Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 8
« MORGU N BLAÐIÐ ' Laugardagur 7. nóv. 1964 Rætl um stóriðju A FUNDI í Sameinuðu þingi i gær var þingsályktunartiliaga franxsóknamianna um stórvirkj- unar- og stóriðjumál tdl um- ræðu. Gísli Guðmundsson (F) tal- aði fyrstur. Rakti hann upphaf þess, að fyrst var rætt um stóriðju hér á landi og hvað gerfzt hefði í því máli til þessa dags. — Hann sagði að Framsóknarmenn hefðu áður borið fram þingsályktun- artillögu þess efnis, að Jök- ulsá á Fjöllum skyldi vera næsta vatnsfall, sem tekið yrði fyrir til virkjunar. Tillaga þessi hefði verið samþykkt. — ,Samt hefði stjómin hug á að snúa sér að öðrum vatnsfölluim í því skyni og væri slíkt óvenju leg búlkun á vilja Aiþingis. Eysteinn Jónsson (F) kvaðst hissa á því, að ríkisstjórnin — Skuldabréf r Frh. af bls. 28 Sá, að veita ríkisstjórninni heim- ild til þess að hefja að nýju út- gáfu ríkisskuldabréfa eða spari- skírteina, en flestir munu sam- máia um það, að það sé eðlileg- asta leið ríkisins til fjáröflunar til framkvæmda. Með verðbréfa- söilu yrði tryggt, að hluti heildar- sparnaðar almennings gengi beint til opinberra framkvæmda. Er það miklu heilbrigðari háttur en að ríkissjóður taki lán hjá lánsstofnunum, sem aftur fá sparifé frá almenningi. Skipuleg verðbréfasala gæti einnig orðið til þess að draga úr þörfinni fyrir erlent lánsfé til opinberra fram- kvæmda. * Til þess að gera þessi nýju skuldabréf ríkisins seljanlegri er ráðgert, að þau verði verðtryggð þannig, að vextir og afborganir af þeim verði bundin vísitölu. Slík bréfaútgáfa mundi því jafn- framt gefa almenningi kost á nýju sparnaðarformi, sem yrði tryggt gegn verðhækkunar- áhættu. Ekki er nánar kveðið á um kjör þessara bréfa að öðru leyti í frumvarpinu, enda verður að ákveða þau með tilliti til allra aðstæðna, þegar útboð fer fram. Er mikilvægt að fá úr því skorið, hvort líklegt sé, að útgáfa verð- tryggðra bréfa geti orðið mikil- vægur þáttur í sparifjármyndun þjóðarinnar I framtíðinni og þannig orðið grundvöllur heil- brigðrar fjáröflunar til fram- »■ kvæmda. Lagt er til skv. 4. gr. frv., að ríkisstjómin hafi samráð við fjár veitinganefnd um ráðstöfun þess fjár, sem aflað verður með þessu móti, en sá háttur hefur verið hafður á áður, þegar um alnienna lánsfjáröflun ríkissjóðs hefur ver ið að ræða. >ar sem hér er um það að ræða að brjóta nýjar brautir í lánsfjáröflun, má búast við því, að fyrstu verðbréfin, sem gefin verði út, þurfi að vera með hag- kvæmum kjörum og ekki til mjög langs tíma. í fimmtu grein frumvarpsins eru þvi ákvæði, er heimila ráðherra að gefa út ný bréf í stað þeirra, sem út verða ^dregin eða endurgreidd. Með því yrði lánsfjáröflunin til lengri tíma frá sjónarmiði rikissjóðs. Samkvæmt frumvarpinu er einnig lagt til, að þessi ríkis- skuldabréf verði skattfrjáls á sama hátt og sparifé, en það verð ur að teljast óhjákvæmileg ráð- stöfun, ef þau eiga að seljast að nokkru verulegu ráði til almenn- ings. Einnig hefur það nýmæli verið tekið upp í frumvarpið, að bréfin verði einnig undanþegin erfðafjárskattL skyldi ekki samfþykkja þessa tillögu, með því að svo margt hefði komið fram fyrri ummæium iðnaðarmála- ráðherra í þess- um umræðum, sem bæri vott um svipaðan vilja og fram kæmi í þingsálykbunartillög- unni. Taldi Eysteinn, að allt of mdkil leynd hvlidi yfir aðgerð- um ríkissftjórnarinnar í þessum rnálum, og væri þessi tillaga, ef samiþykkt væiri, borin fram í því skyni að rjúfa þessa leynd. