Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ I Laugardagur 7. nóv. 1964 — frá Karli Strand SENN eru dagar sumarsins tald- ir og kominn vetur. Þó er enn hlýtt í veðri þegar sólar nýtur, jafnvel heitt um miðjan daginn, en næturnar eru farnar að vera svalar með votti af hráslaga und- ir morguninn og þéttum döggv- um á grasbölum Lundúnagarð- anna. Fyrstu regnskúrir hausts- ins hafa þegar fallið. Sumarið, sem er að taka enda, hefur verið með eindæmum gott. Um sextán vikna tímabil eða svo komu naumast tveir regndropar samfleytt, langoft sólskin, dag eftir dag, þó aldrei ofurhiti og rakar hitamollur, sem stundum verða óþægilegar í júlí og ágúst, létu ekkert á sér bæra. í sveitum landsins hafa akrar sprottið og nýtzt með bezta móti og hjarðir þrifizt vel. Og brezkir bændur, sem annars eru fremur gjarnir á að berja sér, hafa naumast ýjað í þá átt að veðrið væri of heitt eða kalt, of vott eða þurrt. í Lundúnaborg hafa byggingar verið með mesta móti, götum og hverfum hefur verið sópað burt og nýtt reist í staðinn. Einkum gætir nýrra stórhýsa víðs vegar um borgina, sem gnæfa upp úr húsaröðum nítjándu aldarinnar, sem sjaldan voru meira en sex hæðir eða svo. Heildarsvipur borgarinnar breytist þó furðu lít- ið, garðar og breiðstræti, fljót og brýr ásamt líttendanlegum hverfaþyrpingum halda megin- ásýnd hennar í sama horfi sem nýrri viðbætur vinna lítinn bug á, heldur samlagast hægt og hægt þegar hrár nýbyggingargljáinn tekur að mýkjast í mistruðu Lundúnaloftinu. En gamli og nýi tíminn tog- ast víða á, sums staðar harkalega, ekki aðeins í árekstrum milli nýs og gamals byggingarstíls heldur einnig í viðhorfum þeirra sem hlut eiga að máli. London er gömul borg og full af sögustöð- um, gömlum húsum og götum þar sem frægir og lítt frægir hafa lifað og hrærzt og skilið eft- ir minjar, stundum áþreifanleg- ar, stundum huglægs eðlis ein- göngu, kvæði, sögu, ljóð eða lag. Aftur og aftur er deilt um hvað varðveita beri og hverju eyða. Milli verndunarfélaga og áhuga- samra einstaklinga annars vegar og þeirra sem skipuleggja og byggja hins vegar, er stöðug tog- streita og veitir ýmsum betur. Oft ræður fjármagnið úrslitum, einkum þar sem um er að ræða gömul hús, sem standa á dýrum lóðum, en gefa hins vegar lítinn eða engan arð, í fjárhagslegum skilningi. Þannig hafa t.d. nokk- ur gömlu Lundúnaleikhúsin orð- ið stál- og múrkóngum húsa- brasksins að bráð, einkum í mið- borginni, þar sem hver jarðar- lófi er gulls ígildi, og á þessum stöðum, þar sem Shakespeare og Shaw voru áður konungar tungu- taksins er nú rætt um Cotton og Clore. Nær vikulega eru alþjóðaþing eða alþjóðaráðstefnur af ein- hverju tagi á döfinni í Lundúna- borg. Ekki ber það oft við að nafn íslands sé nefnt í sambandi við þessa atburði, en þó fer því fjölgandi. Ein slík kynningarsýn- ing — matvælasýning — var hald in í Olympíusýningarhöllinni tvær fyrstu vikurnar af septem- ber. Þar voru sýnd íslenzk mat- væri fyrir tilstilli nokkurra ís- lenzkra verzlunarfyrirtækja og ríkisstjórnarinnar, en aðalum- sjónarmaður sýningardeildarinn- ar var Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Deild fslands var ekki stór samanborið við sýningar sumra annarra þjóða, en hún var frábærilega vel úr garði gerð, smekklega sett upp og kynning vel af hendi leyst. Tvær ungar og alúðlegar stúlkur á íslenzkum búningum gengu um beina og vöktu verðskuldaða athygli og allt starfsfólk deildarinnar leysti starf sitt mjög vel af hendi. Bæði blöð og útvarp minntust sérstak- lega á íslenzku