í
gær vann gull og setti hcims-
met — allt til að hugga unn-
usta sinn, sem var í sorgum
yfir sínu 4. sæti. Myndin var
símsend frá Tókíó í gær.
Jón Þ. Ól.
fór 2.oo
Brummel felldi
2.03 tvívegis
JÓN Þ. ÓLAFSSON var i und
ankeppni hástökksins í gær-
morgun á sama tíma og Val-
björn Þorláksson var að berj-
ast í grindahlaupi og kringlu
kasti tugþrautarinnar.
Jóni tókst ekki að ná til-
skildri hæð til úrslita, en
hún var 2,06 eða sama og ís-
landsmet hans er.
Jón stökk 2,00 metra og
felld síðan þrívegis 2,03, en
tvær tilrauna hans voru mjög
nærri því að takast.
20 hástökkvarar fóru yfir
2,06 m og fara í úrslitakeppn-
ina á morgun.
Margir þeirra fóru 2,06 í
fyrstu tilraun. En- sumum
hafði þó ekki gengið slysa-
laust. Þannig var t.d. með 1
Framh. á bls. 8.
nema 3 cm munur á lengst og
stytzta kasti hennar.
Samtals st.
7135 7165
Eg lagði cllt í sölurnar
til að hugga kærastann
sagði kennslukonan sem
Jón Þ. Öl.
fðr 2.oo
setti heimsmet
Oslitin sigur^anga
síðan 1924
UNGVERJINN T. Pasza vann
með yfirbuTðum í skylmingum
(sabel) í gær. Þar með hélt Ung
verjaland sinni óslitnu sigur-
göngu í þessari grein bæði fyrir
einstaklinga og sveitir (áður
unnin) síðan á Ol-leiku-num 1924
Hér sýnir hinn 18 ára gamli
bandaríski sundmaður, Don
Schollander, gullpeningana
sína fjóra, sem hann vann í
sundkeppni Tókíóleikanna.
Eins og sjá má af þessu er
Valbjörn alveg við met sitt, en
met Arnar Clausens er, um-
reiknað eftir nýju töflunni,
7104 stig.
Árangur Holdorfs í þraut-
inni er þessi í sömu röð: 10.7,
7.00, 14.95, 1.84, 48.2, 15.00, 46.05,
4.20, 57.37 og 4.34.2.
Árangur Aun: 10.9, 7.22, 13.82,
1.93, 48.8, 15.9, 44.19, 4.20, 59.06
og 4.22.3.
Árangur Walde: 11.0, 7.21,
Ebbe Schwartz
lézt í gær
EBBE Schwartz form. danska
knattspyrnusambandsins um ára
bil varð bráðkvaddur í Honolulu
í gær 63 ára að aldri. Schwartz
hafði farið til OL-leikanna, en
haldið heimleiðis 15. okt. og var
sér til hvíldar í Honolulu. Var
hann staddur á baðströnd í gær
er hann féll og var örendur er til
sjúkrahúss kom.
Schwartz var mikill íslands-
vinur — ekki sízt knattspyrnu-
manna. Kom hann hér oft og var
vinmargur hér á landi.
8 gullverðlaun
ú boðstólum
f gær voru 8 gullverðlaun á
boðstólum á Tokióleikunum.
Þrjú þeirra voru í frjálsum í-
þróttum og imnu Þýzkaland,
Rússland og ,Bretland eitt hvert.
í judo vann Japani gull í létt-
vigt. í fimleikum unnu Japanir
tvenn gullverðlaun, Bandarikin
eltt í skotfimi og UngverjaLand
eitt í skylminguim.
— ÉG ætlaði mér að leggja allt
í sölumar fyrir sigurinn og gull
verðlaun og setti mér að ná því
takmarki mínu ifyrir unnusta
minn Robbie Brightwell, en við
ætlum að gifta okkur í desem-
ber.
Þannig talaði hin 22 ára gamla
kennslukona Ann Packer eftir
að hún sigraði í 800 m hlaupi
kvenna á nýju heimsmeti 2.01,1.
Sá sigur var öraggur vel, en all
óvæntur og verðskuldaður eftir
vel útfært hlaup.
