Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ l Laugardagur 7. nóv. 1964 JRttgmtfrliifeifr Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VISINDIN, TÆKNIN OG FRAMTÍÐIN TTm allan hinn menntaða ^ heim, verður þáttur vís- indalegrar rannsóknarstarf- semi nú stöðugt ríkari og áhrifameiri í atvinnumálum þjóðanna. Tæknin og hin hag- nýtu vísindi haldast í hendur í baráttunni fyrir aukinni framleiðslu, bættum vinnu- brögðum og afkomuöryggi fólksins. Um það getur naumast nokkrum hugsandi manni blandazt hugur, að framtíð mannkynsins og farsæld velt- ur mjög á því að það beri gæfu til þess að hagnýta í senn andlega snilligáfu sína og verklega tækni til upp- byggingar og framfara, en ekki til blóðugra hjaðninga- víga og eyðileggingar. Frið- samleg hagnýting vísinda og tækni mun skapa nýtt og feg- urra mannlíf á jörðinni. Beit- ing atómorku í herpaðarátök- um hefur í för með sér tor- tímingu. Þegar um þetta tvennt er að velja getur niðurstaðan naumast orðið önnur en sú, að leið friðar og uppbygging- ar verði valin. Þá munu stór- felldar breytingar til góðs verða í lífi þjóðanna. Maður- inn gerir sér vélina, tæknina, undirgefna í ennþá ríkara mæli en í dag. Störfin verða léttari, baráttan við náttúru- öflin auðveldari. Andinn mun vinna fleiri og fleiri sigra yf- ir efninu. Nýir heimar munu ljúkast upp. Mannleg þekk- ingarsvið munu víkka og ým- islegt það sem í dag er hulið móðu og mistri í mannlegum huga verður ljóst og greini- legt En jafnhliða því sem mað- urinn sækir fram til nýrra sigra á sviði vísinda og tækni, verður honum að vera ljós nauðsyn þess að þroska anda sinn og efla réttlæti og mann- úð í samfélagi sínu. Ábyrgð- artilfinning og samábyrgð einstaklinganna verður að setja stöðugt vaxandi svip á skipti þeirra og allt samlíf í þjóðfélagi framtíðarinnar. — Það er frumskilyrði þess, að friður fái haldizt, ekki aðeins innan einstakra þjóðfélaga, heldur og meðal þjóða heims- ins yfirleitt. Yfirgangs- hneigðin og eigingirnin hafa alltaf verið þröskuldar í vegi heilbrigðrar þróunar og frið- ar og farsældar í veröldinni. Við íslendingar, sem erum ein minnsta þjóð heimsins, leggjum nú mikið kapp á að efla vísindastarfsemi og hverskonar rannsóknir í landi okkar. Er það vissulega vel farið. Forfeður okkar sögðu að vísu, að bókvitið yrði ekki látið í askana. En sú skoðun er hér liðin undir lok. Fram- tíð íslendinga eins og annarra þjóða veltur á hagnýtingu vís inda og tækni, og þroska ábyrgðartilfinningu og mann- dóm þess fólks sem landið byggir. ÚTGJÖLDIN HÆKKA f^kkert er eðlilegra en að al- menningur hér á landi eins og annars staðar vilji helzt borga sem lægst opinber gjöld. Hins vegar krefst þjóð- in mikilla og skjótra fram- kvæmda og framfara. Niður- staðan verður svo sú, að fjár- lög ríkisins og fjárhagsáætl- anir bæjar- og sveitarfélaga hækka stöðugt. Frá því hefur verið skýrt, að rekstrarútgjöld ríkissjóðs á fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi hækki um tæplega 500 millj. kr., miðað við fjárlög yfirstand- andi árs. Það er athyglisvert að kynna sér, hvaða útgjalda- liðir fjárlaganna það eru, sem mest hafa hækkað. Útgjöld til félagsmála hækka t.d. um 76 millj. kr. Gjöld samkvæmt 19. gr. hækka um 145 millj. kr. Munar þar mest um nið- urgreiðslur vöruverðs og út- flutningsuppbætur. Framlög til raforkumála hækka um 39,6 millj. ' kr. Framlög til landbúnaðarmála um 55 millj. kr. og til sjávarútvegsmála um 93 millj. kr. Dómgæzla og lögreglustjórn hækkar um 30 millj. kr. En þar munar mest um aukið framlag til land- helgisgæzlu. Framlög til heil- brigðismála aukast um 37 millj. kr. Þannig mætti halda áfram að telja þá útgjaldaliði fjár- laga sem mest hækka. Vitanlega er þessu fé varið til nauðsynlegra hluta og framkvæmda. Sú staðreynd verður þó trauðla sniðgeng- in, að þessi litla þjóð getur ekki í það óendanlega haldið áfram að þenja út stjórnar- kerfi sitt eða að hækka fjár- lög sín um hundruð milljóna króna árlega, þó til nauðsyn- legra og aðkallandi umbóta sé segir Jón Helgason, prófessor í viðtali við „Aktuelt44 uni handritamálað EFTIRFARANDI viðtal við Jón Helgason prófessor, forstöðumann Arnasafns, birtist fyrir skömmu í danska blaðinu „Aktuelt“. Fréttamaður