deildina og töldu hana í allra fremstu röð, frétta- maður útvarpsins lét þess sér- staklega getið að vert væri að heimsækja sýninguna til þess eins að bragða íslenzkt lamba- kjöt. Ef til vill er fáum það jafn ljóst og þeim er erlendis býr hversu fáeinir einstaklingar geta valdið mikilli land- og þjóbar- kynningu — bæði til hins betra og verra. — Hann nýtur verka þeirra eða líður fyrir þá, beint eða óbeint. Þegar vel er gert eins og í þetta skipti er ástæða til að minnast þess og þakka það. Og nú hafa enn orðið ábúenda- skipti í númer 10 Downing- street. Fyrir fjörutíu árum tók faðir mynd af syni sínum ung- um utan við dyrnar á forsætis- ráðherrabústaðnum, en hvort pilt inum hefur þá hvarflað í hug sá möguleiki að hann ætti eftir að ráða þar húsum veit enginn. Margt bendir þó til að Harold Wilson hafi mjög snemma á æfi sett sér það mark að ná fótfestu í sóti stokkna sögustaðnum við St. Jamesgarðinn. Og nú hefur hann flutt inn um aðaldyr, með- an Sir Alex Douglas-Home flutti út um bakdyrnar. Kosningar í Bretlandi eru skemmtilegur atburður fyrir hlutlausan áhorfanda, að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um skemmtun í sambandi við stjórnmálalega atburði. Það er ekki ósvipað og að horfa á vel leikið skáktafl, þar sem leikur- inn er að vísu ákveðnum regl- um bundinn en gefur taflmönn- unum eigi að síður nægilegt tæki færi til þess að sýna persónu- leika sinn, gáfur, kunnáttu og kannski ekki sízt mannþekk- ingu. Þau brögð, sem beita má verða öll að lúta settum reglum. Og vei þeim, sem tapar stjórn á tungu sinni eða geysist fram af offorsi. Honum er leikurinn tap- aður. Athyglisvert er hversu al- menningur tekur áróðri flokk- anna með mikilli ró, og þótt mað- ur hitti mann meðan á kosninga- hríðinni stendur, er það undir hælinn lagt hvort stjórnmál ber á góma, önnur umræðuefni koma venjulega fyr til greina. Ein- stakra þingmannaefna gætir furðanlega lítið í kosningabar- áttunni þegar frá eru dregnir foringjar flokkanna og allra nær- stæðustu brautargenglar þeirra. Svo virðist, sem athyglin beinist æ meira á síðustu árum að flokks foringjunum, og þá vitanlega einkum að foringjum stærri flokkanna tveggja, sem til greina koma sem forsætisráðherraefni. E.t.v. kann þetta að nokkru að eiga rætur sínar að rekja til þess að starf forsætisráðherrans fer æ vaxandi og áhrif hans verða æ meiri að sama skapi. Bilið milli flokkanna, íhaldsflokksins og Verkalýðsflokksins hefir mjókk- að með breyttum þjóðfélags- ástæðum og æ meira veltur á stefnu og persónu forsætisráð- herrans sjálfs. Vera má að ein- stakir stjórnmálamenn eigi nokk urn þátt í því að barátta kosn- ; inganna hefir færzt í þetta horf, t.d. hefur Harold Wilson verið borið það á brýn, að hann hag- aði kosningabaráttu sinni í lík- ingu við forselakosningabaráttu Bandaríkjanna, þótt eigi verði hér dæmt um hvort það er rétt. Hitt er víst, að í þessum nýaf- stöðnu kosningum beindist at- hygli og áhugi almennings mun meira að forsætisráðherraefnun- um en nokkru sinni fyrr hefir verið í þeim kosningum, sem sá er þetta ritar hefir séð í Bret- landi, eða á síðastliðnum tveim- ur áratugum. Með komu Harold Wilson til Downingsstreet hafa á vissan hátt orðið kapítulaskipti í brezkri stjórnmálasögu, sem eru í því fólgin að fræðilega þjálfaður stjórnmálamaður hefur tekið við af leikmanni. Alex Douglas-Home mátti skoðast sem dæmigerður brezkur stjórnmálamaður, af eldra taginu, sem komizt hefir til valda vegna gáfna, dugnaðar og persónuleika en án sérþekk- ingar eða