— Mannsefni mitt, Brightwell,
er fyrirliði enska karlaliðsins í
frjálsum íþróttum. Hann keppti
11 gull
unnin
á mánudag
Mánudagurinn var ein.n mesti
verðlaunadagurinn í Tokíó. Þá
unnu ítaiir þrjú gull, tvö í reið-
mennsku (einstaklings og lið) og
í hjólreiðum og var það reynd-
ax tvöfaldur sigur. Þjóðverjar
fenigu þá sitt fyrsta gull er Balz
er vann í 80 m grindahlaupi
kvenna.
Þann dag unnu Finnar sín
þriðju gullverðlaun. Það var í
skotfimi og höfðu Finnar áður
unnið gull í einni grein skot-
fima svo og í spjótkasti karla.
Japan og Ungverjaland
tryggðu sér tvenn guliverðlaun
hvort land í glímu en hin gull-
in fjögur í glímu skiptust milli
Buglaríu, Tyrklands, Rússlands
og Júgóslavíu. Svíar unnu silf-
ur og bronsverðlaun í glimu-
keppninni.
í 400 m hlaupinu og varð aðeins
fjórði, en flestir höfðu spáð hon-
um sigri. Þetta fékk mjög þungt
á hann.
— Ég ákvað því að leggja allt
í söiurnar fyrir sigur. Ef ég ynni
gullið, yrði það einnig huggun
fyrir hann, því sigurinn yrði þá
fjölskyldunnar.
Enginn hafði spáð Ann Parker
sigri. Bezti tími hennar fyrir leik
ana var 2.05,3 og eftir úrtöku-
mótin heima í Englandi var hún
í 2. sæti.
— Það var farið hratt af stað,
en ég fann ekki til þreytu. Og
þegar hlaupið var hálfnað vissi
ég að Robbie myndi fá sína gull
medalíu.
Parker var í 6. sæti eftir fyrri
hringinn, en síðan tók hún að
sækja fram og lauk hlaupinu á
glæsilegum endaspretti 5 m á
undan þeirri næstu.
Úrslit urðu:
Olm.eistari
Ann Parker Englandi 2.01,1
2. Dupureur Frakkl. 2.01,9
3. Chamberlain N-Sjál. 2.02,8
4. Szabo Ungverjal. 2.03,5
5. Gleichfeld Þýzkaland 2.03,9
6. Erik Sovétríkin 2.05,1
f annarri grein kvenna fengust
úrslit í gær. Olympíumeistaran-
um frá 1960 Tamöru Press frá
Sovétríkjunum, tókst að verja
titil sinn. Hún var nú, sem fyrr
í sérflokki. Hún vann einnig gull
í kringlukasti fyrir tveim dögum,
en í þeirri grein fékk hún „að-
eins“ brons í Róm. Það vakti
athygli í úrslitakeppninni að ný
sjálenzk stúlka er varð 4. átti
öll sín köst gild, en samt var ekki
Úrslit urðu:
Ol.meistari
Tamara Press Sovétr. 18,14
2. Chulmberger Þýzkaland 17,61
3. Zybina Sovétríkin 17,45
4. Young N-Sjálandi 17,26
5. Helbold Þýzkalandi 16,91
6. Irena Press Sovétríkin 16.71
Hnefaleikakeppni
á „verðlaunastigi“
Hnefaleikakeppnin í Tokíó er
nú að komast á lokastig og
komið að undanúrslitum í hverj
um þungaflokki. Þar með hafa
verið kjörnir allir þeir er verð-
laun fá í hnefaleikakeppni, þvl
reglumar eru þær að þeir sem
sigra í undanúrslitaleikjum í
hverjum þyngdanflokki, berjast
síðan um gullið en báðir þeir
sem tapa í undanúrslitaleikjum
fá bronsverðlaun. Er því fjórum
hnefaleikurum veitt verðlaun 1
hverjum flokki.
í undanúrslitin eru meðal ann
ars kornnir 7 Rússar. Mest á
óvart hafa bomið hnefaleika-
menn frá Afriku og Asíu og þá
einkum frá Ghana. Hafa þeir
bæði krafta og tækni en Asiu-
mennimir eru höggharðari.
Handbolfi
í kvöld
í KVÖLD verður Rvíkurmótinu
í handknattleik haldið áfram að
Hálogalandi. Fyrst leik í 3. fL
karla ÍR og Víkingur. Síðan fara
fram þrír leikir í m.fl. karla og
leika Ánmann gegn Val, Þróttur
gegn KR og Fram gegn ÍR.
Mótið hefst kl 8:15.