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála ráðherra, sagði, að hann hefði skýrt ítarlega frá þessum málum öilum. >að gæti ekiki farið á milli mála, að hann vi'ldi ekki á nokkurn hátt leyna þingmenn því, sem gerzt hetfði í þessu máili fyr og síðar. Ríkisistjóm- in hefði hins vegar viljað koma Iþessum málum yfir frumstig undirbúnings, til þess að unnt væri að gera sér vel grein fyrir þessum málum, þegar þau yrðu tekin fyrir í umræðum á Al- þingi og nefndum þess. Eysteinn hefði búið þessa sögu til, að ríkisstjórnin vildi leyna þingmenn því, sem væri að ger- ast í stóriðjumálunum og blésu nú söguna upp. í>að væri full- komlega röng túlkun að skýra ummæli hans fyr og síðar þann- ig, að hann viildi leyna þing- menn því, sem gerðist í þessu máli. Með því að halda slíku fram eins og Framsóknarmenn gerðu nú, þá bæri það vobt um, að ekki fylgdi heill hugur máli, þegar þeir bæru þessa tiilög.u fram. Amór Sigurjónsson bar fram tillögu þess efnis, að ríkisstjórn og stjómarandstaða gerðu með sér hrosstakaup þannig, að ríkis- stjómin veitti þingsályktunar- tillögu Framsóknarmanna fylgi sitt, en Framsóknarmenn leyfðu frumvarpi þeirra um lækkun skiatta og útsvara að sotfna í nefnd. Var frekari umræðum um stóriðju síðan frestað. 4. Sé íslenzkup rikisborgari. Um völd og störf hreppstjóra segir m.a. að þeir séu umboðs- menn sýslumanns, hver í sínum 'hreppi. Fara þeir með lögreglu- vald, annast innheimtu opinberra gjalda, fógetagerðir og fleiri störf í umboði sýslumanns, svo og önnur þau störf, sem nánar kann að vera kveðið á um í lög- um og reglugerðum. Um laun hreppstjóra segir, áð þau skulu greiðast úr ríkissjóði. í athugasemdum, sem frum- varpi þessu fylgja, segir m.a. í gildandi löggjöf helur skort heildaráfcvæði um störf hrepp- stjóra. Aðalákvæði um hrepp- stjóra er að finna í reglugerð fyrir hreppstjóra frá 29. apríl 1880, en sú reglugerð er af aug- ljósum ástæðum orðin mjög úr- elt. Hér og þar í lögum er að finna ákvæði um einstök störf hreppstjóra, en almenn ákvæði um hreppstjóra eru engin. Hef- ur þetta valdi'ð óþægindum við skipulagningu starfa hreppstjóra. >ví hefur orðið að ráði, að sam- ið yrði frumvarp til laga um hreppstjóra. í frumvarp þetta eru tekin helztu meginatriðL sem gilda skulu um hreppstjóra. Til útfyllingar og frekari leið- beiningar er svo gert ráð fyrir því, að sett verði ný reglugerð um hreppstjóra, störf þeirra og kjör. Jafnframt hefur þótt rétt áð endurskoða ákvæði laga frá 1988 um laun hreppstjóra og aukatekjur m.fl., en laun hrepp- stjóra hafa dregizt verulega aft- urúr á síðustu árum. Er gert ráð fyrir því í frumvarpi þessu, að þfetta sé lagfært. >á hafa verið lögð fram tvö frumvörp, annars vegar um breyt ing á lögum um meðferð einka- móla í héraði, hvernig þóknun til stefnuvotta skuli farið og hins vegar um breyting á skiptalög- um, og er þar kveðið á um þókn- un hreppstjóra fyrir gerðir þær, sem þeir annast samkv. þeim lög um. Eru bæði þessi frumvörp lö£ð fram til samræmingar við frumvarpið um