sérhæfðar menntunar til starfsins. Wilson á hinn bóg- inn er háskólamenntaður og fyrr- verandi háskólakennari í Ox- ford, gegndi hagfræðilegum for- stjórastörfum í orkumálaráðu- neytinu á stríðsárunum, síðar undirráðherra í mannvirkjaráðu- neytinu og loks verzlunarmála- ráðherra er hann.var 31 árs gam- all. Auk þess starfaði hann með Beveridge lávarði að hinni al- þekktu áætlun sem ber nafn lá- varðarins. Vafasamt er að nokk- ur jafningi Wilsons að menntun og þjálfun hafi setið í forsætis- ráðherrastól Bretlands síðan Asquith. Eigi að síður er hann yngsti forsætisráðherra Breta síðan Rosebery lávarður 1894— ’95. Ekki er fjarri að ætla, að tap Douglas-Home stjórnarinnar hafi að verulegu leyti átt rætur sínar að rekja til þess, að sívax- andi hópur þaulmenntaðra manna í aðal-atvinnugreinum þjóðarinnar, vísindum, iðnaði og verzlun, voru óónægðir með skilning og skilningsmöguleika stjórnarinnar á fræðilegum vandamálum sínum og úrlausn- um þeirra. Á þeim tæpum tveimur vikum, sem liðnar eru síðan stjórnar- skipti urðu hefir vitanlega ekk- ert tækifæri gefizt til þess að dæma um hversu nýja forsætis- ráðherranum muni takast að sigla skipi sínu, en ljóst er að sú sigling verður óhjákvæmilega knöpp a.m.k. fyrst í stað. Hann hefur aðeins fjögurra þing- manna hreinan meirihluta, sem er fjórum þingmönnum færra en Atlee-stjórnin hafði 1950, og sem á þeim dögum leiddi til stjórnarskipta á næsta ári. Eigi að síður hefur Wilson gefið í skyn að hann muni stjórna ótrauður og telji sér það vel fært með þessum meirihluta. Þess er vert að geta til samanburðar, að Atlee-stjórnin hafði þegar verið við völd í 5 ár 1950 og var að vissu leyti á undanhaldi en f- haldsflokkurinn í sókn. Atlee missti tvo áhrifamestu ráðherra sína, Cripps og Bevin, sem dóu, og tveir sögðu af sér vegna ó- samkomulags, Bevan og Wilson og sjálfur var hann heilsulítill. Eiins og stendur hefur íhalds- flokkurinn enga löngun til að leggja til kosninga á ný, þar eru enn ýmsar sakir óuppgerðar eftir ósigurinn og ný skipulagning og mannfórnir óhjákvæmilegar. — Þótt Alex Douglas-Home hafi í bráð tekið að sér forystu stjórn- arandstöðunnar er ekki þar með sagt að hann verði sá sem leiðir flokkinn til kosninga næst. íhalds flokkurinn hefur ætíð verið strangur við flokksforingja sína sem tapa kosningum og ekki er fjarri að ætla að tvær grímur kunni að renna á ýmsa flokks- menn ef setja skal Douglas-Home á oddinn næst Og fyrir hann sjálfan væri það mikið áfall ef hann tapaði öðrum kosningum, og vafamál hvort hann kærir sig persónulega um að eiga slíkt á hættu. Fyrsta mannfórnin í flokknum er brottvik R. A. Butlers, en hann var formaður rannsóknarráðs flokksins og hefur gegnt því starfi um mörg ár. Sem rann- sóknarráðsformaður átti hann manna mest þátt í því að endur- skipuleggja flokkinn og færa hann yfir í nútímaform eftir kosningaósigurinn 1945. Ýmsir yngri og leiðandi menn flokks- ins nú eru lærisveinar hans og fyrrverandi skjólstæðingar, svo sem Reginald Maudling, Enoch Powell og Ian Macleod. Butler lét sér nokkur ógætnisorð um munn fara um kosningahorfur flokksins stuttu fyrir kosningarn- ar, við blaðamann frá Daily Express. Eftir er að sjá hvort þetta verður endirinn á pólitísk- um ferli hans. Um Butler hefir verið sagt að hann sé bezti for- sætisráðherra flokksins — sem aldrei náði því embætti. Þegar þetta er ritað hefir Har- old Wilson þegar sett eitt met, sem fólgið er í skipuðum ráð- herrafjölda. Þeir eru nú orðnir 102, ef allar smærri stöður eru meðtaldar, og þykir