ræddi m.a. við Jón um bandritamálið og sjónvarpsþáttinn „Ten- ingunum er kastað“, en Jón er dómari þáttarins. Fréttamaðurinn byrjaði á því að spyrja hvernig inn- siglisvörður háskóla og sjón- varpsprófessor gætu átt eitt- hvað sameiginlegt. „Ekki annað en það“, svar- aði Jón, „að þrátt fyrir allt, er ég sami maðurinn. Þetta með sjónvarpið kom mér á ó- vart. Það var í sumar, sem sænskur vinur minn sagði við mig, að þar sem Finnland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð tækju þátt í spurningakeppn- inni í sjónvarpinu, væri ekki nema eðlilegt, að íslendingur væri dómari. Sagðist hann halda, að það væri eitthvað fyrir mig. Ég svaraði með því að baða út handleggjunum og segja, að ég myndi líta á það sem hápunkt starfsferils míns, en skopið missti marks. Skömmu síðar var hrinet til mín og ég var beðinn um það hátíðlega, að gerast dómari. Ég hugsaði með mér, að það væri bezt að halda gríninu á- fram, sérstaklega vegna þess að ég er alls ekki eins alvit- ur, eins og ég á að líta út fyr- ir að vera“. „Eins og þér vitið réttu svörin fyrir fram?“ „Já. En það eru, sem betur fer, sérfræðingar, sem hafa tekið virkan þátt í undirbún- ingsstarfinu, en það starf finnst mér mjög athyglisvert. Við getum sagt, að ég hafi eitthvað að styðjast við, og ég vona líka, að ég haldi mig við það“. „Með öðrum orðum, hafið þér ekki orðið að ganga í gegnum mikið tii þess að verða frægur?" „Nú! Er ég allt í einu orð- inn frægur?" „Já. Hafið þér ekki fengið aðdáenda-bréf ? “ „Nei. Það held ég ekki ... Ég er alls ekkert sérstaklega skemmtilegur, ég tala ekki mikið og er varla gott efni í blaðaviðtal“. „Þér segið að minnsta kosti ekkert um hina alvarlegri hlið starfs yðar, handritamál- ið?“ " > • > Prófessor Jón Helgason við dyr Arnasafns. „Nei. Ég kýs að vera hlut- laus. Það getur vel farið svo, að ég verði gagnrýndur jafn mikið fyrir það og þótt ég hefði látið í ljós persónulega skoðun. En ég er fulitrúi Kaupmannahafnarháskóla og sem slíkur reyni ég að þegja. Svo er það líka gjöf til ís- lands, sem um er rætt og mót- takandinn á ekki að ræða gjöfina við gefandann. . . .“ „En, ef af afhendingu verð- ur, fylgið þér þá með í böggl- inum?“ „Nei, Það er ekkert pláss fyrir mig“. „En viljið þér nú ekki segja nokkur orð um starfið í safn- inu? Þeir eru áreiðanlega margir, sem lítið þekkja til þess“. „Ég er fús til þess. Fyrst og fremst er unnið að vísindaleg- um útgáfum á textunum, sem fyrir hendi eru. Aðalatriðið er að koma þeim á prent í þágu alþjóðlegra vísinda. Ýms is handrit hafa einnig verið gefin út ljósprentuð, en þau eru ekki öll til þess fallin, ef gefa á út fagrar bækur. Það er misskilningur, að öll hand- ritin séu skinnblöð. Mestur hluti af safninu samanstendur af venjulegum pappírsafskrift um, en mörg þeirra eru sjald- gæf. Þar eru aðeins fá hand- rit frá miðöldum. Unnið hef- ur verið úr þessu efni í Kaup- mannahöfn í 200 ár, en þó er margt ógert ennþá. Það má ekki gleyma því, að stofnunin í núverandi mynd er ekki eldri en frá 1957. Til þess að gera nauðsynlegan vísindaleg- an samanburð mögulegan, er fyrst og fremst mikilvægt fyr ir okkur að fá aðstöðu til að taka myndir af þeim heimild- um, er fyrir hendi eru er- lendis. . . . “ „Er ekki einmitt unnt að flytja slíkt efni heim í ljós- myndaformi?" „Jú, að vissu marki, eins getum við fengið lánuð hand- rit. En í því sambandi hef ég oft átt í brösum við tollpóst- inn. Starfsmenn þar vilja alls ekki skilja, að sendingarnar, sem tryggðar eru fyrir mjög háar upphæðir, eigi að lána í þágu vísindastarfa, en ekki að selja. ... en hið síðarnefnda kemur vísindamönnum aldrei í hug“. Að lokum spyr fréttamað- urinn: „Hvort teljið þér að skáld eða vísindamenn séu færari um að þýða fornsög- urnar?“ „Báðir. En ég tel, að skáld- ið með máltilfinningu sína sé færast um það, en það væri mjög hagkvæmt, ef vísinda- maður fengi tækifæri til þess að fara yfir þýðinguna með höfundinum". „Þér hafið sjálfur ort?“ „Það er langt síðan og ég hef ekki áhuga á því lengur. Þegar ég lít til baka, lít ég lengra, til skáldskapar, sem er þess virði að fást við.... “ I I I , ! , I I , I | | , I i I \ , I , | ; i i i ! 1 ! ! I i I | 1 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.