hreppstjóra. Frumvarp um menntaskóla. Einar Ágústsson og Óskar Jóns son hafa flutt frumvarp um menntaskóla. Efni þess er, að menntaskólarnir skuli vera fjór- ir, tveir í Reykjaví'k, einn á Akur eyri og einn á LaugarvatnL Stofna skal auk þess einn mennta skóla á Austurlandi og einn á Vestfjörðum, þegar fé er veitt til þeirra á fjárlögum. Áburðarverksmið j an. Einar Olgeirsson er flutnings- maður frumvarps um, að áfburð- arverksmiðjan verði a'ð fullu Framhald á bls. 21 ODDUR Andrésson, bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós tekur nú sæti á Alþingi. Kemur hann í stað Matthíasar Á. Mathiesen, sem fer utan í dag á ársfund þingmanna- sambands NATO. Auk Matthías- ar munu þingmennirnir Guð- laugur Gíslason, Benedikt Gröndal og Björn Fr. Björnsson, sækja fundinn. Oddur Andrésson er 2. varam. Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi og er þetta í fyrsta sinn, sem hann tekur sæti á þingL Var kjörbréf hans tekið fyrir á Alþingi í gær og samþykkt sam- hljóða. b orc^ci ró tiórn Frumvarp um hreppstjóra. Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp af bálfu ríkis- stjórnarinnar um hreppstjóra. Hafa engin heildarákvæði veri'ð til í íslenzkri löggjöf til þessa um störf þeirra og er þessu frum varpi ætlað að bæta þar úr. í fru-mvarpinu segir m.a. að hreppstjóri skuli vera einn í hverjum hreppi. Skuli hann val- inn þannig, að sýslunefnd á að kjósa, ef óskað er, þrjá íbúa í hluteigandi hreppi til hreppstjóra starfs, og skipi sýslumaður einn þeirra hreppstjóra. Skilyrði hreppstjórastöðu eru þau, að viðkomandi fullnægi eft- infarandi skilyrðum: 1. Sé svo andlega og *líkamlega hraustur, að hann geti gegnt stöðunnL 2. Sé 21 árs að aldri. 3. Sé lögráða og hafi forræði á fé sínu. Framhald af bls 6. móðgun til leikfélagsins, eins og borgarstjóri hafi gefið í skyn. Hann kvað tillögu Sjálfstæðis- manna óþarfa. Þór Sandholt ræddi um þann þátt tillögu þremenninganna, sem víkur að hugmyndasam- keppni arkitekta á og áætlun byggingartíma hússins, sem er ákveðinn fyrir 17. júní 1969 og verði húsið þá tilbúið til not- kunar. Þór sýndi fram á, að þetta tímamark þeirra væri með öllu óraunhæft. Þá kvað hann gengið framhjá þvi, að þótt rétt geti verið talið að reisa hús í minningu lýð- yeldisstofnunarinnar, þá þurfi það ek-ki að útiloka minnisvarða af sama tilefni. Kristján Benediktsson, með- flutningsmaður tillögu þeirra Guðm., kvað það vera deilu um keisarans skegg, hvort bor-gar- leikhús sé byggt af leikfélaginu m-eð styrk borgarinnar eða byggt af bonginni. Hann kvað það geta verið rétt að tímamark- ið í tillögunni væri óraunhæft en það væri þá orðað vægilega og þyrfti ekki að taka það of bók- stafiega. Hann fór nokkrum orð- um um minningu við lýðveldis- stofnunina og nauðsyn á borgar- leikhúsi. Kvaðst hann vona, að ekki yrði togstreita um málið. Sigurður Magnússon sagði hér koma fram grundvallarmismun á skoðunum, hvort borgarleik- bús skuli reist af borginni eða af leikfélaginu með styrk borgar- yfirvalda. Alfreð Gíslason flutti tillögu um það, að báðum framkomnum tillögum yrði vísað til borgar- ráðs og komi síðan fyrir næsta borigarstjórnarfund. Kvaðst hann andvígur því að borgarstjórn afsalaði sér frumkvæði og heiðri af þessu máli. Óskar Hallgrímsson, einn