mörgum tal- an ærið há. Nokkur ný ráðuneyti hafa verið stofnuð, þar á meðal Hagfræðiráðuneyti — Ministry of Economical Affairs — með Ge- orge Brown, sem einnig er vara- forsætisráðherra, sem ráðherra. Með stofnun þessa ráðuneytis er í fyrsta sinn um langan aldur gerð tilraun til þess að skerða hið mikla vald, sem Ríkissjóðs- ráðuneytið — The Treasury — hefir í fjármálum þjóðarinnar, og verður þess beðið með eftir- IMóg vinna 5000 tunnur af AKRANESI, 4. nóv. — 19.457 tunnur af síld fengu sildarbát- arnir hér samtals meðan prent- araverkfallið stóð yfir. í dag bárust hingað tæpar 5000 tunnur af síldarmiðunum vestur í Kolluál. Aflalhæstur var Höfrungiur með 1500 tunnur, þá Sólfari 1100, Haraldur 1100, Anna 700 og Höfrungur II 500. Síldin er góð, hvort sem er til söltunar eða hraðfrystingor. Ms. Lagarfoss kom í morgun með 10 þús. tómar timnur til sölt- unarstöðvanna hér á staðnum. Kappnóg hefur verið að vinna hér næstljðnar vikur og unnið hefur verið báðar síðustu helgar. Á laugardaginn fengu þrjár þilfarstrillur 6 tonn af ýsu og þorski. Andri var aflahæstur með 3,3 tonn, Frosti 1,5 tonn g Vonin 1,2 tonn. Drangajökull kom í gær og landaði 600 tonnum af frosnum fiski. Og s.l. mánudagsmorgun lestaði Ms. Goðafoss 240 tonn af hvalkjöti. væntingu hverjar breytingar slíkt hefur í för með sér. Stjórnarmyndun Wilsons hefir ekki verið vandalaust starf. Hann hefur margs þurft að gæta til þess að halda öllum deildum flokksins sæmilega ánægðum og fá þó æskilegt starfa lið. Ýmsir hafa þjónað flokknum dyggilega í 13 ára stjórnarand- stöðu og eiga heimtingu á starfi eða sérstöku tilliti. Bæði hægri og vinstri armur flokksins varð að fá fulltrúa í stjórninni í sæmi- lega réttum hlutföllum. Verk- lýðsfélögin varð að taka með í reikninginn. Allt þetta varð að samrýmast kröfu Wilsons sjálfa um að fá menntaða og sérþjálfaða menn til samstarfs á þeirri fræði legu línu, sem hann hyggst fylgja í stjórn sinni. Að verulegu leyti virðist þetta hafa tekizt. Hægri armurinn fær ráðherraembætti fyrir George Brown, Denis Heal- ey, Patrick Gordon Walker o.fl., vinstri armurinn kemur að mönnum eins og Anthony Green- wood, Richard Crossmann og Barböru Castle. Frank Cousin — sem þó situr ekki á þingi — kem- ur inn fyrir verklýðsfélögin. Eft- irtektarvert er hversu' Wilson hefur víða valið saman aðalráð- herra og undirráðherra, sinn úr hvorri starfsgrein, og þó einkum sérfróða menn sem undirráð- herra, þar sem aðalráðherrana skorti sérmenntun. Öll málamiðlun kostar nokkrar fórnir. Lítill vafi er á því að Wilson, sem sjálfur varð ráð- herra 29 ára gamall, hefði kosið yngra ráðuneyti en raun hefur orðið á, ef hann hefði algerlega haft frjálsar hendur. Meðalald- ur 22 aðalráðherranna er 56 ár. London, 25. október 1964 á Akranesi góðri síld I gær Messaguttinn féll af brúar- vængnum Ms. Langjökull, skipstjórl Bogi Ólafsson, kom s.l. fimmtu- dag og lestaði 5000 kassa af frosnum fiski, svo og humar á Ameríkumarkað. Það óhapp vildi til spölkorn fyrir utan hafn argarðinn, áður en Langjökull lagði að, að annar messaguttinn, Ólafur Guðmundsson, datt út af brúarvængnum, er hann var að draga fána að hún. Missti hann snöggvast meðvitund við að detta á þilfarið, og hafði smá- vegis verk í höfði og rófubeini. —. Oddur Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis veroskrá Kþbenhavn 0. 0. Farimagsgade 42 EGILL SIGURGEIRSSON Hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Ingólfsstræti 10 - Sími 15958

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.