með- flutningsmanna tillögu þre- menninganna kvaðst taka hagnýt minnismerki fra-m yfir minnis- varða og væri borgarleikhús efst í sínum huga. Hann taldi rétt, að borgarráð fengi tæki- færi til þess að kanna þetta mál milli borgarstjórnarfunda. Þórir Kr. Þórðarson tók næst- ur til máls og taldi það m.a. fram sem röksemdir sínar fyrir stuðningi við tillögu hans og annarra Sjálfstæðismanna, að hann teldi, að auk Þjóðleik- húss, eigi að vera frjálst leikhús. Sá möguleiki sé nærri, ef Reykja víkurborg hafi veg og vanda af byggingu borgarleikhúss, *!að það yrði ekki algjörlega frjálst. Hefði mátt greina ráðagerðir í þá átt í máli flutningsmanna tillögunnar. Þórir ræddi þá um hverniig minnast beri lýðveldisstofnunar- innar og sagði, að ekki mætti fara fyrir Þalíu leiklistargyðju, eins og konu Lots, að hún verði saltstólpi. Hann sagði, að leikhús og starfsemi leikara ætti ek'ki að vera minnisvarðþ heldur væri það frjáls andleg starfsemi. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, kvað tillögumenn ekki hafa komið fram með neinar upplýsingar um mannvirki það, sem þeir vildu að borgarstjórn samþykkti að reisa, utan þeirra upplýsinga, sem lægju fyrir frá leikhússtjóra leikfélagsins um byggingu leikfélagsins, að þar sé igert ráð fyrir 4-500 manna leik- húsi, sem sé óbrotið í sniðum. Umfram þetta lægi ekkert fyrir t.d. um kostnað. Borgarstjóri sagði: Við höfum hér á neðri hæðinni ekki þá sér- þekkingu, sem þeir menn hafa hér á efri hæðinni, og átti þar við leikhússtjóra og stjórnar- menn Leikfélags Reykjavíkur, sem sátu á áheyrendapöllum. Við höfum varðveizlu borgarsjóðs, saigði Geir borgarstjóri og getum út af fyrir sig samþykkt að framkvæma þetta og hitt á kostn að borgarbúa. Um þessa fram- kvæmd skortir allar upplýsingar, um stærð, kostnað, útbúnað o.fL Af þessum sökum m.a. er mjög óviðurkvæmilegt af borgarstjórn að hlaupa fram fyrir skjöldu, án þeirra upplýsinga, sem Leik- félaig Reykjavíkur hefur. Það er ekki eðlilegt, að borgarstjórn skipi byggingarnefndina og veiti teikfélaiginu kost á fulltrúa. Það er langtum eðlilegra, að leik- félagið skipi byggingarnefndina og veiti borgarstjórn kost á til- nefningu fulltrúa, sem getur fylgst með þvþ að fé því, sem borgarsjóður veitir til málsins, sé vel varið. Frumkvæði þessa máls hefur verið í höndum Leik- félags Reykjavíkur og við 1 borgarstjórn höfum ekkert til þess unnið að hrifsa þetta frum- kvæði til okkar í skjóli borgar- sjóðs. Með tilvísun til ummæla Alfreðs Gíslasonar sagði borgar- stjóri, að ekki væri hægt að af- saila því frumikvæði, sem borgar- stjórn aldrei átti og því síður heiðri, sem bundin væri leik- listarstarfseminni sjálfri.. Þessu frumkvæði á borgarstjórn ekki að ræna, heldur fylgja fast eftir í kjölfar forgöngumanna. Leik- félagið hefur á að skipa þeirri sérþekkingu og hefur þann áhuga og innblástur, sem við höfum fckki. Við skulum því fylgja leikfélaginu fast eftir og heita því að vera ekki of þungir í taumi. Guðmundur Vigfússon talaði síðastur og kvaðst geta fallist á tillögu flokksbróður síns, Al- freðs Gíslasonar, um að báðum tillögum yrði vísað til bongar- ráðs. Sú tillaga var hinsvegar felld, en tillaga Sjálfstæðis- nianna samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.